Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. Stálfélagsmenn kanna brotajárnsbirgðir í landinu: Um 30 þús. tonn af bílhræjum falla til á næstu sex árum Stöðugt er unnið að stofnun Stálfé- lagsins. Hefur forsvarsmönnum þess borist tilboð um að leigja bílpressu frá Sviþjóð. Þá hefur verið gerð athugun á, hversu mikið fellur til af bílabrotajárni á næstu sex árum. Samkvæmt henni mun falla til á því timabili um 30.000 tonn af bílhræj- um. Þessa dagana er unnið af krafti að hlutafjársöfnun, að því er blaðið hefur fregnað. Hefur hún gengið Ekki bara launin sem hækka um mánaðamótin: Fasteignamat hækkar um 55% — og í kjötfarið hækka fasteignagjöld, þinglýsingar, eignaskattur og fleira Nýtt fasteignamat tekur gildi 1. desember og nemur hækkunin sem svarar 55%. I kjölfar þessarar hækk- unar hækka fasteignagjöld, þinglýs- ingagjöld, eignaskattur og fleira það sem beinlínis viðkemur fasteignamat- inu. Þá má búast við hækkunum á leiguverði íbúða og jafnvel fasteigna- verði. Þá er líklegt að brunabótamat hækki. Töluverðar hækkanir hafa verið á íbúðum undanfarna mánuði og þá kannski sérstaklega undanfarnar vikur. Fasteignamat ríkisins hefur reynt að fylgjast með þessum hækk- unum en fasteignamat er þó aldrei raunhæft verð íbúða. Sem dæmi um fasteignamat á ein- stökum íbúðum nefnir fasteignamat ríkisins 100 fermetra íbúð í blokk í Árbæjarhverfi sem metin er á 527 þúsund krónur. 150fermetra sérhæð við Rauðalæk er metin á 671 þúsund krónur og tveggja herbergja, 55 fm kjallaraíbúð við Skipasund metin á 235 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess að tveggja herbergja íbúðir á frjálsum markaði ganga á 450—500 þúsund krónur. Þá hefur einnig nýlega farið fram endurmat á lóðum í Kvosinni eftir kæru sem barst frá íbúum Grjóta- þorps í september sl. Var fundið út áberandi misræmi á fasteignamati á þeim lóðum svo og lóðum í Vestur- bænum. Hafa þær lóðir nú fengið annað hvort lækkun á fasteignamöt- um eða hækkun. í frétt sem fasteignamat ríkisins hefur sent frá sér vegna þessara hækkunar segir að mat íbúðar- húsnæðis, þar með taldar lóðir hækki almennt um 55%, en aðrar tegundir fasteigna um 45%. Vísitölu- hækkun á laun nemur hins vegar tæpum 10%. -ELA. Austfirðir: r þokkalega og er útlit fyrir að félagið verði stofnað upp úr áramótum. Hafa meðal annarra 10—12 hreppar og sveitafélög gerst hluthafar. Þá hafa Stálfélagsmenn kannað það bílabrotajárn sem til fellur, eins og áður sagði. Hafa þeir farið í gegnum innflutningsskýrslur um bif- reiðar. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið út frá þeim forsend- um, er álitið að um 30.000 tonn af bílabrotajárni verði fyrir hendi á næstu sex árum. Á núgildandi verð- lagi mun það vera að verðmæti 21 milljón króna í hr^efni. komið að bræðslupotti í verkimiðjunni, sam- kvæmt útreikningum forsvarsmanna Stálfélagjins. -JSS. Bústaöakirkja 10 ára ENGINN P0STUR B0RIST Dagmar Gunnlaugsdóttír, formaður Kvenfólags Bústaðasóknar, afhenti sóra Ólafi Skúlasyni dómprófasti var troófull þatta kvöld og þurftu margir fri að hvarfa. -KMU/D&V-mynd: S. Gífurleg snjóþyngsli hafa háð öllum samgöngum á Austfjörðum síðustu daga. Einna verst er ástandið á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Nes- kaupstað og hefur Oddsskarð verið lokað í um vikutíma. Að sögn heimamanna hefur póst- útburður mjög goldið þessa og höfðu dagblöð eða annar póstur ekki borist í fimm daga til þessara staða, uns varðskip var fengið til þess í gær. veggskjöld númer eitt af fimm hundruð, sem gerðir hafa verið i til- efni tiu éra afmæiis Bústaðakirkju, á há tiðasamkomu vegna afmœlisins sl. sunnudagsk völd. Bústaðakirkja Uppbygging miðbæjar- Sandkorn Sandkorn Sandkorn Eftt glwwnna umrnddu I Broadway. Glösin brotnuðu í tugavís í Broadway Skemmtistaðurinn Broa- dway í Mjóddinni sló í gegn á einu kvöldi. Strax fyrsta kvöldið sem opnað var munu hafa verið um 1000 gestir og þegar fjölmennast var á laug- ardag mun tala gestanna hafa farið vel á fjórtánda hundraðið. Er það mál manna að staðurinn sé einkar glæsilegur, mikið í hann lagt og umfram allt gaman að skemmta sér þar. Einn er þó galli á gjöf Njarðar en það eru barborðin, sem munu vera úr óþarflega hörðu efni — nefnilega marmara. Mörland- inn er óvanur slikum flott- heitum og skellir glösum sínum af sama krafti og áður á borðið. Enda var brothljóð það algengasta sem heyrðist á milli laga. Rekkjubann á Akureyri Varla hefur það fariö framhjá nokkrum að akur- eyrskar konur hyggja á sér- framboö. S Degi er sagt frá því að framboðið hafi orðið ónefndum húsverði i opinberri byggingu yrkisefni: Sé ég fyrir tíma ,,tristan’\ tækifæri úr greipum rann. Kjósirðu ekki kvennalistann, konur setja á rekkjubann. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram að tækju konurnar áðurnefnt bann upp er næsta víst að bæjarstjórnin á Akureyri yrði býsna einkynja — kvenkyns auðvitað. Sambandið hraust- lega „mjólkaó" Blaðamenn og útgefendur hafa löngum eldaö grátt silf- ur saman og deilur aðilanna hafa oft verið bæði hatrammar og illvígar. Hins vegar hefur alvaran sjaldan Jóhann H. Jónsson, framkvœmda- ■góH Tfmans. verið meiri en svo að ekki hafi mátt læða einum og einum brandara að. í samningaviðræðum f fyrra voru menn aö ræða um hinn nýja framkvæmdastjóra Tímans, Jóhann H. Jónsson, mjólkurfræðing. Datt þá upp úr einum viðstöddum að ekki sakaði að hafa faglærðan mann i mjólkun Sambands- ins. Deilt um efri litið þá hæð löngunaraugum, enda búið við mikil þrengsli um langan tíma. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hefja byggingu ráðhúss á Akranesi og munu bæjarskrifstofurnar fá inni í því húsi. Finnst mörgum það hart að bærinn skuli ekki vilja láta efri hæðina umdeildu eft- ir, þar sem ljóst þykir að starfsemin mun ekki verða þar nema til skamms tíma. Kriatteifur Jónaaon bankaatförf. hæð bókasafnsins Neitaói að skipta Nokkrar deilur munu nú vera komnar upp á Akranesi varðandi húsnæði bók- hlöðunnar þar í bæ. Bóka- safnið er um það bil að sprengja núverandi húsnæöi utan af sér og rennir hýru auga til efri hæðar hússins. Akranessbær hefur hins vegar ávísun eigin bankastjóra Það kom heldur á Kristleif Jónsson, bankastjóra Samvinnubankans, á dögunum. Hann fór með ávísun frá Sparisjóöi Reykja- víkur og nágrennis í aðalbanka síns eigin banka, og bað gjaldkera að skipta henni. Gjáldkerinn, ung stúlka, sem nýlega hafði hafið störf hjá Samvinnubankan- um, þekkti ekki bankastjór- ann. Hún bað stjóra þvi um skilríki og gaukaði því að honum að hann gæti nú bara labbað sér í Reykjavíkurspari- sjóðinn og skipt ávísuninni þar. Nálægir gjaldkerar reyndu að gefa þeim nýja bendingar, en ekki var annað að sjá en bankastjórinn skemmti sér vel. Gjaldkerinn var einmitt að gera það sem fyrir hann er lagt. Það breytti því þó ekki að hana setti dreyrrauða þeg- ar bendingar hinna gjaldker- anna komust loks til skila. Sædýrasafnið af stað á ný? Sædýrasafnið hefur ekki verið starfrækt allt þetta ár og er ástæðan fyrst og fremst fjárskortur. Nú mun jafnvel vera í bígerð að vekja safnið til lífs á ný og I áætlun sem lögð hefur verið fram er gert ráö fyrir að fjármagnsþörf safnsins á næsta ári verði um 800.000 kr. Þar er gert ráð fyrir að hlutur ríkisins verði fast að hclmingur. Ekki fækkará jötunni. ins á Akur- eyri að hefjast Akureyrarbær hefur sagt upp leigu- samningum að Hafnarstræti 103, en leigutakar eru verslunin Drífa, skó- verslun M. H. Lyngdal og hannyrða- verslunin Hrund. Verslunareigend- urnir fá góðan fyrirvara, því þeir þurfa ekki að vera búnir að rýma húsnæðið fyrr en 1. mars 1983. Þessar aðgerðir bæjarins eru vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Akureyrar, samkvæmt nýgerðu deili- skipulagi. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að umrætt hús við Hafnarstræti 103 hverfi, og einnig húsið við Hafnar- stræti 105, sem er enn hrörlegra orðið, en þar er rakarastofa til húsa. Síðan er ætlað að byggja verslunar og skrif- stofuhús á lóðinni Hafnarstræti 103 og hluta af lóðinni nr. 105. Við þetta opnast betur upp í „Skátagilið”, en þar er hugmyndin að útbúa útivistarsvæði, tengt miðbænum. í samræmi við það hafa verið hugmyndir um að í nýju byggingunni verði veitingarekstur. Lóðin Hafnarstræti 105 og það hrófatildur sem á henni stendur er í eigu O. C. Thorarensen, lyfsala. Sagði Helgi M. Bergs bæjarstjóri í samtali við Vísi, að leitað yrði eftir kaupum á lóð- inni með einhverju móti. Hann gat þess einnig aðspurður, að tækjust ekki samningar, þá hefði bærinn heimild til að gera eigendum skylt að fjarlægja húsið, ef það teldist ónothæft og spill- andi fyrir umhverfi sitt. Einnig væri hægt að taka lóðina eignarnámi. -GS/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.