Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 19
Kuwait Guðni áf ram með lands- liðið? Guðni Kjartansson, lands- liðsþjálfari í knattspyrnu, sem hefur náð mjög góðum árangri með landsliðið tvö sl. ár, verður að öllum lík- indum áfram landsliðsþjálf- ari. Guðni vildi ekkert segja um þetta, þegar DB & Vísir hafði samban ið hann í gærkvöldi. Guflni verður ekki áfram þjálfari Keflvíkinga. Nokkur félagslið hafa boðið honum þjálfarastarf næsta keppnistímabil, en hann hefur ekki viljað gefa þeim ákveðið svar. Sá orðrómur er nú uppi að Guðni sé að bíða eftir hvort stjórn KSÍ hafi í hyggju að breyta málum sín- um í sambandi við landsliðið. Það mun koma í Ijós á ársþingi KSÍ hvort Guðni verður áfram lands- liðsþjálfari. Ef Guðni verður áfram með landsliðið verður hann ráðinn til tveggja ára. Hann mun þá sljórna landsliðinu í Evrópukeppni lands- liða 1982-1983. -SOS. Fleet vill koma aftur til íslands laust af skoimönnum” „Þetta var helmingi betra hjá okkur en í ieiknum á sunnudaginn—menn reyndu þó núna að gera eitthvað enda unnum við þá nokkuð auðveldlega.” Þetla sagði Þorbergur Aðalsteinsson cr við svifum á hann eftir siðari landsleik- inn við Norðmenn i Laugardalshöllinni í gærkvöldi og spurðum hann að því hvort hann væri ánægður með leikinn. Þorbergur bætti síðan við. . . ,,Við erum með góð leikkerfi í gangi en vantar enn samæfingu til að láta þau rúlla létt og lipurlega. Varnarleikurinn er lika ennþá svolítið veikur en ég er viss um að þetta á allt eftir að koma.” ' íslenska liðið var betra í leiknum í gærkvöldi en í tapleiknum á sunnudag- inn um það voru flestir sem sáu báða leikina sammála. Það var meiri kraftur i íslenska liðinu í síðari leiknum enda vissdu menn nú að hverju þeir gengu. Ekki var þó leikur liðsins alveg snurðulaus. Ótímabær skot eyðilögðu mikið og hamagangur og læti skemmdu fyrir í allt of mörgum upp- hlaupum. Var þá oft eins og menn ætluðu sér að skora minnst tvö mörk í einu. Markvarslan var mun betri i þessum leik. Kristján Sigmundsson varði nú 12 skot, og munar um minna. Norsku markverðirnir vörðu líka vel. Þeim gekk þó illa að raða við Sigurð Sveins- son í síðari hálfleiknum en þá skoraði hann 5 mörk. Leikurinn var jafn í 6:6. Þá komst ísland í 9:6 en Norðmenn jöfnuðu í 9:9. ísland var yfir 10:9 í hálfleik og komst síðan í 12:9 og 17:11. Þá var út- séð hvernig færi en lokatölurnar urðu 21:16 íslandi i vil. Ekki er hægt að hrósa einstökum leikmönnum íslands öðrum fremur. Kristján í markinu varði jú vel og Páll Ólafsson var traustur, bæði i vörn og sókn, og gerði einna fæst mistökin. Hjá Norðmönnunum bar Helland af öðrum og var einn besti maður vallar- ins — mjög fjölhæfur og laginn leik- maður. Hann skoraði 5 mörk og England líka, þar af 3 úr vítum. Mörk íslands gerðu Þorbergur Aðalsteinsson 5, þar af 3 úr hraðaupphlaupum, Sigurður Sveinsson 5 úr 9 skottilraunum. Páll Ólafsson 4 mörk, þar á meðal 1 af línu, Kristján Arason 4, öll úr vítum, Alfreð Gíslason 2 og Steindór Gunnarsson 1 mark. Dómarar voru Karl V. Jóhannsson og Björn Kristjánsson eins og í hinum leikjunum tveim og skiluðu erfiðu hlut- verki sómasamlega, eins og þeirra er von og vísa. -klp- Kínverjar töpuðu í 0 Guðni Kjartansson landsliösþjálfari. Kuwait vann sigur (1:0) yfir Kína í undankeppni HM-keppninnar í knattspyrnu i gærkvöldi. Þrjár þjóðir berjast nú um Ivo farseðla til Spánar í