Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 - / 7 n*gur_ Eins og að fletta almanaki Grænlendingar eru þekktir fýrir að kunna að lifa á landsins gæð- um. Benedikte Thor- steinsson segir okkur hér sitthvað um græn- lenskar matarvenjur og gefur uppskriftir að veisluréttum. Portvmsmarinerað hreindýr 800 gr hreindýrakjöt í ca 200 gr stykkjum (file eða lund) 3 dl portvín 3 dl vatn saft og rifið hýði af hálfri sítrónu. Innihald fóarns úr fjallarjúpu 1 gulrót 0.4 sellerí 1 laukur iUI'jhi utaupppl „Eitt af því sem ég sakna frá Grænlandi er maturinn," segir Benedikte Thorsteinsson sem flutti hingað til lands fyrir nokkrum mánuðum en talar samt afbragðs góða íslensku sem hún kveðst hafa lært er hún dvaldi hér á landi á 8. og 9. ára- tugnum. Hún segir þó ekkert eitt sérstakt sem hún sakni öðru fremur heldur matarmenningar- innar í heild. „Matarvalið í Grænlandi er svo árstíðabundið og alltaf til einhvers að hlakka. Það er stórkostlegt að finna bragðið að fyrsta steinbítnum sem veiðist á vorin og fyrsta silungnum snemma sumars. A haustin eru það lambaafurðirn- ar, næpurnar og nýju kartöflurn- ar. Þá sjóðum við lambainnmat- inn í einum potti, lifur, hjörtu, nýru og vel hreinsaða vömb, allt niðurskorið f bita ásamt næpum, gulrótum og kartöflum og seint á haustin veiðist svartfuglinn. Þetta er eins og að fletta alman- aki.“ Súpufólk Benedikta segir Grænlendinga þurfa að borða mikið og því fari stór hluti sumarsins f að afla forða fyrir veturinn og koma honum í þurrk eða kæsingu. Enginn viti fyrirfram hvernig veður og veiði verði og óttinn við sult sé alltaf til staðar. „Við vit- um oft ekki einu sinni að morgni hvort við fáum kjöt eða fisk í matinn þann daginn, það getur farið eftir veðri og ýmsu öðru í náttúrunni," segir Bene- dikte og bætir við að Grænlend- ingum sé mikilvægara en flest- um öðrum að hafa útsýni úr húsum sínum því þeir verði stöðugt að geta spáð í veður og annað í umhverfinu. Hún segir Grænlendinga mik- ið „súpufólk". Búnar séu til súp- ur úr öllu soði, af fiski, sel, fugli, og hvers konar kjöti. „Oft notum við bara soðið eins og það kemur fyrir, en ef til er grænmeti þá setjum við það út í og notum hrísgrjón töluvert í súpur.“ Sauðnautakjöt segir hún afar ljúffengt og aðallega notað til hátíðabrigða enda veiðar á sauð- nautum mjög takmarkaðar, þar sem stofninn er ekki stór. En hvað býður hún sínum gestum upp á þegar hún vill gera sérlega vel við þá? Hér gefur hún les- endum Dags tvær góðar upp- skriftir og tekur fram að margt af því sem þar sé notað verði hún að kaupa í búðinni. 2 maínæpur 0.5 1 hreindýrskraftur eða 1 súputeningur 200 g grænlenskir sveppir 0.5 bolli öl 1 eggjahvíta hveiti salt, sykur, rasp og olía. 4 stórar kartöflur 1 eggjarauða, salt og pipar 50 gr valhnetur smjör Portvíni, vatni, innihaldi úr fóarninu (hrátt), sítrónusafan- um og hýðinu blandað saman. Kjötið Iagt þar í og látið standa í 3 tíma. Þá er látið renna af því og það brúnað í smjöri, kryddað með salti og pipar og tekið af pönnunni. Gulrót, sellerí, laukur og maínæpur