Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Page 19
^agur-'3Imtmn |Dagur-®mttmt
Laugardagur 23. ágúst 1997 - 31
OFNBAKAÐ
NAN-BRAUÐ
2 tsk. þurrger
1 tsk. sykur
120 ml volg mjólk
450 g hveiti
Z tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
6 msk. hrein jógúrt
25 g smjör
Ger, sykur og mjólk er sett sam-
an í skál og látið standa þar til
froða hefur myndast ofan á
blöndunni. Hveiti, salti og lyfti-
dufti, sem hefur verið sigtað, er
þá blandað á borðplötuna og
hola gerð í miðjuna. Þar er jóg-
úrtið og smjörið sett og hnoðað
vel. Látið hefa sig með rökum
klút og á hlýjum stað í 2 klst.
Grillið í ofninum er þá hitað á
190°C. 10-12 bollur eru búnar
til úr deiginu og þær ilattar út.
Settar á bökunarpappír á
plötuna og bakaðar í 3-4 mín. á
hvorri hlið. Penslað með smjöri
áður en brauðið er borið fram.
DJÚPSTEIKT
HVEITIBRAUÐ
250 g hveiti
25 g brœtt smjör
/ dós hrein jógúrt
’á tsk. matarsódi
'á tsk. salt
olía til djúpsteikingar
Ilveiti, matarsóda, salti, jógúrti
og smjöri er blandað saman í
stóra skál. Hnoðað og gott að
setja smá vatn út í deigið. Þá
þarf að láta það standa í 1 klst.,
hnoða síðan úr deiginu litlar
kúlur, íletja þær út með köku-
kefli og að lokum djúpsteikja
þær í olíu á wok pönnu.
TÓMATSÚPA
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dl creamed coconut frá Rajah
1 tsk. engifer, rifin
2 msk. matarolía
‘á tsk. asafetida
/ dl púðursykur
1 tsk. cuminduft
1 tsk. cuminfrœ
salt eftir smekk
2 dl vatn
Mauk er búið til úr tómötunum,
það síðan sigtað. Vökvinn settur
í pott, creamed coconut sett út í
ásamt sykri og smá salti, cum-
indufti, engifer og vatni. Látið
sjóða í 5-6 mín., þá er olía hituð
í litlum potti og cuminfræin og
asafetida látið krauma í henni.
Því að lokum hellt yfir súpuna.
Borin fram heit með brauði.
AUGNBAUNIR í
TÓMATSÓSU
í þennan rétt er hægt að nota
aðrar baunir en augnbaunir.
2/ dl baunir
% tsk. matarsódi
2 tsk. salt
3 msk. matarolía
'á tsk. asafetida
’/ tsk. cuminfrœ
Z dós tómatar
Z tsk. kóriander
1 l vatn
Z tsk. cuminduft
Á tsk. chilliduft
2 msk. sítrónudafi
1 meðalstór laukur
'á tsk. turmerik
Baunirnar þurfa að liggja í
vatni ásamt matarsóda yfir
nótt. Þá eru þær látnar í pott
ásamt vatni og soðnar í 10
mxn., vatnið síðan sigtað frá.
Olía er hituð í potti og asafetida
og cuminfræ sett þar í. Þá er
lauknum blandað saman við og
steiktur þar til hann er fallega
brúnn. Þá er öllu kryddinu
blandað út í ásamt tómötunum.
Hrært í 3 mín. eða þar til olían
skilst frá og þá eru baunirnar
settar út í ásamt 1 dl af vatni.
Látið krauma í 10 mín. og þá er
sítrónusafanum bætt saman
við. Borið fram heitt og ágætt
er að gera réttinn daginn áður.
Svona skálar eru til á nánast
hverju heimili á Indlandi. í þessum
skálum eru nefnilega þau krydd
geymd sem alltaf eru notuð við
eldamennskuna.
NÝRNABAUNIR MEÐ
NÆPUM
1 bolli rauðar nýrnabaunir,
látnar standa í vatni yfir nótt
4 nœpur
'á tsk. engifer
'á tsk. turmerik
1 tsk. salt
Z tsk. chilliduft
60 ml matarolía
1 laukur
2-3 hvítlauksgeirar
Baunirnar eru settar í pott
ásamt 1 1 af vatni og látnar
sjóða í 10 mín., þá er hitinn
lækkaður undir pottinum og
baunirnar látnar malla í 1 klst.,
eða það til þær eru orðnar
mjúkar. Næpurnar eru afhýdd-
ar og skipt í 4 bita. Engifer,
turmerik, salt og chilbduft er
sett saman í skál ásamt 15 ml
af vatni og búin til krydd-
blanda. Oh'an hituð á pönnu og
næpurnar steiktar lítilliega.
