Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 10
10 - LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 I Paradísarlaut með dætrunum á fimm ára trúlof- unarafmæli. Hér er ekkert slegið af. Feðginin Sigrún Ásta og Olgeir með siiung í soð/ð. er tekin i tiihugaiifinu. Mæðgurnaræfajralagið í fjöiskyidugarðinum íLaugardai saman Þau Olgeir Helgi Ragn- arsson og Theodóra Þor- steinsdóttir hittust fyrst í dyrunum á framtíðarhús- inu sínu. Söngurinn leiddi þau saman og síð- an hefur hann verið stór þáttur í tilverunni. „Eg kom í þetta hús um haust til að innrita mig í söngdeild tónlist- arskólans og Theodóra kom til dyra. Það var í f’yrsta skipti sem við sáumst því þótt við séum bæði uppalin hér í Borgarfirði höfðum váð aldrei hist áður svo við vissum til,“ segir Olgeir Helgi brosandi, þar sem við sitjum í góðu yfirlæti á heimili þeirra hjóna í Borgar- nesi. Theodóra bætir því við til skýringar að móðir hennar hafi búið í húsinu þegar fundum þeirra Olgeirs hafi fyrst borið saman en leigt Tónlistarskólan- um stofu og herbergi. „Ég byrjaði að kenna við söngdeild Tónlistar- skóla Borgarfjarðar haustið 1987 og tók við stjórn skólans haustið 1991. Söngkennslan fór fram hér í stofunni hjá mömmu." Einkatímar og síðan aukatímar! Olgeir er úr Lundarreykjadal en tók stúdentspróf frá Framhalds- deild Samvinnuskólans í Reykja- vík og söng þá mcð skólakór MS. Sfðan tók bann þátt í starfi Kveld- úlfskórsins í Borgarnesi um tíma og nú leggur hann Karlakórnum Söngbræðrum lið. En skyldi hann hafa haldið áfram söngnámi í tónlistarskólanum eða setti ástin hann þar út af laginu? Olgeir: „Ja, gárungarnir segja að ég hafi byrjað í hóptímum, svo hafi ég fengíð einkatíma og síðan aukatíma! - En þetta gerðist nú ekki alveg í hvelli hjá okkur. Þó vorum við farin að búa saman áður en veturinn var Iiðinn." Þau halda áfram að rifja upp minningar úr einkalífinu og trúa blaðamanni fyrir því að trúlofun- in hafi farið fram í ágúst að áliön- um slætti á ótrúlega fallegum stað. „Við settum upp hringana í Paradísarlaut í Norðurárdal, ein- um alfallegasta stað sem ég hef komið á," segir Olgeir. Ari síðar gengu þau í það heilaga og um það leyti lluttu þau inn í helminginn af húsinu sem nú er þeirra heimili og móðir Theodóru var í hinum helmingn- um. „Það var alveg ómetanlegt að hafa tengdamóður mi'na hér með- an dætur okkar tvær voru litlar. Þær hafa notið þess að umgang- ast hana og Iíka foreldra mína sem búa hér í bænum," segir Ol- geir. Theodóra tekur undir það og segir það mikil forréttindi að hafa svo gott aðgengi að barnapíum og það hafi gert þeim hjónum kleift að syngja með kór íslensku óper- unnar af og til. Sjálf hafi hún sungið í honum frá upphafi er hún var í Söngskólanum og þar til hún flutti í Borgarnes aftur, utan áranna sem hún stundaði söngnám í Vínarborg. Olgeir: „Já, við tókum þátt í öll- um verkefnum kórsins í fyrravet- ur og líka nokkrum nú í vetur. Það væri auðvitað ekki hægt að standa i þessu ef Hvalfjarðar- göngin væru ekki fyrir hendi og styttu okkur leiðina." Nú segjast þau vera í pásu frá óperunni en hinsvegar séu búin að sjá La Bohéme þrisvar. Theodóra: „La Bohéme er ein af mínum eftirlætissóperum og ég gæti alveg hugsað mér að sjá hana oftar. En ætli við látum þetta ekki duga í bili!