Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 ■ Sjónvarp Veöriö 39 STARFID ER MARGT - sjónvai? íkvöld kl. 20.40: Hvemig mjólkin úr Skjöldu verður að fínustu jógúrt og osti „Það eru tveir þættir fastákveðnir í þessum flokki. Sá fyrri í kvöld um mjólkurframleiðsluna og sá seinni einhvern tímann eftir áramót um stóriðju. Hugmyndir um fleiri eru síðan til umfjöllunar hjá útvarps- ráði”, sagði Baldur Hermannsson um nýjan sjónvarpsmyndaflokk sem hefur göngu sína í kvðld eftir fréttir. Nefnist þátturinn Margt er starfið. „Reynslan hefur kennt mér að það borgar sig sem minnst að ákveða fyrirfram um það hvernig byggja á svona þætti upp,” sagði Baldur, þegar ég spurði hann um form þátt- anna. ,,í þættinum í kvöld verður hins vegar fjallað um þær framfarir sem orðið hafa í landbúnaði og mjólkur- vinnslu. Þær eru hreint ótrúlegar. Rætt er um það hvernig mistök eins og þau, sem fyrir komu í sumar, I þættinum i kvöld er mjólkursopanum fylgt úr júgrum þessara vinalegu kúa á borð neytenda. að Reykvikingum var seld vond mjólk vikum saman, geta komið fyrir og hvað hægt er að gera til að fyrir- byggja að slíkt komi fyrir aftur. Og til að bæta gæðin. Bændur og aðrir framleiðendur eru sammála um að margir flöskuhálsar séu á kerfinu og er furða að ekki skuli hafa verið bætt úr því fyrir löngu. En bændur og þeir sem vinna í mjólkursamlögunum eru mjög áhugasamir um það,” sagði Baldur. í þættinum í kvöld heimsækir hann eitt stærsta kúabú landsins. Það er að Holti í Árnessýslu. Þar búa þrír bræður með hundrað kýr og mikla hagræðingu í hvívetna. Sagðist Bald- ur sjá það í hendi sér að þessi yrði þróunin. Hagræðing og tækni myndu aukast með árunum og búin jafnvel stækka. Einnig verður farið í Mjólkurbú Flóamanna og sýnt, hvernig dropinn úr kúnum er unninn til fullnustu. Jæja krakkar — þarkomaðþví Ég og nokkrir tröllastrákar — og kannski mamma, tröll- skessan, líka, svo og fleiri söguhetjur úr bókinni Gegnum holt og hæðir — við munum mæta í eigin persónu og skemmta ykkur næsta miðvikudag 9. desember, kl. 16.00 í Glæsibæ og kl. 17.00 i Austurveri. Við munum syngja og tralla rétt eins og við gerum á nýju plötunni sem komin er út hjá Erni og örlygi. Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest og auðvitað eru fullorðnir velkomnir líka á skemmtunina okkar. Kveðja Tröllastrákarnir og fleiri persónur sögunnar Gegnum holt og hæðir. 22.55 Kvöldtónleikar a. „Tregaslag- ur Frímúrara” (Maurerischer Trauermusik) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Filharmóníu- hljómsveitin í Vínarborg leikur; Herbert von Karajan stj. (Hljóðrit- un frá útvarpinu í Vín). b. Píanó- konsert nr. 18 i B-dúr (K456) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Radu Lupu leikur með Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Baden-Baden; Kazimierz Kord stj. (Hljóðritun frá þýska útvarpinu). c. „Leiðar- vlsir fyrir ungt fólk til þekkingar á hljómsveitinni” (The Young Per- sons Guide to the Orchestra) eftir Benjamin Britten. Sinfóníuhljóm- sveit útvarpsins í Frankfurt leikur; Kaspar Richter stj. 23.45 Fréttir. Dagsskrárlok. Miðvikudagur 9. desember 18.00 Barbapabbi. Endursýndur þáttur. Þýðandi: Ragna Ragnars. Sögumaður: Guöni Kolbeinsson. 18.05 Jólin hans Jóka. NÝR FLOKKUR. Fyrsti þáttur af fimm um Jóka björn og fyrstu jólin hans. Bandarískur teiknimynda- flokkur. Þýöandi: Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.30 Fólk aö leik. Ellefti þáttur. Japan. Þýðandi: Ólöf Pétursdótt- ir. Þulur: Guðni Kolbeinsson. 