Dagur - Tíminn Akureyri

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 11
|Dagur-®mmm Laugardagur 23. ágúst 1997-23 LIF OG LAND augardaginn 6. sept. verður haldið silfurstiga- sveitakeppnismót, monr- ad-röðun með stuttum leikjum og hefst það kl. 11.00 í Þöngla- bakka, 3ju hæð. Spilarinn sem vinnur Flug- leiðaleikinn sem hefur verið í gangi í sumarbridge í sumar fær þá að spila í sveit með nú- verandi heimsmeisturum yngri spilara í tvímenningi, þeim Stefan Solbrand og Olle Wade- mark frá Svíþjóð. Þröstur Ingimarsson er hæstur í Flug- leiðaleiknum og það þarf meira en 100 bronsstig 3 daga í röð til að skjótast upp fyrir hann. Skráning í mótið er öll kvöld sem spilað er sumarbridge eða í síma 587-9360. Miðvikudaginn 6. ágúst spiluðu 28 pör, monrad barómeter, með- alskor 0. Efstu pör; 1. Þórir Sigursteinsson- Hrólfur Hjaltason 90 2. Þórður Björnsson- Hermann Lárusson 58 3. Steinberg Ríkharðsson- Guðbjörn Þórðarson 50 Fimmtudaginn 7. ágúst spiluðu 28 pör mitchell. Meðalskor 216. NS 1. Vilhjálmur Sigurðsson jr.- Ómar Olgeirsson 268 2. Ólafur Steinason- Jakob Kristinsson 256 3. Sigtryggur Sigurðsson- Magnús Torfason 252 AV 1. Jón Þorvarðarson- Hrólfur Hjaltason 271 2. Óli Björn Gunnarsson- Valdimar Sveinsson 260 3. Magnús Aspelund- Steingrímur Jónasson 256 Föstudaginn 8. ágúst spiluðu 32 pör mitchell. Meðalskor 364 NS 1. Sveinn Þorvaldsson- Steinberg Ríkharðsson 462 2. Valdimar Axelsson- Halldór Stefánsson 423 3. ísak Örn Sigurðsson- Gylfi Baldursson 411 AV 1. Eyþór Hauksson- Helgi Samúelsson 425 2. María Ásmundsdóttir- Steindór Ingimundarson 405 3. Júlíus Snorrason- Eðvarð Hallgrímsson 402 í miðnætursveitakeppninni tóku þátt 13 sveitir og til úrslita spil- uðu sveitir Erlu Sigurjónsdóttur og Hönnu Friðriksdóttur. Sveit Hönnu vann, en með henni spil- uðu Ragnheiður Tómasdóttir, Helgi Samúelsson og Eyþór Hauksson. Jón Steinar fékk pizzu Sunnudaginn 10. ágúst spiluðu 20 pör monrad-barómeter. 1. Þröstur Árnason- Ólafur Steinason 49 2. Halldór Már Sverrisson- Brynjar Valdimarsson 483 3. Jón Þorvarðarson- Hrólfur Hjaltason 43 4. Áróra Jóhannssdóttir- Óh Björn Gunnarsson 41 Hrólfur Hjaltason varð ör- uggur bronsstigameistari vik- unnar og hlaut að launum mat fyrir 2 á Þrem frökkum hjá Úlf- ari. Jón Steinar Gunnalaugsson fékk pizzu hjá Hróa Hetti þegar nafn hans var dregið upp úr pottinum, sem spilari vikunnar. Draumadoblið í sumarbridge sl. þriðjudags- kvöld lenti Sigurbjörn Haralds- son í sérkennilegri stöðu. Hann sat með DTxx KDGT63 T73. - Makker opnaði á sterku laufi í þriðju og næsti á undan Sigur- birni stökk nú óvænt í 3 hjörtu, enginn á hættu. Sigurbjörn passaði agað og fumlaust og dreymdi um doblið hjá bróður sínum Antoni, og urðu nokkur vonbrigði þegar fjögur lauf fæddust þar. Nú voru góð ráð dýr. Góðar líkur voru á að eina geim bræðranna væri fjögur hjörtu en hvernig átti að kom- ast í þau á þessu sagnstigi? Ekki var hægt að segja þau beint þar sem það er gervisögn en Sigurbjörn leysti vandann með því að fyrirstöðumelda 4 tígla! Anton fyrirstöðusagði 4 hjörtu sem voru pössuð til Sig- urbjörns og hann passaði líka. Þetta varð lokasamningurinn og fór einn niður með vandaðri spilamennsku Antons. Þannig var hönd suðurs sem stökk í 3 hjörtu: xx-Á98752-ÁG87 x. (!) Þetta spil gaf bræðrunum gott meðalskor, sem verður að kall- ast vel af sér vikið miðað við aðstæður. Pétur 09 Magnús spila saman Pétur Guðjónsson og Magnús Magnússon frá Akureyri hafa tekið ákvörðun um að spila saman í vetur og gefa kost á sér til landsliðsins. Magnús hafði fyrirhugað að flytjast til Reykja- víkur í haust en er hættur við. Allt er meira og minna opið í landsliðsmálunum samkvæmt heimildum Dags-Tímans og von á mikilli uppstokkun.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
1
Fjöldi tölublaða/hefta:
483
Gefið út:
1997-1997
Myndað til:
02.10.1997
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Fylgir árgangsmerkingu bæði Tímans og Dags. Gefið út samtímis í Reykjavík og á Akureyri. Stundum er efni ekki alveg samhljóma, t.d. á forsíðu þar sem norðanmenn prenta efni er snertir þá en birtist á innsíðu í sunnanútgáfunni. Útgáfa breytist á ný 3. okt. 1997 er Tíminn fellur úr heiti blaðsins og haldið er áfram að gefa út Dag, en þó með sameiginlegri og áframhaldandi árgangsmerkingu Dags og Tímans.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað: 157. tölublað - Blað 2 (23.08.1997)
https://timarit.is/issue/188034

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

157. tölublað - Blað 2 (23.08.1997)

Aðgerðir: