Dagur - 17.03.2001, Page 20

Dagur - 17.03.2001, Page 20
20 - LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 RAÐAUGLÝSINGAR A T V I N N A Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 70-100% staða móttökuritara í sameiginlegri móttöku sjúklinga slysadeildar, myndgreiningardeildar og speglunardeildar. Staðan er laus frá 15. apríl n.k. eða eftir samkomulagi. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi góða þekkingu og reynslu í tölvunotkun, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfileika til samvinnu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Starfsmannafélags Akureyrarbæjar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Baldur Dýrfjörð, starfsmannastjóri FSA en umsóknir sendist Vigni Sveinssyni, framkvæmdastjóra fjármála og reksturs, tölvupóstfang vignir@fsa.is, fyrir 5. apríl n.k. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Frumkvöðlasetur Norðurlands er samstarfsverkefni Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Impru á Iðntæknistofnun, Tækifæris hf., Fjárfestingafélagsins Urðir ehf., Háskólans á Akureyri, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar hf og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. Tilgangur verkefnisins er stofnun og rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Um er að ræða 5 ára tilraunaverkefni, sem gæti leitt til stofnunar fleiri frumkvöðlasetra annars staðar á landinu. Frumkvöðlasetur Norðurlands Framkvæmdastjóri Frumkvöðlasetur Norðurlands leitar að framsæknum og kröftugum einstaklingi til að leiða uppbyggingu setursins og veita því forstöðu. Hlutverk framkvæmdastjóra er að sjá um daglegan rekstur setursins, veita frumkvöðlum almenna aðstoð við undirbúning að stofnun og rekstri fyrirtækja, sjá um kynningarstarfsemi setursins, markaðsmál og annað sem stjórn félagsins ákveður hverju sinni. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun á sviði viðskipta-, markaðs- eða verkfræði eða með sambærilega menntun. Umsóknum skal skilað til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, merkt „Frumkvöðlasetur Norðurlands". Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Björgvin Njáll Ingólfsson s. 5101800 Fermingar Prentum á fermingarseríettur Gyllum á sálmabækur og kerti Margar gerðir af servíettum fyrirliggjandi nlprent Glerárgötu 24 - 26 Akureyri s: 462-2844 SKðLAR SKÖLAR HfÁSKÓLIMIM A AKUREYRI Kennaradeild Háskólans á Akureyri Meistaranám Fyrri hluti meistaranáms, diplómanám, verður í boði í kennaradeild næsta haust. Um er að ræða 30 eininga nám sem unnt er að Ijúka á einu almanaksári. Kennt verður í staðbundnum lotum að mestu. Kjörsvið: Boðið verður upp á tvö kjörsvið: sérkennslu og stjórnun. Inntökuskilyrði: Rétt til að sækja um inntöku í fyrri hluta námsins, diplómanám, eiga þeir sem lokið hafa fullgildu námi á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og umönnunar og starfað a.m.k. tvö ár að námi loknu á sínu sviði. Gilt er talið nám frá Fósturskóla íslands, Háskóla íslands, Háskólanum á Akureyri, íþróttakennaraskóla íslands, Kennaraháskóla íslands, Kennaraskóla íslands, Þroskaþjálfaskóla íslands og öðrum skólum sem veita sambærilega menntun. Fjöldi: Boðið verður upp á námið að því gefnu að nægilegur fjöldi fáist og jafnframt er áskilinn réttur til þess að takmarka fjölda innritaðra ef þörf krefur. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2001. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Háskólans á Akureyri v/Norðurslóð og á skrifstofu kennaradeildar í Þingvaliastræti 23. Einnig er hægt að nálgast umsóknar-eyðublöð á netinu. Vefslóðin er http://www.unak.is/upplysingar/umsoknferli/main.htlm Kvittun fyrir greiðslu skrásetningargjalds að upphæð kr. 25.000 þarf að fylgja umsókn. Þeim sem ekki fá skólavist verður endurgreitt að fullu. Nánari upplýsingar veita Anna Þóra Baldursdóttir, lektor í kennaradeild, sími 463- 0923, netfang anna@unak.is, Torfhildur Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri í kennaradeild, sími 463-0901, netfang torfhild@unak.is og Solveig Hrafnsdóttir, námsráðgjafi HA, sími 463-0552, netfang solveig@unak.is HÁSKÓILIiMfSí AAKUREYRI Kennslufræði til kennsluréttinda Nám í kennslufræði til kennsluréttinda verður í boði í kennaradeild næsta haust. Námið miðast við kennslu í framhaldsskólum og í efri bekkjum grunnskólans. Um er að ræða 15 eða 30 eininga nám og fer lengd þess eftir menntun og reynslu nemenda. Kennt verður í staðbundnum lotum að mestu. Inntökuskilyrði: Til námsins er stofnað á grundvelli laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra nr. 86/1998 og tekið er inn í námið á grundvelli laganna. Fjöldi: Boðið verður upp á námið að því gefnu að nægilegur fjöldi fáist og jafnframt er áskilinn réttur til þess að takmarka fjölda innritaðra ef þörf krefur. Ganga þeir þá fyrir sem hafa kennslureynslu og/eða starfa sem leiðbeinendur næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2001. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Háskólans á Akureyri v/Norðurslóð og á skrifstofu kennaradeildar í Þingvallastræti 23. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á netinu. Vefslóðin er: http://www.unak.is/upplysingar/umsoknferli/main.htlm Kvittun fyrir greiðslu skrásetningargjalds að upphæð kr. 25.000 þarf að fylgja umsókn. Þeim sem ekki fá skólavist verður endurgreitt að fullu. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri kennsluréttindanáms, Anna Þóra Baldursdóttir í síma 463-0923, netfang anna@unak.is, Torfhildur Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri í kennaradeild, sími 463-0901 netfang torfhild@unak.is og Solveig Hrafnsdóttir, námsráðgjafi HA, sími 463-0552, netfang solveig@unak.is STYRKIR T I L L E I G U Gott skrifstofu- húsnæði til leigu Til leigu er skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í Landsvirkjunarhúsinu að Glerárgötu 30. á Akureyri. Um er að ræða tvær samliggjandi skrifstofur 71m2 með sameign. Upplýsingar í síma 460-6300 eða á skrifstofu Landsvirkjunar 4. hæð Glerárgötu 30, Akureyri Landsvirkjun Glerárgata 30 600 Akureyri Menntamálaráðuneytið Stjórn Barnamenningarsjóðs Auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Á yfirstandandi ári hefur sjóðurinn 2,5 millj. kr. til ráðstöfunar. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 4. apríl 2001. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu ráðuneytisins, veffang http://www.mrn.stjr.is Stjórn Barnamenningarsjóðs 12. mars 2001

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.