Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. FATABREYTINGAR Nýjar bækur Nýjar bækur Breytum og lagfærum fatnaðinn á alla fjölskylduna. Lagfærum einnig mokkajakka og -kápur. Buxurnar með víðu skálmunum eru komnar úr tízku. Ath. Það er hægt að gera þær sem nýjar. Fataviðgerðin Drápuhlíð 1. °o■amí »8 94^ HANNYRÐAVERZLUNIN " JAVI Gefið skemmtilega jólagjöf Eigum hannyrðavörur í stórum og smáum pakkningum, einnig áteiknaðan stramma. HANNYRÐAVERZLUNIN JAVI DRÁPUHLÍÐ 1. VIDEO-ICE BRAUTARHOLTI22 - SÍMI22255. Vorum að taka upp nýja sendingu af VHS myndefni. Eigum von á BETA-Max myndefni. Leigjum út video tæki fyrir VHS myndefni. Opið: 2—8 alla daga nema laugardaga og kl. 2-4. • Spilar hvaða lagsem er með aðeins einum fingri. • Engin sérstök þjálfiin eða hœfileiki nauðsynlegur Bankastræti 8 — Sími 27510 Þá læt ég slag standa eftir Magnus Bjamfreðsson Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf hef ur gefið út bókina Þá læt ég slag standa — Loftur Einarsson segir frá ævintýra- ilegu lífshlaupi sínu heima og erlendis. Bókin er skráð af Magnúsi Bjarnfreðs- syni. | Sennilega eiga fáir íslendingar eins ævintýralegt lífshlaup og Loftur Einarsson, eða „Loftur j-íki” eins og hann er oft kallaður, en þótt Loftur beri þetta viðurnefni hefur hann ekki ,alltaf verið ríkur af veraldlegum auði, heldur þvert á móti stundum alls ekki átt málungi matar. En Loftur Einarsson hefur borið margt við um dagana. Hann hefur t.d. rekið hótel á Akureyri og grætt þar á tá og fingri, en siðan tapað öllu austur í Vaglaskógi. Hann kom sér einnig upp hóteli á Spáni, en þar missti hann allt i syndaflóði og varð að flýja und- an Francólögreglunni, hann var lengi búsettur í Grimsby og hjálparhella ís- lenskra sjómanna þar í borg við alls- konar útréttingar, hann var öryggis- vörður og tollvörður á Keflavikurflug- velli og síðar stóð hann í stórsmygli framan við byssukjafta dáta Gaddhafís í Líbýu. Hann stofnaði naglaverk- smiðju í Borgarnesi með Halldóri E. og fleiri góðum mönnum og er nú að koma upp fyrirtæki á Suðurnesjum. Ekki má heldur gleyma því að Loftur hefur alla tíð þótt afburðasnjall kokk- ur, og veislur hans rómaðar, þótt hrá- efnið hafi ef til vill ekki alltaf verið fyrsta flokks, eins og t.d. þegar hann steikti hund ofan í Reykhyltinga á sín- um tíma. Kvenfólk kemur töluvert við sögu hjá Lofti, en það var með það eins og peningana, — ekki var alltaf auðvelt aðhaldaíþað. Bókin Þá læt ég slag standa er sett og umbrotin hjá Leturvali sf., prentuð hjá Hólum hf., en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jakobsson hannaði káp- una, en ljósmynd á kápu tók Friðþjóf- ur Helgason. 1X2 1X2 1X2 15. leikvika — leikir 5. des. 1981 Vinningsröð: 111 — 122 — 121— 21X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 53.105,00 20.679 70775(6/11) 71064(6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 843,00 1258(2/11) 25224 33690 40224+ 65699 58690 9603 26113+ 34249+ 40289+ 66419+ 14. vika: 16904 28911 34813(2/11) 41599 67585 65020 16957 29157, 36197+ 41674 68507 66915 17436 30368 36339 42827+ 68606 17441 + 30997 36343 43517 69566(2/11) 18069 31024 36585 44045 69646 21587 31029 37527 45355 69960 22208 31294 38149 45654 70378 80136 31295 38197(2/11) 45910(2/11) 71178 80311 32770(2/11) 39665 65280 72525 81571 32821 39778 65408 72798 Kærufrestur er til 28. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupp- hæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofrii eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim- ilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Madditt og Beta eftir Astrid Lindgren Mál og menning hefur sent frá sér nýja barnabók eftir hinn ástsæla barna- bókahöfund Astrid Lindgren. Þetta er bókin Madditt og Beta og er hún fram- hald bókarinnar Madditt sem kom út hjá forlaginu fyrir ári. Madditt er stelpa sem hugkvæmast uppátækin fyrr en hendi er veifað og ekki vantar hana kjarkinn, en stundum hefði nú verið betra að hún gæfi sér tíma til að hugsa sig um. Það gerist margt á þessu eina árí i lífi Maddittar sem bókin segir frá og sumt af því gerir Madditt gramt í geði. En langflest er það skemmtilegt og hefur þau áhrif á Madditt að hún finnur lífið ólga í sér „Þú ert alveg klikkuð Madditt,” segir Beta. Samt fylgir hún systur sinni í gegnum þykkt og þunnt, það gildir einu hvaða fífldirfsku Madditt finnur upp á. Margar fallegar myndir eru i bókinni og þær hefur Ilon Wikland teiknað en hún hefur myndskreytt