Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 4
- LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
TkgfU-
•Vitkwar
Sniglaveislan
Ólaf Jóhann Ólafsson
Leikstjórn:
Sigurður Sigurjónsson.
Samstarfssýning við
Leikfélag íslands.
SÝNING:
laugard. 17/03 kl 20.00
örfá sæti laus
Allra síðasta sýning
á Akureyri
T'Vrif
Á Akureyri
og á ferð
Gleðigjafarnir
eftir
Neil Simon
Sýning
laugard. 24. mars
kl.20
Síðasta tækifæri
til að sjá þennan
skemmtilega
Li.Ðira«Slí!T1fiiijC!iíulSu
kiinlniriTIF!! I ~H i ii il
lu
LEIKFELA6 AKUREYRAR
Miðasalan opin alla virka daga,
nema mánudaga, frá kl. 13:00-
17:00 og fram að sýningu,
sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
T'Veif mi&fvlw
í Deiglunni
Laugard. 17/03 kl 15.00
s
I Grímsey
Sunnud. 18/03 kl. 1 7.00
Lenin víkur fýrir Christie
Hrun kommúnismans í
Austur-Evrópu hefur haft
veruleg áhrif á bókaútgáfu.
Þetta má ráða af nýlegri
samantekt UNESCO um
útgáfu þýddra bóka í aðild-
arríkjum Sameinuðu þjóð-
anna. I skýrslunni eru með-
al annars birtar töflur yfir
mest þýddu bókarhöfunda í
heiminum annars vegar
árið 1980, á meðan Sovét-
ríkin voru enn við lýði, og
hins vegar allmörgum árum
eftir hrun þeirra eða árið 1996. Ur þeim
tölum má lesa ýmislegt forvitnilegt.
Eitt af því er algjört hrun ]>ýðinga rúss-
neskra bóka. Arið 1980 voru gefnar út
6.450 þýðingar á bókum úr rússnesku. En
árið 1996 voru slíkar þýðingar einungis
964. Og þær bækur sem mest munar um
eru pólitísk rit ýmissa höfuðspekinga
kommúnismans - til dæmis eftir Marx og
Engels, Lenin og Bresnjeff.
Lenin efstur 1980
Þetta mátti sjá á lista yfir mest þýddu höf-
undana árið 1980, en þar voru tuttugu
efstu sætin þannig skipuð (innan sviga eru
fyrst fjöldi þýðinga, en síðan fjöldi landa
þar sem þýðingarnar birtust):
Lenin: mest þýddi bóka- Agatha Christie: Ýtti Lenin
höfundurinn árið 1980, úr sætinu sem mest þýddi
en týndur árið 1996. rithöfundurinn.
Þýddir höfundar árið 1980 Höfundar: Fjöldi þýðinga Fjöldi útpáfulanda
1. Vladimir Lenin 468 15
2. Biblían 232 48
3. Agatha Christie 189 20
4. Jules Verne 172 21
5. Enid Blvton 147 12
6. Karl Marx 136 20
7. Barbara Cartland 135 13
8. Friedrich Engels 132 17
9. William Shakespeare 112 22
10. Leonid Bresjneff 109 14
11. J. Grimm 103 14
12. R. Goscinny 101 10
13. Jack London 93 20
14. H.C. Andersen 91 17
15. Mark Twain 88 21
16. F. Dostojevski' 85 16
17. lsac Asimov 82 17
18. G. Simenon 82 21
19. Leo Tolstoj 79 22
20. H.C. Konsalik 72 10
Þarna trjónar Lenin
í efsta sæti, en Marx
er sjötti, Engels félagi
hans áttundi og
Bresnjeff tíundi. Þcir
eru nú allir horfnir -
ekki aðeins úr efstu
sætinum heldur alveg
út af nýjasta listanum
í skýrslu UNESCO.
Eins og sjá má var
skemmtileg blanda
höfunda í þessum William Shakespeaæ:
tuttugu efstu sætum heldur stöðu sinniþrátt
árið 1980; stórskáld á fyrir pólitískar umbyltingar.
borð við Shakespeare
og Mark Twain blanda
þar geði við höfunda spennusagna, vísinda-
skáldsagna og barnabóka. Þetta endurspeglar
margbreytileika bókamarkaðarins.
Átta enn á á toppnum
Athygli vekur að átta þeirra höfunda sem voru
í einhverju tuttugu efstu sætanna árið 1980,
eru þar enn sextán árum síðar. Þetta eru allt
heimsfrægir höfundar á ólíkum sviðum bók-
menntanna; Agatha Christie, sem er komin í
efsta sætið 1996, William Shakespeare, Bar-
bara Cartland, Enid Blyton, Jules Verne, H.C.
Andersen og Mark Twain, auk þess sem Biblí-
an er í sextánda sætinu (en var í öðru sæti árið
1980, næst á eftir Lenin).
Listinn yfir tuttugu mest þýddu höfundana
árið 1996 lítur annars þannig út:
Þýddir höfundar - Höfundar: 1996 Fjöldi þýðinga Fjöldi útgáfulanda
1 .Agatha Christie 192 25
2. Danielle Steel 141 22
3. Stephen King 137 21
4. William Shakespeare 125 25
5. Barbara Cartland 115 11
6. R.L. Stine 107 8
7. Enid Blyton 94 9
8. D.R. Koontz 82 14
9. P. Vandenberg 78 2
10. JaneAusten 74 19
1 1. S. Brown 73 15
12. Virginia Holt 73 11
13. Sidney Shelton 73 19
14. JulesVerne 72 20
15. H. Courths Mahler 65 3
16. Biblian 64 20
17. H.C. Andersen 60 20
18. Mark Twain 60 19
19. V.C. Andrews 58 13
20. M.H. Clark 57 16
Forvitnilegt er að sjá að það eru spennu- og
ástarsögur sem tekið hafa lyrstu sætin af póli-
tísku ritunum sem eru lítt í tísku um þessar
mundir.
