Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 18

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 18
18 - LAUGARDAGUR 77. MARS 2001 Sérvitur stórstjarna Katharine Hepburn er ein dáðasta kvikmynda- leikkona sögunnar. Hún lifir enn í hárri elli og er lýst sem hörkugreindri, sérvitri og þverlyndri konu. Katharine Hepburn fæddist árið J 907, önnur í hópi fimm systkina. Faðir hennar var læknir, sérfræð- ingur í kynsjúkdómum, og móðir hennar var þekkt kvenréttinda- kona. Bæði höfðu mjög róttækar stjórnmálaskoðanir og ræddu við- kvæm mál, eins og vændi, mjög opinskátt \dð börn sín, sem mættu með móður sinni í kröfugöngur og dreifðu pólitískum áróðursbæk- lingum. Nágrannarnir kunnu ekki að meta hina róttæku fjölskyldu og hentu steinum inn um glugg- ana til að sýna andúð sína, en mótmælin gerðu ekki annað en að styrkja samheldni fjölskyldunnar. Tíu ára gömul klippti Katharine Hepburn hár sitt stutt, gekk í bux- um og kallaði sig Jimmy. Hún vildi vera strákur. Hún var óvenjuleg stúlka, afar viljasterk og sérvitur. Tólf ára gömul fór hún ásamt bróður sínum Tom sem var fimmt- án ára til dvalar hjá frænku þeirra. Dag einn kom hún að bróður sín- um þar sem hann hafði hengt sig. Hún þaut að húsi læknis sem bjó handan götunnar og barði á dyrn- ar, Þjónustustúlka opnaði og Hep- burn sagði grátandi: „Hjálpaðu mér, bróðir minn er dáinn.“ „Ef hann er dáinn,'1 svaraði þjónustu- stúlkan rólega, „þá getur læknir- inn ekki hjálpað honum.“ Með þeim orðum skellti hún hurðinni. Afi Katharine Hepburn og fjórir frændur höfðu framið sjálfsmorð og nú virtist sem bróðir hennar hefði einnig fvrirfarið sér. Foreldr- arnir neituðu að viðurkenna að sonur þeirra hefði framið sjálfs- morð vegna þunglyndis og sögðu hann hafa verið að leika sér með snöruna og mistekist að losa sig. Katharinc hafði dáð eldri bróður sinn takmarkaiaust og nú gerði hún afmælisdag hans 8. nóvember að sínum og lét ekki opinskátt um raunverulegan afmælisdag sinn 12. maí fyrr en hún varð 84 ára gömul. Hún var ákveðin í að verða læknir eins og faðir hennar en skipti um skoðun og ákvað að verða leikkona. „Eg hafði enga löngun til að verða leikkona eða til að læra að leika. Ég vildi bara verða fræg,“ sagði hún seinna af þeirri hreinskilni og sjálfsgagnrýni sem einkenndi svo mjög persónu hennar. Fjölskrúðugt ástarlíf Hún var tvítug þegar hún kynntist ungum leikara, sem kallaður var Luddy, og var átta árum eldri en hún. Hún giftist honum en hellti sér síðan í leildistina, lék á Broad- way og átti þar í ástarsambandi við leikstjórann Jeff Harris. Hann var svo illa liðinn af kollegum sínum að Laurence Olivier hafði hann sem fyrirmynd að túlkun sinni á Ríkharði III í kvikmvndagerð leik- ritsins, og Walt Disney notaði hann sem íýrirmynd að Stóra ljóta úlfi í teiknimynd um grísina þrjá. Astarsamband þeirra Harris entist ekki lengi og þegar Flepburn komst á kvikmyndasamning í I Iollvwood tók hún upp ástarsam- Coming to Dinner. Tracy lést tveimur vikum eftir að upptökum lauk. Af tillitssemi við fjölskyldu Tracys var Flepburn ekki viðslödd jarðarförina. Hún tók dauða hans afar nærri sér, hafði gert sér grein fyrir veikindum hans en ekki búið sig undir að missa hann. Eftir dauða Tracys hélt Hep- burn áfram að stunda kvikmynda- leik og vann til þriggja Osk- arsverðlauna, fvrir Guess Who’s Coming to Dinner, Lion in Winter og On Golden Pond. Hún hampar því fjórum Óskarsverðlaunum og hefur tólf sinnum verið tilnefnd til verðlaunanna. Hún mætti þó cin- ungis einu sinni til Oskarsverð- launaathafnar, og þá sem kynnir. Enginn vafi er á því að hún tclst ein mesta kvikmyndastjarna sög- unnar. Samt er enn er deilt um það hversu góð leikkona hún hafi raunverulega verið, en enginn ef- ast um sterkan persónuleika og persónutöfra sem geisla af