Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. Andlát Aron GuAbrandsson forstjóri, Greni- mel 32, andaðist 21. nóvember 1981: Hann var laeddur 24. september 1905. Hann var sonur hiónanna Guðlaugar Aronsdóttu ogGuðbrands (íuðbiands- sonar. Ar.in v.u eigandi Kauphallar- innar, einnig var hann einn af aðaleig- endum á Hótel Borg. Hann var kvænt- ur Ásrúnu Einarsdóttur. Guðmundur Aron Guðbrandsson verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í dag, I. desem- ber, kl. 13.30. Álfhildur Runólfsdóttir frá Kornsá, Gnoðarvogi 72, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 15.00. Einar Ásmundsson forstjóri, Háuhlíð 20, andaðist aðfaranótt laugardagsins 28. nóvember. Guðfinna Gísladnttir andaðist 30. nóvember. Guðmundur Benediktsson fyrrv. borg- argjaldkeri, Grenimel 39, lézt í Borgar- spítalanum að kvöldi 27. nóvember. Hermann Hermannsson frá Ögurvik, verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu miðvikudaginn 2. des. kl. 10.30. Jarðarförin fer fram frá ísafjarðar- kirkju laugardaginn 5. des. kl. 14.00. Hjálmfríður Anna Krislófersdótlir, Blönduósi, sem lézt 26. nóv., verður jarðsungin frá Blönduósskirkju nk. laugardag. 5. des. kl. 14.00. Ingi Halldórsson hakarameistari lést á sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 28. nóvember. Ingihjörg Pálína Kristinsdóttir, Njarð- argötu 45, andaðist i Landakotsspitala 26. nóvember. .larðarförin fer fram föstudaginn 4. desember frá Fossvogs- kirkju kl. 15.00. ísleifur Vigfússon, Grettisgötu 56b, lézt i Borgarspítalanum 29. nóvember. Jóhanna laivísa Jónsdóttir, Sólvalla- götu 36, lézt í Landakotsspitala 30. nóvember. Jónína Emilsdóltir, Fálkagötu 32, verður jarðsungin frá Neskirkju inið- vikudaginn 2. desember kl. 13.30. Útför móður okkar og fósturmóður Rebekku Ingvarsdóllur, Merkurgötu 7 Hafnarfirði, fer l'ram frá Þjóðkirki- unni í Hafnarlirði fimmtudaginn 3. desemberkl. 14.00. Sigurjóna Olafsdóttir frá Görðum i Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju hriðjudaginn I. desember kl. 15. Jarðsett verður l'rá Landakirkju í Vestmannaeyjum laug- ardaginn 5. desember kl. 14.00. Theodór l.illiendahl, Birkimel 8a, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmludaginn 3. desember kl. 15.00. Þórunn Benediklsdóllir andaðist 29. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik fimmtudag- inn 3. desember kl. 10.30 f.h. Þórunn Sigurgeirsdóttir kaupkona, Austurbrún 2, er látin. Þórunn Fjóla Pálsdóllir, Ásbraut 3 Sandgerði, lézt á Landspitalanum 28. nóvember. Happdrætti Happdrætti ungra framsókn- armanna Dregið hefur verið í jólahappdrætti ungra fram- sóknarmanna, vinningsnúmerið er 4498. Fundir Framfarafélag Seláss og Ár- bæjarhverfis heldur aðalfund sinn í félagsheimilinu Árseli við Rofabæ nk. fimmtudagskvöld, 3. desember, kl. 20.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu verða kynntar tillögur að deiliskipulagi á Ártúnsholti og austurhluta Seláss. Arkitektarnir Knútur Jeppesen, sem er höfundur að skipuiagi Ártúnsholts, og Hrafnkell Thorlacius höfundur skipulags austur- hluta Seláss munu mæta á fundinum og skýra hug- myndir sínar og svara fyrirspurnum fundarmanna. Mun því þarna á fundinum gefast einstakt tæki- færi til að kynnast frá fyrstu hendi hugmyndum um byggð á þessum umdeildu svæðum. Eru allir Áfbæj- ar- og Selássbúar hvattir til aö mæta. Stjórn F.S.