Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 9
^Dítgur-®mTOtn Laugardagur 23. ágúst 1997 - 21 LIFIÐ I LANDINU „Þær hafa stjórnað mér með mildinni. Vald kvenna er mest þegar þaer hafa rænu á því að fara þá leiðina." Hvað er það í fari kvenna sem heillar þig mest? „Ætli það sé ekki einkum hvað þær eru ólíkar okkur körl- unum, miklar tilfinningaverxn-, sem hugsa allt öðruvísi en karl- ar, en komast samt oft að sömu niðurstöðu og þeir. Ég er alltaf að þykjast vera rökhyggjukarl sem hakkar sig í gegnum flókin ákvarðanatré, eins og það heit- ir víst á fagmáli, til að komast að niðurstöðu. Það getur tekið viku til hálfan mánuð. Síðan legg ég máhð fyrir Steffí og hún er tvær mínútur að komast að niðurstöðu. Þetta getur verið ákaflega þreytandi.“ Þægindi kommúnism- ans Snúum okkur frá konum og að stjórnmálum. Þú hefur verið tengdur Sjálfstœðisflokknum, en ertu ekki bara krati sem í hjarta sínu styður Al- þýðuflokkinn en kýst hann þó ekki? „Ég er fæddur inn í Sjálf- stæðisflokkinn og þar er mikil jafnaðarmennska. Annars hefur Þröstur Ólafsson alltaf sagt við mig það sama og þú ert að spyrja að núna.“ Af hverju hefur Þröstur ekki sannfœrt þig? „Heyrðu, þegar við Þröstur kynntumst var hann rauðasti kommi í bænum. Við vorum einu sinni að halda upp á að við vorum búnir að ljúka verki fyrir Magnús Kjartansson. Þar voru allmargir kommar og eitthvað sem ég sagði vafðist fyrir þeim svo þeir sneru sér til Þrastar og spurðu: „Þröstur, hvernig svar- ar maður þessu?“ Og Þröstur hugsaði sig aðeins um og fór síðan með þuluna fyrir þá úr fræðunum. Það var eins og minn gamli yfirboðari og sam- starfsmaður í áratugi, Ragnar Jónsson í Smára, sagði: „Það var svo þægilegt að vera komm- únisti, maður þurfti aldrei að hugsa. Það var búið að hugsa allt fyrir mann. Eina sem þurfti að gera var að fletta upp á rétt- um stað.“ „Núverandi út- fœrsla kvótakerfis- ins hefur valdið miklu ranglœti. Það er sárt að sjá slíkt ranglœti þrífast, en það þrífst vegna þess að sérhags- munagœslan er svo sterk. Og því miður taka alþingismenn enn þátt í að vernda þetta rang- lœti. “ Varstu aldrei uppreisnar- maður? „Jú, en ég daðraði aldrei við kommúnisma. Ég hef hins veg- ar stundum látið í mér heyra þegar mér hefur þótt þjóðfé- lagsuppbyggingin vera komin á villigötur." Hvað finnst þér helst að í þjóðfélagi nútímans? „Núverandi útfærsla kvóta- kerfisins hefur valdið miklu ranglæti. Það er sárt að sjá slíkt ranglæti þrífast, en það þrífst vegna þess að sérhagsmuna- gæslan er svo sterk. Og því mið- ur taka alþingismenn enn þátt í að vernda þetta ranglæti. Sjáðu bara hversu vel tekst að rugla alla umræðuna með því að blanda saman stjórnun fisk- veiðanna, sem er alveg lífs- nauðsynleg, og kvótakerfið er sjálfsagt skásta leiðin til þess, og svo því ranglæti að úthluta kvótum, aðganginum að þessari eign þjóðarinnar, án þess að gjald komi fyrir. Auðlindaskatt- ur er greiddur á hverjum degi á íslandi í dag, en hann er bara ekki greiddur til eigenda auð- lindarinnar." Er það ekki þinn flokkur sem verndar og viðheldur því kerfi? „Einhverjir þar, jú. En líka harðir kommúnistar. Það eru engir eins mikið afturhald og sannfærðir kommúnistar. Sjálf- stæðismenn munu hafna þessu kerfi löngu á undan þeim.