Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Ð^ur- „Það var alltaf æskudraumur minn að verða bóndi í sveit og mér finnst alveg dýrðlegt að vakna upp klukkan sex á morgnana og fara að vinna fyr- ir sjálfan mig - enda þó gott væri að lúra lengur á morgn- ana, “ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson bóndi í Hléskógum í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð. mynd: brink. Kóngar í ríki sínu Með tvær hendur tóm- ar. Margur ætlar að verða ríkur af eigin rekstri. En eru hindranirnar í við- skiptalífinu orðnar slík- ar að öll sund eru þeim allslausu lokuð? Eða eru tækifærin alltaf til staðar. Hversu sterkur er andi Bjarts í Sumar- húsum í íslenskri þjóð- arsál. Kóngur í ríki sínu. Engum háð- ur. Avaxtar pund sitt með sinni eigin vinnu og verður moldrík- ur. Hver á sér ekki drauma um þetta? Verða eins konar Bjartur í Sumarhúsum, líkur þeim sem Nóhelskáldið gerði að yrkisefni í Sjálfstæðu fólki. Enginn ger- ist í dag sporgöngumaður Bjarts með því að reisa sér heiðarbýli eða ríða yfir jökulár á hreindýrstarfi. En menn geta ef til vill orðið sjálfs síns herrar með því að kaupa sér trillu, verslun, bújörð eða sett eigin iðnframleiðslu á laggirnar. Eða er kannski orðíð ómögulegt fyr- ir framtaksamt ungt fólk að stofna til eigin rekstrar jafn- auðveldlega og áður var? Dagur kannaði málið og ýmsar áleitn- ar spurningar í þessu sam- bandi. Fullkomið frelsi í nýjum greinum „Tækifæri til að gera stóra hluti eru alltaf til staðar, en þau sveiflast hins vegar á milli greina. Einu sinni voru tækifæri einna helst í sjávarútvegi en í dag einna helst í fjármálaheim- inum, hugbúnaðargerð og líf- tækni," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja í viðtali við Dag sl. haust. Þar sagði hann ennfremur að sumir héldu því fram að nánast útilok- að væri að hasla sér völl í sjávar- útvegi og að engin nýliðun væri í greininni. „Það er að mínum dómi orðum aukið þótt það sé ef til vill rétt að nýliðun í greininni sé minni en hún var áður. En ég held að það nákvæmlega sama eigi við í nánast öllum greinum atvinnulífsins á íslandi um þess- ar mundir.“ Bergsteinn Einarson er fram- kvæmdastjóri plastverksmiðjun- ar Sets hf. á Selfossi. Hann seg- ir engan vafa leika á þvf að erfið- ara sé nú en áður fyrir ungt fólk að halsa sér völl í hinum hefð- bundnum atvinnugreinum, það er sjávarútvegi og landbúnaði. „Hins vegar var mjög algengt og er enn, að ungir iðnaðarmenn, stofnuðu lítil fyrirtæki sem síðan vaxa og dafna ef vel er á málum haldið. Þar þurfa menn ekki að kaupa sér kvóta til þess að kom- ast inn í greinina. Fyrirtækiö sem ég stjórna varð þannig til upp úr byggingastarfsemi. At- hafnafrelsi ungra manna hefur fyrst og fremst lagst af í sjávar- plássum og sveitum, sem ætti að vera umhugsunarefni þeim sem halda á byggðamálum. Fullkom- ið athafnafrelsi ríkir í nýjum at- vinnugreinum; í upplýsínga- og tölvutækni enda sækja ungir menn þar fram og eru margir að gera góða hluti." Trillukarl á skaki En skoðum sjávarútveg nánar. Aður en núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi kom til sögunnar fóru margir út í útgerð og náðu góðum árangri, enda var þetta áður en aflaheintildir fóru að ganga á svo háu verði að mjög erfitt var að kaupa sig inn í kerf- ið. Helsta smugan í útgerðinni er smábátaútgerð og þó eru þar engu að síður miklar fjárhæðir í spilinu. „Þetta er ekki bara að standa og veifa ávís- anaheftinu eða standa og brosa á bak við búð- arborðið þegar við- skiptavinir koma inn.