tjald- inu. A vondum degi var hún vissu- lega slæm leikkona, næstum óbærilegan tilgerðarleg, en vanga- veltur um hugsanlegt hæfileika- leysi hennar verða þó nokkuð kvndugar þegar horft er á stór- kostlegan dramatfskan leik hennar í kvikmyndagerð Long Davs’Jour- ney Into Night og Lion in Winter. Og leikur hennar í gamanmynd- um var ætíð fjörmikill og yndis- lega heillandi. Hún sagði eitt sinn: „Eg hef ekki lifað eins og kona. Eg hef lif- að eins og karlmaður. Ég hef gert það sem mér sýnist og hef þénað nóg til að geta séð fyrir mér. Og ég er ekki hrædd við að vera ein." I Katharine Hepburn. Ein mesta kvikmyndastjarna sögunnar er hörkugreind, sérvitur og einræn kona sem fór ætíð eigin leiðir í iifinu. Stóra ástin i l/fi hennar var Spencer Tracy, en þau voru saman i tuttugu og sjö ár. band við umboðsmann sinn Leland Hayward sem var giftur. Hayward skildi við konu sína og Hepburn sótti sömuleiðis uni skilnað frá manni sínum, en Hayward kom henni á óvart með því að giftast skvndilega leikkon- unni Margaret Sullavan. Næsti ástmaöur Hepburn var Howard Hughes. Bæði voru sjálf- hverf og ákveðin, sinntu í engu hefðhundnum venjum, voru ein- ræn og höfðu andstyggð á fjöl- miðlum. Flughes bað hennar en hún hafnaði bónorði hans og sagöí honum að hún vildi ekki vera gift. Hún sagðist aldrei hafa haft áhuga á því að verða eigin- kona og móðir og sagði: „Ég hefði orðið hræðilegt forcldri. I fyrsta sinn sem barnið mitt vildi ekki gera það sem ég vildi myndi ég drepa það.“ Árin með Tracy Hepburn hlaut fýrstu Oskarsverð- laun sín fvrir þriðju kvikmynd sína Morning Glory. Meðal þeldctra mynda hcnnar eru Little Women. Bringing Up Baby og Phila- delphia Story, en í tveimur þeirra síðarnefndu lék hún á móti Cary Grant og bæði fóru á kostum. Hepburn var gallagripur. Hún þoldi ekki fréttamenn og ljós- mvndara og oftar en einu sinni henti hún mvndavélum þeirra í gólfið og braut þær. Hún var mikil íþróttakona og sást nær aldrei í samkvæmum. Hún bjó yf'ir mikilli réttlætiskennd og stjórnmálaskoð- anir hennar voru róttækar. Pen- ingar skiptu hana engu og barst lítið á og sagðist aldrei hugsa um klæðaburð sinn eða útlit . Hún gat verið mjög hranaleg f um- gengni, enda sjálfselsk og sérvitur. Vinir hennar sá gjörbreytingu á henni þegar hún kynntist lcikar- anum Spencer Tracy. Hann var stóra ástin í lífi hennar og þau voru saman í tuttugu og sjö ár, en Tracy var giftur og skildi ekki við konu sína. Þau léku saman í nokkrum kvikmyndum sem nutu mikilla vinsælda. Þótt samband þeirra væri á ailra vitorði var aldrei skrifað um það í slúðurblöð. Slík þagmælska slúðurdálkahöfunda í Hollyvvood á sér fá fordæmi, en Hepburn og Tracy nutu slíkrar virðingar í Hollywood að enginn vildi bregða fýrir þau fæti. Blaða- maður spurði Hepburn eitt sinn hvort hún elskaði Tracy og hún svaraði: „Allir elska herra Tracy.“ Þau bjuggu saman í húsi sem Ffepburn leigði af leikstjóranum George Cukor, fóru í gönguferðir, máluðu olíu- og vatnslitamyndir og lásu bækur. Tracv var al- kohólisti sem barðist við að halda sér þurrum og góð áhrif Hepburn urðu til þess að mjög dró út dry kkju hans. Þau léku í áttundu mvnd sinni saman árið 1967, Guess Whos sjónvarpsviðtali spurði Barbara Walters hana cinu sinni: „Þú virð- ist ætíð vita muninn á réttu og röngu?" Hepburn horfði á hana með vanþóknun og sagði: „Gerir þú Jrað ekki?“ A efri árum skrifaði Hepburn endurminningar sínar og veitti viðtöl þar sem hún ræddi um ást sína til Spencers Tracys, en Susie dóttir Tracys er í hópi hennar bestu vina. I dag er hún 94 ára gömul og þjáð af parkinsonsveiki. Ekki er langt síðan hún sagði: „Satt að segja hlakka ég fremur til að devja. Og ef það er líl' eftir dauðann bíð ég bara eftir því að sameinast Spencer."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.