Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 20

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 20
32 - Laugardagur 23. ágúst 1997 LIF OG LAND ®agur-®tmmn Fluguveiöar að sumri (32) Margt býr í djúpinu * Aleið í veiðitúr fyrir nokkr- um árum. Ók um Hval- Qörðinn eldsnemma að morgni, blankalogn, fjörðurinn eins og hann gerist fallegastur: æður og mávar um allan rjóma- stUltan sjó, í fjörunni tjaldur og í hlíðunum lambær - enn ekki vaknaðar alveg til lífsins sem var að geispa af sér nætur- kyrrðinni. Stöðvaði til að njóta, horfði á spegilsléttan sæinn. Þá glumdi við dynkur utan af firð- inum og strókur gaus upp. Svo hljóðnaði allt þegar skelkaðir fuglar náðu áttum. Var það sel- ur sem náði í stórlax í yfirborð- inu? Smáhveli á eftir sænauti? Ekki vissi ég það, en „sá að fleiri myndu á veiðum en ég“; sannaðist nú hið fornkveðna úr veiðisögum. Ógnandi tundurskeyti Ég er ekki búinn að tæma sagnasjóðinn frá því þegar ég var nokkra daga í Vatnsdalsá um daginn. Eins og dyggir les- endur muna voru kvöidin und- urfögur niður við ósinn og spegilsléttur vatnsflöturinnn endurkastaði miðnætursólinni til okkar við Akurshólma. Vatn- ið var svo hljótt. Og stillt. Ekk- ert bærðist í kvöldinu. Senn hlyti bleikjan að vaka. Þá kom hann. Fyrir framan okkur reis bunga á vatnsborðinu og svo rák sem lyftist og þokaðist áfram upp með hólmanum: sel- urinn var mættur. Hann gaf í og kom á fleygiferð eins og þögult ógnandi tundurskeyti rétt undir vatnsborðinu, ýtti fleyg á undan sér sem strikaði vatnið, tók krappa beygju; svo hvarf þessi ógnvaldur silunganna niður í álinn og vatnið sléttist. Skömmu síðar tóku bleikjin-nar að skreyta flóðið með hringjum hér og þar, miklu utar. Þessi sending af hafí minnti mig á skaðvaldinn sem stundar Elliðavatn í grennd við kjörstað minn: á lognkyrrum kvöldum sér maður hvernig hann kemur að landi eins og smálegur flar- stýrður leikfangakafbátur, gerir mjóa rák í vatnið sem breiðist hægt úr og deyr upp við fjöru- stein. Svo kemur hann úr kafi þegar nær dregur og vippar sér upp á stein með andarunga kjaftinum, skoppar á næsta stein og er horflnn undir bakka - en skilur eftir dauft strik sem hverfur í húmið sem speglast á vatninu. Varð ekki um sel Furðuleg mjög þótti mér uppá- koman við Akurshólma kvöldið eftir að selurinn heimsótti mig við veiðarnar. Stóð á örgrunnu vatni, tók í miðjan mjóalegg, á hörðum sandbotni, og eins og venjulega upptekinn við gamla ósiði: kastaði langt og vítt og breitt og þandi mig á alla kanta í þessu líka friðsama logni. Ekki tók vel. Samt voru bleikjur á ferð, það sá ég, stxmdum kraumaði vatnið á stöku stað þegar torfa athafnaði sig í yfir- borðinu - en var horfín með það sama. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að sýna henni, fékk lítil viðbrögð. Nú var ég með smáflugu undir sem ég dró hægt að mér í yfirborðinu, og einmitt í þessari umgetnu and- rá var ég búinn að kasta langt út, flugan rétt lent og línan hvarf í glampann af kvöldsól- inni. Þá kom það. Miklu nær mér en þar sem flugan lenti reis breið bunga á vatninu. Vatnið bara eins og lyftist. Undraði mig nokkuð. Svo færðist hún til mín með vaxandi þunga þessi bunga. Þetta var ekki svo langt frá að ég hefði ráðrúm til að ímynda mér sendingu að handan, eða Ósýnileg var hún mér þessi arða sem hann var að ná í með svona miklum látum, en það er ekki að marka. Sjálfsagt hef ég verið búinn að standa nógu lengi kyrr til að hann tæki ekki eftir mér í þessari hörðu eftir- sókn eftir silungah'fsins gæð- um? Eða hafði ég rótað upp frá botninum einhverju sérlega ljúffengu kvikindi sem hann VAR bara að ná í? Og hvílíka sjón má þessi fiskur hafa, koma alla þessa leið eftir smápöddu? Þið verðið að fyrirgefa mér þótt ég hafi ekki kastað í bili. Ég var greinilega að gera eitt- hvað sem fiskurinn vildi ekki, og fiskurinn að gera eitthvað sem ég skildi ekki. Það var þessi taka sem ég varð vitni að: fyrst þetta offors sem ég hefði Var hann að ógna mér, reka mig burt frá elskunni sinni, þessi rauðleiti krókbúni hængur sem náttúran hafði búið til að vernda óðal sitt? Það munum við aldrei vita. skrímsli, en nógu nærri til að ég gæti ímyndað mér sel. Þetta sá ég svona 10-12 metra frá mér. Og varð