Þær eru teknar ef pönnunni,
laukurinn settur þar í staðinn
ásamt hvítlauknum. Þá er
kryddblandan sett á pönnuna
og hitinn lækkaður og allt hrært
saman. Þá þarf að setja baun-
irnar saman við kryddblönd-
una, einnig næpurnar og hræra
vel. Látið malla í 45 mín. á Iág-
um hita.
HRÍSMJÖLSGRAUTUR
800 ml mjólk
4 msk. grautargrjón
8-10 msk. sykur
3 msk. möndlur, fin malaðar
'/ tsk. saffron
1 tsk. kardimommuduft
ristaðar möndluflögur til
skreytingar
Mjólk, grautargrjón, fín malað-
ar möndlur og sykur er sett í
pott og soðið það til blandan er
orðin þykk. Þá er kardi-
mommudufti bætt saman við.
Skreytt með saffron og möndl-
um.
Djúpsteikt hveitibrauð, pooris, er
aðeins ein brauðtegund af mörg-
um sem notaðar eru í indverskri
matargerð.
ÝSA í KARRÝSÓSU
MEÐ KÓKOS
1 msk. rifin engiferrót
1 msk. hveiti
2 meðalstórir laukar, skornir í
þunnum bátum
'á msk. turmerik
salt eftir smekk
400 g ýsuflök, skorin í smá-
stykkjum
3 msk. creamed coconut frá
Rajah
Húsmóðir við brauðgerð. Hún fletur út þunnar kökur og steikir á pönnu.
Svipaðar aðferðir eru notaðar við nan-brauð nema brauðið er sett í ofn.
1 msk. pressaður hvítlaukur
3 msk. matarolía
'á tsk. chilliduft
'/ dós tómatar, búið til mauk
Hita þarf olíuna í potti eða á
pönnu. Þegar hún er orðin heit
þá er engifer, hvítlaukur og
laukur steiktur í olx'unni í 2
mín., þá þarf að bæta við
turmerik, chillidufti og hveiti og
steikja áfram í smástund. Þá er
smá vatn sett á pönnuna ásamt
tómötunum og saltinu og suðan
látin koma upp. Látið sjóða í 5
mín. á meðalhita eða þar til
sósan er farin að þykkna. Þá er
creamed coconut bætt út í og
fiskurinn settur á pönnuna og
látið sjóða í 7 mín. Getur þurft
að bæta smá vatni til að þynna
sósuna. Borið fram með hrís-
grjónum.
FISKUR Á KARTÖFLU-
BEÐI MEÐ LAUK OG
TÓMÖTUM
4 tsk. ólífuolía
3 laukar, skornir í sneiðar
3 tómatar, skornir í teninga
5 hvítlauksrif
salt
smá sykur
1 tsk. svartur pipar
4 kartöflur, skornar í sneiðar
175gýsa
150 ml mysa
smá chilliduft
Laukurinn er brúnaður á
pönnu, þá er tómötunum, hvít-
lauknum, saltinu, sykrinum og
piparnum blandað saman við.
Kartöflurnar settar með í
blönduna. Látið malla þar til
kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
Fiskurinn er kryddaður með
salti og pipar. Mysan er hrærð
saman við blönduna á pönn-
unni. Fiskurinn er lagður á
pönnuna með henni og smáveg-
is sett ofan á hana. Chilliduftið
sett ofan á allt saman. Látið
malla þar til fiskurinn er tilbú-
inn.
KJÚKLINGUR í
TÓMATRJÓMASÓSU
2 ferskir kjúklingar, hlutaðir og
skinnlausir
2 laukar
4 hvítlauksrif
1 lítil kanilstöng
7 negulnaglar
2 lárviðarlauf
5 msk. smjör
8 meðalstórir tómatar, afhýddir
og smáskornir
Z-1 dl rjómi
4 msk. engifer
6 kardomommur
1 tsk. pipar
1 tsk. chilliduft
Búið til kryddmauk með því að
setja laukana og hvítlaukinn
ásamt öllu kryddinu og 3 msk.
af vatni í blandara þangað til
allt er orðið eins og mauk.
Hitið smjörið á pönnu, steik-
ið kjúklingana í smjörinu þar til
bitarnir eru fallega brúnii-. Tak-
ið þá af pönnunni og geyrnið
feitina. Látið smjörið kólna ör-
lítið, bætið síðan kryddmaukinu
á pönnuna og hrærið vel. Þá
eru tómatarnir, Z bolli af vatni
og smá salt sett út í og látið
sjóða í 5-10 mín., þarf að hræra
af og til. Þá eru kjúklingabit-
arnir settir á pönnuna aftur
ásamt rjómanum. Suðan látin
koma upp og látið krauma það
til kjúklingarnir eru soðnir og
sósan farin að þykkna, Berið
fram í skál, ásamt hrísgrjónum
og brauði.
Umsjón:
Halla Bára Gestsdóttir.