Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 13
DAGBLADID& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. 13 dur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Kaupbætir: BANNAÐ AÐ BJÓÐA ETTTHVAÐ í KAUPBÆTI MS> VÖRU ekki vera full af kjöti Nú fer í hönd sá tími ársins, þegar seljendur vöru og þjónustu berjast hvað harðast um hylli neytenda. Þessi barátta kemur fram í ýmsum myndum og segja má að hugmynda- flugi seljenda séu litil takmörk sett að þessu leyti. Reyndar læðist oft að manni sú hugsun að eitthvað af þessu hugmyndaflugi væri vel komið hjá fleiri aðilum í þjóðfélaginu en seljendum í ofangreindum skilningi, en það er annað mál. Að fitjað sé upp á nýstárlegum sölu- og samkeppnis- aðferðum er í mörgum tilvikum til bóta enda njóta neytendur gjaman góðs af slíku og auðvitað má ekki vanmneta dómgrond þeirra og hæfileika til að greina kjarnann frá hisminu. í lagaákvæðum um óréttmæta viðskiptahætti er lagt bann við ákveðinni tegund söluaðferðar, svonefndum kaupbæti. Hvað er kaupbætir? Segja má að kaupbætir sé viðbótar- eða aukagreiðsla, hvort sem hún er fólgin í vöru eða þjónustu.sem neytendum er boðin, ef þeir kaupa tiltekna vöru eða þjónustu, sem við getum nefnt aðalgreiðslu. Hið dæmigerða er að neytanda er afhent t.d. tvenns konar vara samtímis, á þann hátt, að önnur lítur út sem aðalgreiðsla en hin auka- greiðsla, sem afhent er til viðbótar og án endurgjalds. Til nánari skýringar má nefna eftirfarandi dæmi. Dæmi um kaupbæti Bóksali auglýsir að ef þú kaupir tiltekið ritsafn (aðalgreiðsla), fylgi bókahilla (viðbótargreiðsla) með í kaupunum. Raftækjasali auglýsir að ef þú kaupir frystikistu fyrir jólin, verði kistan fyllt af kjöti, þér að kostnaðarlausu. Húsgagnaverzlun auglýsir að kaupir þú sófasett, fáir þú ókeypis hornborð til viðbótar. Nefna mætti ótal dæmi en þetta verður að nægja. Hvers vegna er kaup- bætir ólögmætur? Eins og að framan greinir er meginreglan sú að kaupbætir er ólögmætur samkv. íslenzkum lögum. En það er alls ekki út í hött að spyrja hvers vegna svo sé. Er það ekki til hagsbóta fyrir neytandann að fá til viðbótar þeirri greiðslu (t.d. vöru), sem hann hefur fyrst og fremst hug á að kaupa, kaupbæti eða viðbótar- greiðslu? Fá sem sagt meira fyrir peningana en hann hefði að öllu jöfnu mátt reikna með. Mótrökin eru einkum þau að seljendum eigi ekki að leyfast að laða neytendur til ákveðinna viðskipta með gjöfum, viðskipti eigi að grundvallast á hlut- lægu mati neytenda á verði, gæðum og magni. Ennfremur er því haldið fram, að kaupbætirinn geti villt um fyrir neytendum og gert þeim erfitt um vik að bera saman sölutilboð fyrirtækja og kaupbætirinn sé jafnframt villandi, þar sem hann sé gjarnan kynntur sem ókeypis eða án endurgjalds en í reynd verði seljandinn að endurheimta kostnaðinn af kaupbætinum, t.d. með því að taka tillit til hans við verðlagningu aðalgreiðslunnar. Greiðslur sömu tegundar Samkvæmt íslenzkum lögum er greiðsla, sem að öllu leyti er sömu tegundar og aðalgreiðslan ekki kaupbætir hvað þá siður ólögmætur kaupbætir, heldur venjulegur og lög- mætur magnafsláttur. En forsendan er sem sagt sú að um nákvæmlega sömu vörutegundir sé að ræða en svo væri t.d. ekki, ef neytendum væri getur verið til nokkurrar leiðbeining- ar í þessum efnum, þótt það skipti ekki meginmáli en það sem úrslitum ræður er hvernig málið horfir gagn- vart neytendum, hvort þeim sé rétt að líta svo á að að um aðal- og viðbótar- Óréttmætir viðskiptahættir Þórður Gunnarsson hdl. greiðslu sé að ræða og hvort hið uppgefna verð vekur þá trú að neytandinn hagnist á viðskiptunum. Verðlítill kaupbætir Ef verðntæti kaúpbætis er óverulegt, er hann ekki ólögmætur. Ekki treysti ég mér til að nefna nein verðmörk í þessu sambandi þar eð fullnægjandi fordætni og leið- beiningar skortir en Ijóst er að hér er um undantekningarákvæði að ræða, sem sennilega verður skýrt þröngt. Frantangreindar hugleiðingar mega á engan hátt teljast tæmandi enda tilgangurinn aðeins sá að reyna í sem styztu máli en vafalaust þó i of löngu, að vekja athygli r.eytenda á t’Itölulega nAknum lögfræðilegum • reglum. sem uierta hagsmuni þeiria verulega. Þórður Gunnarsson. Einu sinni voru auglýstar frystikistur og kindaskrokkar boðnir í kaupbæti. Þær auglýsingar voru snarlega bann- aðar — enda ólöglegar. Hér er gáð að því hvort hugsanlega fylgi með kannski einn lítill kjötbiti. boðið ókeypis glas af appelsínumarmelaði við kaup á jarðaberjasultu. Eðlileg tengsl Jafnvel þótt greiðslur séu ekki að öllu leyti sömu tegundar, geta tengsl þeirra verið svo eðlileg með tilliti til notkunar og jafnvel vegna tengsla í eftirspurn um að um kaupbæti sé ekki að ræða. Sem dæmi erlendis frá má nefna að slík tengsl hafa verið talin milli tannbursta og tannkrems og framköllunar á myndun og nýrrar filmu. Notkunartengsl verða í þessu sambandi að vera náin og jafnframt verður að skoðast eðlilegt að selja t.d. vörur saman. Það segir sig sjálft að kaupi maður bifreið, er eðlilegt að tjakkur fylgi með. Kaupi maður jakkaföt eða kjól, er eðlilegt að herðatré fylgi með. Ef við hverfum aftur til dæmisins um ritsafnið og bókahillunar, sem nefnt er hér að framan, má segja að viss tengsl séu milli bóka og bókahillu en það er h.v. 'meira vafamál, hvort það geti talizt eðlilegt að bjóða þessar vörur saman, slíkt er vafalaust fátítt og vissulega má hafa full not af rit- safninu án bókahillunnar. Svo nefnt sé nýstárlegt ágreiningsefni sem upp er komið hér á landi, má nefna tilboð um kaup á hljómflutningstækjum og hljómplötum. Ég læt lesendum eftir að meta hversu náin tengsl séu milli þessara vörutegunda. Kynningarmátinn Því meiri áherzla sem t.d. í aug- lýsingu er lögð á viðbótargreiðslu á kostnað aðalgreiðslunnar, því meiri likur eru á að um kaupbæti sé að ræða og ég tala ekki um, ef aug- lýsandinn ber fyrir sig orð eins og ókeypis, án endurgjalds eða önnur orð sömu merkingar. Ef viðbótar- greiðslan er hins vegar i reynd endur- gjaldslaus þannig að neytendur fá hana án tillits til frekari viðskipta, er ekki um kaupbæti að ræða. Aðalgreiðsla — viðbótargreiðsla Til að um kaupbæti sé að ræða verðum við að geta talað um aðal- og viðbótargreiðslu (kaupbætirinn) og öflun viðbótargreiðslunnar að vera háð kaupum aðalgreiðslunnar. Úr þessu getur verið erfitt að skera. Það þarf t.d. alls ekki að vera kaupbætir, þótt svipaðar vörur séu boðnar saman til kaups t.d. að ýmis verkfæri séu boðin fram i einu lagi. Mis- munandi verðmæti tveggja greiðslna. JjgamsagcL, með tilbrigðum, eftír Hafliða Magnússon Þetta er ekki skáldsaga. Ýmsum kann að finnast hún ótrúleg en hún er sönn, sögð af manni sem sjúlf- ur kynntist þessu. Svona var stundum togaralífið og kannske finnast þess enn dœmi. Skopið virðist höfuðeinkenni bókarinnar, en að baki er djúp alvara. Glefsur úr efninu: Nú skal vera menningarleg innivera. „Er þetta helvíti þá ekki lifandi — Nœstir voru Pólarnir — Valkyrjan birtist — Nú var reynt að fylla töluna — Við slumpum á þig fertugan — Níu barna móðir. Haldið á Græniandsmið. Þar fóru tveir í sjóinn — Hver djöfullinn er nú það? — Hvar í ósköpunum er ég — Andrésarþáttur. Veiðarnar hefjast með tilbrigðum. Hífop — Kúnstin að bæta troll — Gúmmí Tarsan hlýtur að slasa sig. Grænlandsævintýrið. Nú var öllu stamp- að — Gamanið fór að kúrna — Þið megið brjóta niður allt Grœnland — „Jeg bara kvittar svo er jeg vekk” — Portúgalar, mokkasíur og grænlenskar meyjar — Aftakaveður við Hvarf. ” . Of hifOi sjdffon sif d lofl meO gilsinum. Hafliði Magnússon er fæddur í Hergilsey á Breiðafirði, en ólst upp á Bíldudal. Hann hefur unnið í ýmsum atvinnugreinum, en aóal- lega stundað sjómennsku. Hann var 16 ára þegar 1. bók hans kom út og 18 ára hlaut hann 1. verðlaun i smásagnasamkeppni. Hann hefir samið fjölmarga leik- þætti, sem fluttir hafa verið á Bíldudal og víðar, m.a. í útvarpið. Hann hefur samið gamanvísur fyrir skemmtikvöld og kom sú samantekt út I bókinni „Bíldudals grænar baunir”. Af leikritum og söngleikjum má nefna „Paradísar- bær”, frumfluttur á Bíldudal, „Gísli Súrsson”, sem Mennta- skólinn á ísafirði sýndi á ísafirði, Akureyri og Laugarvatni, og „Sabína”, sem frumfiutt var af Litla leikklúbbnum á ísafirði og siðan leikið hjá Lcikfélagi Akur- eyrar. Það leikrit var valið úr verkum áhugaleikhúsa til sýning- ar á listahátið í Bergen. Hafliði var nokkur ár á togur- um i Reykjavík og Hafnarfirði á tíma siðutogaranna, enda ber þessi bók þvi vitni, að hann veit góð skil á því efni sem um er fjallað. ÞESSA BÓK GETUR ENGINN SJÖMAÐUR LÁTIÐ ÓLESNA. ÆGISÚTGÁFAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.