Asíu-riðlinum. Það er Kína, Kuwait og Nýja-Sjáland. Staðan er nú þessi i riðlinum: Kína 6 3 1 2 9:4 7 Kuwait 4 3 0 1 4:4 6 N-Sjáland 4 12 1 4:4 4 S-Arabía 4 0 1 3 4:9 1 Leikir sem eru nú eftir eru: Kuwait — S-Arabía, Kuwail — N- Sjáland og S-Arabía — N-Sjáland. -sos. Englendingurinn Steve Fleet, sem þjálfaði Skagamenn sl. keppnistímabil, er tilbúinn að koma aftur til íslands. Valsmenn og Kefl- víkingar, sem eru nú þjálfaralausir, vita af því að Fleet er á lausu. Keflvíkingar gera sér vonir um að Guðni Kjartansson verði áfram þjálfari þeirra ef hann tekur ekki að sér þjálfun landsliðsins. Þeir bíða nú eftir því hvað Guðni gerir. Það getur vel farið svo, að þeir ræði við Fleet ef Guðni verður á- fram landsliðsþjálfari, eins og allt bendir nú til. -sos. STEVE FLEET . . . sést hér fagna marki í Kaplakrika. 0 RALF EDSTRÖM og Ásgeir sjást hér halda á belgíska bikarnum á rnilli sin. Mynd: Róbert. Vilja fá Ásgeir og Edström aftur stendur stórum stöfum: — „Við viljum fá „Sigur” og Edström aftur”. Þessum borðum hafa þeir veifað meðan Standard Liege er að leika. Það var sagt frá þessu hér um helg- ina í sjónvarpinu og sagði þulurinn þá að það gæti vel verið að Standard Liege gæti fengið Edström aftur — það væri þó frekar ólíklegt, en Ásgeir fengi Standard Liege aldrei aftur. Allur léttleiki er nú horfinn úr leik Standard Liege og eru erfiðir tímar framundan hjá liðinu — þegar leik- vellir hér fara að þyngjast. -KB/-SOS Frá Kristjáni Bernburg — fretta- manni DB&Vísis í Belgíu. — Áhang- endur Standard Liege eru ekki yfir sig hrifnir af leik liðsins þessa dagana. Standard Liege leikur ekki eins létt- leikandi knattspyrnu og áður og gerir það að verkum að áhorfendum fer ört fækkandi á heimaleikjum liðsins. Standard Liege hefur tapað tveim- ur síðustu leikjum sínum í Belgíu — síðast fyrir FC Malines 1:3. Það sýnir best hvað áhorfendur eru óhressir með leik liðsins að í undan- förnum leikjum hafa þeir mætt á völlinn með stóra borða, sem á Axel geymir 100. markið Fær Arnór — fyriráhorfendur íMinden • PÉTOR GUÐMUNDSSON, kominn á fulla ferð með Portland. Axel Axelsson — stórskyttan mikla sem leikur með Dankersen í V-Þýzka- landi, var ekki í miklu stuði, þegar Dankersen lagði Derslag að velli 18 x 12 um helgina i 2. deildar- keppninni. Axel, sem hefur skorað þetta frá 7—13 mörk I leik, skoraði aðeinseitt mark I leiknum. Axel var búinn að skora 98 mörk fyrir leikinn og náði hann þvi ekki að „rjúfa” 100 marka múrinn — hefur nú skorað99mörk. Blöð í V-Þýzkalandi sögðu að það væri greinilegt að Axel gefði verið að geyma lOO.markið — fyrir eigin áhorf- endur. Hann myndi skora það gegn Ferden í Minden í næsta leik. Dankersen hefur leikið 12 leiki — unnið 11 en tapað einum. Liðið er með 22 stig — tveimur meira en Hannover sem er með 20 stig. Næsta lið kemur síðan með 12 stig. -sos. — þegar félagið lagði Chicago að velli 114-109 Frá Sigurði Ág. Jenssyni — fréttamanni DB& Vísis í Washington. — Pétur Guð- mundsson, körfuknattleiksmaðurinn sterki hjá Portland Trail Blazer, sýndi snilldarleik þegar Portland lagði Chicago að velli 114:109 á sunnudagskvöldið. Pétur átti mjög góðan leik — bæði í vörn og sókn, eftir að hann kom inn á fyrir Mychal Thompson sem var kominn með 3 villur f Ijótlega í leiknum. Thompson er fyrsti miðherjí Portland og því fékk Pétur stórt hlutverk. Pétur fór á kostum — skoraði 12 stig og hirti 9 