Dagur - Tíminn Akureyri

Date
  • previous monthAugust 1997next month
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Page 19

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Page 19
^agur-'3Imtmn |Dagur-®mttmt Laugardagur 23. ágúst 1997 - 31 OFNBAKAÐ NAN-BRAUÐ 2 tsk. þurrger 1 tsk. sykur 120 ml volg mjólk 450 g hveiti Z tsk. salt 1 tsk. lyftiduft 6 msk. hrein jógúrt 25 g smjör Ger, sykur og mjólk er sett sam- an í skál og látið standa þar til froða hefur myndast ofan á blöndunni. Hveiti, salti og lyfti- dufti, sem hefur verið sigtað, er þá blandað á borðplötuna og hola gerð í miðjuna. Þar er jóg- úrtið og smjörið sett og hnoðað vel. Látið hefa sig með rökum klút og á hlýjum stað í 2 klst. Grillið í ofninum er þá hitað á 190°C. 10-12 bollur eru búnar til úr deiginu og þær ilattar út. Settar á bökunarpappír á plötuna og bakaðar í 3-4 mín. á hvorri hlið. Penslað með smjöri áður en brauðið er borið fram. DJÚPSTEIKT HVEITIBRAUÐ 250 g hveiti 25 g brœtt smjör / dós hrein jógúrt ’á tsk. matarsódi 'á tsk. salt olía til djúpsteikingar Ilveiti, matarsóda, salti, jógúrti og smjöri er blandað saman í stóra skál. Hnoðað og gott að setja smá vatn út í deigið. Þá þarf að láta það standa í 1 klst., hnoða síðan úr deiginu litlar kúlur, íletja þær út með köku- kefli og að lokum djúpsteikja þær í olíu á wok pönnu. TÓMATSÚPA 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 dl creamed coconut frá Rajah 1 tsk. engifer, rifin 2 msk. matarolía ‘á tsk. asafetida / dl púðursykur 1 tsk. cuminduft 1 tsk. cuminfrœ salt eftir smekk 2 dl vatn Mauk er búið til úr tómötunum, það síðan sigtað. Vökvinn settur í pott, creamed coconut sett út í ásamt sykri og smá salti, cum- indufti, engifer og vatni. Látið sjóða í 5-6 mín., þá er olía hituð í litlum potti og cuminfræin og asafetida látið krauma í henni. Því að lokum hellt yfir súpuna. Borin fram heit með brauði. AUGNBAUNIR í TÓMATSÓSU í þennan rétt er hægt að nota aðrar baunir en augnbaunir. 2/ dl baunir % tsk. matarsódi 2 tsk. salt 3 msk. matarolía 'á tsk. asafetida ’/ tsk. cuminfrœ Z dós tómatar Z tsk. kóriander 1 l vatn Z tsk. cuminduft Á tsk. chilliduft 2 msk. sítrónudafi 1 meðalstór laukur 'á tsk. turmerik Baunirnar þurfa að liggja í vatni ásamt matarsóda yfir nótt. Þá eru þær látnar í pott ásamt vatni og soðnar í 10 mxn., vatnið síðan sigtað frá. Olía er hituð í potti og asafetida og cuminfræ sett þar í. Þá er lauknum blandað saman við og steiktur þar til hann er fallega brúnn. Þá er öllu kryddinu blandað út í ásamt tómötunum. Hrært í 3 mín. eða þar til olían skilst frá og þá eru baunirnar settar út í ásamt 1 dl af vatni. Látið krauma í 10 mín. og þá er sítrónusafanum bætt saman við. Borið fram heitt og ágætt er að gera réttinn daginn áður. Svona skálar eru til á nánast hverju heimili á Indlandi. í þessum skálum eru nefnilega þau krydd geymd sem alltaf eru notuð við eldamennskuna. NÝRNABAUNIR MEÐ NÆPUM 1 bolli rauðar nýrnabaunir, látnar standa í vatni yfir nótt 4 nœpur 'á tsk. engifer 'á tsk. turmerik 1 tsk. salt Z tsk. chilliduft 60 ml matarolía 1 laukur 2-3 hvítlauksgeirar Baunirnar eru settar í pott ásamt 1 1 af vatni og látnar sjóða í 10 mín., þá er hitinn lækkaður undir pottinum og baunirnar látnar malla í 1 klst., eða það til þær eru orðnar mjúkar. Næpurnar eru afhýdd- ar og skipt í 4 bita. Engifer, turmerik, salt og chilbduft er sett saman í skál ásamt 15 ml af vatni og búin til krydd- blanda. Oh'an hituð á pönnu og næpurnar steiktar lítilliega. Þær eru teknar ef pönnunni, laukurinn settur þar í staðinn ásamt hvítlauknum. Þá er kryddblandan