Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 33
/ •> DAGBLAÐIÐ& VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR I. DESEMBER 1981. 33 MARGS KONAR VANDAMÁL OG SAGA AF AFREKSMANNI Lífið gengur sinn vanagang hér í Noregi eftir vel heppnaða heimsókn forseta okkar. Hér gerist margt undarlegt eftir sem áður, enda tölu- verð spenna í þjóðfélaginu og átök. Síðasta staup klukkan ellefu? Kannski við byrjum á áfengis- vandamálunum. Verdens Gang segir að um 200 þúsund Norðmenn drekki helminginn af því sem drukkið er árlega af sterkum vínum, en árs- neyslan er hvorki meira né minna en 25 milljönir lítra af hreinu alkóhóli. Blaðið telur að 1 milljónNörðmanna drekki of mikið, þar af eru um 100 Unglingavandamál í velferðarríkjum nútímans virðist allt verða að vandamálum. Það er óskaplegt vandamál að sækja skóla, enn verra vandamál að þurfa að vinna með skólanum. Inn á milli blöskrar mér allt vandamálavælið í ungu fólki hér en slíkt virðist fylgja háþróuðum velferðarríkjum. Margir unglingar gefast upp við að brjóta sér leið til mennta, eða frama, og fara á sósíalinn, sem er ekki nærri eins gjaf- mildur hér og í Danmörku og Sví- þjóð. Undanfarið hefur þó bólað á framtakssemi hjá þessu unga fólki — nýverið hertóku allmargir unglingar hús eitt hér í Osló og neituðu að (Ljósm. sj.) Haust í Osló þúsund á skrá sem alkóhólistar og yfir 200 þúsund sem hafa mikla þörf fyrir aðstoð. Um 400 þúsund hafa ekki nægilega góð tök á umgengni sinniviðBakkus. Hið opinbera hefur þvi í auglýsing- um hvatt fólk til að endurskoða áfengisneyslu sína og byrja þá endur- skoðun með því að hætta að drekka eftir 11 á laugardagskvöldum. Þetta hefur að sjálfsögðu gefið blöðunum gott tækifæri til að virða fyrir sér vandamálin frá ótal hliðum. Almenn- ingi finnst þessi tillaga yfirleitt fjar- stæðukennd en almennt er samt vandinn viðurkenndur. Ég hef aldrei séð minnst á hina rómuðu þurrkví í Bandarikjunum í áfengismála- umræðu hér og tel að SÁÁ geti gefið Norðmönnum vink í þessu vaxandi vandamáli þeirra. yfirgefa það. Viðkomandi unglingar vilja hafa einhvern samastað annan en rándýrar búlur, og láir þeim það enginn. Borgaryfirvöld hafa tekið á málinu með silkihönskum, enda vita borgarfulltrúar innst inni að ungling- armr hafa mikið til síns máls og að þjóðfélag hinna grónu þjóðfélags- þegna hentar illa fyrir mikinn fjölda unglinga i dag. Sjúkdómseinkennin eru hin sömu hér og í nálægum löndum — orðið nær útilokað fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði, leigu- markaðurinn ótryggur og leiguverð íbúða uppsprengt. Þessi framtakssemi unglinganna i Osló hefur nú smitáð út frá sér, það sama hefur nú gerst í Þrándheimi, Haugasundi og víðar að ungt fólk hefur sest að í ónotuðu húsnæði í eigu bæjaryfirvalda. Of snemmt er að spá hvort hér sé hafin ný upp- reisnarbylgja ungs fólks en eitthvað er í bígerð. Útvarp — vfdeó Allmikil umræða er hér um það hvort einkaleyfi norska ríkisút- varpsins / sjónvarps geti staðist óbreytt öllu lengur. Hægri flokkurinn lofaði einhverri slökun í málinu, og nú hefur umsóknum um takmarkaðan útvarpsrekstur — Nærradio — rignt yfir menntamála- ráðuneytið og er gert ráð fyrir að einhverjar ákvarðanir