Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 21

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 21
21 - LAUGARDAGUR 7 7. MARS 2001 Thgur ~ RADAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Landbúnaðarráðuneytið auglýsir um friðunarsvæði, þar sem eldi frjórra laxa (Salamo salar) í sjókvíum er óheimilt 1. grein Til verndunar villtum laxastofnum er eldi frjórra laxa í sjókvíum óheimilt á eftirtöldum svæðum við strendur landsins: 1. í Faxaflóa innan línu sem dregin er frá Garðskaga að Malarrifi á Snæfellsnesi. 2. í Breiðafirði innan línu sem dregin er frá Hellissandi að Látrabjargi. 3. í Húnaflóa og Skagafirði innan línu sem dregin er frá Geirólfsgnjúp að Siglunesi. 4. Við Skjálfanda innan línu, sem dregin er frá Bjarnafjalli að Tjörnesstá. 5. Við Norðausturland innan línu sem dregin er frá Hraunhafnartanga að Fonti á Langanesi og frá Fonti að Glettinganesi. 2. grein. Reglur þessar eru settar samkæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungveiði með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Landbúnaðarráðuneytinu 15. mars 2001. Guðni Ágústsson. Guðmundur B. Helgason. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 26. mars kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lögð verður fyrir fundinn tillaga um breytingu á reglugerð fyrir Sjúkrasjóð VR. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Skattstjórinn í Reykjavík Tilkynning frá skattstjóranum í Reykjavík Veitt verður aðstoð við vélræn skil á skattframtali ársins 2001 dagana 20. mars til 2. apríl 2001. Opið verður frá kl. 8 - 16 virka daga á 1. hæð í vesturenda Tollhússins að Tryggvagötu 19, Reykjavík. Aðstoðin er ekki ætluð aðilum sem hafa með höndum eigin atvinnureksturs eða sjálfstæða starfsemi. Skattstjórinn í Reykjavík TILKYNNINGAR Fermingar Prentum á fermingarservíettur. Gyllum á sálmabækur og kerti. Ýmsar gerðir af servíettum fyrirliggjandi. Hlíðarprent Tryggvagötu 22, Akureyri (gengið inn frá Laufásgötu). Símar 462 3596 og 462 1456 IJ T B 0 Ð Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarði 1, 641 Húsavík, s: 464 1300 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hálsvegur 2, Pórshöfn., þingl. eig. Anna Jenny Einarsdóttir og Jón Stefánsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki-FBA hf og Þistill ehf, föstudaginn 23. mars 2001 kl. 14:00. Tjarnarholt 7, Raufarhöfn, þingl. eig. Sigurbjörg Jónsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, föstudaginn 23. mars 2001 kl. 11:00. Vesturvegur 10a, Þórshöfn, þingl. eig. Víðir Óskarsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands og íbúðalánasjóður, föstudaginn 23. mars 2001 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Húsavík, 16. mars 2001. Hrefna Gísladóttir, fulltrúi. AKUREYRARBÆR Skólpdælustöð við Silfurtanga Auglýsing útboðs VST hf ÚTBOÐ Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd Bæjarsjóðs Akureyrar, óskar eftir tilboðum í byggingu skólpdælustöðvar við Silfurtanga á Akureyri. Verkið nær til uppsteypu og frágangs á um 25m2 niðurgrafinni byggingu ásamt tæplega 40m2 timburbyggingu þar ofan á. Verkið nær einnig til lagna, hreinlætiskerfis, loftræsingar og raflagna innanhúss og uppsetningar á dælum, lögnum og þrýstijöfnunarkútum inni í stöðinni. Utanhúss skal tengja plastlagnir inn í grjótgildru við stöðina, gera tvo nýja brunna og leggja 04OOST lögn úr yfirfallsbrunni að brunni við stöðina. Lóð skal skilað fullfrágenginni með þökum og malbiki. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2001. Utboðsgögnin verða afhent í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 1. hæð frá og með miðvikudeginum 21. mars og kosta kr. 6.000. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, eigi síðar en fimmtudaginn 5. apríl 2001 kl. 11.00 fh., og verða þau þá opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri lí T B 0 D I I I I UTBOÐ I I I F.h. Húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í gerð skiptayfirlýsinga fyrir samtals 524 íbúðir í Selja -og Hólahverfi. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 3. apríl 2001, kl. 11:00 á sama stað. F.h. Slökkviiiðs höfuðborgarsvæðisins er óskað eftir tilboðum í 2 slökkvibíla. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 3. maí 2001, kl. 11:00 á sama stað. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í “Sandskipti 2001". Um er að ræða sandskipti í sandkössum á leikskólalóðum, skólalóðum og á opnum svæðum víðs vegar í Reykjavík. Alls um 370 kassar á 282 stöðum. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt, lagþykkt 20 - 50 cm: 10.100 m2 Fylling, lagþykkt 30 - 50 cm: 10.100 m2 Lokaskiladagur verksins er 20. júlí 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 20. mars 2001 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 5. apríl 2001 kl. 15:00, á sama stað. I I F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í uppsteypu og þakfrágang í Klébergsskóla. Helstu magntölur eru: Mótauppsláttur: 3.600 m2 Bindistál: 50 tonn Steinsteypa: 515 m3 Pappalögn á þaki: 700 m2 Verklok eru um miðjan október 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 3. apríl 2001 kl. 15:00, á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágang viðbyggingar við Selásskóla. Flatarmál viðbyggingar 1.520 m2 Verklok: 15. júlí 2002 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 20. mars 2001 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 4. apríl 2001 kl. 14:00, á sama stað. F.h. Slökkviliðs höfðuborgarsvæðisins er óskað eftir tilboðum í að fullklára húsið við Skútahraun 6 í Hafnarfirði sem slökkvistöð.Um er að ræða þegar uppsteypt hús með þaki. Tilboðið felst í að fullklára húsið utan og innan og ganga frá lóð. Verkið er áfangaskipt þannig : 1 áfangi er fullklárað hús ásamt litlum hluta lóðar. 2 áfangi er frágangur lóðar og turn. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 10. apríl 2001 kl. 11.00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í 1 stk lyftu í viðbyggingu Árbæjarskóla. Verkinu á að vera lokið 22. ágúst 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá með kl. 13:00, 19. mars 2001, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 27. mars 2001 kl. 14:00, á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - I2l Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 / 561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 I TILBOÐ A SMAAUGLYSINGUM FYRSTA BIRTING 800 KB. ENDURBIRTING 400 KB. Ofangtalnd v«rö mlðaal vlO alaOgialðalu aða VI*A / euRO Slmi auglýsingadelldar er 460 6100 - Fax auglýslngadeildar @r 462 2087

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.