sett á pönnuna og hitinn lækkaður og allt hrært saman. Þá þarf að setja baun- irnar saman við kryddblönd- una, einnig næpurnar og hræra vel. Látið malla í 45 mín. á Iág- um hita. HRÍSMJÖLSGRAUTUR 800 ml mjólk 4 msk. grautargrjón 8-10 msk. sykur 3 msk. möndlur, fin malaðar '/ tsk. saffron 1 tsk. kardimommuduft ristaðar möndluflögur til skreytingar Mjólk, grautargrjón, fín malað- ar möndlur og sykur er sett í pott og soðið það til blandan er orðin þykk. Þá er kardi- mommudufti bætt saman við. Skreytt með saffron og möndl- um. Djúpsteikt hveitibrauð, pooris, er aðeins ein brauðtegund af mörg- um sem notaðar eru í indverskri matargerð. ÝSA í KARRÝSÓSU MEÐ KÓKOS 1 msk. rifin engiferrót 1 msk. hveiti 2 meðalstórir laukar, skornir í þunnum bátum 'á msk. turmerik salt eftir smekk 400 g ýsuflök, skorin í smá- stykkjum 3 msk. creamed coconut frá Rajah Húsmóðir við brauðgerð. Hún fletur út þunnar kökur og steikir á pönnu. Svipaðar aðferðir eru notaðar við nan-brauð nema brauðið er sett í ofn. 1 msk. pressaður hvítlaukur 3 msk. matarolía 'á tsk. chilliduft '/ dós tómatar, búið til mauk Hita þarf olíuna í potti eða á pönnu. Þegar hún er orðin heit þá er engifer, hvítlaukur og laukur steiktur í olx'unni í 2 mín., þá þarf að bæta við turmerik, chillidufti og hveiti og steikja áfram í smástund. Þá er smá vatn sett á pönnuna ásamt tómötunum og saltinu og suðan látin koma upp. Látið sjóða í 5 mín. á meðalhita eða þar til sósan er farin að þykkna. Þá er creamed coconut bætt út í og fiskurinn settur á pönnuna og látið sjóða í 7 mín. Getur þurft að bæta smá vatni til að þynna sósuna. Borið fram með hrís- grjónum. FISKUR Á KARTÖFLU- BEÐI MEÐ LAUK OG TÓMÖTUM 4 tsk. ólífuolía 3 laukar, skornir í sneiðar 3 tómatar, skornir í teninga 5 hvítlauksrif salt smá sykur 1 tsk. svartur pipar 4 kartöflur, skornar í sneiðar 175gýsa 150 ml mysa smá chilliduft Laukurinn er brúnaður á pönnu, þá er tómötunum, hvít- lauknum, saltinu, sykrinum og piparnum blandað saman við. Kartöflurnar settar með í blönduna. Látið malla þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn. Fiskurinn er kryddaður með salti og pipar. Mysan er hrærð saman við blönduna á pönn- unni. Fiskurinn er lagður á pönnuna með henni og smáveg- is sett ofan á hana. Chilliduftið sett ofan á allt saman. Látið malla þar til fiskurinn er tilbú- inn. KJÚKLINGUR í TÓMATRJÓMASÓSU 2 ferskir kjúklingar, hlutaðir og skinnlausir 2 laukar 4 hvítlauksrif 1 lítil kanilstöng 7 negulnaglar 2 lárviðarlauf 5 msk. smjör 8 meðalstórir tómatar, afhýddir og smáskornir Z-1 dl rjómi 4 msk. engifer 6 kardomommur 1 tsk. pipar 1 tsk. chilliduft Búið til kryddmauk með því að setja laukana og hvítlaukinn ásamt öllu kryddinu og 3 msk. af vatni í blandara þangað til allt er orðið eins og mauk. Hitið smjörið á pönnu, steik- ið kjúklingana í smjörinu þar til bitarnir eru fallega brúnii-. Tak- ið þá af pönnunni og geyrnið feitina. Látið smjörið kólna ör- lítið, bætið síðan kryddmaukinu á pönnuna og hrærið vel. Þá eru tómatarnir, Z bolli af vatni og smá salt sett út í og látið sjóða í 5-10 mín., þarf að hræra af og til. Þá eru kjúklingabit- arnir settir á pönnuna aftur ásamt rjómanum. Suðan látin koma upp og látið krauma það til kjúklingarnir eru soðnir og sósan farin að þykkna, Berið fram í skál, ásamt hrísgrjónum og brauði. Umsjón: Halla Bára Gestsdóttir.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue: 157. tölublað - Blað 2 (23.08.1997)
https://timarit.is/issue/188034

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

157. tölublað - Blað 2 (23.08.1997)

Actions: