Dagur - Tíminn Akureyri - 23.08.1997, Blaðsíða 3
JDaginr-‘®mtmn
Laugardagur 23. ágúst 1997 -15
LIFIÐ I LANDINU
Emmanuelle Béart, ein frægasta leikkona Frakka, þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar áður en hún samþykkti að leika Öldu
íversen.
• •
Béart leikur Oldu
inn að hreinræktuðum skíthæl. Ný
persóna kemur við sögu og er allt
framferði hennar í myndinni til fyr-
irmyndar, enda er hún hundur og
gegnir nafninu Oddur.
Um tíma stóð til að
taka myndina hér á
landi en frá því var
horfið og fara upptök-
ur fram í París og
Quessant, sem er af-
skekkt eyja úti fyrir
ströndum Bretagne-
héraðs í Norður
Frakklandi. Steinunni
hefur verið boðið að
koma í Frakklands og
fylgjast með kvik-
myndatökum. „Ég er
sannfærð um að þetta
verður góð mynd, það
sem ég hef séð til Ang-
elo er á þann veg að
annað er ekki mögu-
legt,“ segir Steinunn.
Kvikmyndin verður
þriðja myndin sem
Angelo leikstýrir en
hann kom hingað til
lands fyrir ekki alls
löngu og ferðaðist um
landið ásamt Stein-
unni og Torfa Tuliníus.
Þegar Steinunn spurði
Angelo hvernig Em-
anuelle Béart hefði brugðist við til-
boði hans um að taka að sér aðal-
hlutverkið í myndinni var svarið:
„Emanuelle? Hún sagði já eins og
skot.“ KB
að besta sem maður óskar
bókunum sínum er að fólki
líki þær, en það fer fram úr
öllum vonum manns þegar lista-
menn á heimsmæli-
kvarða rjúka til við
að kvikmynda þær,“
segir Steinunn Sig-
urðardóttir rithöf-
undur, en í Frakk-
landi er nú verið að
undirbúa tökur á
kvikmynd sem
byggð er á skáld-
sögu hennar, Tíma-
þjófnum. Ein fræg-
asta kvikmynda-
stjarna Frakka,
Emmanuelle Béart
,leikur aðalpersón-
una Öldu.
Leikstjóri mynd-
arinnar er Yves
Angelo og er hann
jafnframt handrits-
höfundur ásamt
Nancy Huston, kan-
adískum rithöfundi
sem skrifar á
frönsku og nýtur
vaxandi vinsælda í
Frakklandi. Af af-
rekum Angelo er
það að segja að
hann var aðaltöku-
maður hinnar gullfallegu kvik-
myndar Allir heimsins morgnar og
hefur kvikmyndað eina af sögum
Balzacs, Le colonel Chabert, með
Gérard Depardieu í aðalhlutverki.
Steinunn hrósar þeirri mynd mjög
og segist aldrei hafa séð Depardieu
leika betur en þar.
Steinunn segist afar sátt við
handrit þeirra Angelo og Huston,
þótt það fylgi ekki sögu hennar í
öllum atriðum og áherslur séu
nokkuð breyttar. Systurnar eru í
forgrunni og samband þeirra við
ættarhúsið og foreldrana. Nokkuð
er dregið úr vægi ástarsögunnar,
elskhuginn hefur tekið stökkbreyt-
ingum, er að sögn Steinunnar orð-
Steinunn Sigurðardóttir höfundur Tímaþjófsins.
Helgarpotturinn
Loki listaköttur.
Það er kunnara en frá þarf að segja að
skyndileg vegsemd í henni tilveru stíg-
ur mörgum til höfuðs. Skyndileg frægð
listamanna verður stundum til þess að
þeim fer að þykja lítið til kollega sinna
koma. Þannig er það víst með listaköttinn
Loka, sem fréttist af á ágætri sýningu
Hrefnu Harðardóttur í gallerí Svart-
fugli í Listagilinu á Akureyri. Loki
gekk í salinn þegar liðið var á opn-
un sýningarinnnar; leit yfir salinn
sem snöggvast; gekk snöggan
hring og gekk því næst snúðugt á
dyr. Viðstaddir veltur því fyrir sér
hvort afstaða kattarins til listastarf-
semi í gilinu verði ekki brátt til þess
að hann taki við af Braga Ásgeirs-
syni á Morgunblaðinu í skrifum um
myndlist á Akureyri.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Jakob Frímann
Magnússon.
Meira af Loka. Hann mun sármóðgaður
yfir því að hafa ekki verið boðið að
sýna á sumarsýningu í Myndlistaskólanum
á Akureyri. Hafði hann mjálm á því að ein-
kennilegt væri í tilkynningu frá listamönn-
um að sagt væri: „að bessu sinni
svna.....“. beoar alltaf væru sömu lista-
menn sem svndu á sumarsvninau Mvnd-
listaskólans.
Auknar líkur eru nú taldar á sameigin-
legu framboði jafnaðarmanna við
næstu kosningar en skoðanakannanir hafa
gefið slíku framboði allt upp í 45 prósent
fylgi. í tengslum við þetta velta menn nú
vöngum yfir hver eigi að leiða framboðið á
landsvísu, og æ fleiri hafa staðnæmst við
nafn Jóns Baldvins Hannibalssonar. Um
hríð hafa menn þó talið að Jón
Baldvin sé á leið úr stjórnmálum
og ætti að verða sendiherra í
Washington. Innan Alþýðuflokks-
ins gerðu menn því ráð fyrir að
Ásta B. Þorsteinsdóttir, varafor-
maður, yrði að fullgildum þing-
manni þegar þingið kemur saman í
haust. Nú mun hinsvegar verða
dráttur á því að Jón Baldvin fari,
og er orsökin sögð vera sú að við-
gerðir á sendiherrabústaðnum í
Washington eru ekki enn hafnar,
en bústaðurinn var í mjög slæmu ásig-
komulagi. Ekki verður hægt að flytja inn í
hann fyrr en í fyrsta lagi um áramót, og því
Ijóst að Jón Baldvin fer ekki um sinn. Síð-
ustu vikur hefur þeim fjölgað sem vilja
halda Jóni heima til að leiða nýjan lista
jafnaðarmanna, og miðað við hversu óút-
reiknanlegur stjórnmálamaður hann hefur
jafnan verið telja menn ekki útilokað að
hann kunni að söðla um og ákveða að fara
hvergi.
Síðustu viku hefur Jakob Frímann
Magnússon verið á landinu, en hann
starfar í Bretlandi um þessar mundir.
Jakob tók virkan þátt í kosningabaráttu
Verkamannaflokksins og þekkir út í æsar
skipulagið sem færði Tony Blair og flokkn-
um mikinn sigur í vor. Þessa þekk-
ingu hefur Jakob verið að kynna
hér á landi, og í vikunni var hann
önnum kafinn við fundarhöld, þar
sem hann útskýrði leyndardóma
Verkamannaflokksins. Hann hélt til
dæmis fund með þingflokki jafnað-
armanna í vikunni og hefur einnig
átt fundi með trúnaðarmönnum
Reykjavíkurlistans. Góður rómur
var gerður að upplýsingum
Jakobs, og ýmsir telja að hann
gæti átt greiða leið í stjórnmál á íslandi ef
hann kærði sig um. Þess má geta að það
er ekki langt síðan Jakob festi kaup á húsi
í Reykjaneskjördæmi.