Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. 10 ítö/sk reyrhúsgögn nýkomin Formfegurð og gæði cSb NýborgE O Ármúla 23 Sími 86755 KVIKMYNDAMARKAÐURINN VIDEO ☆ TÆKI ☆ FILMUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 19 (KLAPPARSTÍGSMEGIN) SÍM115480 GARDÍNUKAPPAB Skrautíistar Hurðagerekti Kverka/istar Mákrú^&biciiti VESTURGÖTU 21 - SÍMI21600 Húsnæði óskast — Féiagasamtök Félagasamtök óska eftir skrifstofuhúsnæði í Reykjavík sem fyrst, og ekki síðar en um áramót. Má einnig vera sæmilega rúmgóð íbúð, því að starfsemi félagsins fer næstum eingöngu fram um sima og póstþjónustu. Upplýsingar leggist inn á upplýsingaþjónustu DB & Vísis merkt „H-38”. Afsiáttarkort Það borgar sig að ganga í KRON. Nýir félagsmenn fá 10% afsláttarkort, sem gilda til 16. desember. Kortin eru afhent á skrifstofu KRON, Laugavegi 91, kl. 9—16. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: Stöður hjúkrunarforstjóra við heilsugæslustöðvarnar á Daivík og Selfossi og stöður hjúkrunarfræðinga við heilsu- gæslustöðvarnar í Árbæ í Reykjavík, Vík í Mýrdal, Laugarási í Biskupstungum, Kirkjubæjarklaustri, Djúpa- vogi, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf að hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 2. desember 1981. HÖFN UNDIR ÍSNUM V Kqfbáturinn leggst ofan á sérstakan lendingar pall, og leidsla, sem liggur milli lands og palls, er tengd lestunarkerfi hans. ~\ ■\hö/n. \ chirn_i* \ sljórrifHillur \ lU'ndini’arpullur Cargo tanks Gasinu dælt úr eda i sex lestargeyma. I t’mul kafháts JS7 m t'i)u 44S ni. | 'Leidslur á hafshotninum flytja gasió i vökvaformi frá landi til lestunar. eða til lands vidlosun. Útlönd Útlönd Útlönd Ollukafararnir eru hugsaðir jafnstórir stærstu olfuskipum. RISAKAFBATAR TILGAS-OG OLÍUFLUTNINGA 1 Prudhoe-flóa í Alaska er að finna auðugustu jarðgaslindir. sem menn þekkja til í Norður-Ameríku. — En Prudhoe-flói er norður á hjara veraldar (um 500 mílur norðan heimskauts- baugs) og vandinn er sá að koma þessu gasi á orkuhungraðan markaðinn. í kafi undir heimskautaísn- um Stórfyrirtækið General Dynamics lagði nýlega fram hugmyndir til lausnar þeim vanda, og gætu þær verið teknar beint út úr ævintýrum Jules Verne. Þeir hjá General Dynamics ala á vonum um að smíða flota risavaxinna neðansjáv- arolíuskipa. Einskonar tankkafskipa, því að kafbát er naumast unnt að kalla 950 þúsunda smálesta skip. Með þessum ferlíkjum er hugmyndin að ferja jarðgasið til hafna á austurströnd Kanada og í Evrópu. Ef einhverjir ætla nú við þennan lest- ur, að þeir hjá General Dynamics hafi lesið yfir sig af vísindareyfurum, má benda á, að General Dynamics rekur stærstu skipasmíðastöð Bandarikjanna og hefur hannað og smiðað kjarnorku- kafbáta fyrir Bandaríkjaflota og fjölda risaolíuskipa. Tækniþekking þeirra hefur lagt mikið af mörkum til köfun- arþróunar og geimferðaþróunar. — Þessir hugvitsmenn telja það bæði tæknilega gerlegt og viðskiptalega hag- kvæmt að framleiða risaolíuskip til neðansjávarsiglinga í einmitt þessu augnamiði. Stærri en 4 knattspyrnuvellir Hver olíukafari á samkvæmt þessum hugmyndum að flytja 37 milljón gallon af jarðgasi í vökvaformi, kælt niður í mínus 260 gráður á Farenheit. En ráða- gerðin felur í sér, að endastöðvar þess- ara skipa verði neðansjávarhafnir, þar sem þau lesti og losi án þess að koma uppáyfirborðið. General Dynamics segist geta smíðað módel, annað fyrir 387 metra langt og hitt 488 metra gaskafara. Jafnvel styttra skipið yrði lengra en fjórir knattspyrnuvellir samanlagðir og eins stórt og hvert það risaolíuskip, sem núsigliráhöfunum. 700 milljónir stykkifl Og likt og kjarnorkukafbátar flot- ans, sem athafna sig undir heimskauta- ísnum án nokkurra erfiðleika, þá mundu þessir gaskafarar vera útbúnir með fullkomnustu rafeindasiglinga- tækjum til að afstýra neðansjávar- árekstrum eða slysaströndum. — Þessir kafbátar yrðu ódýrari í rekstri en hefð- bundnari olíuskip, sem útbúin eru eins og ísbrjótar, og í kyrrðinni niðri í djúpinu geta þeir athafnað sig allan ársins hring óháðir veðri eða ástandi íssins. Hver þessara farkosta mundi kosta 700 milljónir dollara í smiði, en allur flotinn, sem menn hafa í huga, mundi kosta 20 milljarða dollara. Hefur General Dynamics þegar hafið viðræð- ur við vestur-þýskar skipasmíðastöðvar um að steypa saman alþjóðafyrirtæki, sem annast gæti þetta hrikalega verk- efni. Til mótvægis gassölu Sovét- manna Þessar hugmyndir og áætlanir njóta velþóknunar bandaríska utanríkisráðu- neytisins, því að í Washington hafa menn áhyggjur af því, að Vestur- Evrópa verði of háð Sovétrikjunum um gas, þegar gasleiðslan mikla frá Síberiu hefur verið tekin í gagnið. Gas frá Prudhoe-flóa gæti komið til mótvægis. 1 upphaflegum áætlunum gerir General Dynamics ráð fyrir að þessir risakafbátar flytji Alaska-gasið til Wil- helmshaven i ý-Þýskalandi, en eins mætti flytja það á Bandaríkjamarkað, því að hin fyrirhugaða 4.800 mílna gas- leiðsla frá Prudhoe-flóa til San- Francisco og Chicago er strönduð á teikniborðinu vegna skorts á fjár- magni. Þótt ein af nefndum Banda- ríkjaþings hafi samþykkt nýja fjár- mögnunaráætlun um lagningu leiðsl- unnar, þá þykir allt í óvissu um, hvort nokkurn tíma verði ráðist i hana. (Hndursagt úr Ncwsweek.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.