Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 14
14
DAGBLAD1D& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Rannsóknin á drukknun Natalie Wood:
Líkskoðunin
segir hana af
slysförum
Leikkonan Natalie Wood drukknaði
af slysförum, er niðurstaða frum
rannsóknarinnar á sviplegu fráfalli
hennar. Þykir sennilegast að henni hafi
orðið fótaskortur þegar hún ætlaði að
stiga um borð í gúmbát snekkju sinnar
á bátalóninu á eyjunni Katalína.
Niðurstaða hins opinbera að lokinni
likskoðun og vettvangsrannsókn er sú
að ekkert bendi til þess, að um hafi
verið að ræða neitt annað en slys.
Leikkonan virðist hafa ætlað ein um
hánótt í siglingu á gúmbátnum, sem
knúinn var utanborðsmótor. Þegar
eiginmaðurinn, Robert Wagner, og
gestur þdrra, sem dvaldi um borð í
snekkjunni, söknuðu hennar eftir
klukkustundar fjarveru hófu þeir leit á
Meirihluti Frakka styður friðar-
hreyfingar Vestur-Evrópu og friðar-
göngurnar, sem Tarnar hafa verið til að
mótmæla staðsetninpu handarískra
kjarnorkuvopna í álfunni og
kjarnorkuvígbúnaði almennt, að þt ei
segir í skoðanakönnun sem gerð vai í
Frakklandi fyrir skömmu. Skoðana-
könnunin var birt í vikublaðinu VSD
og kemur fram að 55% þjóðarinnar-
var samþykkur málstað friðarhreyfing-
arinnar en 25% voru á móti. í
öðrum báti og gerðu yfirvöldum \ ið-
art þegar leitin bar engan áiangur.AHu
stundum síðar fannst lík leikkon-
unnar á floíi.
Ekki er vitað hverra eriri.ia leikkon-
an ætlaði á bátnum um hánótt en hún
var vön að stjórna honum og hafði oft-
sinnis farið sinna ferða á honum ein.
Hins vegar var hún slök sundkona.
Rispur sem fundust á vanga hennar
gáfu til kynna að hún hefði fallið og
rekið sig í. Auk þess fannst í blóði
hennar meira áfengismagn en venjulega
er miðað við þegar menn eru dæmdir
óhæfir til stjórnar ökutækjum. — ,,Þó
er naumast unnt að ætla að leikkonan
hafi verið ölvuð,” sagði líkskoðarinn.
Það kom fram að Robert Wagner og
könnuninni, sem gerð var af frönsku
skoðanakönnunarstofnuninni Institut
Francais d’Opinion Publique, segir
ennfremur að vænta megi nýrrar
heimsstyrjaldar innan næstu tíu ára.
Erlendar
fréttir
gesturinn, Christopher Walker, með-
leikari Natalie í kvikmyndinni „Brain-
storm”, höfðu lent í stælum um
kvöldið en Natalie hefði ekki blandast í
þær. Þeir vissu ekki af því þegar Nata-
lie fór frá borði, því hún talaði við
hvorugan þeirra áður.
Leikkonan Natalie Wood í
einu hlutverka sinna.
Frakkar:
STYÐJA FRIÐ
Fleiri f lóttamenn
til Norðurlanda
í viðtali við sænska blaðið Dagens
Nyheter nýverið sagði Poul Hartling,
forstöðumaður Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, að Norðurlönd
ættu að taka á móti mun fleiri flótta-
mönnum en þau þegar hafa gert. Sér-
staklega ætti þetta við um bátafólkið
frá Suðaustur-Asíu en það væri nú
talið um 50 þúsund manns. Flestir
þeirra vildu helzt komast til Bandaríkj-
anna þar sem þeir ættu ættingja en það
væri æskilegt að Norðurlönd tækju við
fleirum. Um 3 þúsund flóttamenn frá
Asíu komu til Svíþjóðar á síðasta ári.
Aðspurður um hvað Norðurlönd
gætu fleira lagt af mörkum til lausnar
flóttamannavandanum sagði Hartling
að þau gætu haldið áfram að halda
málinu fram sem mannréttindamáli á
Vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Einnig
gætu þau lagt fram meira fjármagn,
jafnvel þótt Svíþjóð, Danmörk og
Noregur leggi nú þegar fram meira fé
til Flóttamannastofnunarinnar miðað
við höfðatölu en nokkur önnur riki i
heiminum. Bandaríkin leggja fram
stærstu upphæðina en Sovétríkin taka
hins vegar ekki þátt í starfsemi
stofnunarinnar.
Flóttamenn eru nú um 10 milljónir í
heiminum, flestir frá Afghanistan eða
um 2 milljónir.
Nýlega heimsótti páfinn gamalt fjallaþorp 130 km utan við Róm og voru í því til-
cfni gerðar þær umsvifamestu öryggisaðgerðir sem Rómarbúar muna eftir. Það
var ekki að ófyrirsynju þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem páfinn lætur sjá sig á
almannafæri eftir að honum var sýnt banatilræöi þann 13. mai sl.
Hundruð lögreglumanna voru kvödd til, jafnvel frá fjarlægum stöðum eins og
Napólí, til að vernda hinn 61 árs gamla páfa. Hann lét allt þetta umstang þó lítið á
sig fá, virtist í besta skapi og gaf sér góðan tíma til að rabba við börn og sjúka.
Milljónamæringur-
inn neitar að
greiða með löm-
uðum syninum
Dómari í Kaliforníu gerði að engu
tilraunir J. Paul Getty jr. til að víkja
sér undan að verða stefnt fyrir rétt
vegna kröfu um lífeyrisgreiðslu til son-
ar hans, en sá er fatlaður.
Hafði dómarinn á orði að það væri
skammariegt, hvernig olíumilljóna-
mæringurinn eyddi fé sínu í leit að
smugum í lögunum til þess að komast
hjá því að greiða með fötluðum syni
sínum.
Málið snýst um kröfu á hendur Getty
um 25 þúsund dollara meðlagsgreiðslur
til handa J. Paul Getty III, sem er 25
ára gamall, en lamaður og blindur eftir
slag sem hann fékk 5. apríl.
Getty jr. er sonur J. Paul Getty, sem
álitinn var auðugasti maður heims.
Júnior hefur búið í London síðan 1958
og taldi dómstóla í Kaliforníu ekki hafa
lögsögu yfir sér.
Lögfræðingar hins unga Getty telja
að tekjur föðurins nemi um 20 millj-
ónum dollara á ári en halda því fram að
hann hafi neitað að leggja nokkuð af
mörkum til sjúkrahjálpar eða aðhlynn-
ingar syninum.
J. Paul Getty III komst i heimsfrétt-
irnar 1973, þegar honum var rænt á
Ítalíu og haldið í fimm mánuði. Afi
hans,J. Paul'Getty, greiddi ræningjun-
um nær 3 milljónir dollara i lausnar-
gjald eftir að ræningjarnir höfðu sent
móðurinni afskorið eyra af syninum.
J. Paul Getty III, en myndin var tekin
fyrir átta árum, þegar hann var ný-
sloppinn úr höndum mannræningja.
Hann hafði lifað hippalifi i Róm, og
leið hans lá áfram niður i ræsið, uns
hann fékk slag siðasta vor, lamaðist og
missti sjón.