Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 7
|Dagur-®tmmn Laugardagur 23. ágúst 1997 -19 Hún hefur ekki minnstu löngun til að kaupa á sig föt í Sautján, foreldrum hennar til mikils léttis. Enda skiptir engu þótt fötin séu eilítið rifin, illa saumuð, notuð eða ný. Bara þau séu öðruvísi Jia Einarsdóttir er 13 ára elpa og býr í Smára- rammslandinu í Kópavogi. ún var sko ekki sein til /ars þegar spurt var hvort ún ætti sér einhverja fyrir ver væri flottasta týpa sem hún þekkti: Björk. „Ég hitti hana á menningarnóttinni niðrí bæ og fékk eig- inhandaráritun. Ég ffla manneskjuna en ekki tónlistina." íslandsvinurinn Damon í Blur er hins vegar úti í kuldanum. „Mér flnnst þeir ekki skemmtilegir lengur. Ég dýrkaði þá og var með þá uppi á öllum veggjum en svo bara allt í einu missti ég áhugann á þeim.“ Skærgulu kápuna keypti hún í Spútnik á 800 kr. og kjóllinn, skærbleikur og hvítur, kostaði eitthvað enn minna. Dr. Martens Skórnir komu frá vinkonu mömmu hennar en regnhlifina fékk hún í leikfangaversluninni Liverpool (enda heldur hún víst með Liverpool). Arna hefur gaman af fötum, alls konar fötum (orð að sönnu eins og sjá má á myndunum). Yflrleitt kaupir hún fötin sín í Spútnik (á Vesturgötu og Hverfis- götu) og gerði þar reyfarakaup fyrir skömmu þegar hún keypti 2 kfló af föt- um á 2000 kr. Helst vill lnín hafa fötin skær og litrík (og báru neglurnar menjar af litagleðinni því um 8 neglur voru blá- grænar, 1 (jólublá og 1 dökkblá. Þó kemur fyrir að hún klæðir sig „venjulega" sem eru samkvæmt hennar uppskrift svartar þröngar buxur og peysa. Ekki þegar hún er í þannig skap- inu, þ.e. hún klæðir sig ekki eftir skapi eins og sumir, það er einfaldlega þvotta- vélin ræður: „Það fer bara eftir því hvað er hreint." Arna og vinkona hennar gera mikið af því að sauma og breyta fötum. Klippa of litla kjóla svo þeir nýtist í pils, breyta smekkbuxum í smekkpils en hún prjón- ar aldrei. Hefur enga þolinmæði í slíkt enda kannski jafngott því nýjungagirnin er mikil og eins víst að peysa hefði hrap- að í áliti á þeim vikum sem hefði tekið að prjóna hana. :W;., ■ Arna keypti undlrkjólinn í Spútnik og undir undirkjólnum er hún í pilsi sem vinkona hennar saumaði úr sængurveri! Hún eignað- ist mikið af alpahúfum sem krakki og hefur verið að grafa þær og fleira upp úr kössum í geymslum - við lítinn fögnuð foreldra sinna þegar þau komu að geymslunni í róðaríi. En það var ekki af útspekúleruðum smekk sem hún sneri peysunni öfugt. „Hún er skítug hinum megin.“ HUppb tUj fi&U Eins og margar jafnöldrur sínar gengur Arna mikið með spennur í hárinu en hefur að öðru leyti lítið fyrir því, nema þegar hún klippir það. Sjálf. Sömuleiðis málar hún sig sjaldan enda kannski varla komin á aldur. í þau fáu skipti sem hún setur eitthvað framan í sig eru það helst augnskuggar. Og enga sanseraða milda jarðliti, takk fyrir. Nei, augnskuggarnir skulu þá vera gulir, blá- ir, grænir... lóa íSk-.\ vv.i . ■- s >> ■ Vetrarkápuna sína svörtu fékk hún í Top Shop í Englandi en gæruskinnshúfuna fékk hún úr alit öðrum hirslum: afi átti hana. Vettlingana gekk hún með í allan fyrravetur (frænka prjónaði). Myndir: E.ÓI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.