Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. 7 ndur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hope segir einnig að sér finnist óeðlilegt að aðeins fólk, sem þarfnist sjúkrahússvistar eða lyfja, njóti kunnáttu sérfræðinga, þó hún telji þennan hóp eiga rétt á fullkominni þjónustu. Það er mikið rétt hjá Hope, að vissulega þyrftu fleiri að njóta starfs- krafta sérfræðinga. Réttara hefði samt verið að segja, að aðeins hluti þéirra, sem veikastir eru, njóti aðstoðar sérfræðinga. Margir njóta nefnilega engrar aðstoðar frá þeim, þrátt fyrir alvarleg veikindi, en mega í stað þess éta það sem úti frýs , í þeirra orða fyllstu merkingu. Hopte segir jafnframt, að fólk eigi ekki að þurfa að vera sjúklingar til þess að geta lært meira um sjálft sig. Ég vissi ekki til þess, að sjúklingar lærðu mikið um sjálfa sig, svona yfír- leitt, nemaþá undantekningarnar. Kannski að einhverjir af öllum þeim fjölda, sem styttir sér aldur, hafi lært of mikið um sjálfa sig i meðferðinni, eða hvað haldið þið? Ég vona að fleiri láti í sér heyra um geðheilbrigðisntálin. Geðheilbrígðismálin: reynið hinar óviðjafnanlegu ^ffi^pure olanf oe „OFSALEGA GÓÐAR' Æ EPIGLOW kremin eru óviðjafnan- lega létt og mjúk og mild ucfs Snyrtivörur, unnar úr hreinum plöntu- efnum eingöngu Eitt besta snyrtivöru- merki sem hefur verið fáanlegt hér Ekki dýr vara krem, rakamjólk, hreinsimjólk shampoo, handóburður maskar o.fl., eru allt óviðjafn- anlega dásamlegar vörur. Útsölustaðir eru: fyrir konur og karla Vesturbæjar Apótek Glæsibær, snyrtiv. Lyfjab. Breiðholts Árbæjar Apótek Hafnarborg Laugarnesapótek Ócúlus, snyrtiv. Háaleitis Apótek Garðs Apótek Holts Apótek Laugavegs Apótek Borgar Apótek Aukum ekki veg fordómanna Margrét Sveinsdóttir skrifar: Nýlega birtust í blaðinu tvær greinar um geðheilbrigðismál, önnur eftir Andreu Þórðardóttur og hin eftir Hope Knútsson. Grein Andreu fjallaði um sam- vizkufangana okkar hér á landi og var þörf fræðsla um þann mikla blett, sem það er, að fangelsi komi í stað sjúkrahúss. Grein Hope varð mér hins vegar töluvert undrunarefni og get ég ekki látið hjá líða að gagnrýna það sem mér þótti miður fara. í greininni, sem ber heitið „Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í”, varð mér eftirfarandi setning mestur þyrnir í augum: . . . „hver sá, er leita vill hjálpar, jafnvel með minni háttar mál, verður að sækja um hjálp á stofnun og vera þar með stimplaður „sjúklingur”. Þetta er mörgu fólki óyfirstiganlegur þröskuldur.” Mér er spurn. á kannski að koma á laggirnar einni stofnun fyrir mikið 'brjálaða, annarri fyrir svolítið brjál- aða, og þeirri þriðju fyrir pínulítið taugaslappa — til þess að auka nú veg og vanda allra fordóma og vel það? Hvers á fólkið, sem neyðist til þess að nota hjálp hinna „voðalegu” stofnana að gjalda? Á að byrgja brunninn ofan á það lifandi, eða eigum við kannski að merkja það, skrifa á það „sjúkling- ur”, innan gæsalappa auðvitað, til þess að allt sé nú sem nærgætnast? Þá ættu aðrir að geta labbað inn á stofnanirnar, því að öllum væri þá Ijóst að þeir væru ekki meðal hinna alveg snar, þið vitið. Eigum við að fara út í svona lág- kúru, i stað þess að berjast á móti fordómunum og bæta þessar stofn- anir fyrir alla, hvort sem þeir eiga við stór eða smá vandamál að stríða? Þá hyrfu fordómarnir kannski með tím- anum. Reglur íþróttaráðs Reykjavíkur úreltar? segir