Á. Kvenfélag Kópavogs heldur jólafund fimmtudaginn 3. desember kl. 20.30 í safnaðarheimili Kársnessóknar, Kastalagerði 7. Frú Sigríður Thorlacius fer með jólahugvekju. Eftir kaffi verður jólabingó. Stjórnin. Ýmislegt Maðurinn sem kom með folaldakjöt til reykingar i Hólmgarðinn og merkti þaö Árna Sig. er beðinn að hafa samband í síma 78820 sem allra fyrst. Kjöt og álegg. Akraborg Brottfarartími alla daga vikunnar: Frá Reykjavík kl. 10.00 13,00, 16.00. og 19.00. Frá Akranesi kl. 8.30, 11.30, 14.30 og 17.00. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fótaaðgcröir fyrir eillilífeynsþega i Hallgrimssókn cru hvern þriðjudag kl. 13—16 í félagsheimili kirkj- unnar. Timapantanir í sima 16542. Til styrktar kirkjubyggingar- sjóði Hallgrímskirkju Félagsvist í félagsheimili Hallgrímskirkju verður spiluð i kvöld kl. 20.30 til styrktar kirkjubyggingar- sjóði. Spilað er annan hvern þriðjudag. Tónleikar Jass á Hótel Sögu Stórhljómsveitin ..Bigband ’8I” heldur jassleika í Átthagasal Hótel Sögu i kvöld kl. 21.00. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Björn R. Einarsson. Auk Big- bandsins munu kvartett Kristjáns Magnússonar, Tradkompaniið og Kvikindi koma fram á jassleik- unum. TradkompanliA. Leiklist Ofvitinn sýndur í 175. sinn. Fáar sýningar eftir í kvöld I. desember verður Ofvilinn eftir Þórberg Þórðarson og Kjartan Ragnarsson sýndur í 175. sinn. Þessi sýning er fyrir löngu komin i hóp vinsæl- ustu sýninga Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó, sýninga eisn og Hart í bak eftir Jökul Jakobsson, Kristnihald undir jökli eftir Halldór Laxness og Skjaldhamrar eftir Jónas Árnason, — en um þessar mundir hafa Tilkynningar Doktorsritgerð Björns Birnis Einarssonar Þann 25. september varði Björn Birnis doktorsrit- gerð í stæröfræði við Courant stofnunina i New York. Ritgerðin fjallar um ólinulegar diffurjöfnur og ber heitið: Complex Hills Jafna, Complex Korte- weg-de-Vries flæði og Jacobi Varieties. Andmæl- endur voru Peter Lax og Gerorge Papanicolaou, en ritgerðin var unnin viö Oxford háskóla og Courant- stofnun New York háskóla undir handleiðslu Henry McKean. Björn er fæddur í Reykjavík árið 1953, sonur Jóhönnu Kristinar og Einars Birnir. Hann lauk stúd- entsprófi frá menntaskólanum við Hamrahlíð 1973; hélt síðan til náms í Ðandarikjunum, lauk BS prófi i eðlis- og stærðfræði 1976 frá Union College, Schenectady i New York fylki og MS í hagnýtri 39 þúsund manns séð Ofvitann. Erlendir sem innlendir kunnáttumenn hafa lokið miklu lofsorði á sýningu Leikfélagsins og telja hana óefað einn merkasta viðburð i islenskri leiklist hin síðari ár, og fer þar saman leikgerð og Jeikstjórn Kjartans Kagnarsonar, tónlist Alla Heimis Sveins- sonar, leikmynd og búningar Steinþórs Sigurðssonar og leikur þeirra Jóns Hjartarsonar og Emils Gunn- ars Guðmundssonar í hlutverkum mesitarans og Þórbergs unga. Vert er aö taka fram að vegna mikilla þrengsla i húsakynnum I.eikfélagsins og sökum þess aö nauó- synlegt er aö koma aö nýjum verkefnum veröur ekki unnl aö hafa nema örfáar sýningar í viöbót á Ofvifanum, þannig aö fólki er bent á aö missa ekki af þessu síöasta lækifæri aö sjá sýninguna. Allir í verkfall Leikfélags Mosfellssveitar. Siðan verður dansað til — skemmtikvöld í Mosfellssveit 2 °8 mun hljómsveitin Aria leika fyrir dansi. For- Skemmtikvöld í kabarettformi verður haldiö í Hlé- sala aðgöngumiða verður föstudaginn 4. desember garöi laugardaginn 5. desember kl. 20.30 á vegum frákl. 