Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. 13 Húsavík: Huga að nýju skíðasvæði Húsvikingar eru sem kunnugt er miklir skíðaiðkendur og margir þeirra þurfa ekki langt að sækja í skíðalandið og lyfturnar, sem eru rétt ofan við bæ- inn. En snjór helst þar of skamman tíma að sumra mati og nú hefur bæjar- stjórn samþykkt að láta athuga um nýtt skíðasvæði í nágrenninu, meðal annars í Krubbsfjalli eða Gyðuhnjúk. Það voru konurnar þrjár í bæjar- stjórn Húsavíkur, sem fluttu tillögu um þessa könnun, þær Jónína Hallgríms- dóttir, Katrín Eymundsdóttir og Jóhanna Aðalsteinsdóttir. Var bæjar- stjóra og íþróttanefnd falið að standa fyrir athuguninni. Þessa dagana eru Húsvíkingar svo að taka í notkun snjótroðara í núverandi skíðalandi, en troðarann keyptu þeir frá Þýskalandi. -herb. Ræða Styrmis áviðskiptaþingi í gær birtist hér í biaðinu ræða sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri flutti á viðskiptaþingi, sem Verslunarráð íslands efndi til i síðasta mánuði. Þess er hinsvegar ekki getið í kynningu á greininni og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Ræða Slyrmis var send ritstjórn Vísis fyrir nokkrum dögum með ósk um birtingu. Hinsvegar hefur Styrmir Gunnarsson ritstjóri upplýst ritstj. Dagblaðsins og Vísis, að ræðan sé birt í algjöru heimildarleysi hans. Ritstj. VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? cR Sommer í hólf og gólf • Gólfteppi • Gólfdúkur • Veggstrigi • Veggdúkur • Veggfóður • Stök gólfteppi og allar málningarvörur. Líttu við í Litaver því það hefur ávallt borgað sig Grensásvegi, Hreyfilshúsi, simi 82444'. Konur íhuga Hallarfund Aðstandendur kvennaframboðs fyrir borgarstjórnarkosningarnar i Reykja- vík hafa leitað fyrir sér um að taka Laugadalshöllina á leigu undir fund rétt fyrir kosningadaginn. ,,Við ætluðum að hafa vaðið fyrir neðan okkur og þetta var því kánnað”, sagði Áslaug Ragnars, blaðamaður, einn talsmanna kvennanna í samtali við DB&Vísi í morgun. ,,Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um þetta ennþá. Starfið er rétt að fara í gang hjá okkur og ekkert verður ákveðið fyrr en við sjáum fram á að geta fyllt svona stórt húsnæði”, -KS. Eins og sjá má á myndinni er bíllinn mjög mikið skemmdur og má greini- lega sjá hvernig Ijósastaurinn hefur leikið hann. Mynd S., Harður árekstur við Sætún, - þrír fluttir á slysadeild Mjög harður árekstur varð við Sætún 27 aðfaranótt siðastliðins sunnudags um kl. 12.30. Bíll sem kom á nokkurri ferð eftir götunni rann til vegna mikillar hálku og hafnaði á ljósastaur sem gekk inn í miðja bifreiðina. Þrír menn voru í bíln- um og voru þeir fluttir á slysadeild Borgarspítalans og er síðast til spurðist var líðan þeirra eftir atvikum. Bíllinn er mjög mikið skemmdur og er jafnvel talið að hann sé ónýtur. -SER. jiikvnnin9 TIL AUGLÝSENDA Vegna aukins álags á auglýsingadeild og í prentsmiðju, eru auglýsendur beðnir að panta auglýsingar og skiia handritum og filmum fyrr en áður var, a.m.k. fyrst um sinn: VEGNA MÁNUDAGS ski/ á föstudegi fyrír k/. 12.00 ski/ á föstudegi fyrír k/. 17.00 ski/ á mánudegi fyrír k/. 17.00 skil á þriðjudegi fyrir kl. 17.00. skil á miðvikudegi fyrir kl. 17.00. skil á fimmtudegi fyrir kl. 17.00 skil á mánudegi fyrir kl. 17.00 ATH. Aukalitir geta verið í öllum blöðum nema á mánudegi. VEGNA ÞRIÐJUDAGS VEGNA MIÐVIKUDAGS VEGNA FIMMTUDAGS VEGNA FÖSTUDAGS VEGNA HELGARBLAÐS I VEGNA HELGARBLAÐS II Q Fyrst um sinn verður einungis hægt að prenta fjórlitaauglýsingar í Helgarblaði II (skil í síðasta lagi mánudaga kl. 17.00). QjTekið er á móti öllum stærri auglýsingum í Síðumúla 8, og sím- inn þar er 27022. Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 9—17.30. SMÁ-auglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis er í Þverholti 11 og síminn er 27022. Opið: mánudaga — föstudaga kl. 9—22 Laugardaga kl. 9 — 14 Sunnudaga kl. 14 — 22 ^ SMÁ-auglýsingaþjónustan er opin mánudaga — föstudaga kl. 12—22. Laugardaga kl. 9 — 14. £ SMÁ-auglýsingamyndir eru teknar í Þverholti 11 kl. 11—15 mánudaga til föstudaga. Myndir eru alls ekki teknar um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.