Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981._ Ásmundur og Karl Reykjavíkurmeistarar Úrslitakeppni Reykjavíkurmóts í tvímenningi var spiluð um si. helgi og vörðu Reykjavíkurmeistararnir, Ásmundur Pálsson og Karl Sigur- hjartarsón, titil sinn frá í fyrra. Þeir félagar höfðu forystu svo til allt mótið og sigruðu með miklum yf- irburðum. Eins og oft áður voru pör Bridgefélags Reykjavíkur í efstu sæt- unum og hrifsuðu til sín silfurstig mótsins. Röð og stig efstu para varð annars þessi: I. Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 2. Guðlaugur R. Jóhannsson — 1688 örn Arnþórsson 3. Jón Hjaltason — 1557 Hörður Amþórsson 4. Þorgeir Eyjólfsson — 1537 Sigurður Sverrisson 5. Þorlákur Jónsson — 1534 Sævar Þorbjörnsson 6. Sigtryggur Sigurðsson — 1521 Stefán Guðjohnsen 7.—8. Guðmundur P. Arnarson — 1486 Þórarinn Sigþórsson 7.—8. Runólfur Pálsson — 1479 Sigurður Vilhjálmsson 1479 Strax í fyrstu setunni hafnaði Ásmunduríþremurgröndum og eng- inn fékk fleiri slagi en hann í því spili. Vestur gefur/allir á hættu NORDUR Vestth Norðuk * G86 V — ÁUS1UK + KG8642 * — 0 — A 1)10 <?6 V 2 * A 0 1098 Vertur * AAa Austur + 3 ♦ AD10 A2 <?G1073 ^ AKDG643 <>752 + D85 +K93 SUÐUK 0 — * D85 Suour * — 7K ó — *G107 O — + K9 A 975 KD9854 0 — + G1072 Sagnir gengu þannig með Ásmund og Karl í a-v: Vestur Norður Austur Suður 1L 1S D 2S 3T 3S 3G — Suður valdi að spila út spaða og Ásmundur drap kóng norðurs með ásnum. í kjölfarið fylgdu sjö tígul- slagir og síðan hjartaásinn. Þá var komin upp þessi staða: Nú spilaði Ásmundur laufi, norður drap á ásinn og spilað spaða. Til öryggis hafði Ásmundur kastað laufakóngi í ásinn og þegar norður spilaði spaða, þá drap hann rólegur á drottninguna. Aumingja suður átti hins vegar ekkert gott afkast og varð aðgefast upp. Það hjálpar norðri ekkert þótt hann haldi eftir tveimur spöðum og laufaás öðrum. Þá getur Ásmundur spilað honum inn á ásinn og tekið siðan spaðasvíninguna. Hjartakóng- ur út gerir heldur ekki gagn, þvi sama endastaða myndast. Stefán Guðjohnsen. Lagaf rumvarp þriggjaþingmanna: Vilja gefa lokunar- tfmasölubúða frjálsan „Lokunartími sölubúða skal vera frjáls.” Þannig hljóðar 1. grein frumvarpsins til laga um lokunartíma sölubúða, sem Vilmundur Gylfason, Guðrún Helgadóttir og Árni Gunn- arsson hafa flutt í neðri deild Alþing- is. í greinargerð er bent á að lög sem heimila sveitarstjórnum að setja regl- ur um lokunartíma sölubúða séu frá 1936 og nokkuð sé mismunandi hvernig þær hafi nýtt sér heimildirn- ar. Bent er á breyttar þjóðfélagsað- stæður og að lagavernd til handa verzlunarfólki gegn óhóflegum vinnutíina þurfi ekki lengur ená hinn bóginn hafi skapast þarfir á heimil- um vegna útivinnu beggja hjóna til þess að geta verzlað utan venjulegs vinnutíma, og er einkum vikið að Reykjavík í því sambandi Þá er og bent á breytta verzlunar- hætti og mikilvægi kaupmannsins á horninu, sem eigi í vök að verjast í Frá snjómokstri i Oddsskarði. (DV-mynd: Skúli Hjaltason.) Bæjarstjóm Neskaupstaðar: ODDSSKARD VERDI NIOKAÐ DAGLEGA — yrði gífulega dýrt og erfitt, segir rekstrarstjóri Vegagerðarinnar Bæjarstjórn Neskaupstaðar hefur skorað á þingmenn Austurlandskjör- dæmis að beita sér fyrir því að reglum um snjómokstur á Oddsskarði verði breytt nú þegar þannig að sömu reglur gildi um snjómokstur á Norðfjarðar- vegi öllum frá Egilsstöðum til Nes- kaupstaðar. Þýðir þetta að bæjarstjórnin vill láta moka Oddsskarð alla daga vikunnar nema sunnudaga eins og gert er á Fagradal og leiðinni milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Bendir bæjarstjórnin á bréf yfir- læknis fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað þar sem segir að samgöngu- málin séu í hinum mesta ólestri og til þess að sjúkrahúsið geti annað hlut- verki sinu, sem sjúkrahús fyrir bráð til- felli af nærliggjandi svæði, sé það nauðsynlegt að betra lagi verði komið á snjómokstur á Oddsskarði. Þá skorar bæjarstjórn Neskaupstað- ar á yfirvöld vegamála að bæta nú þeg- ar tækjabúnað Vegagerðarinnar á Reyðarfirði þar sem kostnaður við snjómokstur hljóti að rjúka upp úr öllus valdi séu notuð til hans tæki, sem ýmist eru ætluð til annars eða orðin safngrip- ir. Loks er skorað á stjórnvöld að fella niður söluskatt af snjómokstri sem i raun sé ekkert annað en söluskattur af snjókomu. „Mér lízt nú ekki vel á það að fara að moka Oddsskarðið daglega. Bæði yrði það mjög erfitt og gífurlega dýrt,” sagði Guðjón Þórarinsson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Reyðafirði. Hann var beðinn um að nefna dæmi um kostnað við að moka Oddsskarð- ið og sagði hann síðasta mokstur, sem var sl. fimmtudag og föstudag, hafa kostað um sextiu þús. krónur. Það hefði að vísu verið mikill og erfiður mokstur en að meðaltali væri kostnað- urinn á milli þrjátíu og fjörtíu þúsund krónur. -KMÚ. samkeppni við stórmarkaðina en staða hans myndi að líkindum batna við frjálsræði í sölutíma. í greinargerðinni er einnig vikið að því að starfsfólk í verzlunum búi oft við afar lök kjör, en þeirri röksemd er hafnað að strangar reglugerðir um lokunartíma verndi hagsmuni þess og sagt að nú eigi að vera hægt að tryggja þá betur á frjálsum vinnu- markaði en með hamlandi lögum. HERB ItLOJCÍtCL til jólagjafa — Ótrúlega hagstœtt verð. ÞÚR^ SllVII S'ISOO-ArIVICILA-I'I 19 Reykjavikurmeistararnir, Asmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson, hressa sig á kaffisopa, þegar stundigefst milli stríða. NAD HLJCMTÆKl Nú höfum uið opnað verslun með heimsþekkt hljómtæki ^ sem ekki hafa áðurfengist á íslandi. Nú gefstþértækifæri til að eignast betri tæki sem bera tóninn alla leið! Við bjóðum þér að líta uið og kynnast þessum frábæru hljómtækjum sem núfástfyrst hérlendis ÚTVÖRP MAGNARAR PLÖTUSPILARAR SEGULBANDSTÆKI á sérstöku kynningaruerði —70%------------- staðgreiðsluafsláttur NAD NAD Skúlagata 61 143 63 UBL numsren MLM NAD formhönnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.