17—18. stærðfræði frá New York háskóla 1978. Björn er giftur Ingu Dóru Björnsdóttur þjóðfélagsmann- fræðingi. Hann stundar nú kennslu og rannsóknir á ólinulegum diffurjöfnum við Arizonaháskóla í Tuc- son, að hluta til styrktur af Visindasjóði íslands, og Inga Dóra er í framhaldsnámi viö sama skóla. Templarahöllin viö Eiriksgötu. Vetrarstarf templara Fyrir nokkru hófst vetrarstarf templara í Reykjavík en það fer að mestu leyti fram í Templarahöllinni viö Eiriksgötu. Auk hefðbundins fundarstarfs, sem fer fram í Templarahöilinni og víöar um borgina, eru fræðslu-, skemmtikvöld, spilakvöld, spilað bingó en síðastnefnda atriðiö er opið öllum almcnningi. í vetur verður framhaldið sameiginlegu verkefni sem nefnt hefur verið Veröld án vímu. Þar er um að ræða fræðslu i skólum og aðra kynningar- og út- gáfustarfsemi. Efnt verður til umræðukvölda og fjölskylduskemmtana fyrir almenning í vetur, þar sem fjallað verður um áfengisvandamálið og hvernig komast megi fyrir það. Opið hús er i Templarahöllinni alla laugardaga frá kl. 14— 17.SER. Frá Háskóla íslands 1. desember næstkomandi halda stúdentar viö Há- skóla íslands að vanda hátíöardagskrá i tilefni af fullveldisdeginum. Tvö síðastliðin ár hefur hátíðin verið haldin i Félagsstofnun stúdenta en nú i ár verður hún haldin i Háskólabiói og hefst hún kl. 14.00. Dagskránni verður útvarpaö beint eins og venja var þangað til fyrir tveimur árum. Vinstri menn í Háskóla íslands unnu kosningarnar til 1. des. nú í haust. Lögðu þeir fram þemað: Kjarnorkuvígbúnaður: Helstefna eða lífs- stefna. Helgast dagskráin af þessum þema. Á dagskránni verður margt til skemmtunar. Aðalræðu heldur séra Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum í Kjós. Visnaflokkurinn Hrím tekur lagið. Félagar úr Alþýðuleikhúsinu verða með leik- þátt. Bubbi Morthens syngur nokkur lög. Lesið verður upp úr Ijóðum. Stúdent heldur ræðu. Að siðustu fjöldasöngur. Barnagæzla verður í anddyri Háskólabíós. Allir eru velkomnir. Einnig á ballið í Sigtúni um kvöldið. 1. des. nefnd stúdenta. K venfélagjó Fr.itmi6ín Framtíðin gefur út jólamerki Að venju gefur kvenfélagið Framtíðin á Akureyri út jólamerki sem nú er komið á markaðinn. Jólamerk- ið er teiknað af Guðmundi Björnssyni myndlistar- nema og prentað í Prentverki Odds Björnssonar. Merkin eru til sölu í Frímerkjamiðstöðinni og Fri- merkjahúsinu i Reykjavik og á Póststofunni á Akur- eyri. Allur ágóði af sölu mcrkisins rennur í Elli- heimiiissjóö félagsins. Jólakort Styrktar- félags vangefinna Komin eru á markaðinn ný jólakort Styrktarfélags vangefinna með myndum af málverkum eftir Jóhannes Geir, listmálara. Kortin eru til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigs- vegi 6, í verzluninni Kúnst, Laugavegi 40 og á heimilum félagsins. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að kortin eru greinilega merkt félaginu. Jólamarkaður íGarðabæ Blómabúðin Fjóla hefur opnaö jólamarkað í Goðatúni 2, Garðabæ viö Hafnafjarðarveg. Allt til jólaskrauts og jólagjaa. Áhugamenn um laxarækt og sportveiðimenn Hópur áhugamanna hefur hafiö undirbúning að stofnun samtaka er hafa það að markmiði að vinna gegn laxvciði í sjó, við strendur og í úthöfum. Æski- legir aðilar að slíkum samtökum eru frá löndum er hafa náttúrlegar aðstæður til að viðhalda laxastofn- unum og rækta lax í ám og