“ Að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda væri það lágmarkseining fyrir mann sem ætlar að hefja smábátaútgerð að hafa úr að spila 50 tonnum í þorskaflahámarki, það er kvóta sem fyrir væri greiddar 25 millj. króna miðað við 500 kr. kíló- verð. Sæmilegur bátur fæst svo fyrir 5 millj. kr. - og þá er tjár- festingin orðín um 30 millj. kr. Orn teiur að framlegð af rekstri af þessari stærð geti verið um fimm milljónir króna og þar af geti menn reiknað sér helming- inn í eigin laun - jafnvel meira séu þeir duglegir við að harka í utankvótategundum eins og ýsu og steinbít. Æskudraumur rætist Margur hefur einnig farið út í bú- skap í sveit í þeim tilgangi að verða eigin herra. En þá þarf yfir mikla hjalla að fara ætli menn að festa sér jörð og kaupa rétt til framleiðslu sem ætti að gefa af sér þokkalega afkomu. Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamið- stöðinni í Reykjavík hefur í áraraðir selt bújarðir og þekkir markaðinn vel. Hann segir viður- kennt að ætli menn út í kúabú- skap sem gefur þokkalega af sér þá þurfi framleiðslurétturinn að vera 100 þús. lítrar á jörð. Og kaup á kvóta, jörð, húsum, grip- um, vélum og tækjum sé gjarnan fjárfesting uppá um fimmtíu milljónir króna. Fjárfesting f lífvænlegu sauðfjárbúi sé síðan einhvers staðar á bilinu 20 til 40 millj. kr. „Það var alltaf æskudraumur minn að verða bóndi í sveit og mér finnst alveg dýrðlegt að vakna upp klukkan sex á morgnana og fara að vinna fyrir sjálfan mig - enda þó gott væri að lúra lengur á morgnana,“ segir Guðbergur EgiII Eyjólfs- son bóndi í Hléskógum í Grýtubakkahreppi við Eyja- fjörð. Jörðina keypti hann íý'rir tæpu ári og lét þar með æsku- draum sinn rætast; að verða bóndi í sveit. Hann segist hafa reiknað jarðakaupin út fram og til baka og ekki séð annað en dæmið ætti að ganga upp. „Eða af hverju gat ég ekki slegið lán og keypt jörð fyrir 45 milljónir með II til 12 milljón króna veltu að baki mér á ári, á sama tíma og margir eru að kaupa sér eínbýlishús fyrir sunnan uppá kannski fimmtán milljón- ir með enga veltu á bak við sig.“ Varla tími til að borða I Hléskógum búa Guðbergur og eiginkona hans, Birna Krist- ín Friðriksdóttir, nú með 40 kýr og framleiðsluréttur á ári er 155 þúsund lítrar. „Það er auð- vitað púsluspíl að fjármagna svona kaup. Það hefði ég til dæmis ekki getað gert nema konan mín væri kennari með sæmileg laun og hafði jafn- framt aðgang að góðum lífeyr- issjóði. I dag erum við að borga af jörðinni um 300 þúsund krónur á mánuði og þær tölur eiga eftir að verða enn hærri þegar öll Ián eru komin til af- borgunar á næsta ári. En svo liggur líka fyrir að ég þarf að fara í talsverð kaup á vélum og tækjum, vinna upp tún, breyta fjósinu og svona gæti ég lengi haldið áfram. Þetta verður því talsvert þungur róður,“ segir Guðbergur - sem segir eigið vinnuframlag skipa meginmáli. „Það er kannski ekkert að marka mig þegar þú spyrð um eigið vinnuframlag, ég vinn mikið við þetta því þetta er svo skemmtilegt, enda þótt sveita- búskapur útheimti alltaf geysi- lega mikla vinnu. I fyrra var þetta oft vinna frá klukkan sex á morgnana og fram að rniðn- ótt og svo varla tími til að borða. Tengdamamma kom stundum með mat hingað og lét mig borða - á sama tírna og konan mín var við störf uppi í Oskju sem leiðsögumaður," segir Guðbergur - sem telur ástæðulaust fyrir ungt fólk að hika neitt við að fara út í bú- skap ef það hefur áhuga og vilja og hefur reiknað sig að þeirri niðurstöðu að dæmið gangi upp. Þar þurfi þó margir þættir að koma til, en það sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.