Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Qupperneq 21

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Qupperneq 21
íDagur-®átnmt Laugardagur 23. ágúst 1997 - 33 S'tflAN Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Hörku heiðursplata Creedence Clearwater Revival. Plata þeim til heiðurs væntanleg í lok árs- ins. Undanfarin ár hafa alls kyns heiðurs plötur, „Tri- bute“ plötur streymt á markað og hefur þar verið ærið mjsjafn sauðurinn í mörgu fé, svo gripið sé til góðrar orðlík- ingar. Þessar plötur hafa þó sumar hverjar verið fínt innlegg í flóruna. Þar má til dæmis nefna eina sem kom út fyrr á þessu ' ári til heiðurs gamla Shadowsgítargutlaranum Hank Marvin. Reyndar svolítið mis- jöfn, en í það heila nokkuð skemmtileg plata. Til þess sáu kappar á borð við Mark Knop- fler og Brian May ásamt Rick Parfitt, Francis Rossi og Peter Green, en platan nefndist með- al annarra orða Twang. Undir lok þessa árs er svo von á ann- ari shkri plötu sem áreiðanlega verður mjög spennandi áheyrn- ar og víst er að ekkert verður til sparað á henni. Á ferðinni verð- ur nefnilega plata til heiðurs einnar merkustu og BESTU rokkhljómsveitar Bandaríkj- anna, Creedence Clearwater Revival. Er áætlað að eigi færri en 36 tónlistarstjörnur dagsins í dag af ýmsu tagi njóti þess heiðurs að fá að túlka lög John Fogertys og félaga á plötunni, þannig að um tvöfalda plötu verður að ræða, í það minnsta. Má reyndar segja að líkt og með fyrrnefndu plötuna, ætti þessi plata að vera til heiðurs Fogerty og CCR, þar sem garp- urinn sá var allt í öllu í sveit- inni, en það á eftir að koma í ljós. Margir eru nefndir sem væntanlegir þátttakendur á plötunni, en meðal þeirra eru svo nokkur dæmi séu tekin, Metaflica, Pearl Jam, Red hot chili peppers, Aerosmith, Mötl- ey crue, REM o.fl. Hvaða lög svo verða túlkuð er ekki komið á hreint, en ljóst er að nógu er af taka. Má mikið vera ef þetta verður ekki hörku heiðursplata eins og þær bestar geta orðið af slíku tagi. Mick Jagger og félagar í Rolling stones. Enn ein platan og tónleika- ferðin í aðsigi. Steinamir rúlla.. ogrulla Poppkom Atari teenage riot er ein af þessum frábæru teknókraftnúmerum ættuðum frá Berlín. Hafi það hvarflað að einhverjum upp á síðkastið að lang- h'fasta og ein allra vinsæl- asta rokksveit heims, Rol- ling stones, væri nú loksins að gefa eftir og færi e.t.v. að hætta, -þá er það hinn mesti misskilningur. Síðastliðinn mánudag blésu nefnflega Jagger, Richards og co. enn eina ferðina í herlúðra á skrautlegum blaðamanna- fundi, sem haldinn var und- ir Brooklynbrúnni í New York og boðuðu þar komu nýrrar plötu og hljómleika- ferðar að hætti hússins í kjölfarið. Verður að venju farið víða um heiminn og spilað á allra stærstu leik- vöngum sem finnast, en líka munu minni staðir vera inn í myndinni. Vaknar þá auð- vitað sú spurning hvort ekki verði hægt að fá þá hingað til lands, en þeirri spurn- ingu verða einhverjir aðrir að svara en við á Degi-Tím- anum. Nú, það verða svo engir aukvisar frekar en áð- ur, sem njóta þess heiðurs að hita upp fyrir rokkgoðin. Þeirra á meðal verða, Foo fighters, Sheryl Crow, Dave Matthews band og sjálf Smashing pumpkins. Form- lega heijast þessi herlegheit í síðustu viku september og þá kemur nýja platan, Bridges to Babylon, plata númer hundrað og eitthvað, einnig út. Er útgáfudagur- inn nánar tilgreint, 30. sept- ember. Það er sem sagt.eng- an bilbug að finna á rokkur- unum hálfsextugu. Léku þeir raunar á alls oddi á blaðamannafundinum og gerðu grín að öllu og öllum, m.a. aldri sínum, eða öllu heldur að þeim sem alltaf eru að halda því fram að þeir séu orðnir of gamlir og ættu að fara að hætta þessu. Á því verður aftur á móti bið enn um sinn. • Eins og sagt hefur verið frá hér áður á síðunni, verður nýr íslenskur söngleikur settur upp á Hótel íslandi innan tíðar. Nánar tilgreint heitir hann Prinsessan og verður frumsýn- ingin þann 4. september nk. Margir góðir söngvarar og leik- arar koma við sögu, en það verður í höndum hins elskaða og dáða Sniglabands að halda utan um tónlistarflutninginn. • Kúreki norðursins, hinn eini og sanni Hallbjörn Hjartarsson, hefur um nokkurt skeið látið h't- ið frá sér fara. Nú er hins vegar orðin breyting á því með nýrri plötu frá öðlingnum, sem kall- ast Drottinn, ég elska þig. Er þetta áttunda plata Hallbjarnar. • Risarokkararnir í Van Halen, sem höfðu á stefnuskránni að gefa út sína nýjustu afurð í haust eða í byrjun vetrar, hafa nú orðið að fresta útgáfunni þar til í janúar 1998. Nafn hennar verður hins vegar það sama og fyrirhugað var áður, einfaldlega 3, en það heiti skír- skotar til þess að á henni skart- ar sveitin sínum þriðja söngv- ara á 20 ára útgáfuferli. Heitir nýi söngvarinn Garý Cherone. Af fyrsta söngvara Van Halen og þeim frægasta, David Lee Roth, er það hins vegar að frétta, að í október gefur hann út ævisögu sína, Crazy from the heart. Er hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem kappinn lumar víst á mörgu krassandi að sögn. • Fyrrum gítarleikari fönk- rokkaranna vinsælu, Faith no more, Jim „Sick ugly“ Martin, lætur nú loks á sér kræla eftir langt hlé og er á ferð með sína fyrstu plötu undir eigin nafni. Nefnist gripurinn Milk and blood og kemur hann út 29 næsta mánaðar. • í umfjöllun um Berlínarharð- teknótöffarann Shizuo hér á síðunni fyrir viku, kom það m.a. fram að hann hefði t.d. verið í slagtogi við samsveitunga sína í Atari Teenage Riot. Það góða og mjög svo kraftmikla þríeyki er nú einmitt líka rétt búið að senda frá sér sína íjórðu eigin- legu afurð (þær eru reyndar fleiri undir nöfnum einstakra meðlima) sem nefnist Burn Berlin burn. Er skemmst frá því að segja, að platan er að fá frá- bæra dóma og ættu dansáhuga- menn sem jafnframt vilja hafa herlegheitin vel kröftug, ekki að láta hana framhjá sér fara.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.