Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1 92., 98. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta í Vesturbergi 78, talinni eign Vals Magnússonar fer fram eftir kröfu Út- vegsbanka íslands og Guðmundar Þórðársonar hdl. á eigninni sjálfri timmtudag 3. desember 1981 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 79., 81. og 85. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta i Torfufelli 21, þingl. eign Bárðar Steingrímssonar fer fram eftir kröfu Kristjáns Stefánssonar og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 3. desember 1981 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á hluta í Kötlufelli 11, þingl. eign Ragnars G. Guðjóns- sonar fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Vcðdeildar Landsbank- ans, Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Landsbanka íslands og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 3. desember 1981 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Möðrufelli 1, þingl. eign Franz Arasonar fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands, Sigurðar Sigurjónssonar hdl., Veð- deildar Landsbankans og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 3. desember 1981 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 30. og 32. tbl. Lögbirtingablaös 1981 á hluta í Fells- múla 18, þingl. eign Bjarna Þorsteinssonar fer fram eftir kröfu Iðnaðar- banka íslands hf. og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudag 3. desember 1981 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 70. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Hvaleyrarbraut 18—24, Hafnarfirði, þingl. cign Lýsis og Mjöls hf., fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóös og Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 4. desember 1981 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 70., 74. og 77. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á cigninni Látraströnd 32, Seltjarnarnesi, þingl. eign Marinós Marinósson- ar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 4. desember 1981 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Melabraut 41, kjallari, Seltjarnarnesi, þingl. eign lluldar Árnadóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 4. desember 1981 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarncsi. Bílbeltin hafa bjargað UMFERÐAR RÁÐ Prestkosningar fara fram á Akureyri nœstkomandi sunnudag, 6. desember, um tvö prestaköll. Annars vegar er um að rœða Akureyrarprestakallsem Jón A. Baldvinsson og Þórhallur Höskulds- son sœkja um. Hins vegar verður kosið um Glerárprestakall en um það sœkja Gylfi Jónsson og Pálmi Matthíasson. Blaðamaður DV á Akureyri hefur rœtt við frambjóðendurna og hér birtist fyrsta viðtalið sem er við Pálma Matthíasson. „Ekki mín reynsla að kirkjusókn fari þverrandi” — segir Pálmí Matthíasson „Mér hefur alltaf fundist aö „heima” væri d Akureyri jafnvel þó ég hafi búið langtimum á öðrum stöðum. Ræturnar eru svo sterkar, þær toga f mann og á Akureyri á ég flesta mina ætt- ingja og vini”, sagði sr. Pálmi Matthiasson annar umsækjenda um Glerárprestakall á Akureyri i samtali við Vi'si. Pálmi er fæddur og uppalinn á Akureyri sonur hjónanna Jö- hönnu M. Pálmadóttur og Matt- hiasar Einarssonar lögreglu- vatnssýslu. Pálmi sagði það ekki sina þjóns. Pálmi lauk stiídentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1977. Sama ár var Pálmi vigður tii Melstaðarprestakalls i Hiinaþingi og fór vigslar. fram i Akureyrarkirkju. Hefur Pálmi þjónað þvi prestakalli siðan með aðsetri á Hvammstanga. Eigin- kona Pálma er Unnur ólafsdóttir og eiga þau 6 ára gamla dóttur, Hönnu Mariu. Unnur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um i Reykjavlkog siðan kennara- prófi frá Kennaraháskóla Islands 1977, bæði i almennri kennslu og handavinnukennslu. Hefur Unnur kennt við Hvammstangaskóla