fráköst. Þá átti hann margar stórgóðan sendingar í sóknarleik liðsins og var sem klettur í vörn- inni. Eftir leikinn var haft viötal við hann í sjónvarps- stöðvum hér í Bandaríkjunum, þar sem hann sagðist vera mjög ánægður með dvöl sína hjá Portland. Jack Ramsey, þjálfari liðsins, sagði að Jim Liman, aðstoðarþjálfari sinn, hefði verið með Pétur á séræfing- uni að undantörnu þar sem sóknarleikurinn hefði verið æfður sérstaklega. Það sást vel í þessum leik að þær æfingar hafa skilað sér vel, sagði Ramsey. Pétur hefur leikið vel að undanförnu og hefur hann sýnt að hann er bestur þegar hann þarf að glíma við marga sterkustu leikmenn NBA. Á laugardaginn lék Portland gegn Utah Jazz og unnu Pétur og félagar þá 103:93. Pétur skoraði þá 6 stig i leiknum. Það er greinilegt að meiðsli þau sem hann hefur átt við að stríða i ökkla hafa nokkur áhrif á leik Péturs sem er hræddur við að stökkva. En hann mun fljótlega yfir- stíga þá erfiðleika og það er greinilegt að Pétur á eftir að vera miklu betri. -SJ/-SOS í 14. leikviku Getrauna komu fram 7 raðir með 12 réttum og var vinningshlutinn kr. 18.460,- en 11 réttir reyndust i 49 röðum og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.291,-. Svo furðulega vildi til að einn þátttak- andi var með 12 rétta á tveimur seðlum og varð heildarvinningur hans þess vegna kr. 47.248,-. Getraunaleik- ur DB & Vísis — aftur íblaðinu 8. desember Getraunaleikur DB& Visis er ekki i blaðinu í dag. Getraunaleikurinn hefst aflur að nýju þriðjudaginn 8. desember en þá verður Get- raunasiða i blaðinu, eftir smáhvíld — vegna verkfalls og ýmissa breytinga. Sem sagt — á þriðjudaginn kemur koma „Spámenn” DB & Visis aftur frain i sviðsljósið og þá fá lesendur að sjálfsögðu ferskt getraunakerfi til að spreyta sig á. -sos. STUDENTAR SYNDU KLÆRNAR — þegar þeir mættu Þrótturum, en máttu þó þola tap 2-3 í gærkvöldi í 1. deildarkeppninni íblaki Það er orðið ár og dagar síðan íslands- meistarar Þróttar í 1. deild karla í blakinu hafa tapaö einni hrinu eins rækileg og þeir urðu að þola gegn Stúdentum í gærkvöld. ÍS vann fjórðu hrinu leiksins 15—2 og not- aði aðeins liu mínútur til að afgreiöa meist- arana. En þrátt fyrir svona hressilega rassskell- ingu voru það þó Þróttarar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Þeir unnu úrslitahrinuna 15—12 eftir að staðan hafði verið jöfn, 12—12. Þeir unnu því þennan mikilvæga leik blakrisanna 3—2 og éru nú eina ósigr- aða liðið í deildinni. Það leit svo sannarlega ekki út fyrir að leikmenn ÍS hefðu nokkrar klær til að klóra með er langt var liðið á þriðju hrinu. Þróttur hóf leikinn á því að hakka í sig fyrstu hrinuna 15—3 án teljandi erfiðleika. Aðeins meiri mótspyrnu mættu þeir í ann- arri hrinu en fóru þó engu að síður með sigur af hólmi, 15—13. Og i þeirri þriðju tók Þróttur strax forystuna og náði að komast í 10—2. Vantaði sem sagt aðeins fimm stig í að vinna leikinn. Þa snerist dæmið alveg við. Klær ÍS- manna sáu nú dagsins ljós og áður en nokkur vissi var orðið jafnt, 10—10. ÍS jók síðan forystuna í 13—10. Þróttur gerði næstu tvö, 13—12, en ÍS átti lokaorðið, 15—12. Við þetta komust Stúdehtar í feikilegt stuð, möluðu Þrótt í fjórðu hrinu, en þurftu svo að láta í minni pokann undir lokin, sem fyrr sagði. ÍS og Þróttur mættust einnig í kvenna- flokki. ÍS vann þann leik örugglega 3—0, 15—10, 15—6og 15—7. Loks fór fram einn