“ Vorvindar að hausti Talið berst að Söngbræðrum, borgfirska karlakórnum sem verð- ur nýbúinn að heiðra höfuðborg- arbúa með söng sínum þegar þetta birtist á prenti. „Það er heilmikið líf í karlakórnum. Fyrir utan að syngja heima í héraði og fara í styttri ferðir höfum við sungið erlendis og einnig gáfum við út geisladisk á haustdögum 1999 og heitir hann Vomndar!" segir Olgeir. Hann rifjar upp ut- anlandsferðirnar: „Fyrir nokkrum árum fórum við í skemmtiferð til Irlands, sungum þar á götum úti og á írskum pöbb. Þar voru fagn- aðarlætin mikil og á eftir var kall- að „more, more." Því áttu menn ekki að venjast héðan úr Borgar- firði! I sumar fórum við svo til Kraká í Póllandi, heimaborgar stjórnandans, Jacek Tosik-War- szawiak. Þar héldum við þrenna tónleikana og var tekið með kost- um og kynjum. Einir tónleikarnir voru í kastala utan við borgina, aðrir á aðaltorgi borgarinnar og þeir þriðju í saltnámu, djúpt ofan í jörðinni. Það var sérstök upplif- un og þar var afar góður hljóm- burður.“ Þess má geta að hjónin sungu bæði einsöng með Söng- bræðrum í Póllandsferðinni. Olgeir bætir við að frúin hafi oft séð um raddþjálfun kórsins og sungið með honum einsöng, meðal annars eitt Iag á diskinum. Þar við hafi hún þó ekki látið sitja þvi' fyrir jólin hafi hún ráðist í að gefa út sólódiskinn „I fjarlægð" og sungið þar við undirleik vinkonu sinnar, Ingibjargar Þorsteinsdótt- ur. Theodóra: „Mig langaði að það væri til einhver heimild um mig og þar sem Olgeir er í útgáfu- þjónustu og prenti sá hann um umslagið og útgáfuna þannig að segja má að þetta sé fjölskylduaf- urð. Hann sá um útlitið og ég um innihaldið." Syngja saman dúetta Olgeir kveðst hafa yfrið nóg að starfa í prentinu. „Það er unnið meiri part sólarhringsins eins og er. Verkefnin koma í törnum og maður er vanur því úr sveitinni að vinna eftir þ\a' sem þörfin kref- ur en ekki endilega eftir klukk- unni.“ Theodóra er skólastjóri tónlistarskólans og kennir söng við hann. „Maöur er heppinn að fá að vinna við það sem er manns hjartans mál. Maður byrjar ungur að gutla í þessu og áður en maöur veit af er maður kominn á kaf.“ segir hún. En skyldu þau tvö ekki hafa sungið saman opinberlega? „Jú, undanfarið hefur töluvert verið um að við séum fengin til að svngja dúetta. Það byrjaði á árshátíð kaupfélagsins og hefur síðan vafið upp á sig." segir Theo- dóra. „Lagið hans pabba“ Dæturnar eru auðvitað báðar í tónlistarskólanum, Sigríður Asta, sex ára, lærir á píanó og Flanna Ágústa, fjögurra ára, á fiðlu. Svo hafa þær afar gaman af að syngja. Theodóra: „Þær læra öll lög sem við erum að æfa. Ef þær heyra O sole mio í útvarpinu kalla þær: „Heyri’ði, þett ‘er lagið hans pabba“, eða eitthvert lag- anna sem er á diskinum mínum, „Mamma, þetta er þitt Iag!“ Þótt fjölskyldan lifi og hrærist í tónlistinni þá á hún fleiri áhuga- mál. Eitt af því er jeppaferðir um hálendi landsins. Jafnvel stelp- urnar hafa gaman af þeim, að minnsta kosti ef spólan með Kar- dimommubænum er með! Einnig notar hún hvert tækifæri sem gefst til að skreppa á ættaróðal Olgeirs að Oddsstöðum í Lundar- reykjadal þar sem stórfjölskyldan kemur gjarnan saman og á góðar stundir við grill og gróðursetn- ingu. GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.