hafbeitarstöðvum. Áhugamcnn um laxarækt á íslandi og i löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi og víðar, er hagsmuna eiga aö gæta varðandi þetta málefni munu væntan- lega bera hag þessara samtaka fyrir brjósti. Að öðru leyti munu slik samtök vera opin öllum þeim er vilja styðja og styrkja þau með þátttöku sinni það markmið samtakanna að laxveiði í sjó verði stöðvuð. Hugsanlegir aöilar að samtökum þessum cru sportveiðimenn, áhugamenn um laxarækt, félaga- samtök, bændur, fyrirtæki í hafbeit og fleiri. Áætlaö er að stofnfundur að samtökunum verði haldinn upp úr næstu áramótum. Allir þeir aðilar sem vildu vera stofnendur og þátt- takendur eru vinsamlegast beðnir um að senda nafn sitt og heimilisfang í pósthólf 4271, Reykjavík. Stefnir, 3. tbl. 1981, er kominn út. Efni ritsins er mjög fjölbreytt en burð- arefni Stefnis að þessu sinni er umfjöllun um bók Jónasar H. Haralz, Velferðarríki á villigötum. í ritinu er viötal við Jónas og greinar um bókina eftir Ólaf ísleifsson hagfræðing, Einar K. Guðfinns- son stjórnmálafræðing og Þorstein Pálsson lögfræö- ing. Einnig eru í Stefni greinar eftir Geir H. Haarde hagfræðing, Davíö Oddsson borgarfulltrúa, Jón Orm Halldórsson stjómmálafræðing og Guðm. H. Frímannsson menntaskólakennara auk margvíslegs annars efnis. Miklar útlitsbreytingar eru á Stefni að þessu sinni — en Pétur Halldórsson hannaöi hinn nýja búning ritsins. Stefnir er 60 síður að stærð með fjölmörgum Ijós- myndum. Stefnir kemur út 4 sinnum á ári. Ritstjóri Stefnis er Hreinn Loftsson en framkvæmdastjóri er Gunnar Þorsteinsson. Unglingablaðið 16 Eftir nokkuö langt hlé er unglingablaðið 16 nú aftur komið af stað. 3ja tbl. er einmitt nýútkomið. í því er fjölbreytt efni að vanda þó blaðiö hafi tekið nokkr- um stakkaskiptum. Af nýjum þáttum í blaðinu má nefna: Ljóðabáik, Bókmenntir, Spurningahom o.fl. Ýmsir fastir þættir blaðsins hafa verið sendir í frí. En það er aöeins timabundiö frí. í þessu 3ja tbl. eru þó föstu þættirnir: Popp, Samskipti kynjanna, Ljós- myndaskólinn, Smásagan, Pósthólfið, Pennavinir, hinir mjög svo vinsælu plötudómar o.m.fl. Að þessu sinni er forsíðuviðtalið við æðsta dýrling unglinganna i dag, sjálfan Bubba Morthens. í við- talinu er Ðubbi óvenju hreinskilinn og opinskár. Það má jafnvel segja að viðtalið varpi nýju ljósi á súper- stjörnuna margfrægu. Viðtalinu fylgir skemmtilega teiknaö plakat af poppgoðinu. Það eru mörg fleiri fróðelg og skemmtileg viðtöl í þessu 3ja tbl. 16. Eitt er t.d. yið 17 ára stúlku sem telur sig hafa verið notaða í hallæri. Að lokum má geta þess að timaritiö 16er nú boðið í áskrift. 16 er 48 bls. prentað á góðan pappir i offset og lit. Það kostar 22 kr. í lausasölu. Jólakort Gigtar- félags íslands Gigtarfélag íslands hefur gefið út jólakort eftir lista- verkum Kristínar Eyfells, sem hún gaf félaginu. Skrifstofa félagsins, Ármúla 5, verður framvegis opin kl. 1—5 virkadaga. Félagiö skorar á alla félagsmenn að kaupa kortin og taka þau til sölu. Allur ágóði rennur til innréttingar Gigtlækninga- stöðvarinnar. 60 ára afmæli á í dag, Guðbjörn E. Guðjónsson slórkaupmaður, Laugar- nesvegi 96 Rvík. Hann rekur fyrirtækið H.G. Guðjónsson í Suðurveri. Hann er að heiman í dag. Hvernig á ég að fá Jesper til þess að taka eftir þvi, að mér er alveg sama þótt hann láti, sem honum standi á sama um mig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.