Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 23. ágúst 1997 Jlagur-'Œattmn Þægmdin í fyrirrúmi SsangYong Musso sameinar kosti fólksbíla og jeppa að sögn seljandans, Bílabúðar Benna. SsangYong Musso var kynntur á al- þjóölegri bílasýn- ingu í Birmingham vorið 1994. Þar hlaut hann verðlaun sem besti valkost- urinn í sínum verðflokki. Bflabúð Benna fullyrðir að með þessum bfl séu upp- fylltar kröfur um ijór- hjóladrifsbfl, sem jafnframt búi yfír þægindum og plássi sem annars þekkist aðeins í stórum fólksbflum. Bfllinn sameini því kosti fólksbfla og jeppa þannig að hann henti ijölskyldufólki vei. í samræmi við þessa grunnhug- mynd var drifskipting hönnuð þannig að þægiiegt væri að skipta úr og í framdrif, á allt að 70 km hraða. Farangursrými er mikið og er mjög aðgengilegt vegna lögunar afturhlerans. Hægt er að leggja aftursæti al- veg saman og velta því síðan fram til að skapa mikið og óheft pláss fyrir stóra hluti í flutningi. Einnig er hægt að halla baki aftursætis aftur, til hvfldar fyrir farþega og reyndar er hægt að útbúa svefnaðstöðu í bflnum með nokkrum handtökum. Vél- ar þær sem notaðar eru í Musso eru fyrsta flokks, enda frá Da- imler-Benz. í stjórnborði er þess gætt að öll stjórntæki séu í sjónlínu ökumanns. Musso er byggður á sterkri sjálfstæðri grind sem sæmir jeppa í fullri stærð. í bflnum er mjög nákvæmt tannstangarstýri með vökvaafl sem þyngist eftir því sem hraðar er ekið. Sjálf- stæð vindustangarijöðrun er í bflnum að framan og 5 punkta gormafjöðrun á heilli Dana 44 hásingu að aftan. Diskabrems- ur eru bæði að aftan og framan og eru því áhrif vatns og annars sem hefur áhrif á hemlunareig- inleika bfla hvefandi. Þar sem drifbúnaðurinn er frá hinum þekkta framleiðanda, Dana Spicer, er hægt að fá margskonar drifhlutföli og 100% driflæsingar frá ARB í Mussoinn. Viðskiptavinurinn getur sjálf- ur valið sér felgur undir bflinn af iager Bflabúðar Benna og hefur þar með talsverð áhrif um það hvernig bfllinn lítur út án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Grunnútfærslu Musso er skil- að á 31“ BF Goodrich dekkjum. Musso er fáanlegur með Turbo og millikæli. Þannig útbúinn skilar hann 132 hestöflum. Bfll- inn verður að teljast vel búinn á hvaða mælikvarða sem er. Meðal staðalbúnaðar í 602EL, E-23 og E-32 bflum eru íjarstýrðir hurðaopnarar, þjófa- varnakerfi, geislaspilari og út- varp, viðarmælaborð, aflstýri er þyngist með auknum hraða, leðurstýri, veltistýri, tímarofi á Hægt er að leggja aftursætiö saman og velta því fram til aö skapa pláss fyrir stóra hluti í flutningi. Einnig er hægt að halla baki aftursætis aftur. rúðuþurrkum, rafstýrðir úti- speglar með hita, bremsuljós í afturglugga, vindskeið á toppi, hæðarstilling á framljósum, diskabremsur á öllum hjólum og gasdemparar. Musso 602EL er 464 sm að lengd, 185 sm að breidd og hæð undir lægsta punkt er 22 sm. Musso 602EL beinskiptur ár- gerð 1998 með 100 ha dieselvél kostar frá kr. 2,895,000. -vs Snarpur og stinmir Primera er fáanleg- ur sem stallbakur og hlaðbakur en er væntanlegur eftir næstu áramót sem langbakur. etta er bfll sem kostar frá 1.495 þúsund beinskiptur 1600 GX og upp í 1.839 þúsund beinskiptur 2.000 SLX,“ segir Þorleifur Þorkelsson sölu- stjóri Ingvars Helgasonar um Nissan Primera. Primera er með íjölliða flöðr- un, vandaðri innréttingu og er rúmgóður fimm manna bfll. Líknarbelgur fyrir bflstjóra er staðalbúnaður. 1600 vélin er 100 hestöfl og eyðslan er um 8 lítra á hundraðið. Lengd bflsins er 433 sm, breiddin 171,5, hæðin 141 sm og farangurs- rýmið 490 lítrar. í reynsluakstri Dags-Tímans í vetur kom fram að Nissan Primera 1600 GX með fimm gíra beinskiptum kassa er ágætlega snarpur og stinnur bfll sem fer vel á vegi. Eitt smá- atriði við bflinn vakti sérstaka hrifningu, atriði sem sem Prim- era hefur umfram marga aðra bfla. Það er hægt að stilla hit- ann á blæstrinum sem kemur framan í mann, þ.e.a.s. hitann Nissan Primera hef- ur það umfram marga aðra bíla að hægt er að stilla hit- ann á blæstrinum sem kemur framan í bílstjórann. Nissan Primera er rúmgóður fimm manna bíll. á blæstrinum sem kemur úr stútunum á miðju mælaborð- inu. Oftast er aðeins hægt að hafa hann kaldan. Vélarhlífin er lang-fallegasti hluti bflsins. Hún nýtur sín reyndar ekki sem slík fyrr en búið er að opna hana. Fáanlegur aukabúnaður á Nissan Primera er dráttarbeisli, vindskeiðar, álfelgur og topp- grindur eða skíðabogar. SLX gerðin er meiri „lúxusbfll," með rafmagni í rúðum og speglum en GX gerðin ekki. -ohr

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.