Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 16
28 - Fimmtudagur 23. ágúst 1997
,®agur-ÍEmröm
BILAR
Nýr jeppi væntanlegur
Nýr jeppi frá Dai-
hatsu er væntanlegur
á markað
hérlendis. Um er að
ræða nýjan fimm
dyra jeppa sem er
sérlega vel búinn.
Jeppin ber heitið
Daihatsu Terios.
TU stendur að kynna bílinn
fyrstu helgina í septem-
ber. „Viðtökurnar hafa
þegar verið frábærar því þó við
höfum ekki frumsýnt bifreiðina
ennþá höfum við þegar tekið
við pöntunum í tæplega 30
bíla,“ segir-Gísli Jón Bjarnason,
sölustjóri fyrirtækjasviðs hjá
Brimborg.
Meðal staðalbúnaðar í bfln-
um er vökvastýri, toppbogar,
tauklædd sæti, samlæsingar,
styrktarbitar í hurðum, 15“
dekk, 2 líknarbelgir, málmlitur,
tvískipt aftursæti, stillanlega
aðalljós, bein innspýting, raf-
drifnar rúður að framan, tvflit-
ur, álfelgur, galvaníseruð yfir-
bygging og stafræn klukka.
Terios er 384,5 sm að lengd,
155,5 sm að breidd og hæðin er
171,5 sm. Vélin er 1300 rúm-
sentímetrar og skilar 84 hest-
Daihatstu Terios er væntanlegur á markað hérlendis í byrjun næsta mánaðar.
öflum. Eyðsla er uppgeíin 8,6
lítrar á beinskipta bflinn og 9,4
lítrar á þann sjálfskipta í blönd-
uðum akstri en Terios er með
sítengdu aldrifi og hægt er að
velja um 5 gíra beinskiptingu
eða 4 gíra sjálfskiptingu. Far-
angursrými er 210 lítrar upp að
gluggum en fer upp í 540 þegar
aftursæti eru felld fram. Fáan-
legur aukabúnaður er m.a. ABS
bremsukerfi, topplúga, skíða-
bogar, farangurskassi á topp,
aurhlífar að aftan o.fl.
„Viðtökurnar hafa
þegar verið frábærar
þó bfllinn hafi ekki
verið frumsýndur.“
Verðið er kr. 1.648 þúsund
krónur fyrir beinskipta bflinn
en 1.748 þúsund krónur fyrir
þann sjálfskipta. -ohr
Aðdráttarafl og persónutöfrar
Hekla var að kynna
nýjan fjölskyldubfl um
síðustu helgi, Mitshu-
bishi Charisma.
Bfllinn er búinn að vera á
markaði í Evrópu í tvö ár
en var að koma í fyrsta
sinn hingað til lands en nafnið
Charisma má þýða sem per-
sónutöfra eða aðdráttarafl.
„Þetta er millistærð á milli
Galant og Lancer," segir Stefán
Sandholt, sölustjóri Heklu.
Charisma er til í tveimur út-
færslum, bæði sem hlaðbakur
og stallbakur en Hekla býður
bflinn ýmist sjálfskiptan eða
beinskiptan. „Við erum með
hann til að byrja með aðeins
með 1600 vélinni en hann verð-
ur væntanlega fáanlegur innan
einhvers tíma með nýrri 1800
GTI vél.“
Staðalbúnaður í Mitshubishi
Charisma hérlendis er ABS
bremsukerfi, líknarbelgir
beggja vegna fram í og hliðar-
líknarbelgir á framsætum; upp-
hituð framsæti og rafdrifnar
rúður. Rafdrifnu rúðurnar eru
með. slysavörn þannig að verði
t.d. hendi á milli þá stoppa rúð-
urnar og fara niður aftur. Hann
er með hliðarárekstravörn og
14“ felgur þannig að veghæðin
er góð, segir Stefán. Litaval er
fjölbreytt og að innan er bfllinn
plussklæddur. Útihitamælirinn í
bflnum byrjar að blikka þegar
hitastigið fer niður í 3 gráður til
að gefa aðvörun xun hugsanlega
Mitshubishi Charisma. Nafnið Charisma þýðir persónutöfrar eða aðdráttarafl en bíllinn er nýkominn á markað hérlendis og er millistærð milli Mitshubis-
hi Galant og Mitshubishi Lancer.
hálku. Charisma er 443 sm að
lengd, 169,5 sm að breidd og
hæðin er 140 sm. Farangurs-
rými stallbaksins er 460 lítrar
Skynvædd sjálfskipt-
ing nemur aksturslag
hvers bílstjóra.
en hlaðbaksins 430 sem fer í
660 h'tra ef aftursæti eru felld
fram.
Charisma er ekki
framleiddur sem langbakur. Fá-
anlegur aukabúnaður er t.d.
vindskeið, dráttarbeisli, álfelg-
ur og ýmislegt fleira sem sett
yrði í bflinn fyrir afhendingu.
Bfllinn er fáanlegur með fimm
gíra beinskiptingu eða Qögurra
þrepa sjálfskiptingu. Sjálfskipt-
ingin er fjögurra þrepa, svoköll-
uð skynvædd sjálfskipting.
„Hún nemur aksturslag hvers
og eins bflstjóra eftir smástund.
Hún er tölvustýrð," segir Stef-
án. Sjálfskiptingin nemur það
t.d. hvort bflstjórinn vill beita
bflnum af afli eða líða áfram
mjúklega.
„Hún er með það sem við
köllum hálkumunstur. Það er
hægt að slá það inn, þá er hann
betri í hálku og tekur öðru vísi
á,“ segir Stefán. Bfllinn tekur af
stað í hærri gír og átakið verður
mýkra. „Eyðsla á svona bfl er 8
til 10 h'trar.“
Mitshubishi Charisma kostar
frá 1.550 þúsund beinskiptur
en 1.650 þúsund sjálfskiptur.
-ohr
i