Ekki kemur á óvart að langmest er þýtt úr
ensku í heiminum í dag, svo ráðandi sem
enskumælandi þjóðir eru á flestum sviðum.
Árið 1980 voru samtals 22.415 rit þýdd úr
ensku og gefin út á öðrurn tungumálum. Ein-
um og hálfum áratug síðar, eða 1996, hafði
þýðingum úr ensku fjölgað í 36.528.
Þýðingar úr íslensku voru svipaðar bæði þessi
ár. Árið 1980 voru samkvæmt skránni þýdd 39
íslensk rit á erlend tungumál, en 30 árið 1996.
BÓKA-
HILLAN
Mannránið
Umtalaðasta par Hollywood á síðasta ári, Meg Ryan og Russell Crowe, í hlut-
verkum sínum í Proof of Life.
★ ★
Proof of Life
Sambíóin, Há-
skólabíó og
Nýja Bíó, Ákur-
eyri.
Leikstjóri:
Taylor Hack-
ford.
Aðalhlutverk:
Meg Ryan,
Russell Crowe,
David Morse,
Pamela Reed
og David Caruso.
Bandarísk, 2000.
Sambíóin, Háskólabíó og Nýja
Bíó, Akureyri hafa tekið til sýn-
inga bandarísku spennumynd-
ina, Proof of Life. I aðalhlutverk-
um er umtalaðasta par
Hollywood á síðasta ári, þau
Meg Ryan og Russell Crowe.
Auk þeirra eru David Morse,
Pamela Reed og David Caruso í
stórum hlutverkum. Leikstjóri er
Taylor Hackford en meðal
mynda hans er An Officer And a
Gcntleman með Richard Gerc i
aðalhlutverki. Proof’of Life fjall-
ar um verkfræðing sem er rænt í
Suður-Ameríku og djarflega
björgun hans.
Myndin hefst á því að við
kynnumst hjónunum Alice og
Peter Bowman (Meg Ryan og
David Morse). Peter er verkfræð-
ingur og hafa þau hjónin húið í
Suður-Ámeríku vegna vinnu
hans í nokkurn tíma. Hann er á
heildina litið ánægður með lífið
og tilveruna en Jennifer er hins
vegar ekki hamingjusöm f þessu
framandi landi.
Dag einn er Peter rænt af
skæruliðum og Terry Thorne
(Russell Crowe) sendur á stað-
inn af tryggingafclagi til að bjar-
ga málunum. Terry er fyrrverandi
hermaður með mikla reynslu í að
scmja við mannræningja. Fljót-
lega kemur í Ijós að fyrirtækið
scm Peter vinnur fý'rir neitar að
borga lausnargjaldið og við þær
fréttir senda yfirmcnn Terrys
hann bcinustu leið heim.
En þegar heim kemur getur
Terry ekki hætt að hugsa um
málið. Hann ákveður að scmja
um lausn Peters upp á eigin spýt-
ur og fær sér til hjálpar sérsveit
sem félagi hans Dino (David
Caruso) fer fyrir. Fljótlega gcra
þeir sér grein fyrir því að ekki
vérður samið um líf Peters og
þeir skipuleggja hættulegan
björgunarleiðangur.
Of löng mynd
Það verður að segja að Proof of
Life veldur vonbrigðum. Hclsti
gallinn er að myndin cr allt of
löng. Sem dæmi þá er myndin
hálfnuð áður en Terry er farinn
að semja við ræningjana að ein-
hverju ráði. Þá er of mikil áher-
sla lögð á aðstæður Peters sem
fanga. Þó svo að sumt sé áhuga-
vert í fangabúðunum þá verða at-
riðin áhugalítil og langdregin til
lengdar.
Myndin er samt alls ekki al-
slök. Þróunin á vináttusambandi
Terry og Alice er sannfærandi og
sama má segja um samband
Terr>'s og Dino en þetta er niest
leikurunum að þakka. Þá er
björgunin undir lokin ágætlega
útfærð. Hún mætti samt vcra of-
beldisminni.
Ryan og Crowe góð
Eins og áður sagði standa leikar-
anir sig vel. Russell Crowe er
góður sem hinn rólegi Terry.
Terry svipar að vissu leyti til
Maximus í Gladiator en er samt
ckki jafn minnisstæð persóna.
Meg Ryan er einnig ágæt. Hún
er best í seinni hlutanum er Alice
og Terry tengjast vinaböndum.
Samleikur hennar og Crowe er
ágætur. Aukaleikaranir eru mis-
jafnir en bestur þeirra er David
Caruso. Flann er góður og hefur
ekki verið jafn sannfærandi síðan
hann lék í New York Löggum
(NYPD Blue) enda minnir Dino
á margt á perónu hans í þeini
ágætu þáttunum.
Betur hefði verið hægt að fara
mcð efnivið myndarinnar. Hug-
myndin er ágæt og leikhópurinn
góður en því rniður vantar ein-
hvern neista til að gera Proof of
Life að þeirra skemmtun sem ég
bjóst við er lagt var af stað í bíó.