Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 2
2 fijálst, úháð daghlað Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðkjn hf. Stjómarformaöur og útgófustjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Framkvœmdastjóri og útgéfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Eiiert B. Schram. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. Augtýsingastjórar: Póll Stefánsson og Ingótfur P. Steinsson. Ritstjóm: Sfflumúla 12-14. Auglýsingar: Siflumúla 8. Afgreiösia, áskrfftir, sméauglýsingar, skrífstofa: I Pverholti 11. Sfmi ritstjómar 86611- og 27022. Setning, umbrot, mynda- og piötugerfl: Hiimir hf., Sfflumúla 12. Prantun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli 100 kr. Verfl í iausasölu 7 kr. Holgarblað 10 kr. Úrslit prófkjörs Tæplega sex þúsund manns tóku þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ekki getur það talist stór hópur eftir allt bramþoltið og hávaðann sem fylgdi þessum kosningum. Frambjóðendur hafa eytt tugþúsundum króna í símhringingar, auglýsingar og útgáfu bæklinga og allur hefur aðdragandinn verið líkastur því, að hálf þjóðin tæki þátt í kosningum, sem varðaði örlög hennar og framtíð. Uppskeran er harla rýr, og aðeins um 65% þeirra, sem á. kjörskrá eru, hafa greitt atkvæði. Áhugi kjósenda hefur ekki verið í takt við írafár fram- bjóðenda. Sex þúsund manna þátttaka hlýtur að valda vonbrigðum fyrir flokk, sem þarf að fá 25 þúsund at- kvæði, til að hljóta meirihluta í borgarstjórn í sjálfum sveitarstjórnarkosningunum. Sjálfstæðismenn geta sjálfum sér um kennt. Þeir þrengdu reglurnar, sem um prófkjörið gilda, og buðu þeirri hættu heim að fæla frá og fjarlægja starfi sínu þann fjölda kjósenda, sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu viljað hafa áhrif á skipan framboðslista. Raunar er ljóst, að prófkjör með þessum reglum og þessu sniði er komið í ógöngur. í fyrsta lagi dregur það úr þátttöku vænlegra frambjóðenda. F-rambjóðendurnir í prófkosningunum nú voru hið prýðilegasta fólk,en breiddin var lítil og úr hópi, sem aðallega kemur úr innsta hring starfandi sjálfstæðis- manna. í öðru lagi eru auglýsingar og atgangur fram- bjóðendanna kominn út í hreinar öfgar. Þar eltir hver annan með dýrum herkostnaði og heilsíðuauglýsingar virka hlægilegar þegar þær eru skoðaðar í hlutfalli við kosningaþátttöku. í þriðja lagi er vafasamt að úrslit í svo fámennu prófkjöri gefi nægilega rétta mynd af raunverulegum vilja kjósenda. Þetta síðastnefnda kemur frambjóðendum jafn illa og flokknum sjálfum. Á þremur efstu mönnum er sáralítill munur. Milli fyrsta og annars manns er tuttugu atkvæða munur, á milli fyrsta og þriðja manns aðeins rétt rúmlega hundrað atkvæða munur. Sá, sem verður efstur í svo tvísýnni kosningu með ekki meiri mun, fær ekki nægilega ótvírætt umboð til forystu, sem eðlilegt væri og heppilegast fyrir hann sjálfan. Davíð Oddsson hreppti fyrsta sætið eins og hann og stuðningsmenn hans kepptu að. Davíð er enn ungur maður og hefur sjálfsagt goldið fyrir að hafa ekki get-> að notið sín sem forystumaður nema í stuttan tíma. Hinsvegar er hann ákafast studdur af þeim, sem best þekkja til hans og með honum hafa starfað, og eru það mikil meðmæli. Markús Örn Antonsson skýst upp í annað