Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Page 17
16 ©TOYOTA SALURINN SÍMI44144 Toyota Corolla hardtop árg. ’77, ekinn 70.000, grár-sans. Verd 60.000.- Toyota Carina DL árg. ’79, ekinn: 23.000 blár. Verð: 90.000.- Toyota Cressida station sjálfsk. ’78, ekinn: 28.()00 grænn-sans. Verð: 96.000.- (Útvarp/segulband, Cover á sætum). Toyota Cressida station sjálfsk. ’78, ekinn: 77.000, bUr. Verð: 90.000.- Toyota Corolla ke-30 ’78, ekinn: 40.000 brúnn-sans. Verð: 68.000,- Toyota Cressida 4-dyra beinsk. árg. ’78, ekinn: 57.000 blár-sans. Verð: 88.000.- Toyota Carina DL 4-dyra árg. ’80, , ekinn: 27.000 vinrauður. Verð: 96.000.- Ennfremur til sölu: Toyota HI-LUX 4X4 styttri gerö árg. ’81. Ekinn: 5.000 blár m/röndum. Verð: 110.000.- Toyota Carina DL árg.’76. Ekinn: 70.000 grænn. Verð: 50.000.- , Toyota Starlet árg. ’79, ekinn 45.000, gulur. Verð 68.000. 8T0Y0TA SALURINN Nýbýlavegi 8 (bakhús) Opið laugardaga kl. 13—17 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. 25 íþróttir íþrótt íþrótt íþrótt íþróttir Iþróttir íþrótt íþróttir Skíðamenn á faraldsfæti: ÁmiÞór farinn til Östersund —og 20 skíðamenn á föram til Noregs Skíðafólk okkar er farið að hugsa sér til hreifings enda stutt i að vertiðin hjá því byrji. Fyrsta bikarmótið í alpa- greinum er í lok janúar á Húsavík. Þau verða síðan á hálfsmánaðar fresti fram að páskum en þá hefst íslandsmótið. Það fer fram í Reykjavík en unglinga- meistaramótið verður 6.—7. febrúar á Akureyri. Árni Þór Árnason, besti skiðamaður okkar í alpagreinum.er farinn til Öster- sund í Svíþjóð en þar ætlar liann að æfa og keppa næstu vikurnar. Þar er landsliðsþjálfari íslendinga sl. tvö ár, Guðmund Söderin, þjálfari hjá þekktu skíðafélagi og verður Árni undir hand- leiðslu hans þar. Um 20 manna hópur úr röðum besta keppnisfólks okkar fer á næstunni til Geilo í Noregi og verður þar við æfíng- ar í tíu daga. Nýi landsliðsþjálfarinn i alpagreinum, Karl Frimannsson, verður þar með hópnum. Stundaðar verða skíðaæfingar fjórar klukku- stundir á dag auk þrekæfinga og á kvöldin verða fræðslufundir sem Karl og skíðakennarar í Geilo stjórna. -klp- Pelosi fékk þungan dóm John Pelosi, útherji hjá skoska lið- inu St. Johnstone, fékk þungan dóm í gærkvöldi — hann má ekki leika meira með félagi sinu á þessu keppn- istímabili. Pelosi var rekinn af leik- velli fyrir stuttu, í annað sinn á keppnistímabilinu. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp yfir skoskum knattspyrnumanni í 10 ár. -SOS. Árni Þór Árnason er farinn til Noregs þar sem hann ætlar að æfa næstu vikurnar og um jólin keppir hann á 6 mótum i Austurriki. Mynd-EJ. Erum komnir með framtíðarkjarna — segir Hilmar Björnsson, þjálfari landsliðsins í handknattleik — Ég tel að við séum komnir með framtiðarkjarnann í landsliðið og það verða ekki gerðar miklar breytingar á landsliðshópnum á næstunni. Það er þó enginn leikmaður útilokaður frá landsliðinu — þeir sem ætla sér að berja á dyrnar verða að vera betri en þeir sem eru nú i landsliðinu til að komast í landsliðið, sagði Hilmar Charles fótbrotnaði Jeremy Charles — velski lands- liðsmaðurinn hjá Svvansea, mun ekki leika meira með liðinu á kcppnistímabilinu. Charles varð fyrir því óhappi að fótbrotna í leik gegn Svvansea á þriðjudags- kvöldið — þegar hann lenti í sam- stuði við félaga sinn, Leighton James. -SOS. Björnsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, í stuttu spjalli við DB og Visi í gærkvöldi. Landsliðið leikur þrjá landsleiki gegn Norðmönnum um helgina. Lands- liðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, leikur fyrsta leikinn á Selfossi á morgun kl. 14. Landslið það sem leikur gegn Norð- mönnum á sunnudaginn í Laugardals- höllinni verður skipað þeim landsliðs- mönnum sem tóku þátt í keppnis- ferðinni til Tékkóslóvakíu á dögunum. Hilmar sagði að ferðin til Tékkóslóvakíu hefði komið sér vel fyrir leikmenn landsliðsins. — Sóknarleikur okkar var oft góður en þó vantaði meiri yfirvegun í hann — yfirvegun sem kemur með samæfingu. Eins og málin standa nú, er vtunarleikur okkar mesta vandamálið, sagði Hilmar. — Ef strákarnir ná sér á strik gegn Norðmönnum má reikna með fjörugum og skemmtilegum leikjum. Við vitum að Norðmenn eru á uppleið aftur eftir öldudal sem þeir hafa verið i, þannig að þeir eru verðugir and- stæðingar, sagði Hilmar. -SOS. O Ingólfur beztur á Skaganum Haukur G. kominn f landsliðshópinn — í handknattleik sem mætir Norðmönnum Sundkappinn Ingólfur Giss- urarson var kjörinn íþrótta- maður ársins 1981 á Akranesi. Úrslitin voru kunngerð nú í vikunni og hlaut Ingólfur flest atkvæðin hjá stjórn íþrótta- bandalags Akraness sér um valið. í öðru sæti kom hin fjölhæfa íþróttakona Rannveig Sigurðardóttir, Sigurður Lárusson knattspyrnumaður varð þriðji, Sigurður Jónsson drengja- landsliðsmaður í knattspyrnu fjórði og sundkappinn Ingi Þór Jónsson sem hlaut titilinn í fyrra varð nú að gera sér fimmta sætið að góðu!! ingólfur fékk hinn nýja Friðþjófs- bikar til varðveislu í eitt ár. Bikar þessi er gefinn af systkinum Friðþjófs Daníelssonar sem lést af slysförum á fimleikaæfingu árið 1948. -klp- Haukur Geirmundsson Badminton á Akureyri Akureyringum gefst kostur á því um helgina að sjá flest besta badmintonfólk landsins í keppni. Þá verður haldið í Glerárskóla fyrsta meistaraflokksmótið í badminton á Akureyri og eru flestir þeir bestu skráðir þar til leiks. Mótið hefst á morgun kl. 11 og heldur áfram á sama tíma á sunnudag. Haukur Geirmundsson, hornamaður úr KR, er nýliði í landsliðshópi Hilmars Björnssonar, sem ieikur gegn Norðmönnum. Haukur kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Bjarna Guðmundsson sem leikur með Nettelstedt í V-Þýzkalandi. Bjarni og Theódór Guðfinnsson úr Val eru þeir einu úr landsliðinu sem lék i Tékkóslóvakíu sem verða ekki með gegn Norðmönnum. Eftirtaldir leikmenn eru í landsliðs- hópnum, sem leikur á sunnudaginn: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Víkingi Einar Þorvarðarson, HK. Aðrir leikmenn: Steindór Gunnarsson, Val Ólafur Jónsson, Víkingi Páll Ólafsson, Þrótti Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi, Sigurður Sveinsson, Þrótti Þorbjörn Jensson, Val