Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 5
ÍOagur-Œtmmn Laugardagur 23. ágúst 1997 -17 LIFIÐ I LANDINU Fréttatímar norrænna manna Jón Hnefill segir að ekki virðist hafa verið mikill munur á blótum suð- og norrænna manna. Myn±E.6i. Rétt eins og menn sverja við Biblíu eða drengskap í hœstarétti í dag, blótuðu norrœnir menn á þingum og hétu á Njörð, Frey og hin almáttuga ás. Þá voru blótin einnig eins konar fréttamiðlar fyrir tíma kristni. Jón Hnefill Aðalsteinsson, prófessor í þjóðfræði við Háskóla íslands, hefur skrifað bók um blót norrænna manna fyrir daga kristninnar. Hann segir geysimikið til af blótfrásögnum í gömlum heim- ildum. Þær frásagnir hafa þótt misáreiðanlegar en Jón Hnefill vill meina að þær séu traustari en margur hyggur. Kristnir þögguðu niður vitneskjuna „Menn hafa talsvert farið þá auðveldu leið að hafna heimild- unum en það tel ég að sé jafn óvísindalegt og að gleypa við þeim,“ segir Jón Hnefill, álita- málin hafa snúist um það hversu gamlar frásagnirnar eru og hvort lýsingar á blótum séu eftir norrænum arfsögnum eða hreinlega teknar upp úr evr- ópskum ritum. í nýútkominni bók sinni Blót í norrænum sið raðar Jón Hnefill fyrirliggjandi frásögnum í tímaröð og túlkar afstöðu ritara en afar misjafnt er hvernig þeir lita frásagnirn- ar sem eru ýmist jákvæðar gagnvart blótum, hlutlausar eða mjög neikvæðar. - Reyndu kristnir ritarar að þagga niður vitneskjuna um blótaathafnir? „Já, mér virðist það. Þar sem samanburði verður við komið, í t.d. mismunandi gerðum Land- námabókar, þá má stundum sjá að í yngri gerðum hafi verið felldir niður kaflar sem fjölluðu um blót. Stundum heilar og hálfar setningar." Höfundar elstu rita virðast hafa verið bundnari af því sem þeir töldu sögulega rétt, segir Jón Hnefill, þ.e. afstaða ritara snemma á 11. öld var hlutlaus og sagnfræðileg. Síðar á 11. öldinni eru þýdd hér mikil bar- átturit fyrir kristni, helgiritin. í þeim þýðingum eru suðrænar blótfrásagnir harðlega for- dæmdar og hafa því áhrif á við- horf manna til blóta hér á landi og um leið sagnaritara vora. Fréttamiðlar Ýmsar tilgátur eru uppi um hver upphafleg merking blóts er. Ein þeirra er að athöfnin dragi nafn sitt af því að stökkva fórnarblóði enda blóð víða rík- ur þáttur í blótum. Blóð er drykkur guðanna, fórnarblóði var stökkt yfir akra til að auka frjósemi. Snorri Sturluson lýsir blótveislu á Hlöðum í Hákonar sögu góða og þar kemur fram að goðinn rauð fótstall guða- mynda með blóði fórnardýrs og stökkti sama blóði á trúaða. Hlutverk blóðsins var að sumra mati þannig að mynda táknrænt samband milli guða og manna en hlutverk blótsins gat verið mis- munandi. Þegar goð blótuðu á þingum var „til- gangurinn sá að málareksturinn væri ekki bara háður frammi fyrir mönnum heldur einnig guðunum. Ef menn gerðu ekki það sem þeir voru dæmdir til þá var ekki eingöngu mannlegrar hefndar að vænta heldur einnig guðlegr- ar. Þetta er það sama og menn gera í Hæstarétti í dag, þeir sverja við Biblíuna eða dreng- skapinn." Þá virðast blótin einnig hafa gegnt spádóms- hlutverki. „Það virðist hafa verið gengið til frétta í hverju blóti og einn liður hefur verið að skyggn- ast inn í framtíð- ina. Og með einhverjum hætti þóttust menn skynja boðskap einhvers staðar frá, við skulum segja frá guðunum," segir Jón. Guðrún Ósvífurs og blótin Ritarar reyndu að þagga niður vitneskju um blót á 12. öld en viðhorf þeirra verða blandaðri í íslendingasögunum á 13. og 14. öld. Sérstakur kafli í bókinni fjallar um Guðrúnu Ósvífurs- dóttur og er tilefnið morgun- verk liennar einn örlagaríkan dag. „Það segir frá því í Lax- dælu að hún hafi einn morgun farið snemma á fætur þegar er „sólu var ofrat". Það skýri ég svo að sólu hafi verið færð fórn. Svo kom hún heim og rak Bolla og bræður sína til að vega Kjartan en settist sjálf og spann - þar til Bolli kom heim. Ég tíni til dæmi um spuna allt frá miðausturlöndum norð- ur til fslands og um spunakon- ur sem valkyrjur og örlaga- nornir. Mín niðurstaða er sú að hún hafi verið að taka þátt í bardaganum með því að sitja og spinna." Þ.e. að Guðrún hafi ekki bara verið heilinn á bak við morðið - heldur beinhnis tekið þátt. lóa Nákvæmasta lýsing sem til er á því hvernig blót fóru fram er í Úlfljótslögum og hafi menn áhuga á að setja sig í stellingar forfeðra sinna ættu þeir að geta framkvæmt blót vandræða- laust, svo nákvæm er frá- sögnin. Svona blótuðu goð á þingum: Baugr tvíeyringr eða meiri skyldi liggja í hverju höfuðhofi á stalla; þann baug skyldi hverr goði hafa á hendi sér til lögþinga allra, þeira er hann skyldi sjálfr heyja, ok rjóða hann þar áðr í roðru nautsblóðs þess, er hann blótaði þar sjálfr. Hverr sá maðr, er þar þurfti lögskil af hendi at leysa at dórni, skyldi áðr eið vinna at þeim baugi ok nefna sér vátta tvá eða fleiri. „Nefni ek í þat vœtti," skyldi hann segja, „at ek vinn eið att baugi, lögeið; hjálpi mér svá Freyr ok Njörðr ok hinn almáttki áss, sem ek mun svá sök þessa sœkja eða verja eða vitni bera eða kviðu eða dóma, sem ek veit réttast ok sann- ast ok helzt at lögum, ok öll lögmœt skil af hendi leysa, þau er undir mik koma, meðan ek em á þessu þingi. “ KORGM 0 fyrir heimili, skóla og samkomuhús verð frá kr. 138.900,00 j m mmm!mi * Akureyri, sími 462 1415 'ísStUiRUÐIN Laugavegii63 — .I/l/4/IfB sími 552 4515 Kristnir menn reyndu aðþagga niður vitneskju manna um hlót.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.