“ Finnst þér íslendingar eiga jafn baráttuglaða og kröftuga stjórnmálamenn og hér áður fyrr? „Ég held að endalok kalda stríðsins hafi sett stjórnmála- menn í vissa kreppu. Hin heift- arlega barátta milli austurs og vesturs krafðist þess að menn sýndu hvað í þeim bjó. Þeir sem stóðu réttu megin sigruðu. Nú er eins og stjómmálamenn séu í vandræðum með að finna sér málstað til að berjast fyrir.“ Er þá ekkert lengur eftir fyr- ir þá til að sigra? „Jú, það erfiðasta, að sigra sjálfan sig.“ Gunnar Thoroddsen og Skálda Hvaða íslenskum stjórnmála- manni sem þú hefur kynnst hef- ur þú haft mestar mætur á? „Bjarna Benediktssyni. Hann var heilsteyptur maður og hvik- aði hvergi. Heiðarleiki frá hjart- ans rótum einkenndi hann um- fram annað. í stjórnmálabar- áttu kalda stríðsins stóð hann heill meðan ýmsir ágætir menn trufluðust og rugluðust. Svo hafði ég mikið dálæti á Magnúsi Kjartanssyni. Hann var afskaplega sjarmerandi og skemmtilegur maður. Ég held mikið upp á ritgerðarsafn hans Elds er þörf, sem hann gaf mér á fimmtugsafmæli mínu, ekki vegna þess að hugmyndafræðin í bókinni sé svo góð, heldur vegna vísu sem hann orti til mín og skrifaði í bókina: Trópíkönu teygar þjóð, tuttlast fé í Davíðs sjóð. Ég rétti í staðinn ráðin góð, renni þau í merg og blóð. Annar stjórnmálamaður sem ég vil nefna er Gunnar Thorodd- sen. Líkt og Magnús bjó hann yf- ir miklum persónutöfrum." Fannst þér sjarmi Gunnars skila sér til þjóðarinnar? „Ekki nema einstöku sinn- um. Gunnar var feikna vel gef- inn og stálminnugur. Ég man enn eftir því þegar hann, sem borgarstjóri, tryggði Sjálfstæð- isflokknum stórsigur í borgar- stjórnarkosningum með frammistöðu sinni í útvarpskappræðum. Þá komu þeir upp hver af öðrum, rauð- liðarnir, og gerðu að umræðu- efni hina bláu bók Sjálfstæðis- flokksins sem hafði að geyma kosningaloforð flokksins. Þeir tóku þessa fjögurra ára gömlu bók og tættu hana í sig. Þeir hættu fljótlega að kalla hana bláu bókina heldur kölluðu hana hvað eftir annað Skáldu. Þegar þeir höfðu skammast óg- urlega steig Gunnar Thorodd- sen seinastur manna í pontu og sagði: „Ég ætla að þakka öllum þeim sem hér hafa talað fyrir þetta gífurlega hrós. Því svo segir Halldór Laxness um bók- ina Skáldu: „Bók bóka og eðal- steinn eðalsteina, merkust bóka sem skrifuð hefur verið á norð- urhveli jarðar." Hann þurfti ekki að segja meira, hann var búinn að jarða andstæðingana. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 10 borgarfulltrúa af 15. í dag eru tveir eftirlætis- menn í mínum flokki Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson. Ég þekki Davíð miklu minna, en vann með Þorsteini í mörg ár. Mér finnst mikið til þeirra koma. Halldór Ásgrímsson er líka afar traustvekjandi maður. Það sem hann tekur að sér klárar hann og það þarf ekki að hafa áhyggjur af því meir. Síðan verð ég að segja eins og er, að ég mun sjá eftir Jóni Baldvini úr pólitík. Hann er sérlega vel gefinn maður.“ Brenglað gildismat Svo við höldum áfram að tala um stórmenni þá voruð þið Gvendur jaki miklir mátar. Hvað heldurðu að hann hafi séð í mönnum eins og þér og Al- bert? „Ja, nú veit ég ekki, því við Albert vorum svo ólíkir, en ég sá í Guðmundi alveg sérlega skemmtilegan mann, en um- fram allt góðan mann. Hann var maður sem ekkert aumt mátti sjá og gaf því miður oft meira fé en hann hafði ráð á.“ Skammaði hann þig aldrei fyrir að vera ríkur? „Nei, hann hefur ábyggilega vitað, rétt eins og ég, að fast- eignir sem hafa má af manni eru ekki ríkidæmi.