Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 4
16- Laugardagur 23. ágúst 1997
JDagur-'ffimmn
EITT
1 9 4 4
GLÆSILEGASTA
1 9-4 4
HOTEL
l 9-4 4
LANDSINS
1 9-4-4
AVERÐI
1 9 4 1
FYRIR
1 c) 4 4
ISLENDINGA
1-94-4
NYR VEITINGASTAÐUR
HOTEL KEA
HAFNARSTRÆTI 87-89
600 - AKUREYRl - SlMI 460 2000
MENNING OG LISTIR
Leikrit í beinni útsendingu
Undirbúa og æfa þarf beina útsendingu eins og hvert annað leikrit enda verður leikritið Bein útsending sent út f
beinni og eru gestir því vinsamlegast beðnir um að mæta sæmilega snyrtilegir. Leikararnir Þrúður Vilhjálmsdóttir,
María Ellingsen og Eggert Þorleifsson bjuggu sig undir útsendingu í vikunni en meðleikarar þeirra, Sveinn Þórir
Geirsson og Ólafur Guðmundsson voru vant við látnir.
„Hér verður ekki
farið á hundavaði
yfir hlutina. Hér
verða málin skoðuð
í eldfimara sam-
hengi en áður hefur
þekkst í íslenskri
dagskrárgerð. Hér
brjótum við málin
til mergjar. Hér
verður engum hlíft
en tekið á viðfangs-
efninu af myndug-
leik. Hér verður
unnið á miklu dýpi.
í beinni. Þetta er
umfram alltfrjáls-
legur - en mannleg-
ur þáttur... “
Svo mælir stjórnandi þáttar-
ins í upphafi beinnar út-
sendingar í byrjun septem-
ber frá stúdíói á sviði Loftkast-
alans. í stúdíóinu fer fram
frumsýning á leikritinu Bein út-
sendinc) eftir Þorvald Þorsteins-
son. Utsendarar Dags-Tímans
fóru niður í bakkompu stúdíós-
ins og hittu þar fyrir Þorvald,
Þór Túlimus leikstjóra og Stíg
Steinþórsson leikmyndahönnuð.
Þeir voru þrír saman Ijandan-
um dularfyllri yfir leikritinu, út-
sendingunni og hvort þetta ætti
að vera leikrit eða útsending...
„Guð er alltaf að taka upp,“ benti
Þorvaldur á.
Meðan þeir voru
einlægir...
- Hvað viljið þið segja okkur
áhorfendum mikið um leikrit-
ið/útsendinguna?
(Þorvaldur setur sig í stell-
ingar og segir hárri raust - svo
ekki fari á milli mála: „Höfund-
ur verður íbygginn á svip“)
ÞORVALDUR: Sko, uhh, þetta
er leikrit um það þegar goð-
sagnir og veruleikinn mætast.
- Þegar það verður árekstur
þar á milli?
ÞORVALDUR: Ekki bara
árekstur. Það er einhver raun-
veruleiki í goðsögnunum sjálf-
um - eins og við umgöngumst
þær dagsdaglega. Þær eru okk-
ar raunveruleiki. Við erum búin
að búa lengi við ímyndaða að-
greiningu þarna á milli, að við
eigum ákveðinn veruleika og
svo sé til einhver fantasíuheim-
ur, sýndarveruleiki og goðsagn-
ir þar fyrir utan. En málið er
ekki svona einfalt.
- Höfum við verið að fría
okkur ábgrgð með því að að-
skilja okkur frá þessum „hinum
heimum "?
ÞORVALDUR: Já, stundum
eru þeir afgreiddir sem eitt-
hvert léttmeti, eitthvað sem við
erum ekki tengd frekar en við
viljum og getum lesið um eftir
hentugleikum. En í raun erum
við þátttakendur í þeim flest-
um.
Þá urðu þeir
trúarlegir...
„Þetta er í raun afturhvarf til
heiðni,“ grípur Þór frammí.
