Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 17
4-
Í0agur-'31tmmrt
Laugardagur 23. ágúst 1997 - 29
BILAR
Nýjasta
...orðaðu það við Fálkann
tS'9^sSa« ,
0otC»’X.,0SSa«
%&*«***
Pekking Reynsla Pjónusta
•r mjr
rALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI: 581 4670. FAX: 581 3882
Toyota Corolla Liftback kom með nýju og gerbreyttu útliti til landsins í sumar.
A 5j°rv er ^
’tójr Vatnsveita
Reykjavíkur
Með allt á tærul
Toyota Corolla
Liftback hefur verið
vinsælasti bíllinn
hjá P. Samúelssyni
og einnig wagon
(langbakur) fram-
hjóladrifinn. Fjór-
hjóladrifni touring
bíllinn er uppseldur
fram á haust.
etta er bíllinn með nýjasta
útlitið, ríkulegan staðal-
búnað sem erfltt er að
finna í þessum verðflokki og
hvað fjölskylduna varðar er
þetta akkúrat passleg stærð
sem rúmar vel tvo fullorðna og
tvö til þrjú börn hvort sem þau
eru í barnastól eða komin á
sessu,“ segir Björn Víglunds-
son, markaðsstjóri P. Samúels-
sonar, um Toyota Corolla lift-
back (hlaðbak). Hann segir að
um þennan bíl eigi vel við orð-
takið: Mest fyrir minnst, „Mesti
staðalbúnaður á hagstæðasta
verðinu.“ Fyrir Qölskylduna er
mælt með Luna klæðningu en
hún hefur verið vinsælust í
hlaðbaknum.
Lengd bflsins er 427 sm,
breiddin 169 sm og hæðin
138,5 sm. Hleðslurýmið er 372
lítrar og fer yfir 600 lítra þegar
sætin eru felld fram.
Staðalbúnaður er ABS
bremsukerfi, líknarbelgir fyrir
framsætisfarþega og ökumann,
þriggja punkta öryggisbelti fyrir
alla einnig miðsæti aftur í,
höfðupúðar fyrir alla einnig
miðsæti aftur í. Öryggisbeltin
fram í vinna með líknarbelgjun-
um, eru með forstrekkjara og
síðan höggdeyfi. Bfllinn er með
samlæsingum, rafmagnsrúðum
og útihitamæli.
Fáanlegur aukabúnaður er
álfelgur, sóllúga, dráttarkrókur,
vindskeiðar uppi og niðri, þoku-
ljós annars vegar hefðbundin
og hins vegar linsuljós, geisla-
spilari og aukahátalarasett.
Björn segir skemmtilega hann-
aðar teppamottur einnig hafa
verið vinsælar að undanförnu.
Toppgrindabogar, farangursnet
í skottið og bakki í skottið til
hlífðar. Verðið er 1.489 þúsund
krónur.
„Hann er til beinskiptur og
sjálfskiptur og svo auðvitað í
alls konar skemmtilegum lit-
um.“ Auk þess er Toyota
Corolla til í fjölbreyttum út-
færslum sem stallbakur og
langbakur auk hlaðbaksins.
„Það sem hefur verið vinsæl-
ast hjá okkur það sem af er er
þessi bfll og Wagon Qangbakur)
framhjóladrifmn. Fjórhjóla-
drifni touring bfllinn er upp-
seldur eitthvað fram á haust. Ef
þú ætlar að fá Wagon fjórhjóla-
drifinn erum við farnir að
skrifa fram í október, það er
„Hann er til
beinskiptur og
sjálfskiptur og svo
auövitaö í alls
konar skemmti-
legum litum.“
orðin dálítil bið eftir því,“ segir
Björn. Hann segir koma u.þ.b.
vikulega sendingar af hlað-
baknum þannig að yfirleitt sé
ekki meira en vikubið eftir slík-
um bfl. Toyota Corolla kom á
markað hérlendis mikið breytt í
sumar. Dagur-Tíminn reynsluók
tveimur slíkum bflum í júní og
útkoman var ágæt. Hér birtist
stuttur kafli úr dómnum:
„Það er engu ofaukið þó sagt
sé að bfllinn sé breyttur. Bfllinn
er gerbreyttur í úthti. Þó h'n-
urnar í Corolla, eins og mörj
um öðrum bflum, hafi veri
heldur að mýkjast á undanföri
um árum, þá er óhætt að segj
að úthtið hafi tekið stökkbreyi
ingu með þessum nýja bfl. Aha
línur eru orðnar mjúkar og ah
ur svipur sterkari. Ýmislegt
úthti bflsins er fengið frá fyrr
gerðum Toyota, t.d. Lexus, Cel
ica og RAV4. Útkoman líkisi
samt sem áður hreint ekki eldri
gerðum Toyota. Á bflasíðu
Dags-Tímans hefur áður verið
sett fram sú skoðun að ákveðin
fortíðarhyggja einkenni hönnun
margra nýrra bfla í dag. Þessi
nýja Corolla styður þá skoðun,
því svipmikið útlitið minnir
óneitanlega meira á mjúkar og
sterkar línur bfla sem hannaðir
voru á árunum fyrir 1960 en
kassalaga útlitið sem einkennt
hefur bfla undanfarna tvo ára-
tugi.“
Og um bflinn sem hér um
ræðir var m.a. sagt sérstaklega:
„Hlaðbakurinn var stöðugur í
steytingskeyrslu í lausum
beygjum án þess að sletta aft-
urendanum til svo teljandi væri.
Snerpan er ágæt miðað við
1600 vél og það var leikur einn
að bæta við hraðann til að
skjótast fram úr.“ -ohr
Dagur vatnsins er
haldinn hátíðlegur
laugardaginn 23. ágúst
og verður þá opið hús að
Gvendarbrunnum frá kl. 10 til 16.
Þá gefst öllum almenningi kostur á að kynna
sér starfsemi Vatnsveitunnar og skoða hið stórbrotna
mannvirki sem Gvendarbrunnahús er.
Gestir leggja bílum sínum við Rauðhóla þaðan
sem strætisvagnar ferja þá innan verndarsvæðis
Vatnsveitunnar.
Landupplýsingakerfi Vatnsveitunnar kynnt, þar sem
gestum gefst kostur á að skoða tölvukort af lögnum t.d.
í nágrenni við þeirra eigin heimili.
er að fylgjast með ferli vatnsins um borgina.
Kynnt verður nýjung sem felst í notkun „moldvörpu" við
endurnýjun vatnsæða, en með þeirri aðferð stórminnkar
allt rask á götum og í görðum.
Dælustöðvar og vatnsgeymir verða til sýnis auk þess sem
nýtt gæðakerfi Vatnsveitunnar verður kynnt.
Sýning á öllum tillögum í hugmyndasamkeppni um merki
og slagorð Vatnsveitunnar.
Þegar gestir hafa skoðað Gvendarbrunna býður
Vatnsveita Reykjavíkur kaffiveitingar að Jaðri.