og Tónlistarskóla Vestur-Húna- reynslu aö kirkjusókn færi þverr- andi. Þvert á móti hefði kirkju- sókn aukisti Melstaðarprestakalli á undanförnum árum. Mætti þakka það aukinni þátttöku kirkjunnar i félagsstarfi. Jafn- framt tækju leikmenn vaxandi þátt i' kirkjustarfinu. Einnig sagðist Pálmi hafa tekið upp létt- ara messuform, þar sem leik- menn legðu sitt af mörkum með predikunum og söng. Þá hefði það gefist velaðfæra messutimann til kvöldsins. T.d. hefðu aðventu- kvöldin notiðmikilla vinsælda og sagöist Pálmi hafa átt margar ánægjulegar sam verustundir með sóknarbörnum sinum i jóla- mánuðinum. Pálmi sagðist leggja mikla áherslu á æskulýðsstarf, sem fram færi i samvinnu við skólana og ungmennafélögin. 1 þvi sam- hengi minntist hann á fermingar- undirbúninginn; Sagðist Pálmi hafa komiö á þriggja daga mót- um i samvinnu við nágranna- presta, til lokaundirbúnings með börnunum fyrir ferminguna. „Allar aðgerðir kirkjunnar til móts við fólkiö skila sér i aukinni kirkjusókn.Sóknarbörnin eru lika tilbúin að leggja á sig vinnu við safnaðarstarfiö enda gerir presturinn ekki mikið einn og óstuddur”, sagði Pálmi. Pálmi sagðist hiklaust fara inn á sömu brautir i safnaðarstarfi á Akureyri enda væru mögu- leikarnir meiri I stærra byggðar- lagi. En það er engin kirkja i Glerárhverfi. Pálmi var spurður hvort aðstöðuleysiö i hverfinu komi ekki til með að há verðandi sóknarpresti? ,,Það er rétt aðstaðan er ekki eins og best verður á kosið”, svaraði Pálmi. „Þaö má hins vegar með góðu móti nota skól- ann og kirkjuna i Lögmannshlið þar til úr rætist. Það er trú min að dugmikið áhugafólk i Glerár- hverfi bæti þarna um áður en langt um liður. Legg ég þá áherslu á að byrjað verði á safnaðarheimili en sjálf kirkju- byggingin verði byggð i öðrum áfanga. Þaö hafa nefnilega marg- ir brennt sig á þvi að hugsa stdrt og byrja á kirkjubyggingu. 1 safnaðarheimili gefst kostur á að koma af stað öflugu félagsstarfi innan sóknarinnar. Þar þarf einnig að innrétta hlýlegan sal til kirkjulegra athafna þar til kirkj- an verður byggð”. — En hvað gerir Pálmi þegar presturinn á fri? Fritimi prestsins er ekki mikill og þær stundir sem gefast vilja nýtast illa”, svaraði Pálmi. „Prestur verður að hlýða kalli hvenær sem það kemur og þá er ekki spurt um staö né stund. Ég er afskaplega félagslyndur og hef gaman af að starfa með fólki. Frftlmi minn á Hvamms- tanga fer þvi mikið i ýmiskonar félagsstarfsemi t.d. við æskulýðs- og iþróttamál. Nú, ég er af sjó- mönnum kominn og hef gaman af að bregða mér ,,á skak” eða þá i lax eða silung. Ef timi gefst til heima við með fjölskyldunni hlustum við hjönin gjaman á góða tónlist gluggum I bók eða þá dundum okkur við handavinnu, ég við smiðar og Unnur viö það sem kvenlegra þykir. — Hvað um prestkosningar. Pálmi var spurður hvort hann væri sáttur við það fyrirkomulag sóknarbarna við að velja sér prest? „Prestkosningar hafa marga galla, þvi er ekki að leyna, en ég fæ ekki séð betri kost. Það hefur verið bent á þá leið að sóknar- nefndir tilnefni prest. Ég held að það sé sist betri kostur en kosningarnar. Einnig hefur þvi verið hreyft að eðlilegast væri að ráðherra veittiprestaköll, eins og hverjar aðrar opinberar stöður. Þá er búið að draga pólitik inn i spilið og ég dregi efa að það veröi til blessunar fyrir kirkjuna. Jákvæði þátturinn við prest- kosningarnar eru þau kynni sem undirbilningurinn leiðir til. Viö reynum að hitta sem flestsóknar- börn i þeim prestaköllum sem við sækjumst eftir meö heimsóknum eða öðru móti. Það er min hjartans ósk að undirbúningur kosninganna megi fara friösamlega fram. Það eru ekki mennirnir einir sem skipta máli, heldur sá boöskapur sem kirkjan hefur að flytja. Þar má ekki falla blettur á”, sagði Pálmi Matthiasson. GS/Akureyri Pálmi Matthiasson, ásamt dóttur sinni, Hönnu Maríu. .(Ljósm. GS)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.