Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 - 5 Kristur er ekki höggmynd „Það er engum hollt að hafa einokun á trú og skoðunum, segir herra Karl Sigurbjörnsson biskup. Herra Karl Sigurbjörns- son biskup sendi nú í vikunni frá sér hirðis- bréf sitt þar sem hann kemur víða við. „Eg byrjaði á hirðisbréfinu um leið og ég tók við þessu emb- ætti og ætlaði að koma því út í fyrra,“ segir biskup í viðtali við blaðamann Dags. „Það gekk nú ekki, kannski sem betur fer, en einhvern tfmann kemur að því að maður verður að gefa þetta frá sér.“ - Þetta er löng hefð að gefa út svona hirðisbréf. „Já, þetta er ævagömul hefð að biskupar geri grein fyrir eða marki stefnu þjónustu sinnar og leitist við að uppörva, hvetja og áminna söfnuðinn. Og svo að vekja spurningar og örva samtal um það sem máli skipt- ir. En ætli þetta hréf eigi það ekki sammerkt með flestum bréfum sem skrifuð eru að það gleymist fljótt." - Það er nijög víða komið við í bréfinu, en mér sýnisl að jnt sért almennt kannski að leggja áherslu bara á fólk og sam- kennd fólks, að menn taki það alvarlega að vera mannlegur. „Jú, það er ekki fjarri lagi að það sé meginstefið. Kirkjan er samfélag fólks, ég legg mikla áherslu á það. Oft er talað um kirkjuna sem húsið eða helgi- dóminn, stofnunina og emb- ættismennina, en fyrst og fremst lít ég á kirkjuna sem samfélag fólks. Samfélag fólks við Jesú Krist. Eg vel bókinni heitð í birtu náðarinnar, og framan á henni er englamynd eftir Önnu Niku- Iásdóttur, Englakór, heitir hún. En þegar maður hugsar um kirkjuna og reynir að skilgreina hvað bún er, þá má segja um hana að það sé svipað eins og með englamyndirnar, englar eru eitthvað sem allir vita hvað er en þegar við ætlum að fara að skilgreina það í orðum, þá kemur hik á okkur og okkur vefst tunga um tönn," segir Karl. „í bókinni er stef sem ég kem enn og aftur að og tengist at- burði sem með einum eða öðr- um hætti snertir okkur öll. Það er skírnin sem flestir Islend- ingar hafa tekið þátt í eða verið vitni að. Skírnin er tákn náðar- innar. Ég legg áherslu á að kirkjunni er ætlað að vera far- vegur náðarinnar í menningu og samfélagi. Náð er eitt af þessum orðum sem er erfitt að skilgreina. Við skynjum merkinguna með hjartanu öðru fremur. Hún er það sem er óverðskuldað og gefið að fyrra bragði, eins og kærleikurinn, fegurðin og lífið, og allt hið góða. Kirkjunni er ætlað að vera það samfélag þar sem þetta er iðkað og játað og þessu er greiddur vegur í mannlífinu. Og þó ég leitist við að taka á ýmsum málum sem hlasa við á vettvangi samtíðar- innar og eru viðfangsefni okkar daga, vandkvæði og deiluefni, þá er það ekki vegna þess að ég sitji með einhver svör sem aðrir hafa ekki komið auga á, heldur er ég að reyna að varpa ljósi fagnaðarerindisins á þessar spurningar og á þessi svör. Þjóðkirkjan er mjög víðfeðm og hefur enga eina rödd eða eitt svar við hinum flóknu spurningum mannlífsins, en henni ber að hvetja okkur til þess að horfast í augu við vandkvæðin og leita svara. Það eru margir sem falbjóða þetta eina rétta svar, þennan eina stóra sannleika. Sannleikurinn sem kirkjan boðar er Jesús Kristur. Kristur er persóna en ekki höggmynd. Við eigum lif- andi samskipti við persónu, en afgreiðum ekki sisona í eitt skipti fyrir öll Sammála um að vera ósammála - Þeir sem standa jjrir utan þjóðkirkjuna telja þó að hægt sé að fara ýmsar aðrar leiðir en kirkjan gerir að þessum sama mannlega kjarna. „Jú, vissulega. En okkar þjóð- kirkja er rúmgóð og opin og á að hafa lága þröskulda að mínu mati. Hún á að hafa þéttan kjarna og vita fyrir hvað hún stendur, það er fagnaðarerindi Jesú Krists. En hún er ekki mikið að ragast í skoðunum fólks. Sú var tíðin að kirkjan hafði einokun á þessum vett- vangi mannlífsins. Sá tími er löngu liðinn, sem betur fer, og ég vona að hann komi aldrei aftur því það er engum hollt að hafa einokun á trú og skoðun- um. Núna stefnum við á hrað- byri inn í fjölmenningarlegt samfélag og ég hvet kristið fólk og presta kirkjunnar til þess að virða lífsskoðanir og trú ann- arra og vinna að því að hér þroskist og dafni samfélag þar sem við berum virðingu fyrir bvert öðru.“ - Þú hvetur vfða í bréfinu iil sátta í ýmsum deilumálum sem snerta kirkjuna. „Jú, og um ýmis deilumál verðum við líka oft að vera sammála um og sættást á að vera ósammála. Það eru mál sem hafa valdið miklum sárs- auka og miklum erfiðleikum þar sem deiluaðilar ganga út frá mjög sterkum rökum og ég tel mjög mikilvægt að fólk haldi áfram að ræða á sínum rökum, loki ekki á samtaliö og séu þá alla vega sammála um að það sé hægt að komast að ólíkum niðurstöðum. Um sam- kynhneigð hafa til dæmis verið afar skiptar skoðanir og fólk kemst að þveröfugum niður- stöðum út frá forsendum heil- agrar ritningar. Þarna verðum við að biðja saman um leið- sögn Guðs anda til að finna réttu svörin og horfast í augu við það að við erum bara ekki tilbúin. Við náum ekki enn sem komið er sameiginlegri niður- stöðu en samt viljum við halda áfram að lifa saman, tala sam- an og virða hvort annað en ekki loka á og fordæma hvort ann- að.