Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþ „Utlitið er orðið dökkt” — segir Gísli Gíslason eftir tap ÍS fyrir KR í úrvalsdeildinni í gærkvöldi ,,Það er ekki annað hægt að segja en að útlitið sé dökkt hjá okkur. Við urðum að sigra KR í þessum leik og síðan ÍR á fimmtudaginn til að eiga möguleika á að bjarga okkur frá falli,” sagði Gísli Gislason, landsliðsmaður ÍS í körfuknattleik, eftir leik ÍS og KR í úrvalsdeildinni í gærkvöldi, þar sem ÍS tapaði 98—76. ÍS barðist hetjulegri baráttu gegn KR- ingunum og saumuðu að þeim um tíma í siðari hálfleiknum. Staðan i hálfleik var 46—34 KR í vil en ÍS náði að minnka í 5 stig 59—54 og héldu þeim mun í 67 —62. Þeir misstu þó allan takt er á síðari hluta leiksins leið og KR-ingarnir þutu þá fram úr. Kepptust þeir við í lokin að komast yfir „100 stiga múrinn” en Stórieikir í körfu og blaki Einn leikur verður í 1. deildinni í körfuknattleik i kvöld. Þá leika i íþróltahúsinu í Keflavik ÍBK og Grindavík og hefsl leikurinn kl. 20. Þá verður risaslagur í 1. deild karla í blaki í kvöld þegar Þróttur og IS mæt- ast í Hagaskólanum kl. 20. tókst ekki, þrátt fyrir að Stewart John- son fengi þrjú færi til að skora stigin sem á vantaði á síðustu sekúndunum. Stewart var mjög atkvæðamikill í sókninni i þessum leik og skoraði 40 stig. í vörninni bar oft minna á honum enda hann ekki alltaf að flýta sér um of í hana. Garðar Jóhannsson var einnig drjúgur við að skora, gerði 28 stig, og Jón Sigurðsson átti nú sinn bezta leik með KR í langan tíma og gerði 14 stig fyrir utan allt annað. Hjá ÍS voru „gömlu KR-ingarnir” Árni Guðmundsson og Gísli Gíslason beztir — Ámi með 16 síig og Gísli 13. Dennis McGuary skoraði 25 stig og Bjarni Gunnar 18 stig. Staðan eftir leikinn i gærkvöldi: Fram 9 8 1 768—681 16 Njarðvík 9 8 1 748—669 16 Valur 8 4 4 627—613 8 KR 8 3 5 603—635 6 ÍR 8 2 6 587—645 4 ÍS 8 0 8 600—690 0 NÆSTU LEIKIR: ÍS—ÍR á fimmtudagskvöldið, ÍR— UMFN á laugardag, og KR-Fram á sunnudag. -klp- STÆRÐIR: S-M-L Verð kr. 220 Litir: biátt/rautt, Ijósblátt/drappl. brúnt/drappi. MIKIÐ ÚRVAL AF PEYSUM VÖRUHÚSIÐ Trönuhrauni 6 (viö hiiöina á Fjarðarkaup • Hafnarfirði. Sími51070. Það hefur ekki gengið sem bezt i bandarísku knattspy endunum fjölgi. Stjörnunum fækkar og allur tilkostnaði um í leik á milli Cosmos og Tulsa Roughneck, m.a. Van og Jóhannes Eðvaldsson. Hann er þarna að fá „gula ! bandarisku knattspyrnunni en nú er hugmyndin að hætts Tap gegn Svíþjóð ÍHM í Portúgal: Island á þó enn mög á þrið ja sætinu í kep „Þrátt fyrir tapið gegn Svíum eigum við enn möguleika á að keppa um þríðja sætið í heimsmeistarakeppninni. Til þess að svo megi verða þurfum við að vinna Frakka með miklum mun á fimmtudag og á sama tíma þurfa sovézku heimsmeistararnir að taka Svía í karphúsið. Það er alls ekki útilokað,” sagði Heimir Karlsson, einn af leikmönnum isl. liðsins í HM unglinga, þegar DV náði tali af honum í Lissabon í gærkvöld. íslenzka liðið iék við Svía i gær og tapaði með tveggja marka mun, 24—22. Slæmt tap en þar sem Svíar töpuðu fyrir Frökkum í ríðlakeppninni, 16—15, og þau úrslit telja í átta-liða úrslitakeppninni er ekki öll nótt úti. „Það var slæmt að tapa fyrirsænska liðinu. Það var að minu áliti slakt en lánið var ekki með okkur. Til að mynda voru tvö vítaköst misnotuð i leiknum. Þeir Kristján Arason og Brynjar Harðarson hittu ekki markið. Svíar náðu um tíma sjö marka forystu, 19—12, en ísland saxaði mjög á for- skot þeirra. Leikið maður á mann síðustu fjórar mínúturnar eins og við gerðum gegn Hollandi. Það var að mínu áliti of seint gripið til þeirrar leikaðferðar en það er hægt að vera vitur eftir á,”sagði Heimir ennfremur. ísland skoraði tvö fyrslu mörkin í leiknum. Svíum tókst að brúa það bil og höfðu tvö mörk yfir í hálfleik, 13—11. Leikur íslands var ekki góður í byrjun s.h. og Svíar komust i 14—II og síðan 19—12. Þegar nokkrar mín. voru eftir var staðan 