Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 17
Dggur LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 - 17 Það hafa sjálfsagt margir nemendur í skólum á Ak- ureyri horft löngunaraug- um út um glugga á skóla- stofum í blíðviðrinu í fyrra- dag og hugsað með sér að gaman væri nú að geta skroppið á skíði. En þeir þurftu ekkert að vera að velta því fyrir sér íþrótta- nemarnir frá Laugarvatni. Það var ekki ónýtt veðrið sem lék um íþróttanemendur Kennaraháskóla Is- lands og aðra sem nutu útivistar í Hlíðarfjalli á Akureyri síðastliðinn f'immtudag. Ríflega sextju nemendur á fyrsta og öðru ári í KHI - íþróttaskor höfðu ásamt kennurum gist fjallið síðan á sunnudag við nám, störf og leik og var þetta tvímælalaust lang- besti dagurinn, enda ætlaði varla nokkur maður að tíma að fara inn í matsal til að snæða hádegisverð. Það kom líka á daginn þegar átti að mynda hópinn í hádegishléi, að obb- inn af nemendum var horfinn á vit fannhvítra ævintýra. Það tókst því bara að hóa saman einum þriðja af hópnum í myndatöku, en blaðamanni var gert það fullljóst að þar væri sam- ankomin rjóminn af liðinu. Skælhros- andi, sælleg og rjóð lögðu nemendur svo af stað í næstu kennslustund þar sem kenna átti meðferð og notkun á sérútbúnum skíðagræjum fyrir fatlaða og skólastofan skartaði sínu fegursta í rjómalogni og brakandi sólskini. Eftir hjá blaðamanni urðu þeir Örn Ólafs- son lektor KHI og Arnar Bill Gunn- arsson íþróttanemandi á öðru ári. Kynnast öllum þattum íþróttanna Iþróttaskólinn á Laugarvatni var áður á menntaskólastigi, en var færður yfir á háskólastig árið 1998 og settur sem skor undir Kennara- háskóla Islands. Það hafa orðið miklar breytingar á skólanum síðan þá og nú er boðið upp á þriggja ára háskólanám þar sem nemendur út- skrifast með BED gráðu og munu fyrstu nemendurnir útskrifast í vor. Þeir sem það kjósa geta svo haldið áfram í námi í háskólum erlendis og farið inn á mismunandi svið eins og t.d. lífeðlisfræði, íþróttastjórnun, íþróttir fyrir fatlaða, boltagreinar og þjálfun svo eitthvað sé nefnt. Nem- endur sem fá inngöngu í skólann þurfa að hafa stúdentspróf en ekki endilega af íþróttabraut, en þær fþróttabrautir sem boðið er upp á í framhaldsskólunum í dag eru enn á þróunarstigi. Ekki er heldur gert ráð fyrir að nemendur séu í góðri þjálfun þegar þeir koma í skólann, en þeir þurfa vissulega að hafa áhuga á að kenna íþróttir. I Iþróttaháskólanum á Laugarvatni fer hæði fram bókleg og verkleg kennsla og fá nemendur að kynnast öllum þáttum íþróttanna. Örn: „Markmiðið með þessari ferð hingað norður er fyrst <>fi fremst að kynna vetraríþróttir fyrii nemendum og að þeir nái færni oj kynnist þessum þáttum íþrótta. öðru lagi er mikilvægt að rtemendu komi saman, skemmti sér og kynnis vel, auk þess myndast óneitanleg: allt önnur stemmning á svona stað heldur en til dæmis í bænum.“ Arnar: „Það eru búin að vera þrji námskeið í þessari ferð, gönguskíði, svigskíði og skautar. Hópurinn sem fþróttanemar fengu að kynnast og læra á alls konar skíðagræjur sem til eru fyrir fatlaða í þessari námsferð, en meginmarkmið ferðarinnar var að kynna þátt vetrarí- þrótta fyrir nemendum. Rjóminn af liðinu i brakandi bongóblíðu í Hlíðarfjalli. kom hingað til Akureyrar að þessu sinni er svona fjölmennur vegna þess að nemendur sem eru núna á öðru ári komust aldrei á skíði í fyrra, en þrjár tilraunir voru gerðar til þess að fara í Bláijöll, en það var bara alltaf brjálað veður. Þau komust á gönguskíði og skauta í fyrra og fara þess vegna bara á svigskíðin núna og við hætist svo kúrsinn íþróttir fyrir fatlaða sem ekki helur verið kennd- ur áður." Vinir fyrir lífstíö Á Laugarvatni búa íþróttanemendur KHl á heimavist skólans eða á stúd- entagarðinum þar sem eru átta íbúðir fyrir þá sem eru með fjöl- skyldur. Sumir leigja annað húsnæði í þorpinu á Laugarvatni og enn aðrir keyra á milli staða dagsdaglega og taka sig þá gjarnan fimm saman og skiptast á að keyra. Á heimavistinni þar sem nú búa um fimmtíu nem- endur þarf engum að leiðast, því þar er allt til alls. Arnar: „Þetta er eins og Iítið þorp, þar sem við höfum allt sem við þurf- um að hafa, íþróttahúsið, sundlaug- ina, kapalsjónvarp, tölvuver og eld- unaraðstöðu. Það er að vísu ekki mikið einkalíf á heimavist, en það er ofsalega gaman og alltaf eitthvað um að vera. Svo þarf engin að vera einmana og það er mikið ráfað á milli herbergja til að spjalla. Þetta fyTÍrkomuIag hcntar sumum og sumum ekki. Það er nauðsynlegt að byggja fleiri stúdentagarða svo hægt sé að velja um það hvernig fólk vill búa.“ - Hvernig er félagslífið i skólanum? Arnar: „Við höldum reglulega skemmtikvöld í skólanum og þegar við komum hingað norður þá voru hóparnir hver fyrir sig búnir að æfa skemmtiprógram sem þeir síðan fluttu fyTsta kvöidið í skíðahótelinu. Það þekkjast allir svo vel sem búa svona saman á heimavist og þess vegna er engin feimni í gangi og mjög auðvelt að húa til góða skemmtun." Örn: „Það góða við það að búa á heimavist er að nemendur kynnast mjög vel og þegar þeir fara þaðan þá hafa þeir ekki eignast kunningja, heldur góða vini fyrir lífstíð.“ -W Hér erArnar Bill annar viðmælanda að máta svigskiðabúnað fyrir fatlaða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.