“ - En hvað eiga samkynhneigð- ir þá að btða lengi eftir niður- stöðu? „Agreiningsefnið er varðandi það hvort samvist samkyn- hneigðra telst hjónaband. Þar hefur kirkjan okkar ekki náð niðurstöðu frekar en samstarfs- kirkjur okkar í nágrannalönd- unum. En ég legg áherslu á að það er enginn spurður um hneigð í samfélagi kirkjunnar, engum er meinað um fyrirbæn, sálgæslu eða blessun vegna hneigðar sinnar.“ Hald í hefðinni - En eins og þii segir hefur sam- félagið hreysi gífurlega og mörg- um finnst trúin hafa verið, kannski ekki á undanhaldi, en að þynnast út að ýmsu leryti. „Já, trúin hefur nefnilega alls ekki verið á undanhaldi, öðru nær. Við héldum það á tfmabili að hún væri að hverfa og hið veraldlega hefði yfirhöndina, en það er aldeilis ekki. En ég vildi orða það þannig að það sé mjög sterkt miðflóttaafl í okkar menningu. Það'sem áður þótti sjálfsagt og fólk hugleiddi ekki svo mjög heldur gekk hara út frá, það er það ekki lengur. Það er ekkert sjálfsagt lengur, ekk- ert gefið, og kirkjan verður auðvitað fyrir því. Allar stofn- anir samfélagsins eru á miklu breytingaskeiði. Það liggur einnig í tíðarandanum að fólk vill heyja sér eigin hugmyndir hér og hvar. Það er ekki hátt metið að halda tryggð við ákveðnar hefðir eða venjur. Þó er ákveðin þverstæða í þessu því tryggðin við hefðir kirkjunnar er ótrúlega sterk í okkar samfélagi, þannig að hvað sem öllu líður hefur verið ótrúlega mikill stöðugleiki í þeim efnum. Og ég vil ekki segja að það sé hara vegna ein- hverrar vanafestu, að fólk sé bara hugsunarláust og fylgi venjunni eins og maður heyrir stundum. Eg held að þctta standi dýpri rótum í okkar menningu og þjóðarsál en svo. Okkur Islendingum . er ekkert sýnt um að tjá okkar tilfinning- ar, alla vega ekki þegar við erum allsgáð. Við erum ekkert í því að úttala okkur um okkar innsta og innilegasta. En við tjáum það oft frekar í verkum eða með athöfnum, og slík verk og athafnir eru líka þessar kirkjulegu athafnir. Og það er hreint ekkert lítið hald í þeim þegar allt kemur til alls. Eg held að það skiptir miklu máli fyrir okkar menningarlegu fót- festu yfirleitt að við skulum halda tryggð við þetta.“ Hin orðmarga vantrú - Það sem kirkjan liefur að segja byggir mikið á táknmáli, en sjálfum finnst mér stundum að prestarfæli fólkfrekarfrá kirkj- unni með því að nota þetta táknmál eins og það væri ekki táknmál heldur beri að skilja það bókstaflegri merkingu. „Já, það getur vel verið. En við verðum að átta okkur á því að hið trúarlega í manninum tjáir sig alltaf með þrennum hætti. Það er í fyrsta lagi með táknum, og tákn eru bæði í myndum og líka í eins konar Ijóðmáli. Játningar kirkjunnar eru þannig tákn, Ijóðmál sem vísar á dýpri veruleik sem aldrei verður hægt að tjá. í öðru lagi tjáir það sig í helgi- sögum eða goðsögum, sem reyna að bregða upp mynd af þessu sem aldrei verður tjáð til fulls. Og í þriðja lagi með at- höfnum, helgisiðum þar sem við með einhverjum hætti lif- um okkur inn í eða göngum inn í það sem aldrei verður til fulls tjáð. Þetta þrennt þarf alltaf að haldast í hendur í trú- arlífinu, og þess vegna er til dæmis mikilvægt að skilja bæði orðin og sögurnar andlegum skilningi en ekki bara bókstaf- legum, og sama gildir um at- ferlið og táknin." - Já, prestarnir læra Jietta í námi sínu, að skilja þessa hluti andlegum skilningi, en oft er eitis og það komist ekki vel til skila lit til fólks. „Nei, ég get vel trúað því og við höfum oft verið sek um að tala of mikið út frá höfðinu, síður út frá hjartanu. Auðvitað þarf þetta að haldast í hendur, en oft er leitast við að túlka með rökum það sem verður aldrei til fulls útskýrt. Guð verður aldrei útskýrður. Um leið og við teljum okkur vera búinn að útskýra Guð, þá er hann orðinn orðinn skurðgoð, þá er hann ekki lengur hinn lif- andi Guð. Þú getur aldrei út- skýrt konuna þína, hvað þá Guð almáttugan. Það er alltaf eitthvað sem kemur þér algjör- lega á óvart. Endur fyrir löngu sagðí nú vitur maður að hin orðmarga vantrú slökkvi eld andans. Kannski er einmitt of rnikið af orðmargri vantrú í gangi bæði í kirkju og utan, blaður um allt milli himins og jarðar.“ -GB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.