Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 23. ágúst 1997 4Dagur-®ínTOm „Mig langar að segja frá misjöfnum kjórum barna í dag og þegar ég var krakkif segir gömul kona. „En ekki vegna þess að börnum liði verr þá en nú. Við bjuggum bara við þcer aðstceður sem börn í dag hafa varla heyrt um. Fyrstu verk okkar barnanna voru þau að reka kýr í haga og vatn bárum við í bceinn strax og við gátum. Föt voru öll heima- unnin og því lítil tilbreyting í fatnaði og fyrstu skórnir sem ég eignaðist voru fermingarskórnir. Maður fann vel fyrir örygginu. Það var tekið á móti okkur úr skólanum því alltaf voru margir í heimili. Mér finnst því að hver móðir sem getur eigi að vera heima hjá barni sínu fyrstu tvö ár- in. Hlýja og umhyggja fcest hvergi meiri en hjá foreldrum. En fyrst og fremst voru það upplifanir okkar barnanna sem voru ólíkar því sem gerist í dag. “ Margir búa yfir sterkum lífsreynslu- sögum. Sögum sem ganga kynslóð fram af kynslóð, foreldr- ar segja þœr börn- unum, ömmur og afar barnabörnun- um. Þannig verða þœr að lokum ákveðinn leiðarvísir þeim sem þœr heyra. Tappimv íflmkuncv Jón B. Rögnvaldsson hefur einu sinni lent í því að áfengi væri til góða. „Petta atvik kemur ákaflega oft upp í hugann í sambandi við notkun á áfengi," segir hann. „Fólk ætti að huga meira að þessu, því eins og áfengi getur verið skemmtilegt þá getur það líka verið stórhættulegt. Mörg heimsins gæði eru svo ein- kennilega samtvinnuð af hinu illa og góða.“ „Þannig var,“ segir hann, „að ég var á göngu uppi á Qöllum ásamt nokkrum öðrum mönn- um þegar við lentum í aftakaveðri. Við rétt náðum að komast í næsta sæluhús og vor- um alveg uppgefnir. f>á vill svo til að einn félagi okkar dregur upp brennivínsflösku. Hann skenkir hverjum og ein- um ákveðið magn í könnu ásamt heitu vatni og segir okkur að drekka. Síðan ekki sög- una meir. Hann rekur tappann í flöskuna og stingur henni í bakpok- ann sinn. Þarna voru nokkrir menn gefnir fyrir sopann og þeir vildu endilega fá meira. En sá sem átti vínið sagði nei. Undir þessum kringumstæðum fengju allir bara einu sinni í könnuna. Þetta er eina skiptið sem ég man eftir að vín væri notað með skynsamlegum hætti því það hresstust allir og fylltust þrótti og dugnaði við gönguna sem eftir var. Hefðum við fengið meira hefðu áhrifin verið allt önnur og ekki til góða.“ settist því á vegkantinn og bað góðan guð að hjálpa mér. Ég þuldi þarna allar bænir sem ég kunni og hélt síðan aftur af stað og reyndi að Jón B. Rögnvaldsson segir frá jákvæðri reynslu af áfengi. Gunnar Steindórsson segir frá fyrsta óréttlætinu sem hann varð var við í lífinu. Bára Gestsdóttir segir frá bláu fötunni og guði ‘lýláa falan ag giið -Ég var átta ára þegar ég komst að því að bænin er það besta sem maður á,“ segir Bára Gestsdóttir. Hún var á leið í sveitina og hélt ein af stað með bláa, emel- eraða fötu í hendinni. „Ferðin gengur vel þar til fer að nálgast Laufás og þegar ég sé kirkju- garðinn fer ég að greikka spor- ið. Mér fannst nefnilega að ein- hver væri á eftir mér. Ég heyrði skrítin hljóð, ég fór að hlaupa en alltaf magnaðist hávaðinn. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, átta ára stelpukrakki, nema það kemur upp í huga minn það sem móðir mín sagði mér, að ég skyldi biðja til guðs þegar eitthvað bjátaði á. Ég hugsa um eitthvað fal- legt. Þegar ég stóð aftur upp tók ég eftir því að enginn var hávaðinn. Ég gekk hægt af stað og var viss um það að guð hefði heyrt til mín. Ég komst þó að því síðar að skýr- ingin á hávaðanum var lokið á bláu fötunni. Þrátt fyrir þetta sannfærðist ég um það átta ára gömul að bænin er það besta sem maður á. Það hef ég kennt nu'num börnum.“ Tyr&tas áréttlæti líf&in& Gunnar Steindórsson minnist alltaf fyrsta skóladagsins því þá kynntist hann óréttlætinu fyrst. „Við vorum tveir vinirnir, sjö ára gamlir, sem lékum okkur mikið saman. Fyrsti skóladag- urinn var eitthvað sem við höfðum alltaf beðið eftir og þegar hann rann upp leiddumst við á leiðinni í skólann, við vor- um svo spenntir. Bekkjaskiptingin á þessum árum var í A-B- og C bekki. A-ið var fyrir þá krakka sem voru af efnameiri Qölskyldum og C-ið fyrir þá sem minna höfðu. Þeg- ar kom að því að skipta okkur niður í bekki og nöfnin okkar voru lesin upp, vildi það svo- leiðis til að við vorum aðskildir. Þessi strákur var mjög dugleg- ur að læra og við skildum þetta ekki, vildum vera saman. En þar sem skiptingin var með þessu sniði og móðir hans var vinnukona þá fór hann í C-bekk. Þetta var fyrsta óréttlætið sem ég skynjaði í heiminum og það fékk mjög mikið á mig. Ég hef alla tíð verið á móti ofríki og það var því mjög auðséð strax að ég yrði vinstri maður. Ætli þetta hafi ekki einnig haft áhrif á börnin nn'n, þau hafa allavega svipaðar stjórnmála- skoðanir og ég.“ hbg

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.