Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. 15 Það er þýðingarlaust að treysta á Rússa I alþjóðasamningum. Það hafa Sviar fengið aðreyna. undanfarið hafa orðið ber að því að þiggja fé frá KGB? — en þó getur það svo sem vel verið — til þess að þóknast Ólafi Ragnari Grímssyni. Ráðstefnan á að fjalla um bann við kjarnorkuvopnum í Norður Atlants- hafi. Mér vitanlega hafa hvorki Kín- verjar né Indverjar ljáð máls á nokkr- um takmörkunum á kjarnorkuvíg- búnaði. Þeir hafa ekki viljað vera aðilar að samningi, sem bannar til- raunir með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu, og sama er að segja um Frakka. Rússar hafa skrifað undir samninga, en því miður er ekki mikið hald i alþjóðasamningum við Rússa. Það sýnir Helsinkisáttmálinn best. Norðuratlantshafið al- þjóðasiglingaleið Það er út af fyrir sig falleg hugsun að útrýma kjarnorkuvopnum á Norðuratlantshafinu. En hvernig er slikt hægt? Norðuratlantshafið er alþjóðlegt hafsvæði, — það þýðir, að skip án tillits til þjóðernis mega fara þar um, að svo miklu leyti, sem slíkt takmarkast ekki af landhelginni. Hún er 12 sjómílur hjá okkur. Allar reglur um alþjóðleg hafsvæði og takmarkanir i þeim verða einungis settar í hafréttarsáttmálum. Nú er verið að vinna að slíkum sáttmála. Sú vinna hefur tekið mun lengri tíma en búist var við, — og kom enn babb í bátinn, þegar Bandarikjamenn óskuðu eftir að endurskoða nokkur atriði. Margar þjóðir mótmæltu þess- ari stefnubreytingu Bandaríkjanna, þ.á m. lýsti utanrikisráðherra íslands óánægju sinni í blaðaviðtölum hér heima a.m.k. Það væri í hreinu ósamræmi við fyrri stefnu íslendinga að ætla nú að heimta slíka grundvallarbreytingu á Hafréttarsáttmálanum að takmarka frjálsar siglingar á Atlantshafinu. Margir gera sér ekki grein fyrir því, að það er ekkert einkamál þjóðanna við Norðuratlantshaf, hvernig sigl- ingar eru stundaðar þar. Allar þjóðir veraldarinnar eiga þar rétt til siglinga, og þær krefjast þessa réttar. Ekki síst munu hernaðarveldi standa fast á rétti sínum til þess að sigla flot- um sinum um heimshöfin. Stofnar Hafréttarsátt- málanum í hættu Ef tillaga framsóknarmanna er skoðuð í alvöru, er ljóst, að til þess að hún verði að veruleika, verður að breyta Hafréttarsáttmálanum. Til þess að slíkt verði gert, verður að vinna mikið og flókið starf, sem tæpast er von til að beri nokkurn árangur, en stofnar hins vegar i hættu samþykktHafréttarsáttmálans. Ég trúi því ekki að óreyndu, að fram- sóknarmenn vilji slíkt. Þar fyrir utan er svo staðreyndin sú, eins og Guðmundur G. Þórarins- son alþm. segir í grein i þessu blaði sl. mánudag, að hættan stafar eingöngu frá Rússum. Það eru þeirra kafbátar, sem eru héma. Af þeim stafar ógnin. Það var rússneskur kafbátur sem var uppi ísænsku landstefnunum. Þessu má ekki gleyma. Ég er sammála Guðmundi um, að þjóðir Norðuratlantshafs verði að snúast gegn rússnesku ógninni. Og það gera þessar þjóðir best með því aðefla Atlantshafsbandalagið. Haraldur Blöndal. Hvaða ályktanir má draga af prófkjörinu? — Frá talningunni. sinum þúsundum sem komið hefðu til þátttöku í því starfi flokksins, að gefa bendingu um, hverjir væru hæfastir (il forustuhlutverka fyrir Sjálfstæðisflokkinn I horgarstjórn Reykjavikur. Ef miðað er við þátt- töku í síðasta borgarstjórnarpróf- kjöri, er hér um að ræða hvorki meira né minna en 4000 stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins, og ef lagt er til grundvallar mest þátttaka, er um ræðir I prófkjöri á vegum Sjálf- stæðisflokksins, er talan komin yfir 7000. Með slíku háttalagi vinnur flokkurinn ekki eitt atkvæði, en hann getur glatað stórum hópi kjósenda, þeim hópi, er ákveður, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn