Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR9. DESEMBER 1981. 9 Útlönd Útlönd Útlönd . Útlönd Kaare Willoch, forsætísráðherra íiStórþinginu, en hægri flokkur hans missti einn þingmann til Verkamannaflokksins. Aukakosning- ar í Noregi Aukakosningar fóru fram í tveim kjördæmum í Noregi í fyrradag vegna ruglings sem varð með ógildu atkvæðin í kosningunum fyrir ári. Var fylgzt með talningu atkvæða í Troms og Buskerud af mikilli athygli í fyrrinótt, því að þingmeirihluti ríkis- stjórnarinnar var aðeins þrír þing- menn. Verkamannaflokkurinn vann einn þingmann af Hægriflokknum í Busker- ud, en Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem er í stjórnarsamstarfi með Hægri- flokknum og Miðflokknum, hélt sínum manni í Troms. Kosningaþátttaka var mjög dræm og þótti það koma Verkamannaflokknum til góða, sem jók fylgi sitt um 2,9% frá því í desember í fyrra. — Á því þótti bera í atkvæðasmöluninni að miðju- flokka menn legðu atkvæði sín á lóð eins frambjóðanda, þótt ekki væri flokksbróðir, til þess að tryggja honum gengi. Og svo sömuleiðis á vinstri vængnum. -JEG. 5 íboði til stöðu Waldheims Fimm nýir frambjóðendur hafa hellt sér út í kosningaslaginn um stöðu fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráðið setti framboðsfrest, sem rennur út í dag. Kurt Waldheim og Salim Ahmed Salim, utanríkisráðherra Tanzaníu, hafa báðir dregið sig í hlé úr kosning- unni og eru hættir við. Kína og Banda- ríkin höfðu með neitunarvaldi hindrað, í margendurteknum atkvæðagreiðslum Öryggisráðsins, að annar hvor þeirra hlyti meðmæli ráðsins. Nöfn hinna nýju frambjóðenda voru gerð kunn í gærkvöldi. Þeir eru: Carlos Oritz de Rozas, sendiherra Argentínu i London. Sadruddin Aga Khan, fyrrum forstöðumaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Javier Perez de Cuellar frá Perú, en hann er aðstoðar- framkvæmdastjóri S.Þ., Shridath Ramphal, embættismaður samveldis- ins. Jorge Illueca, utanrikisráðherra Panama. Ekkert þessara nafna kemur á óvart. Mennirnir hafa allir verið orðaðir við hugsanlegt framboð. — Hugsanlegt þykir að einn eða tveir bætist í fram- boðið í dag. Enginn þessara manna þykir öruggur um að hljóta 9 atkvæði í Öryggisráð- inu, eins og til þarf. Líklegastir þykja samt Aga Khan prins og Perez de Cuellar. Allsherjarþingið ætlar að velja fram- kvæmdastjóra, áður en jólafríið hefst næsta þriðjudag. SLEPPTU FARÞEGUM 3JA VÉLA Á KÚBU Farþegar þriggja flugvéla frá Venezúela sluppu úr gíslingu í gær í Havana á Kúbu. Fögnuðu þeir frelsinu í einum af næturklúbbum Havana í gærkvöldi. Flugræningjarnir tólf gáfu sig á vald lögreglunni á Kúbu við komuna í gær. Enn er ókunnugt um þjóðerni þeirra. Þeir höfðu rænt vélunum þrem á mánudag, þegar þær voru í innanlands- flugi í Venezúela. Farþegar voru 250 talsins. Mörgum var sleppt á þessari 16 þúsund km flugleið, þegar ræningj- arnir höfðu viðkomu í Kólómbía, Antilópueyjum, Honduras, Guatemala og Panama til þess að taka eldsneyti. Alls voru 150 farþegar eftir á valdi ræningjanna þegar þeir komu til Kúbu. Farþegarnir munu fara aftur til Vene- zúela í dag. Báru þeir flestir ræningjun- um vel söguna. Töldu þeir að ræningj- arnir væru landar þeirra. Á Ieiðinni höfðu sumir ræningjanna dregið upp armborða sem þeir smeygðu á handleggi sér. Báru þessir borðcr áletrunina: „E1 Salvador mun sigra”. AIWA er á réttu línunni AIWA hljómtækin eru ekki aðeins góð, útlitið er líka í sérflokki. Opið á laugardögum • Skoðið I gluggana • Sendum í póstkröfu. Altt til híjómfíutnings fyrir: heimifíð — bUinn og diskótekið D I - KdOTÖ ÁRMÚLA 38 (SELMÚLA MEGIN) - 105 REYKJAVfK SlMAR: 31133-83177 - PÓSTHÓLF 1366. Jakob Jónsson: P1S FRÁ SÓLARUPPRÁS TIL SÓLARLAGS Bók, sem þú lest í einni lotu! Þessi bók sameinar á sérstæðan hátt skemmtun og aivöru. Sá lesandi er vandfundinn, sem ekki les hana í einni lotu, ýmist hugsi og veltandi vöngum, eóa með bros á vör, — jafnvel kunna sumir að hlæja dátt yfir hinum stór- fyndnu sögum af samferðamönnum séra Jakobs. Stutt lýsing hans á atburði eða smámynd af persónu gefur oft betri hugmynd um lífsferil en langar lýsingar. Jón Auðuns: TIL HÆRRI HEIMA Fögur bók og heillandi. Bókin hefur að geyma 42 hugvekjur, úr- val úr sunnudagshugvekjum séra Jóns, sem birtust í Morgunblaðinu. Það voru ekki allir sammála honum í túlkun hans á sannindum kristindómsins, en flestir voru sammála um snilld hans í fram- setningu sjónarmiöa sinna, ritleikni hans og fagurt mál. Þaö er mannbætandi að lesa þessar fögru hugvekjur og hugleiða í ró efni þeirra og niðurstöður höfundarins. SKUGGSJA BÓKABÚO OLIVBRS STEINS SE SKUGGSJÁ BÓKABÚO OUVERS STEINS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.