um málið verði teknar fyrir áramótin. Meðal þeirra sem hafa áhuga á þessu máli eru íslendingar búsettir hér í Osló og ná- grenni. íslendingar í Svíþjóð eða nánara sagt í Stokkhólmi, Gautaborg og Málmey hafa sent út 30—45 mínútna dagskrá í viku hverri að undanförnu. Þessi tegund útvarps- rekstrar er enn á tilraunastigi í Svíþjóð en allt bendir til að þetta út- varpsform festist í sessi. Margir ætla að græða á vídeóinu hér sem annars staðar og slást stórir sem smáir innflytjendur um markaðinn. Fyrirtæki sem heitir Esselte Video keypti af bandarísku fyrirtæki einkarétt fyrir Skandinavíu á sýningum nokkurra bandarískra stórmynda á borð við „Grease”, Guðföðurinn og „Haisommer”. Nú hafa þessar sömu myndir flætt inn á norska markaðinn frá fyrirtæki í Englandi, og er víst mi kið dómstóla- mál í uppsiglingu. Innflutnings- fyrirtækin reyna nú að sameinast í stærri samsteypur til að eiga hægara með að berja hvert á öðru . Noregsbréf Sigurjón Jóhannsson Alexander Kielland Nánast í hverri viku frá því að hið mikla óhapp gerðist með Alexander Kielland borpallinn hefur þetta mál verið til umræðu í norskum blöðum. Ríkisstjórnin vill ekki standa að baki frekari tilraunum til að koma pallinum á réttan kjöl en aðstand- endur hinna látnu vilja einskis láta ófreistað til að ná út líkunum. Málið fer nú fyrir norska stórþingið og er eins víst að þar sé meirihluti fyrir því að enn skuli gerð tilraun til að koma pallinum á réttan kjöl. Vilji ríkis- stjórnarinnar er sá að draga pallinn út á rúmsjó aftur og sökkva honum þar, þar sem vot gröf sé betri valkostur en hættulegar aðgerðir við að reyna að snúa pallinum. Talið er útilokað að froskmenn geti náð út líkunum, þar sem pallurinn liggur nú, réttutanvið olíubæinn Stavanger. Heimsókn íkyrrþey Ég sá í blöðum fyrir nokkru að hér hefði leikið Kammersveit Reykja- víkur. Ég hef ekki hitt nokkurn íslending enn sem hafði spurnir af komu hljómsveitarinnar. Það mætti reyna að koma boðum um slikar heimsóknir gegnum sendiráðið, sem aftur gæti látið íslendingafélagið hér vita. Hljómsveitin fékk ágæta dóma og gagnrýnandi Aftenpostens taldi hana mun betri en kammer- hljómsveit Oslóarborgar. Afreksmaður? Og svo rakst ég á klausu í norsku blaði fyrir nokkrum vikum, að íslendingur nokkur hefði verið fang- elsaður í smábæ ekki langt frá Osló. Eitthvað kunni hann illa við sig í fang- elsinu og gerði hann sér litið fyrir og braut upp hurð fangaklefans með dyrakörmum og tilheyrandi og labbaði sig síðan út í fríska loftið. Það var að skilja af klausunni að fangaverðirnir hafi orðið svo hisia að þeir hafi hætt við eftirför, en í þess stað notað atburðinn til að benda viðkomandi yfirvöldum á að fangelsið væri ekki mannhelt, eða réttara sagt ekki byggt til að hýsa víkinga. SOlDYRKENDUR , ,. Dömur og herrar! Brun at s°' Morgun-, dag- og kvöldtímar. • ... ___ , umjol. Losnið við vöðvastreitu og fáið brúnan lit f BEL-Ö-SOL sóibekknum. 1 Af hverju sími ekkí? Só/baðsstofan Ströndin 21116 Nýtt aðsetur: Háaleitisbraut 11,3. hæð. Nýtt símanúmer: (91) 83711. Pósthólf: 5196,125 Reykjavík. Samband ísl. sveitarfélaga Lánasjóður sveitarf élaga Bjargráðasjóður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.