sæti, nokkuð á óvart, ef haft er í huga, að slagurinn stóð fyrst og fremst milli Davíðs og Alberts um fyrsta sætið. En Markús er vel látinn maður og farsæll og úrslitin eru viðurkenning fyrir vel unnin störf og hógværð í framkomu. í þriðja sæti kemur Albert Guðmundsson og má hann muna sinn fífil fegurri. Albert hefur löngum verið umdeildur stjórnmálamaður og alkunna er að fylgi sitt hefur hann sótt í ríkum mæli til óflokks- bundins fólks. Miðað við reglur prófkjörsins, svo og þá augljósu staðreynd, að prófkjörinu er stillt upp sem einvígi milli hans og Davíðs Oddssonar, þá er hundrað atkvæða munur ekki slæm útkoma. Tvær konur, Ingibjörg Rafnar og Hulda Valtýs- dóttir eru í tíu efstu sætunum. Það á síðan eftir að koma í ljós, hvort sá hlutur er nægilega stór á tímum kvennaframboða og í samanburði við aðra flokka. -ebs DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. annað hvort gefast upp á starfinu eða verða guðs lifandi fegnir er bjallan hringir út úr siðasta tíma hvers dags. Launakjör mega ekki koma í veg fyrir að góður árangur náist af skóla- starfi. Aðstöðuleysi í nýjum skólum Að nýjum skólum ráðast oft margir ungir kennarar sem gjarna vilja vinna saman í stað þess að pukrast einir með tilviljunarkenndan undirbúning. Hins vegar er byrjað að kenna i skólunum áður en þeir eru fullbyggðir, þeir eru í hverfum sem SUBARÍJj 1982 Ferðabíllinn f jölhæfi .•..... . Þú getur va/ið um: • SUBARU fólksbil— Hatchback—5gira — framhjóladrifinn. • SUBARU fólksbil— Hatchback — 4gira — f jórhjóladrifinn. • SUBARU fólksbfl — Sedan, sjálfskiptan — framhjóladrifinn. • SUBARU fólksbil— Sedan— beinskiptan — framhjóladrifinn. • SUBARU fólksbíl — Sedan — beinskiptan — fjórhjóiadrifinn. • SUBARU station — sjálfskiptan — powerstýri — framhjóladrifinn. • SUBARU station—f jórhjóladrifinn — háttog lágtdrif. og ýmsar aörar gerðir af SUBARU. Góðir greiðsluski/má/ar Hafið strax samband og tryggið ykkur góðan bíl Ingvar Helgason Vonarlandi v/Sogaveg - Sími (9D-33560 Umboð á Akureyri: Sigurður Valdimarsson Öseyri 8 - Sími (96) 22520 í grein í DB 12. nóv. sl. skrifaði ég um hvernig vinnutíma kennara á að vera dreift á árið og komst að þeirri niðurstöðu að því bæri að breyta þannig að sumarfrí yrði stytt um helming og að öll vinna kennarans væri færð inn fyrir veggi skólans á 8 klukkustunda samfelldan vinnudag. Ég vil í þessari grein nefna tvennt sem gerir erfitt fyrir um slíkar breytingar: Slæm aöstaða í alltof mörgum skólum og aukavinna kennara. Auk þess dæmi um hvað betur þyrfti að gera. Aukavinna kennara Allmargir kennarar hafa sagt mér að þeir myndu fá sér annað starf ef t.d. sumarfrí þeirra yrði skert. Þeir segja að þeir lifi ekki af laununum án þess að vinna auka- vinnu annaðhvort á sumrin eða eftir kennslu á veturna. Ég hefi ekki aðstöðu til að dæma þetta og sé enga ástæðu til að rengja það. Þetta hefur hins vegar haft þau áhrif að kennarinn staðnar. Aukavinnan krefst orku og jafnvel tima frá kennarastarfínu. Á þessu þarf auðvitað að ráða bót því að kennarar þurfa tíma til að tileinka sér nýjungar, t.d. nýjar kennslubækur. Reynsla, áunnin í starfinu, nýtist ekki og ungir áhugasamir kennarar, sem í upphafi vilja ólmir breyta til,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.