vinnur næstu borg- arstjórnarkosningar eða ekki. Því skiptir öllu máli nú, að þessi mál verði í fullu raunsæi metin með sigur Sjálfstæðisflokksins í næstu borgar- stjórnarkosningum að leiðarljósi. Fjöldafylgi Flokkseigendafélaginu tókst ekki að rýra stöðu Alberts innan Sjálf- stæðisflokksins. Úrslit prófkjörsins eru þau, að þar eru 3 menn efstir og mismunur svo lítill, að hann er ekki marktækur tölfræðilega, þrátt fyrir allt og allt. Því eru þessi kosningaúr- slit mikill sigur fyrir Albert og mikil traustsyfirlýsing sjálfstæðismanna i Reykjavík. Hinir tveir, Davið og Markús Örn, eru báðir glæsilegir fulltrúar sinnar kynslóðar og verða í framtíðinni áhrifamenn í forustu Sjálfstæðisflokksins. En þeir standa nú ef til vill frammi fyrir sinni mestu þolraun til þessa. Sigur Sjálfstæðis- flokksins veltur á því, hvort rétt verði I öllu tilliti staðið að allri skipulagn- ingu og öllum undirbúnigni i hönd farandi kosningum. Slys i viðbót við lokun prófkjörsins, sem nú liggur fyrir, af hvaða stærðargráðu var, má ekki endurtaka. Ef slíkt hendir, geta sjálfstæðismenn hætt að hugsa um að endurheimta Reykjavík. Það verður að bjóða uppá sem borgar- stjóraefni þann manninn, sem hefur mest fjöldafylgi i bænum og þann aðilann, sem er líklegastur að sækja stuðningsmenn inn í raðir and- stæðinganna. Sá maður heitir Albert Guðmundsson. Pétur Guðjónsson. Siðan þessi grein var skrifuð hafa þær fréttir borizt, að formgallar hafi verið á um 200 kjörseðlum, yfirleitt að kosnir hafi verið of fáir — niður i Albert einan. Albert mun hafa átt megnið af þessum seðlum. Liggur þvi fyrir, að Albert hefur fengið flest at- kvæðin i prófkjörinu, þótt þau skili sér ekki öll vegna formgalla. Mk „Það verður að bjóða upp á sem borgarstjóraefni þann manninn, sem hefur mest fjöldafylgi,” segir Pétur Guðjónsson í grein sinni og telur Albert Guð- mundsson „líklegastan til að sækja stuðningsmenn inn í raðir andstæðinganna”. Eftir Peter Benchley í íslenskri þýðingu Egils Jónassonar Star- dals. Benchley hefur stundum verið kallaður meistari spennu- sagnanna, enda viröist honum í lófa lagiö aö halda lesendum sínum í ógnarspennu allt frá upphafi bókar til enda. Margir telja DJÚPIÐ bestu bók Benchleys og víst er að hún er jafnvel enn meira spennandi en Ókindin og Eyjan. Sagan fjallar um brúö- hjón, sem bæði eru áhugafólk um froskköfun, sem flækjast óviljand inn í uggvænlega atburðarás, sem þau geta ekki stjórnaö sjálf. Meglarar sem einskis svifast hafa þau í hendi sér og þaö verður kapphlaup upp á líf og dauöa. Engin miskunn er sýnd og endalok ófyrirséð. Þetta er saga sem heldur lesandan- um í járngreipum fram á síöustu blaösíðu. LIFILJOMA FR/EGÐAR Eftir Rosemary Rodgers í íslenskri þýöingu Dags Þorleifssonar. Fáir höfundar hafa farið meö öörum eins leifturhraöa upp á stjörnuhimininn og hin bandaríska Rosemary Rodgers. Bækur hennar hafa nú verið gefnar út í fjölmörgum löndum og víðast oröiö metsölubækur. Bók hennar: UF í LJÓMA FRÆGÐAR er nú komin út á íslensku í tveimur bindum og eru þær í fallegum gjafakassa. Fyrra bindið nefnist Skin og skuggar stjörnulífs- ins og seinna bindiö í hringiðu frægöarinnar. í þessari sögu segir Rosemary Rodgers frá því sem gerist bak viö tjöldin í kvikmyndaheiminum á sinn magnaða og djarfa hátt. Líf stjarn- anna er ekki alltaf dans á rósum og oft önnur hlið á lífi þeirra en snýr aö áhorfandanum á kvikmyndatjaldinu. Valdabarátta, nautnafýkn og spenna setja mark sitt á fólk, og þaö er jafnvel einsks svifist til aö ná settu marki. UF í LJÓMA FRÆGÐAR er mögnuö saga, bæöi spennandi og „dramatisk". ÖRN&ÖRLYCUR Sióumúla n, simi 84866

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.