Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ& VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Sammi eftir höfundana Berck og Cauvin. Út eru komnar hjá IÐUNNI tvær fyrstu bækur í nýjum flokki teikni- myndasagna. Aðalpersónur í þessum flokki eru Sammi og vinur hans Kobbi sem lenda í ýmiss konar harðræðum. Bækur þessar eru samdar á frönsku og höfundar þeirra tveir, Berck og Cauvin. Fyrstabókin heitir Harðjaxlar í hættuför og segir frá því er Sammi ->g Kobbi taka að sér að hjálpa afgömlum milljónamæringi til að finna yngingarlyfið sem sökk í sæ fyrir mörgum öldum. — I seinni bókinni, Svall í landhelgi, segir frá því er þeir félagar taka að sér, gegn góðri greiðslu að koma nokkrum bófum fyrir kattar- nef. — Bækurnar eru 48 blaðsíður hvor um sig. Þær eru gefnar út i samvinnu við a/s Interpresse. Jón Gunnarsson þýddi textann. Bækurnar eru prent- aðar í Belgíu. Dulmálsbréfið eftir Jan Teriouw. Hjá IÐUNNI er komin út unglingasag- ap Dulmálsbréfið eftir hollenska höfundinn Jan Terlouw. Hann er eðlis- fræðingur að mennt en varð kunnur unglingasagnahöfundur, einkum fyrir bókina Stríðsvetur. Sú saga hefur komið út á íslenzku og einnig tvær aðrarsögureftirTerlouw, í föðurleit og Fárviðri. Um efni Dulmálsbréfsins segir svo í kynningu forlags á kápubaki: „Evá og Bína eru vinkonur. Eva er einkabarn en Bína á bróður sem heitir Tómas og er afburðasnjall að kasta steinum. . . . Dag einn finnur Eva bréf með dular- fullri torráðinni áletrun. Það á eftir að draga dilk á eftir sér. Voveiflegir at- burðir gerast, en óhugnanlegast er þó að pabbi Evu virðist bendlaður við myrkraverk. Slíkt leyndarmál er þungt að bera, ekki síst vegna þess að andrúmsloftið á heimilinu er ekki gott. Nú færist brátt harka í leikinn og Eva, Bína og Tómas komast í hann krappan áður en lýkur. . . ” Dulmálsbréfið þýddi Ingi Karl Jóhannesson. Bókin er rúmar 140 blaðsíður, prýdd myndum. Prentverk Akraness prentaði. Ást og dagar eftir Guðbjörgu Hermanns- dóttur Guðbjörg Hermannsdóttir sendir nú frá sér fjórðu bók sína. Hinar þrjár eru Allir þrá að elska, Krókaleiðir ást- arinnar og Víða liggja leiðir. Þessi nýja saga Guðbjargar, Ást og dagar, er mjög spennandi og viðburðarík. Sögusviðið er í upphafi Akureyri en síðan víkur sögunni til Kaupmannahanar og svo aftur til Akureyrar Þetta er saga um ungt fólk, GUOBJOHG HERMANNSDÓrrm tsll iMhliíiM f>rjí og yfÓDuróaok um Átsfií oy örtfta woyt, fotfcS ástir þess og örlög. Aðalpersónur sögunnar eru þau Siggi og Svala, en margir fleiri koma við sögu. Skjaldborg gefur bókina út og er hún 187 bls., prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Fornar rætur Eftir Aðalheiði Karls- dóttur frá Garði Þetta er þriðja bók Aðalheiðac Karlsdóttur frá Garði. Hinar fyrri eru Þórdis á Hrauná og Spor á vegi. Þessi nýja bók Aðalheiðar, Fornar rætur, er bráðskemmtileg og spennandi. Sagan ... hanntKýatf henma6«érl9*aSvtmu, gerist í sveit og kauptúni á Islandi, en leiðir aðalsögupersónanna, Arnheiðar og Lýðs, liggja til Svíþjóðar og Bandaríkjanna Margir fleiri koma við þessa sögu sem fjallar um ógnþrungin örlög og ólgandi ástir. Skjaldborg gefur bókina út. Hún er 190 bls. og prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Dvergmál eftir Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum Baldur Eiríksson höfundur þessarar bókar er fæddur að Dvergsstöðum í Eyjafirði 23. desember 1910 og ólst hann þar upp til tvítugsaldurs. