Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fjöldi þingmanna einstakra flokka eftir úrslitin í kosningunum í gær (innan sviga töpuð eða unnin þingsæti): Jafnaðarmannaflokkkur 59(—9) Ihaldsflokkur 26( + 4) Vinstri 21(—1) Sósíalíski þjóðarfl. 20( + 9) Framfaraflokkur 16(—4) Miðflokkur 15(+ 9) Róttækir vinstri 9(—l) Vinstri sósíal. 5(—l) Kristil. þjóðarfl. 4(— 1) Þingkosningamar í Danmörku: Anker Jörgensen segir af sér í dag STJÓRNARMYNDUN TOR- VELD EFTIR ÚRSUTIN Goodyear snjóhjólbarðar eru hannaðir til þess að gefa hámarks grip og rásfestu í snjóþyngslum og hálku vetrarins Þú ert öruggur á Goodyear Gunnlaugur A. Jónsson frá Lundi: „Við skulum soTa á þessu og við skulum sofa vel og lengi,” sagði Erhard Jacobsen, formaður danska Miðflokksins, þegar úrslitin í þing- kosningunum voru ljós í Danmörku upp úr miðnættinu. Erhard Jacobscn: Gruflar yfir flókinni stöðu í refskák danskra stjórnmála. GOODWYEAR GEFUR e'RETTA GRIPIÐ VETRAR Flokkur hans hafði óvænt bætt við sig 9 þingsætum. Verður hann að teljast sigurvegari kosninganna ásamt Sósíalíska þjóðarflokknum, sem einnig vann 9 þingsæti. Staðan á danska stjórnmálasviðinu er hins vegar svo flókin eftir úrslidn í gærkvöldi, að mjög ótrúlegt er talið, að takist myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir jól. — Er ekki talið fráleitt, að boða verði fljótlega aftur til nýrra kosninga. Eins og búizt hafði verið við, tapaði 'Jafnaðarmannaflokkur Anker Jörgen- sens miklu fylgi. Missti hann alls 9 þingsæti. Það flækir stöðuna, að stærstu borgaraflokkarnir (íhalds- flokkurinn og Vinstri, sem er í raun hægri flokkur, þrátl fyrir nafnið) áttu ekki þeirri velgengni að fagna, sem skoðanakannanir höfðu bent til. — íhaldsflokkurinn vann 4 þingsæti. Vinstri tapaði I. Það er því engan veginn víst, að borgaraleg stjórn taki við i Dan- mörku. + „Það er ákaflega erfitt að sjá, hvernig hægt er að mynda meirihluta- stjórn út frá þessari samsetningu þingsins,” sagði Anker Jörgensen for- sætisráðherra. — Hann lýsti því yfir strax fyrir miðnætti í gærkvöldi, að hann mundi'í dag ganga á fund drottn- Anker Jörgensen, forsætisráðherra: Hann segir af sér i dag. ingar og biðjast lausnar fyrir rikis- stjórnina.-- Formenn hinna flokkanna virðast honum sammála um þetta. Mogens Glistrup, formaður Fram- faraflokksins, sem tapaði 4 þing- sætum, sagðist treysta Erhard Jacob- sen bezt til þess að mynda meirihluta borgaralegu flokkanna sex. — Líkur á slíkri stjórn eru þó harla litlar, þar sem Henning Cristophersen, formaður Vinstri, hefur hafnað öllu samstarfi við 'Framfaraflokkinn. Alls buðu 13 flokkar frani til kosninganna og fengu 9 þeirra menn kjörna á þing. — Réttarsambandið þurrkaðist alveg út af þingi, þegar það tapaði öllum fimm þingsætum sinum. FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Tölvustýrd jafnvægisstilling ÁMÓTI BARNEIGNUM Stjórn S-Kóreu hefur ákveðið að húsnæði og gangist annað hjónanna leggja aukaskatt á þá sem eiga þrjú undir ófrjósemisaðgerð fær fjöl- börn eða fleiri til að setja hömlur á skyldan bæði skatta- og húsaleigufrá- óæskilega fólksfjölgun. Hjón með drátt. aðeins eitt barn eru látin ganga fyfir um HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 RÆNDA VÉUN TIL ÍRANS Líbýska farþegavélin, sem rænt var yfir Ítalíu á mánudag, lenti á alþjóða- flugvelli Teheran í morgun snemma. Um borð í henni voru 35 farþegar, auk áhafnar. Yfirvöldí íran urðu við beiðni líbýska sendiráðsins í Teheran og leyfðu lendingu vélarinnar, sem kom frá Beirút í nótt. Standa nú yfir samningaviðræður við ræningjana. Ræningjarnir hafa komið við í AþenuogRóm, auk Beirút. Þeirsegjast hafa rænt vélinni til þess að beina athygli heims að máli trúarleiðtoga Shiite-múslima í Líbanon. Þeir halda því fram, að hann sé á valdi Gaddafi leiðtoga í Líbýu. Moussa Sadr, imam þeirra Shiite-manna, hvarf í heimsókn í Libýu 1978.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.