Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 23. ágúst 1997
|Dagur-®œróm
LIFIÐ I LANDINU
„Ég er ekki sáttur við sjálfan mig. Ég átti kost á að velja rétt, en ég valdi rangt og brást með því mörgum, sem höfðu trúað mér fyrir eignum sínum. Sektarkenndin vegna þess mun sjálfsagt
fylgja mér í gröfina." Myndir: Pielur
Eg er ekki sáttur við sjálfan mig
í viðtali við Kol-
brúnu Bergþórs-
dóttur lítur Davíð
Scheving Thor-
steinsson, verkefna-
stjóri hjá Verslunar-
ráði íslands, yfir
farinn veg þar sem
skipst hafa á skin
og skúrir.
Þú œtlaðir þér að verða
lœknir, af hverju varð ekkert af
því?
„Ætli læknadraumarnir hafi
ekki byggst á rómantískum
hugmyndum um starfið. En eðl-
islæg leti kom í veg fyrir áform-
in. Svo skipti miklu að aðstæður
innan íjölskyldunnar breyttust
um þetta leyti og staða við fyr-
irtæki föður míns losnaði. Ég
tók við henni.“
Sérðu eftir því að hafa ekki
orðið lœknir?
„Ég held ekki, ég hef lifað
yndislegu h'fi.“
Þar hafa samt verið skuggar.
Móðir þín varð ekki gömul
kona, lést þegar þú varst tví-
tugur. Var það þá mesta áfall
sem þú hafðir orðið fyrir?
„Já, tvímælalaust, fram að
þeim tíma var líf mitt allsherjar
dans á rósum. Móðir mín var
glaðvær og örlát kona sem
mátti ekkert aumt sjá. Hún var
sífellt að gefa fólki sem ekkert
átti en hún og pabbi vildu ekki
láta neinn vita hvaðan gjafirnar
komu. Ég á henni afskaplega
mikið að þakka, því ég lærði
svo margt af henni og svo auð-
vitað af pabba, sem ég vann
með alla tíð, meðan hann lifði.
Mamma lést úr hjartaslagi að-
eins 48 ára gömul, hafði verið
lengi lasin en mig grunaði
aldrei að hún myndi deyja
svona snemma. Ég byrgði inni
mikinn sársauka, æth hann sé
ekki þarna enn.“
Hvað með sársaukann eftir
lát fyrri eiginkonu þinnar sem
dó 34 ára gömul?
„Þar á það sama við, nema
hvað eftir lát Sossu átti ég
börnin okkar. Þau voru okkar
sameiginlega líf. Sossa var með
hvítblæði sem uppgötvaðist
þegar hún gekk með yngsta
barnið okkar. Ég vissi að sjúk-
dómsgreiningin þýddi dauða-
dóm, en ég veit ekki hvort hún
gerði sér grein fyrir því hvaða
sjúkdóm hún gekk með, nema
þá undir það síðasta. Lát henn-
ar var skelfilegt áfall, en ein-
hvern veginn komst ég í gegn-
um þetta erfiða túnabil. Það var
í rauninni engra annarra kosta
völ. Ég var útivinnandi faðir,
elsta barnið níu ára, það yngsta
innan við eins árs. Ég hafði
ráðskonur til að sjá um börnin
á daginn og reyndi að sinna
þeim eftir megni að loknum
vinnudegi. í eitt ár snerist h'f
mitt eingöngu um vinnuna og
börnin, en svo fór ég smám
saman að fara út á meðal
fólks.“
Hvað fœrir sorgin fólki?
„Ætli það sé ekki þessi þroski
sem alltaf er verið að talað um.
En það er ekkert líf án dauða
og það kemst enginn undan því
að lifa sorg. Mikilvægast er að
sætta sig við þessa staðreynd.
Ég hef alltaf fundið styrk í
trúnni og bæninni. Ég var alinn
upp við að biðja bænirnar mín-
ar og hef alltaf haldið þeim
góða sið. Ég bið enn þann dag í
dag til að þakka fyrir allt sem
mér hefur verið gefið og vegna
þess að mér líður betur þegar
ég bið bænirnar mínar reglu-
lega.“
En þú hefur samt aldrei
getað unnið fyllilega úr sárs-
aukanum sem dauði móður
þinnar og fyrri eiginkonu olli
þér?
„Ég er nú svo vitlaus að ég
veit ekki hvað það þýðir að
„vinna úr“ eigin vandamálum.
Ég get ekki skilið það, og eins
skil ég ekki frasann um að
maður eigi að elska sjálfan sig
til að geta elskað aðra.“
Sá frasi er nú örugglega
heimskulegasta sálfrœðikenn-
ing seinni áratuga. En þú elsk-
aðir á ný þegar þú giftist seinni
konu þinni?
„Já, seinni kona mín, Steffí,
var tuttugu og fimm ára, tíu ár-
um yngri en ég þegar við gift-
umst og hún kom eins og sólar-
geisli inn í mitt líf. Hún er heit,
ljúf, skyldurækin og mjög næm.
Það hefur örugglega ekki verið
létt verk að ganga þrem börn-
um í móðurstað og ala síðan
upp önnur þrjú en hún hefur
komið þéim öllum til nokkurs
þroska, eins og þar stendur, og
börnin halda mjög vel saman
og eru góðir vinir.“
Finnst þér þessar tvœr konur
sem þú giftist hafa átt eitthvað
sameiginlegt?
„Ég hef aldrei velt því fyrir
mér. Þær eru þær tvær konur sem
ég elskaði og elska í mínu h'fi. Það
hafa ekki verið neinar aðrar. Mér
finnst tóm vitleysa að bera þær
saman, ég sé engan tilgang í því.“
Hafa konurnar í lífi þínu
stjórnað þér eða leyft þér að
ganga lausum?