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri í fjóra vetur og lauk þar stúdentsprófi 1936. Það sama ár hóf hann starf á skrifstofu KEA og hefir starfað þar siðan. Lítið mun hann hafa fengizt við kveðskap á uppvaxtarárum sínum en þegar hann kom til starfa hjá KEA voru þar starfandi nokkrir snjallir hagyrðingar og spéfuglar, sem hvergi spöruðu yrkingar. Var þar ekki deigum værlog vildi hann þá ekki láta sir.n hlut eftir liggja. Smákveðlingar eftir hann um daginn og veginn birtust fyrst i blaðinu Degi á Akureyri undir dulnefninu Dvergur, sem dregið er af fæðingarbæ hans og síðan birtust kvæði eftir hann í Tímanum og Speglinum og víðar undir öðrum dulnefnum. Skjaldborg hefur gefið út þessa ljóðabók, sem er 160 bls. og prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Örlögá Mateland setrinu eftir Victoriu Holt Nýjasta bók Victoriu Holt er sérstök varða á ferli hinnar viðurkenndu skáld- drottningar rómantísku spennu- sögunnar. Tuttugu ár eru liðin frá út- komu fyrstu bókar þessa einstæða ferils. Victoria Holt hefur sent frá sér tvo tugi bóka sem hafa orðið met- sölubækur áalþjóðlegum markaði. Hún er í essinu sínu í þessari sögu um forboðnar ástir og per- sónublekkingu, er sveiflast frá siðlátu ensku sveitaumhverfi nítjándu aldar til villtrar glæsifegurðar Suðurhafa. Þetta er saga Suewellyn Mateland sem hund- elt er af hryggilegum atburðum. Hún er óskilgetin dóttir bróðurmorðingja, sem verður að flýja heimili foreldra sinna, fallegan en ógnandi kastala . . . Aðdáendur Victoriu Holt um allan heim fagna þessari bók hennar — Örlög á Mateland-setrinu — nýjustu staðfestingunni á stöðu hennar sem einhver fremsti listamaður á þessu sviði. Bókaútgáfan Hildur gefur út bókina sem er 212 bls. Fljúgandi myrkur eftir Kristján frá Djúpalæk Helgafell hefur gefið út ljóðabókina Fljúgandi myrkur eftir Kristján frá Djúpalæk. Bókin er 80 bls. að stærð og ersett og prentuð í Víkingsprent. Fuglaveiðiréttur eftir Kjartan S. Júlíusson lögfræðing í formála bókarinnar er sagt frá því að meginþáttur í starfi Skotveiðifélagsins frá stofnun þess, haustið 1978, hafi verið að verja og leitast við að auka rétt almennings til skotveiða. Mikið er óunnið í því efni. Vonir eru bundnar við að innan skamms hefjist gagnger endurskoðun á lögum um fuglaveiðar og fugláfriðun nr. 33/1966 og fleiri lögum sem lúta að veiðum og veiðiréttindum. 1 því starfi er mikils virði að hafa i höndum svo vandað yfirlit um þróun fuglaveiðirétt- ar sem ritgerð þessi er. Auðvitað kunna einstakar ályktanir höfundar að orka tvimælis, og er ekki umtalsvert. Hitt er áreiðanlegt, að v'eiðimönnum, sem um þessi mál hafa eitthvað hugsað, er mikill akkur í útkomu þessarar ritgerðar og reyndar ætti hið sama að gilda um ýmsa aðra, svo sem landeigendur og lögfræðinga. Hlutlægar upplýsingar eru ávallt til góðs þegar um viðkvæm mál er að ræða. IAMES THOT»1» SÍÐASTA BLÓMIÐ Síðasta blómið eftir James Thurber Húmoristinn Thurber var fáum