Sigurður Gunnarss., Víkingi Kristján Arason, FH Haukur Geirmundss., KR Guðmundur Guðmundss., Vikingi Ottar Matthiesen, FH Alfreð Gíslason, KR Ólafur Jónsson er fyrirliði lands- liðsins. -sos. Fatlaðir með mót Fyrri hluti Reykjavíkurmóts íþrótta- félags fatlaðra verður um helgina. Er það sundmótið, sem fram fer i sund- laug Sjálfsbjargar, sem keppni í bog- fimi, sem verður í Laugardalshöllinni. Síðari hluti mótsins verður um aðra helgi og þá keppt í boccia, borðtennis, lyftingum og bogfimi. Sigurður náði fjórða bezta árangri í heimi — þegar hann vippaði sér yfir 1,77 m í hástökki, án atrennu, á Egilsstöðum Helgi Danielsson afhendir Ingólfi Gissurarsyni nýja bikarinn sem sæmdar- heitið iþróttamaður Akraness fylgir. Mynd Friðþjófur. Sigurður Matthíasson, 20 ára nemandi í Menntaskólanum á Egilsstöðum, setti i gærkvöldi ís- landsmet í hástökki án atrennu er hann vippaði sér yfir 1,77 m á innanfélagsmóti Hattar. Árangur Sigurðar mun vera sá fjórði bezti í heiminum í þessari íþróttagrein. Heimsmetið á Sviinn Almen, 1,90 m, en næsti maður á bezt 1,80. Að visu er þetta ekki útbreidd keppnis- grein í heiminum en það rýrir ails ekki hinn góða árangur Sigurðar. Hann bætti íslandsmetið um senti- metra. Óskar Jakobsson var hand- hafi þess áður. Á sama móti stökk Unnar Vilhjálmsson 1,97 i hástökki ,með atrennu. -VS. Njarðvíkingar af tur f gang — eftir stórtapið gegnfram um helgina fóru þeir létt með Stúdenta ígærkvöld Guðmundur Steinsson. „Við erum svona rétt að jafna okkur eftir tapið fyrir Fram í síðasta leik svo það var ekki alveg að marka þetta hjá okkur núna á móti Stúdentunum,” sagði Hilmar Hafsteinsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir auðveldan sigur hans manna gegn IS í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. „Við höldum meistaratitlinum, það er alveg öruggt mál. Við vorum óheppnir í leiknum við Fram og þar að auki var Danny Shouse með flensu og það munar um minna,” bætti Hilmar við. Danny lét lítið að sér kveða í leiknum í gærkvöldi Hann tók þó „rokur” við og við eins og t.d. um miðjan síðari hálfleikinn þegar staðan var jöfn 22:22. Þá skoraði hann hverja körfuna á fætur annarri og sá þar með um að Njarðvíkingar næðu 12 stiga forskoti fyrir hálfleik — 57:45. í síðari hálfleiknum héldu hinir í Njarðvfkurliðinu áfram að breikka bilið og um miðjan hálfleikinn voru þeir komnir 20 stigum fram úr. Þar með var allt púður úr Stúdentunum en þeim tókst þó að verjast þvi að fá á sig „þriggja stafa tölu” í lokin. Njarðvík- inga vantaði 3 stig til að ná þvi — loka- tölurnar urðu 97:82. Hjá ÍS skoraði Dennis McGuire mest Guðmundur fetar í fótspor Teits — og geríst leikmaður með Öster í Svíþjóð Guömundur Steinsson, sóknarleikmaður í knattspyrnu úr Fram, hefur ákveöið aö ger- ast leikmaður meö Öster i Sví- þjóö — ,,Allsvenska”-liöinu, sem Teilur Þórðarsson lék meö viö góöan oröstír. Guömundur kom til landsins i gær, eftir aö hafa æft með félaginu um tíma. — Forráðamenn félagsins vildu að ég gengi til liðs við Öster og mun ég fara aftur til Svíþjóðar eftir áramót, sagði Guðmundur Steinsson