ÞORVALDUR: Já, þetta er
eiginlega trúarlegt leikrit. Við
erum kristið fólk í heiðnu sam-
félagi eða heiðið fólk í samfé-
lagi sem er að reyna að vera
kristið. Við erum sjálf hluti af
goðsögnum í lífl sem er að
„Þetta er í raun afturhvarf til
heiðni," segir Þór um leikritið,
veruleikann og samfélagið.
reyna að vera raunverulegt. Við
erum alltaf að stilla upp: Ijöl-
miðlunum og veruleikanum,
goðsögnunum og veruleikanum,
listalíflnu og veruleikanum, en
það eru ekki skörp skil þarna á
milli.
Ætla að afhjúpa
goðsagnafabrikkurnar
- Hvers konar goðsagnir af-
hjúpið þið í þessum frjálslega -
en mannlega þœtti?
ÞÓR: Það eru þessar goð-
sagnir sem við viljum trúa og
nærumst á í blöðum, túnaritum
og sjónvarpi.
- Sem sagt hvunndagshetj-
unum úr tímaritunum og at-
hafnaofurmennunum?
ÞORVALDUR: Já og sílíkon-
hetjunum úr Mogganum. Líka
bókmenntahefðagoðsagnirnar
okkar.
STÍGUR: Og háskólagoðsagn-
Stígur um Háskóla íslands: Goð-
sagnaverksmiðja íslands.
irnar. Þar er sko goðsagnaverk-
smiðja í öllum deildum. Goð-
sagnaverksmiðja íslands = Há-
skólinn.
Urðu þreyttir
á stælunum...
- Hvernig fólk eru viðmœlendur,
fólk sem hefur brotlent í sínu
einkalífi?
ÞORVALDUR: Þetta eru
eingöngu vinnerar. En við lofum
líka ofbeldi - fólk fær allt þarna
- kynlíf, sársauka og gleði. Af-
tökur eru sérstakt þema og
misnotkun af öllu tagi.
- Ég hélt að þetta vœri svona
skemmtiþáttur - ala Hemmi?
ÞORVALDUR: Það sögðum
við aldrei. Þetta er nefnilega al-
veg nýr þáttur. Og á miklu
meira dýpi en hefur áður
þekkst í íslenskri dagsrkárgerð.
ÞÓR: Það er farið dýpra en
Myndir. Hilmar
Hemmi hefur nokkurn tímann
þorað að gera.
STÍGUR: Hvernig er það, get-
um við ekki sagt eitthvað ein-
Iægt um þetta?
Urðu einlægir
eitt andartak...
STÍGUR: Aðalböggið hefiu verið
að búa til leikmynd á sviði sem
er ekki leikmynd á sviði - held-
ur sjónvarpsstúdíó. Það eru
árekstrar þarna á milli.
- Eru áhorfendur klappliðið
inní stúdíói?
STÍGUR: Þeir eru bara með
eins og...
ÞORVALDUR: ...verkfæri.
Þetta er í raun einstakt tæki-
færi...
STÍGUR: ...fyrir fólk að kom-
ast í sæmilegt samband við
raunveruleikann.
- Verður bara bein útsending
á frumsýningarkvöldið?
ÞORVALDUR: Nei, nei við er-
um alltaf að senda út, það er
bara spurning hvort einhver
stöð tekur á móti.
ÞÓR: Við erum farin að taka
út í bæ líka. Fólk er hvergi
óhult.
- Eru faldar myndavélar um
allan bœ?
ÞORVALDUR: Já. En við er-
um að tala um ákveðinn sam-
runa miðils og veruleika. Mað-
ur ruglast orðið auðveldlega á
beinni útsendingu miðilsins og
þessari beinu útsendingu í búð-
inni á horninu.
ÞÓR: Maðxu getiu ekki
hreyft sig - það getur alltaf ein-
hver verið að taka það upp.
Þetta er bara nútíminn.
ÞORVALDUR: Yfir vofir þessi
spiuning hvort við séum ekki
alltaf í beinni útsendingu?
STÍGUR: Við hér núna t.d.
(Ónotakennd hríslast um
blm., hann grúfir sig ofan í
borðið og vonast til að baksvip-
urinn sé ekki sem verstur)
ÞORVALDUR: Eins og kristn-
in segir: Guð er alltaf að taka
upp. lóa