“ Rœdduð þið stjórnmál? „Jú, við gerðum þó nokkuð af því og það alversta sem ég gat sagt við hann var: Þið krat- arnir... Þá fór hann alveg úr sambandi og þverneitaði.“ Ég hef alltaf talið hann einn af okkur. „Það er eins gott að þú nefndir ekki þann grun þinn við hann.“ „Því miður er það svo á íslandi í dag að mönnum er allt- of oft ekki greidd laun eftir því hvaða gagn þeir gera, heldur hvaða skaða þeir geta valdið. “ Nútímasamfélagið minnir stundum óþœgilega á kaldr- analegt skrifstofubákn. Held- urðu að tœkniöldin hafi haft þau áhrif á okkur að við séum að missa sjónar á raunveruleg- um verðmœtum?“ „Gildismat okkar íslendinga er brenglað. Menn eru nánast eingöngu metnir eftir því hve mikla peninga þeir eiga. Ef maður er ríkur er hann álitinn góður maður og mikils virði. Að sama skapi er litið niður á þá sem ekki eru fjáðir en gegna þó þýðingarmiklum störfum sem ekki eru metin í launum sem skyldi. Ég nefni sem dæmi kennara, presta, sjúkraliða og aðrar heilbrigðisstéttir, svo og íjölmargar aðrar stéttir. Því miður er það svo á íslandi í dag að mönnum er alltof oft ekki greidd laun eftir því hvaða gagn þeir gera, heldur hvaða skaða þeir geta valdið.“ Hvað áttu við? „Mitt er að yrkja, þitt að skilja." Hefur listin mikið gildi í lífi þínu? „Já, sérstaklega tónlistin. Hún færir mér sálarró og ég veit fátt skemmtilegra en að hlusta á tónhst. Bach, Mozart og Beethoven og svo Louis Armstrong og Fats Waller eru mínir menn.“ Það er traust val, en ekki ýkja frumlegt. „Ékki frumlegt, það er alveg rétt, en ég ætla að halda mig við það þangað til eitthvað betra býðst. Á sama hátt stend ég með Sjálfstæðisflokknum þar til eitthvað betra býðst. Og ég skal segja þér að ég held að það verði seint.“ Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Ég er að vinna að verkefni fyrir ríkisstjórnina, sem ég má ekki segja frá hvað er. Meira get ég ekki sagt þér. Það verður opinbert innan árs, eða svo.“ Að eiga tveggja kosta völ En svo einn góðan veðurdag verður öllu lokið. Hrœðistu dauðann? „Sú hræðsla er ekki til í mér. Ég trúi því ekki að maðurinn hætti að vera til við dauðann. Það gerir lífið svo tilgangslaust. Og lífið á að hafa tilgang." Hvaða tilgang? „Að nota talenturnar á sem skynsamlegastan og bestan hátt, helst þannig að maður hafi gert heiminn örlítið betri þegar maður kveður hann.“ Hverju hefðirðu viljað breyta í eigin lífi? „Ég rak fyrirtæki og þurfti oft að taka ákvarðanir sem vörðuðu framtíð þess. Ég átti einu sinni sem oftar tveggja kosta völ, velti báðum mögu- leikum rækilega fyrir mér og tók svo ranga ákvörðun. Fyrir- tækið er til í dag, en er í hönd- um nýrra eigenda og ég vinn þar ekki lengur. Enn í dag halda þessi mistök fyrir mér vöku. Ég er ekki sáttur við sjálfan mig. Ég átti kost á að velja rétt, en ég valdi rangt og brást með því mörgum, sem höfðu trúað mér fyrir eignum sínum. Sekt- arkenndin vegna þess mun sjálfsagt fylgja mér í gröfina. Ég reyni að lifa með því, en ég er ekki sáttur við það.“ En ertu sáttur við lífið? „Já. Það er ábyggilega ekki til ríkari maður á íslandi en ég. Ég er við góða heilsu. Ég á ynd- islega konu, sex mannvænleg börn og fullt af barnabörnum, vini sem aldrei brugðust, er í áhugaverðu starfi og vinn með skemmtilegu og hjálpsömu fólki. Sýndu mér mann sem er ríkari en ég.“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.