likur, hann átti þá náðargáfu að vera fyndinn án þess að virðast reyna til þess. Yfirleitt verður ekki sagt að hann líti hátterni mannsins með velþóknun eða framtíð hans björtum augum. Eitt helzta yrkisefni hans var það sem hann kallaði „Styrjöld karls og konu”. Hann segir einhvers staðar: „Maðurinn er á hraðri leið til tortímingar, en konan ætlar ekki að fara með honum”. í síðasta blóminu ríkir bjartsýni þrátt fyrir allt. Hér sigrast lífið aftur og aftur á þeim höfuðóvini sínum, sem er stríðsþorsti mannsins. Helgafell gefur út bókina sem er í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Almanak Hins íslenska þjóðvinafólags 1982 Aðalhluti ritsins er Almanak um árið 1982 sem dr Þorsteinn Sæmunds- son stjarnfræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans hefur reiknað og búið til prentunár. Annað efni Þjóð- vinafélags-almanaksins þessu sinni er Árbók íslands 1980 eftir Ólaf Hansson prófessor og ritgerðin Veðurspár dýr- anna eftir dr. Guðmund heitinn Finn- bogason, upphaflega birt í Eimreiðinni 1922. Þetta er 108. árgangur Þjóðvinafé- lagsalmanaksins sem er 184 bls. að stærð, prentað í Odda. Umsjónar- maður þess er dr. Finnbogi Guðmunds- son landsbókavörður og forseti Hins ís- lenska þjóðvinafélags. Forstöðumenn þjóðvinafélagsins auk hans eru: Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður, Einar Laxness menntaskólakennari og for- maður menntamálaráðs, Jóhannes Halldórsson deildarstjóri og dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Greifinn á Kirkjubæ eftir Victoriu Holt Kirkland Revels gnæfði hátt yfir villt og dularfull heiðalöndin í Yorkshire eins og drungalegt steinvirki. í augum saklausrar ungrar brúðar eins og Catherine var þessi forni kastali framúrskarandi rómantískur ... og þá ekki síður hinar ævafornu rústir hins mikla og volduga klausturs, Kirkland Abbey, seiðmagnandi og ógnandi . . . Hún vissi þá ekki enn um hina hræðilega leyndardóma sem duldust innan þessara þykku steinveggja — né heldur að frá þeirri stundu að hún steig inn á þetta nýja heimili sitt, hefði hún stigið yfir þröskuld skelfingarinnar . . . Þetta er 2. útgáfa bókarinnar og út- gefandi er Bókaútgáfan Hildur. Týndi arfurinn eftir Margit Ravn Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér nýjustu bók Margitar Ravn og nefnist hún Týndi arfurinn og er hún ætluð fyrir unglinga á öllum aldri. Vigdís Ross er ung stúlka sem býr ein með roskinni þjónustustúlku og vinnur fyrir sér á skrifstofu. Henni verður ekki um sel þegar henni er tilkynnt bréflega að henni verði send ung frænka hennar frá Ameríku, til uppeldis og eftirlits. Og ekki verður henni minna um að sagt er að frænkan eigi að eiga hjá henni allmikla fjár- upphæð, sem faðir Vigdísar hafi varðveitt. Hún hefir ekki getað fundið neitt um það í skjölum föður síns, sem er látinn fyrir skömmu . . . Hinar vinsælu sögur norsku skáld- konunnar Margitar Ravn frá fjórða og fimmta áratugnum, sem nú eru endur- prentaðar, njóta enn mikilla vinsælda ungra stúlkna. í þeim ríkir að jafnaði bjartsyni og lífsgleði æskunnar þótt geðsveifiur ungra ásta séu oft snöggar og jafnvel örvænting ríki í bili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.