kraftlyftíngamaður Stefán Svavarsson hringdi: Mér þykir leitt að Haukur Bjarna- son, rannsóknalögreglumaður, skuli ekki vera sammála orðum mínum í Vísi, 25. nóv. sl. Ég viðurkenni fúslega að mér var ekki kunnugt um reglur íþróttaráðs Reykjavíkur varð- andi lögheimili íþróttamanns Reykjavíkur, því að ég hélt að valið grundvallaðist á hvar maðurinn keppir. Persónulega finnst mér þessar. reglur vera úreltar og út í hött og tími til þess kominn að endurskoða þær og gera síðan öllum íþróttagreinum jafnhátt undir höfði. Hvað heldur þú siðan, Haukur Bjarnason, að það séu margir íþróttamenn hér á landi, sem staðið hafa „í eldlínunni” í tugi ára, án þess að fá eina eða neina viðurkenningu fyrir það? Sízt ætlaði ég mér raunar að sverta nafn Marteins Geirssonar á nokkurn hátt, enda þekki ég hann ekkert. Það er rétt að Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingamaðurinn kunni, á ekki lögheimili hér í Reykjavík, en hann hefur samt búið hér síðustu tvö árin og hefur keppt fyrir KR síðustu 4 ár. Hvernig stendur þá á þvi, að hann Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftinga- maður, keppir fyrir KR. Stefáni Svavarssyni finnst þvi að Jón Páll hefði átt að koma til álita sem íþróttamaður Reykjavíkur, þótt hann eigi ekki lögheimili i Reykjavík. getur keppt fyrir íþróttafélag í Reykjavik, ef Iögheimilið skiptir öllu máli? Jón Páll hefur tvisvar sinnum fengið silfur á Evrópumeistaramóti, sett fjöldann allan af Evrópumetum, orðið Norðurlandameistari 2 ár í röð og fékk núna seinast bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Calcutta á Indlandi, þar sem hann og Skúli M. Óskarsson kepptu við mjög erfiðar aðstæður. Jón Páll hefur síðan orðið íslandsmeistari alla vega þrisvar sinnum, að öllum íslandsmetum hans ógleymdum. Þetta er frábær árangur, ekki satt? Jón Páll Sigmarsson er kominn í röð beztu kraftlyftingamanna heims, en er hógvær mjög, enda drengur góður. Ég veit að honum likar ekki þessi blaðaskrif min, en ég get ekki orða bundizt. Okkur kraftlyftingamönnum finnst fjölmiðlar gera okkar íþrótt of lítil skil, ekki sízt þar sem við eigum nú minnst þrjá menn á heims- mælikvarða, þótt við höfum aldrei haft neinn lærðan þjálfara. Fríða Á. Sigurðardóttir: SÓLIN OG SKUGGINN JökullJakobsson: SKILABOÐ TIL SÖNDRU Fyrsta bók Fríóu, smásagnasafniö „Þetta er ekkert alvarlegt“, sem út kom í fyrra, vakti almenna athygli og umtal bókamanna. Sólin og skugginn er fyrsta skáldsaga hennar og munu bókamenn ekki síður fagna útgáfu hennar. Sagan er þrungin áhrifamagni, snertir og eggj- ar og er rituö á óvenju fögru og auðugu máli. Þetta er saga um frelsi og helsi mannsins, lífsástina og dauðann, saga af fólki, grímum þess, brynjum og vopn- um, — hún er saga mín og þín. Sólin og skugginn er bókmenntaviðburður. SklLABOP TIL SÖNPRU Æ Jökull Jakobsson hafði gengið frá hand- riti þessarar bókar aðeins fáum mánuð- um fyrir lát sitt. Sagan spegtar alla beztu eiginleika hans sem rithöfundar, frásögnin er lipur og lifandi, stór- skemmtileg og bráðfyndin, en undir niðri skynjar lesandinn alvöru lífsins, vandamál samtímans. Meinfyndnari og háðskari bók er ekki á bókamarkaöi í ár. Aðdáendur Jökuis Jakobssonar eru svo sannarlega ekki sviknir af þessari síðustu bók hans. Hún leiftrar af frásagnargleði og fjöri. SKUGGSJÁ BÓKABÚD OUVERS STEINS SE SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.