hreinsað og skorið í stóra bita. Brúnað í sömu feiti og kjötið. Sett í eldfast fat, hreindýrasoð eða tilbúinn kjöt- kraftur, ásamt portvínsleginum út á. Hreindýrabuffið lagt ofan á, formið þakið álpappír, bakað í 160 gráðu heitum ofni í ca 25 mínútur. Þá er kjötið tekið af og soðið jafnað með smjörbollu. Kryddi bætt í eftir þörfum. Grænmctið haft með kjötinu. Sveppirnir eru hreinsaðir. Ol, I matsk. hveiti (degið á að vera eins.og þykkt pönnukökudeig) 1 hnífsoddur salt og annað eins af sykri, hrært saman. Stífþeyttri eggjahvítu bætt varlega í. Sveppunum dýft í degið, velt upp úr raspi og steiktir í olíu. Kartöflurnar eru flysjaðar og soðnar. Pressaðar og eggjarauð- unni blandað í. Smakkað til með salti og pipar, formaðar litlar kúlur sem velt er upp úr val- hnetum og steiktar gulbrúnar í smjöri. Eplin flysjuð og kjarna- húsið fjarlægt. Skorin í þunna báta og soðin meyr í 2 dl fisksoði og I dl hvítvíni. Afgangurinn af soðinu hitaður hægt upp. Eplin hrærð út í volgt fisksoðið og soðin við hæg- an eld þar til sósan cr pass- lega þykk. Mjög gott er að blanda 50 gr af köldu smjöri í sósuna eða 1 dl rjóma en það er ekki nauð- synlegt. GUN. Hér halda þau Niels Davidsen matreiðslumeistari frá Narsaq sem nú eldar í Fjörukránni og Benedikte á sauðnautalæri sem bíður steikingar. mynd: ingú Fiskrúlla (góð með grófu brauði) 2.5-3 kg. ýsa, þorskur eða lúða 250 gr rækjur 1 meðalstór laukur salt og pipar ferskt grænt þang (eða rautt) smjör (eða smjörlíki) Fiskurinn hreinsaður, allt hreistur skafið af og haus, sporður og uggar fjarlægt. Si'ðan er fiskurinn roðflettur (roðið steikist sér). Búin til átta þunn, aflöng stykki úr fiskinum. Laukurinn er skorinn fínt og steiktur lauslega í smjöri. Kæld- ur. Rækjurnar eru einnig skorn- ar fínt, blandaðar lauknum og kryddaðar með salti og pipar. Hið ferska þang er hreinsað í köldu, rennandi vatni og útvatn- að um stund í mjög köldu vatni. Stilkarnir skornir frá. Þangið er síðan lagt á fiskstykkin, rækju- fyllingunni dreift ofan á. Fiskin- um rúllað upp og bandi bundið utan um. Rúllunum velt upp úr hveiti, þær kryddaðar lítið eitt með salti og pipar og steiktar í smjöri eða smjörlíki. Gufusoðið örænmeti ___________ímiði_____________ 2-3 gulrætur 0.5 sellerí eða næpur 2-3 smáir laukar 2.5 dl mjöður Gulræturnar flvsjaðar og ská- skornar í þunnar skífur. Lauk- urinn flysjaður og skorinn í báta. Selleíið eða næpurnar skorið í ca 0.5 cm þykk stykki. Grænmetið gufusoðið meyrt í miðinum. Djúpsteikt þang 1 blað grænt þang (eða rautt) Útvatnað ferskt þangið þurrkað mjög vel og stilkurinn skorinn frá. Blöðin skorin í þunna strimla og þurrkuð aft- ur. Steikist í heitri olíu í örlitla stund. (Passið ykkur, það getur sprautast hressilega) Djúp- steikt þangið er lagt á dagblað eða annan fitusjúgandi pappír. SteiJkt fiskroð Roðið hreinsað vel, skorið nið- ur og steikt þar til það fær fal- lega gyllta áferð. Eplasósa 4-6 epli græn. 0.5 1 fisksoð 2 dl. hvítvín (sítrónusafi getur komið í staðinn)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.