margar af bókum Astrid Lindgren. Sigrún Árna- dóttir þýddi bókina, sem er 257 bls. að stærð, prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar. Bókfell hf. annaðist bók- band. Djúpið eftir Peter Benchley Bókaútgáfan Örn og örlygur hf. hef- ur gefið út bókina Djúpið, eftir banda- ríska rithöfundinn Peter Benchley í ís- lenskri þýðingu Egils Jónassonar Star- dals. Djúpið er þriðja bókin eftir Banchley sem út kemur á íslensku, en hinar tvær fyrri voru Ókindin og Eyj- an. Peter Benchley hefur hlotið mikið lof sem spennusagnahöfundur og bæk- ur hans jafnan verið á metsölulistum bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Gagnrýnendur hafa talið bókina Djúp- ið bestu bók hans, og komist þannig að orði að hún sé þrungin spennu frá upp- hafi til enda. í örstuttu máli er söguþráðurinn þannig að ung hjón eru í brúðkaups- ferð á Bermudaeyjum. Bæði eru þau áhugafólk um froskköfun og stunda þá íþrótt sína í ferðinni. Óvænt atvik verða síðan til þess að þau flækjast inn í mál sem verða þeim afdrifarík. Þau lenda í kapphlaupi upp á líf og dauða og i þvi er engin miskunn sýnd og inn í átökin vefst óvæntur fundur eins mesta fjársjóðs sem sagan veit um að glatast hefur — morgungjafar Filippus- ar V af Bourbon Spánarkonungs til hertogaynjunnar af Parma. Gerð hefur verið kvikmynd eftir þessari sögu Benchleys, eins og fyrri bókum hans, og naut myndin gífur- legra vinsælda. Bókin Djúpið er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Amarfelli hf. Kápuna hannaði Sigur- þór Jakobsson. Togaraöldin eftir Gils Guömundsson Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina Togaraöldin, eftir Gils Guðmundsson og er þar um að ræða 1. bindi í ritverki er fjalla mun um mesta byltingarskeið íslenskrar at- vinnusögu. Ber bókin undirtitilinn Stórveldismenn og kotkarlar.” Nú eru nær þrír áratugir síðan Gils sendi frá sér hið mikla ritverk „Skútu- öldin”, en það ritverk var síðan endur- útgefið fyrir nokkrum árum í fimm bindum. Munu flestir íslendingar kannast við þetta mikla ritverk Gils, sem geymir itarlega frásögn um skútu- aldartímabilið á Islandi. Togaraöldinni er ætlað sama hlutverk og mun i þessu ritverki verða rakin saga togaraútgerð- ar á og við ísland frá upphafi fram undir okkar daga. Bókin Togaraöldin er í stóru broti og hefur mikið verið vandað til gerðar bókarinnar. í henni eru fjölmargar ljósmyndir og hafa margar þeirra ekki birst áður. M.a. er í bókinni einstæð myndasyrpa af togi breskra togara í landhelgi fyrir austan land upp úr alda- mótum. Annað bindi Togaraaldar er væntan- legt að ári og hefur það hlotið undirtit- ilinii: Víkingar nýrra tíma. Togaraöldin er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnar- felli. Bókarhönnun er eftir Steinar J. Lúðvíksson, en káputeikningu og kápuhönnun annaðist Sigurþór Jakobsson. Landið þitt - ísland Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hef- ur sent frá sér bókina Landið þitt — ís- land, 2. bindi (H-K), en fyrsta bindi endurútgáfu þessa mikla ritverks kom út í fyrra. Fyrsta útgáfa bókarinnar Landiö þitt —ísland kom út á árunum 1%6 og 1968 í tveimur bindum. Var fyrra bind- ið eftir Þorstein Jósepsson en seinna bindið eftir Steindór Steindórsson. Bækurnar fengu mjög góðar viðtökur og seldust upp á skömmum tíma. Voru þær brautryðjendaverk í staðfræðiút- gáfu hérlendis. Hin nýja útgáfa á bók- inni er með mjög frábrugðnum hætti frá fyrstu útgáfunni. Bókin hefur verið gifurlcga mikið aukin og endurbætt, og í henni eru nú mikið magn litmynda, og þegar ritverkinu lýkur munu verða i því fleiri litmyndir en í nokkru öðru ís- lensku ritverki. Aðalhöfundar bókarinnar eru Þor- steinn Jósepsson og Steindór Steindórs- son, margir aðrir hafa lagt fram efni í bókina, enda lögð áhersla á samvinnu við staðkunnuga menn víða um land. Helgi Magnússon cand mag. bjó bók- ina undir prentun, en umbrot bókar- innar önnuðust þeir Kristinn Sigurjóns- son og örlygur Hálfdánarson og hafði Kristinn umsjón með tæknivinnu bók- arinnar. Flestar litmyndirnár í bókinni eru eftir Björn Jónsson, skólastjóra, en alls er 21 ljósmyndara getið í höfunda- skrá. Kápumynd bókarinnar er frá Þingvöllum og tók Björn Jónsson þá mynd, en Sigurþór Jakbosson hannaði kápuna. Bókin Landið þitt —ísland (H-K) er sett í Prentstofu G. Benediktssonar, Myndamót hf. og Prentmyndastofan hf. önnuðust litgreiningu, en prentun og bókband var unnið hjá Recato Off- setí Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.