22—16 fyrir Svía en lokakaflann skoraði ísland sex mörk gegn tveimur Svíþjóðar.' Heimir taldi að þetta hefði verið bezti leikur íslands hingað til í keppninni og sjaldan eða aldrei betri möguleikar á að vinna Svia og í gærkvöld. Þorgils Óttar Mathiesen var markhæstur Dýrlingarnir þoldu ekki taugaspennuna Dýrlingarnir frá Southamplon léku við Brighton á heimavelli í gærkvöld í 1. deildinni ensku í knattspyrnunni. Höfðu í fyrsta skipti i sögu félagsins möguleika á að komast í efsta sæti deildarinnar. En það fór á annan veg. Brighton vann öruggan sigur, 0—2, og voru bæði mörkin skoruð á fimm minútna kafla i síðari hálfieiknum. Leikmenn Brighton komu til nágranna- borgar sinnar á suðurströndinni án tveggja lykil-leikmanna, Mick Robinson, sem er meiddur á hné og fer í uppskurð innan fárra daga, og Jimmy Case, sem er i leikbanni. En fjarvera þessara sterku manna var ekki greind í öguðu liði Brighton. Southampton komst ekkert áleiðis. Átti varla skot á mark, sem hægt var að nefna þvi nafni. Fyrirliðinn Steve Foster hélt Kevin Keegan aiveg í skefjum. Brighton hefði átt að ná forustu í fyrri hálfleik en Ryan fór illa að ráði sinu. Reyndi markskot og tveir félagar hans dauðafríir. Katalinic varði. Um miðjan s.h. greiddi Brighton Dýrlingunum hins vegar rothöggið. Andy Ritchie, fyrrum leikmaður Man. Utd. skoraði með þrumufleyg af 30 metra færi og Fimm mín. síðar gulltryggði Steve Gatting, áður Arsenal, sigur Brighton. Áhorfendur voru fjölmargir og reiknuðu fyrir leikinn með að Southampton mundi komast á toppinn í fyrsta sinn. En við tapið er liðið á- fram í þrðja sæti. Tveimur stigum á eftir Man. Utd. og lpswich. lpswich hefur leikið tveimur leikjum minna en hin liðin. Við sigurinn færðist Brighton hins vegar upp í sjötta sæti í 1. deild. Hæsta sem liðið hefur komizt í 1. deild. Hefur 27 stig eins og Arsenal en betri markamun. Hefur hins veg- ar leikið 18 leiki, Arsenal 16. hsím. LANDSLIÐI MEÐ MAR( l.andsliöshópurinn í körfuknattleik karla, semleika á gegn Pólverjum og Hollendingum um áramófin, hefur verið valinn. Hópurinn var tilkynnlur í gærkvöldi og eru í honum sjö leikmenn sem ekki hafa áður leikiö með A- landsliðinu. Það eru þeir Hálfdán Markússon, Hauk- um, Pálmar Sigurðsson, Haukum, Bcnedikt Ingþórsson, ÍR, Hjörtur Oddson, ÍR, Viöar Vignisson, ÍBK, Jón Steingrímsson, Val, og Hreinn Þorkelsson, Grindavík. í hópnum eru 19 menn og eru það þessir Arsenal féll í f ramlengii — Meistarar Liverpool í deildabikamum sigruðu 3-0 á Anfield í gae Liverpool, meistararnir í enska deilda- bikarnum, unnu stórsigur á Arsenal, 3—0 á Anfield í gærkvöld og tryggðu sér þar með rétt í 8-liða úrslit deildabikarsins. Leika þá við Barnsley á heimavelli. En það þurfti framlengingu til á Anfield í gær. Jafnlefli 0—0 eftir venjulegan leiktíma og Arsenal jafnvel betra íiðið. En í framlengingunni náði Liverpool sínu bezta og þá var ekki aö sökum að spyrja. Liverpool, sem heldur til Tokíó í dag til keppni um heimsmeistaratitil félagsliða, var án Phil Thompson og Ron Wheelan. Alan Kennedy kom inn sem bakvörður og Sammy Lee, sem framvörður. Hjá Arsenal vantaði Pat Jennings og John Devina. George Wood kom í markið og var bezti maður Arsenal. Stewart Robson, 17 ára bakvörður, hélt stöðu sinni frá West Ham leiknum. í venjulegum leiktíma voru markverðir liðana beztu menn á vellinum. Arsenal komst næst því að skora er Nicholas átti skot í þver- slá. Grobbelaar varði oft vel og hinum megin Wood tvívegis snilldarlega frá McDermott og Lawrenson. Knötturinn fór í þverslánaog Dalglish var klaufi að skora ekki. Leikurinn miklu betri en þegar liðin léku á Highbury í fyrri viku. Áhorfendur aðeins 21.375. Craig Johnson, sem kom inn fyrir Lee, skoraði fyrsta mark leiksins á 95. mín. Wood hefði ef til vill átt að verja að sögn frétta- manna BBC. Skömmu síðar felldi Whyte Ian

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.