í viðtali við DB og Vísi í gærkvöldi. — Ég kunni mjög vel við mig hjáfélaginu —og var mér tekið vel, sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að hann hafi verið mikið spurður um Teit, sem væri dýrlingur í Vexjöe. — Það verður erfitt að fylla það skarð sem Teitur skildi eftir sig, sagði Guðmund- ur. -sos. — eða 25 stig. Hann var orðinn þungur í skapi í lokin og skoraði þá nokkur stig á frekjunni einni saman. Bjarni Gunnar gerði 16 stig fyrir ÍS, Gisli Gíslason og Árni Guðmundsson 10. Danny Shouse skoraði 29 stig fyrir Njarðvík — þar af 19 í fyrri hálfleik. Valur Ingimundar var með 20 stig, Júlíus Valgeirsson 15 og Árni Lárus- son, sem var einn besti maður liðsins í leiknum, sáum 13 stig i þetta sinn. -klp- Danny Shouse. Higgins og Shous — með Þór á Akureyri íslandsmeistararnir í körfuknatt- leik karla úr Njarðvík ætla sér að heimsækja höfuðborg Norður- lands, Akureyri, um helgina. Þeir leika þar tvo leiki, báða gegn 2. deildarliði Þórs, sem Gylfi Kristj- ánsson blaðamaður stjómar með harðri hendi. Hann og strákarnir í Þór fá til liðs við sig Bandaríkjamanninn Tim Higgins frá Keflavík i fyrri leikinn sem verður á föstudagskvöldið og á laugardaginn munu þeir Higgins og Danny Shouse leika með Þór gegn Njarðvíkingunum. -klp- DENNIS McGUIRE . . . var stiga- hæstur Stúdenta. STAÐAN Staðan i úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik eftir leikinn í gærkvöldi: ÍS—NJARÐVÍK 82:97 Njarðvík 8 7 1 648:594 14 Fram 7 6 I 597:533 12 Valur 7 4 3 553:534 8 KR 6 2 4 430:459 4 ÍR 7 2 5 513:553 4 ÍS 7 0 7 524:592 0 STIGAHÆSTU MENN: Danny Shouse, Njarðv. 241 Val Brazy, Fram 199 Bob Stanley, ÍR 191 Dennis McGuire, ÍS 189 Næstu leikir: Fram-ÍR í Hagaskóla á sunnudag kl. 14. Njarðvik-KR föstudaginn 4. des. HSIfær boðfrá V-Þýzkalandi HSÍ fékk skeyli frá V-Þýska- landi í gær, þar sem V-Þjóðverjar huöu íslcnska landsliöinu í hand- knattleik til V-Þýzkalands í desember til að leika tvo landsleiki 11. og 13. desember. — Við erum ekki búnir aö taka ákvöröun um hvort viö þiggjum þetta boö, sagöi Júlíus Hafstein, formaöur HSÍ. -sos. Guð- mundur beztur hjá Fram Guðmundur Baldursson, lands- liðsmarkvörðurinn snjalli í knatl- spyrnu, var útnefndur knattspyrnu- maður ársins 1981 hjá Fram — á uppskeruhátíð félagsins. BjörnogKarlfá nógaðgera Milliríkjadómararnir kunnu i handknattleik — þeir Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson, fá nóg að gera um hclginn — þeir dæma alla þrjá landsleikina gegn Norðmönnum í handknattleik. -SOS. Nýrsund- formaður Guðfinnur Ólafsson var kjörinn formaður Sundsambands íslands á ársþingi þess sem haldiö var um helgina. Tekur hann við af Erlingi Þ. Jóhannssyni, sem gaf ekki kost á sér aftur. Þá var Unnar Stefánsson kjörinn varaformaður SSÍ á þessu þingi. Fara ekki suður fyrir landamærin Norður-Kóreumcnn hafa til- kynnt að þeir muni hvorki mæta til leiks á Asíu-leikunum 1986 né ólympiuleikunum 1988. Segjast þeir gera það af öryggis- ástæðum, en báðir þessir stórleikir eiga að fara fram í Seoul i Suður- Kóreu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.