Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Side 29
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. 37 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Connie Francis afturfarin að syngja Munið þið eftir Connie Francis? Hún var mjög fræg og vinsæl söngkona á árunum kringum 1970. Svo heyrðist ekki í henni lengi. Nú er hún aftur að byrja að halda tónleika. Hún valdi daginn fyrir þá fyrstu nákvæmlega sjö árum eftir að henni var á sínum tíma nauðgað eftir glæsilega tónleika. Það leiddi til þess að hún steinhætti að koma fram. Þá þögn ætlar hún nú að rjúfa. Manson of hættu- legur til að ganga laus Fjöldamorðinginn Charles Manson segir að hann sé orðinn snargalinn eftir 8 ára dvöl á „vitlausraspítala” og er fangelsisyfirvöldum hjartanlega sam- mála um það að hann sé of hættulegur til að ganga laus. Manson fékk lifstíðardóm fyrir 12 árum, en hann var leiðtogi hippahóps- ins sem myrti kvikmyndastjörnuna Sharon Tate árið 1969 ásamt 8 öðrum. Þriggja manna nefnd er fjallaði um náðunarbeiðni fýrir Manson komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri óhætt að náða hann. Taldi hún grimmdarverk hans svo viðbjóðsleg að þar gæti ekki verið um heilbrigðan mann að ræða. Manson er enn síðhærður og síð- skeggjaður og með hakakrossinn ristan á enni sér. Er hann kom fyrir nefndina stytti hann sér stundir með leik að hvitum glerkúlum og hálsbandi. Hann gat ekki setið kyrr nema stutta stund í einu og var sífellt að grípa fram i fyrir nefndarmönnum skrækri röddu. — Ég hef verið í einangrun í 10 ár og á vitlausraspítala í 8 ár, sagði hann. — Ég hef engan heila lengur. Hann er farinn. Ég skil ekki helminginn af því sem þið eruð að segja. Manson er nú orðinn 46 ára gamall, en á blómaskeiði hans var hann dýrk- aður sem guð af áhangendum sinum. Fjórir af þeim voru dæmdir til fangels- isvistar um leið og hann. Manson dvelur nú á lokaðri deild á hæli i nágrenni við San Fransisco. Charles Manson, 46 ára garnafí og enn Hfshœttutogur. Fegursta hús íheimi Tatum O’Neal varð nýlega 18 áraog þar með myndug en Tatum er þrátt fyrir ungan aldur stórauðug stúlka. Hún hefur sjálf aflað sér þessara peninga með kvikmyndaleik en hún var ekki nema 8 ára gömul er hún lék í fyrstu myndinni ásamt föður sínum, Ryan O’Neal. Og hún hefur þegar ákveðið hvað hún ætlar að gera við peningana: — Fyrst af öllu ætla ég að byggja mér fallegasta hús í heimi, segir hún. — Ég hef hingað til búið heima hjá föður mínum en þar á ég ekkert einkalif. — Þar næst ætla ég að finna mér kærasta. En það verður að vera alveg sérstakur maður og afar trúfastur. Ég veit að það er ekki auðvelt að finna slíkan mann en mér liggur ekkert á. Hanná a.m.k. ekki að líkjast pabba. Tatum O’Neal: Eiginmaðurinn má ekki líkjast pabba. Jólatilboð sem hlustandi er á SL—B202 Einn af hinum frægu TF.CHNICS spilurum. Hálfsjálf- virkur meö hraöafínstilli og stjórnboröi fyrir utan lokið. ST-ZllL Étvarps, 3 bylgjur, FM stereo, MW, LW með útsendingarnæmnisljósum. RS-M205 Kassettutæki. Framhlaðið með snertitökkum, fyrir allar tegundir af spólum og með DOLBY. Svið 20— 17.000. SU-211 Stereomagnari 2X25 sinusvött viö 8 ohm á sviðinu 20—20.000 (iægsta vatta tala). Toppmagnari meö öllum tengimöguleikum og flúorsent Ijósum. SB-3030 Hátalarar 50 sínusvött (75 músik), 3 hátalarar, hátíðni, miðtóna og bassi. SH-553 Viðarskápur á hjólum og með glerhurð. Verð aðeins kr. 11.674 staðgr. GREIÐSLUKJÖR JAPIS BRAUT ARHOLTI2. — SlMI 27133 SÉRHÆFÐ HLJÓMTÆKJAVERSLUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.