leikur 12. deild karla. HK vann B-lið Þróttar i hnifjafnri viður- eign, 3—2. Lokahrinan fór 15—12. Virðist nú allt stefna 1 það að keppnin í 2. deild veðri æsispennandi. -KMU. — segir Harald Tyrdal sem á sínum tíma var einn besti handknattleiksmaður á Norðurlöndum Liðstjóri og fararstjóri norska hand- knattleiksliðsins hér um helgina var Haraid Tyrdal. Á sínum (íma var hann talinn besti handknattleiksmaður Norðurlanda og var m.a. valinn í heimsliðið sem keppti í Júgóslavíu 1974. Við spjöliuðum aöeins við hann eftir leikinn í gærkvöldi og spurðum liann fyrst hvenær hann hefði sjálfur hætt að leika. „Ég hætti alveg fyrir fjórum árum, en lék minn síðasta landsleik árið 1975. Það var landsleikur minn númer 120 fyrir Noreg og þann fjölda hefur enn enginn slegið út þar”. — Hvernig líst þér á handknattleik- og var þá m.a. valinn í heimsliðið inn á íslandi núna? „Þetta er í 5. eða 6. sinn sem ég kem hingað og ég verð alltaf jafnundrandi á þvi hvað þið íslendingar getið framleitt mikið af góðum handboltamönnum. Það eru alltaf ný andlit að koma og allir virðast geta skotið og skotið fast. Það eru margir, sem fylgjast með hand- knattleik erlendis, sem halda að hér geri menn ekkert annað en að kasta grjóti og snjó frá fæðingu og því séu íslenskir handknattleiksmenn svona skotfastir.” — Hvaða íslenskur handknattleiks- maður er þér eftirminnilegastur í gegnum öll þessi ár og leiki þina við Island? „Það er tvímælalaust Geir Hall- steinsson. Hann er einn besti hand- knattleiksmaður sem heimurinn hefur átt. Þú sérð ekki svona handboltatípur í dag. Ef hann væri enn með hefði Laugardalshöllin verið fullsetin í kvöld — en ekki hálf eins og í þessum leikjum. Fólk kom til að sjá hann leika. Framkoma hans á velli var líka alltaf til fyrirmyndar. Ég gleymi honum aldrei.” — Hvað með þessa leiki ykkar um helgina — ert þú ánægður með þá? „Ég er tiltölulega ánægður með norska liðið. Að vinna ísland í einum leik á heimavelli er afrek út af fyrir sig. íslendingar eru líka með gott lið núna. Það þarf aðeins að slípa það svolítið til. Nóg er líka til af sterkum og góðum skotmönnum þar eins og alltaf. Ég var mjög „inponeraður af unglingaliðinu sem við töpuðum fyrir í fyrsta leiknum. Þar eru framtíðarleik- menn og fínar típur i handboltann. Við erum líka að fá svona stráka upp hjá okkur. Það er þó enn svolítið í að þeir nái alþjóðastandard, en sumir íslensku strákarnir í þessu iiði eru þegar búnir eða eru að ná honum.” -klp- „Erum með góð leikkerfi___ — en okkur vantar samæfingu,” sagði Þorbergur Harald Tyrdal er hér lengst til vinstri ad hlusta á samræður Jóhanns Inga Gunnarssonar fyrrverandi landslidsþjálf- ara tslands og norksa landsliðsþjálfarans Per Otto Furuseht. Ljósmynd GVA. 30 þúsund? — íbónusíUEFA- bikarkeppninni Arnór Guðjohnsen og félagar hans hjá Lokeren í belgisku knatt- spyrnunni fá sem næst andvirði 30 þúsund islenskra króna í bónus á mann ef þeir komast áfram í næstu umferð I UEFA-keppninni. Til að svo megi verða þurfa Arnór og félagar að sigra Kaisers- lautern frá V-Þýskalandi í síðari leik liðanna í keppninni. í síðustu UEFA-keppninni unnu leikmenn Lokeren sér inn sem samsvarar vel á annað hundrað þúsund krónum ísl. í bónusgreiðslum. _ -klp- Arnór Guðjohnsen „Þið íslendingar fram- leiðið að virðist enda- Pétur átti snilldar- leik með Portland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.