Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 2
14- Laugardagur 23. ágúst 1997 [Ikgur-'(EímiraT
Bamahomicí
Hestar í
Árbænum
Að venju verður teymt undir
börnum kl. 14-15 í dag í Árbæj-
arsafni en að því loknu komast
börn í forna leiki undir umsjón
starfsmanna og geta skoðað
leikfangasýningu. Svo er hægt
að fara með mömmu og pabba í
íjölskylduratleik um safnið.
Kúmenið í Viðey
orðið fullþroska
Ef ykkur finnst kúmenbrauð
ferlega gott og eigið pabba eða
mömmu sem nenna stundum
að baka þá ættuð þið að draga
þau með ykkur út í Viðey um
helgina. Báturinn fer kl. 13
báða dagana og kl. 14.15 í dag
verður farið í 2ja tíma göngu-
ferð um eyna. Þeim sem ætla að
tína kúmen er bent á að taka
með sér plastpoka og skæri.
Skógardagur við
Úlfljótsvatn
Við Skátaskálnn á Úlfljótsvatni
verður skógardagur á sunnu-
daginn. Dagskráin hefst kl.14.
Brúin á afmæli!
Brúun Blöndu við Blönduós á
ca. 100 ára afmæli þessa dag-
ana, þ.e. öld er liðin síðan áin
var fyrst brúuð en síðan hefur
ný brú verið byggð. Þess vegna
ætla Blöndósingar að halda
henni afmælisveislu í dag sem
utanbæjarmönnum er eflaust
velkomið að mæta til. Leiktæki
verða, bátar, vatnakettir, hest-
ar, hvalaskoðunarferð, lúðra-
sveit, grillveisla, dansleikur og
flugeldasýning.
Þingvellir
Svo er alltaf sígilt að skreppa
bara á Þingvelli. í dag kl. 13
verður gengið á Ármannsfell ef
veður leyfir og m.a. sagðar
þjóðsögur á vegum landvarða.
Á morgun kl. 13 verður gengið
um gjár og sprungur að Öxar-
árfossi. Upplýsingar fást í þjón-
ustumiðstöðinni.
Jóhönnu Bertu sárvantar dansherra. Hann þarf að vera á svipuðum aldri og hún, má ekki vera of stór og ekki of
lítill. Líka tilbúinn til þess að leggja á sig vinnu til að ná langt. Kjóllinn er hannaður og saumaður af Þórhalli Árna
Ingasyni fatahönnuði.
Dansdama fœdd
1985, óskar eftir
áhugasömum dans-
herra, helst fœddum
1985. Er áhugasöm,
metnaðarfull og
stefnir hátt.
Dansdaman er tólf ára og
heitir Jóhanna Berta
Bernburg. „Ég hef verið
að dansa síðan ég var fjögurra
ára og mikið keppt í dansi,“
segir hún. „En dansherrann
minn, sem er þrettán ára, virð-
ist hafa fundið sér aðra að
dansa við, stelpu sem er einu
ári eldri en ég. Ég fékk bara
þær fréttir að hann væri hættur
að dansa við mig þannig að ég
þarf að finna mér annan dans-
herra. Sumum finnst grasið
alltaf grænna hinum megin.“
Erfitt að fá dansherra
Jóhanna Berta tók á það ráð að
auglýsa eftir honum. „Það er
nefnilega mjög erfitt að fá góð-
an dansherra. Þeir eru fáir á
svipuðum aldri og ég sem æfa
dans og eru komnir jafn langt.
Það er líka annað að herrar
fæddir 1985, sem eru jafngaml-
ir mér, virðast bara ekki vera til
í dansinum," segir Jóhanna
Berta. Hún er ekki bjartsýn á
það að ná sér í dansherra á
sama aldri en það er í lagi að
hennar sögn að herrann sé einu
ári eldri eða einu ári yngri en
hún svo framarlega sem hann
hafi áhuga og hæfileika.
Ætlar að halda áfram
Hún er staðráðin í því að halda
áfram að æfa dans, ná lengra
og vera dugleg. Aðspurð um
það hvaða hæfileikum hún óski
eftir hjá dansherranum sínum
segir Jóhanna Berta „...að
hann sé mjög áhugasamur og
tilbúinn til að leggja á sig vinnu
til að ná langt.“
Það hafa nokkrir dansherrar
haft samband við hana. „Ég
þarf auðvitað að prófa að dansa
við þá sem hafa samband við
mig. Ég dansaði t.d. við einn
fæddan 1983 en hann er allt of
stór fyrir mig þannig að það
gengur ekki.“
Hún ætlar ekki að gefast upp
og er ákveðin í því að æfa
áfram. „Svo getur það alltaf
komið fyrir að einhver pompi
upp og ég fái fínan herra að
dansa við.“ hbg
Barnahorninu hefur borist bréf frá Krabbameinsfélagi
íslands. Það biður alla hressa krakka, fullorðið fólk,
fyrirtæki og stofnanir að taka þátt í því að senda hinni
sjö ára gömlu Sonju Christinu nafnspjald. Æðsta ósk hennar
er að komast í heimsmetabók Guinness, fyrir að eiga flest
nafnspjöld í heimi. Aðeins skal senda eitt nafnspjald frá
hverri stofnun eða fyrirtæki.
Sendið nafnspjald til:
Sonja Christina Magehase-Semana,
Rue De Sant Lucia 763 IAA
420 Port
Maður
vikunnar
. . . er Konráð Eggertsson, skipstjóri, hinn skeleggi talsmaður
þess að íslendingar hefji á ný hrefnuveiðar við ísland. Það er þó
ekki veiðiáhuginn sem lyftir Konráði upp á stall þessa vikuna held-
ur það að veiðimaðurinn íslenski hefur nú loks uppgötvað hve ljúf-
lega rabarbaragrautur, skyr og rjómi renna saman í maga. Skip-
stjórinn mun hafa tekið þá óþjóðlegu ákvörðun að borða skyrið sitt
með rabarbaragumsi um ókomna tíð - eftir að hafa fylgst forviða
með forsetasyninum John F. Kennedy í vikunni. Af tómri vanþekk-
ingu á íslenskum matarvenjum sullaði þessi fyrrum eftirsóttasti
piparsveinn í Bandaríkjunum graut, skyri og rjóma saman í eina
skál við hádegisverðarborðið hjá honum Konráði. Og var sæll með
sullið. Verða ekki allar mestu framfarir mannkyns til í einhverjum
óvitaskap?