ekki um sel, því nú stefndi þessi rák beint á mig, undraskjót í för og ýtti frá sér öldu í átt til mín. Því hraðar sem hún kom því betur sá ég hve hún mjókkaði, rákin, og þar með hvarf mér sú hræðsla úr hug að selurinn væri kominn til að taka mig eins og laxinn í Hvalfirði forðum. En þessi skepna stefndi beint á mig. Ógnandi. Því verr leist mér á það sem mig nú uggði að væri minkur í ægilegum vígahug að rákin hraðfærðist nær, mun hraðar en lesandi þessarar frá- sagnar getur lesið. Og ég lýg því ekki: þegar þetta kvikindi úr djúpinu sem nú var komið á grunnið átti aðeins 2-3 metra að mér á fullri ferð, já, ég lýg því ekki: þá rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég vissi ekki hver djöfullinn væri á ferð. Þetta gerðist allt svo hratt og var með slíkum ólíkindum að ég hafði ekkert ráðrúm til að bregðast við. Og þurfti þess ekki. Skepnan sem nú kom upp beint fyrir framan mig -svo nálægt að ég hefði get- að sett á hana krossmark - rak hausinn upp, krókurinn á neðri skoltinum gaf frá sér lítinn smell um leið og glampaði á rauðan kvið; og svo hvarf hlussu bleikjuhængur og var farinn. Fiskur með arnarsjón Á svona stundum þarf maður vitni. En um þetta atvik bera vatnadísirnar einar vitni. Hvað var hann var eiginlega að gera þessi bleikjuhængur með því að æða svona langa leiðbeint að mér til að hrifsa eina litla ósýnilega flugu, lirfu eða fló? ekki orðið var við nema af því að ég stóð í snertifjarlægð og á svo grunnu vatni. Og svo þessi taka þegar rígvænn fiskur kom og tók smápöddu í yfirborðinu - án þess að gára vatnið! Enginn hringur. Ekkert skvamp. Nánast alveg ósýnilegt. Það eina sem heyrðist var örlítill smellur eins og ungbarn að totta snuð. Var ekki allt flóðið kraumandi í svona tökum? Ósýnilegu hljóðlausu stóráti sil- unga í yfirborðinu? Þetta var þess virði að spá í. Um kvöldið sagði ég veiðifé- lögum í húsinu frá þessari merkilegu reynslu. „Já, þú hefur bara misst þurrflugu úr brjóstvasanum!" sögðu þeir hlægjandi. Ekkert til að spá í. Ekkert til að spá í? Var hann kannski ekkert að éta flugu, fló eða lirfu? Var hann að ógna mér, reka mig burt frá elskunni sinni, þessi rauðleiti krókbúni hængur sem náttúran hafði búið til að vernda óðal sitt? Það munum við aldrei vita. Tilboð á sérblandaðri innimálningu gljástig 10 Verð: 1 lítri 499 4 lítrar 1996 10 lítrar 4990 Þúsundir lita i boði KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 AKUREYRARBÆR Útboð Tilboð óskast í uppsteypu á sökklum, kjallaraveggjum og gólfplötu 8. áfanga VMA. Áfanginn er um 1000 fm2. að grunnfleti + kjallari 188 fm2. Útboðsgögn verða seld hjá Verkfræðistofu Norður- lands, Hofsbót 4, 600 Akureyri, 26.-29. ágúst nk. Verð á útboðsgögnum er kr. 7.500,- Tilboð verða opnuðáVN, 3. september 1997, kl. 11. Bygginganefnd VMA. k J Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólabyrjun Nemendur mæti mánudaginn 1. september sem hér segir: Kl. 09.00 7. og 10. bekkur (fædd ’85 og ’82) Kl. 10.00 6. og 9. bekkur (fædd ’86 og ’83) Kl. 11.00 5. og 8. bekkur (fædd ’87 og ’84) Kl. 13.00 1. og 4. bekkur (fædd ’91 og ’88) Kl. 14.00 2. og 3. bekkur (fædd ’90 og ’89) Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. septem- ber. Byrjun starfs í 1. bekk verður kynnt í skólunum 1. sept- ember. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. AKUREYRARBÆR Atvinnudeild Akureyrar Atvinnudeild Akureyrar vekur athyli á úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði árið 1997 til átaksverkefna á vegum sveitarfélaganna. Styrkirnir eru ætlaðir til sérstakra verkefna sem miðast að því að fjölga atvinnutækifærum við sem flestra hæfi. Til verkefnanna má aðeins ráða ein- staklinga sem eru skráðir atvinnuleitendur og hafa bótarétt. Fyrirtæki og félagasamtök geta sótt um styrk til þess að vinna að eigin viðskiptahug- mynd. Verkefnin mega ekki vera í samkeppni við annan atvinnurekstur. Umsóknir skulu berast skrifstofu Atvinnuleysis- tryggingasjóðs fyrir 1. sept. 1997. Akureyrarbær hefur milligöngu um afgreiðslu umsókna. Reglur Atvinnuleysistryggingasjóðs um úthlutun styrkja og eyðublöð vegna þeirra, eru á skrifstofu Vinnu- miðlunar Akureyrar að Glerárgötu 26.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.