18.55 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Starfið er margt. NÝR FLOKKUR. Fyrsti þáttur. Mjólk i mál. Með þessum þætti hieypir Sjónvarpið af stokkunum flokki fræðslumynda um ýmsa þætti at- vinnulífs á íslandi. I þessum þætti greinir frá mjólkuriðnaðinum. Litiö er við á einu stærsta kúabúi landsins, svipast um í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og sýnt hvernig ýmsar mjólkurafurðir eru fullunnar. . Umsjónarmaður: • Baldur Hermannsson. 21.30 Dallas. Tuttugasti og fimmti þáttur. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. 22.25 Þingsjá. Þáttur i beinni út- sendingu um störf Alþingis. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 23.05 Dagskrárlok. lesarar væru fengnir. „Höfundarnir iesa lang-oftast sjálfir. En það er stundum að þeir ekki vilja það eða telja sig ekki geta. Þá fær annað hvort höfundur eða úgefandi einhvern annan til að lesa. Við getum til dæmis ekki fengið leikara tii að lesa, því þetta er reiknað sem auglýsingar og getum við því ekki greitt leikurunum kaup sam- kvæmt samningum. Útgefendur geta hins vegar ráðið leikara og hefur einn þeirra til dæmis gert það. Sumir hafa svo fasta hirðlesara eins og til dæmis Baldur Pálmason hjá Erni og Örlygi og Gunnar Stefánsson hjá Iðunni. Andrés les svo stundum ef hann er sérstaklega beðinn um það. Dóra Ingadóttir kynnir. Ég les hins vegar aldrei, kynni bara,” sagði Dóra Ingvadóttir. Þátturinn Á bókamarkaðinum er einmitt fyrsta merki jólanna i hugum margra. Ég spurði Dóru hvort hún héldi að mikið væri hlustað á þáttinn. ,, Ja, mér er sagt svo. En ég er búin að vera með þetta það lengi að ég veit ekki nema fólk segi mér það til að vera kurteist”, sagði hún og hló við. -DS. —en ekki er víst að undan hafist „Við ætlum að reyna að komast yf- ir að Iesa úr öllum nýjum íslenzkum bókum. En eftír að prentaraverkfallið endaði berst það mikið tií okkar að mér lízt ekki orðið á að við náum því nema að fjölga tímunum”, sagði Dóra lngvadóttir, kynnir hins sívin- sæla þáttar Á bókamarkaðinum. Hann er nú nær daglega á dagskrá klukkan 15.10. Stjórnandi þáttarins er Andrés Björnsson, útvarpsstjóri. „Við sleppum alveg þýddu bók- unum, en höfum nóg samt” sagði Dóra. Ég spurði hana að því hvernig Andrés Björnsson, umsjónarmaður þáttarins Á bókamarkaðnum. A BÓKAMARKADINUM - útvaip ídag og næstu daga kl. 15.10: Reynt að lesa úr öllum nýjum íslenzkum bókum Veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir allhvassri norð- austanátt, él á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Að mestu úrkomu- laust sunnanlands og suðvestan- lands. Frost frá3—9 stig. Veðrið hér og þar Kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma —6, Bergen léttskýjað —11, Hel- sinki snjókoma —4, Kaupmanna- höfn skýjað —6, Osló alskýjað —7, Reykjavík hálfskýjað —4, Stokk- hólmur léttskýjað —3, Þórshöfn snjókoma —2. Kl. 181 gær: Aþena léttskýjað + 17, Berlín snjókoma —1, Chicago al- skýjað +2, Feneyjar alskýjað +5, Frankfurt úrkoma í grennd +7, Nuuk skýjað —3, London kola- reykur —2, Luxemborg skúr +4, Las Palmas skýjað + 19, Mallorka léttskýjað +14, New York súld + 6, Montreal súld +6, Parts skýjað +5, Róm skýjað +15, Malaga skýjað + 15, Vín léttskýjað + 5, Winnipeg snjókoma +11. Gengið QENQISSKRÁNIItiQ 'Nr. 235 - 9. dasamber 1981 kl. 09,16 Feröa Einingkl. 12.00 Kaup Sata gjaldeyrir 1 BandarOcjadoilar 8,156 8,180 8,998 1 Stariingspund 15,696 15,742 17,316 1 Kanadadollar 6,895 6,916 7,607 1 Dönskkróna 1,1200 1,1233 1,2356 1 Norsk króna 1,4197 1,4238 1,5661 1 Saansk króna 1,4789 1,4832 1,6315 1 Rnnsktmarik 1,8762 1,8818 2,0699 1 Franskur franki 1,4337 1,4379 1,5816 1 Belg.franki 0,2126 0,2132 0,2348 1 Svissn. franki 4,4678 4,4810 4,9291 1 HoOarutk florina 3,3154 3,3252 3,6577 1 V.-þýzktmark 3,6257 3,6364 4,0000 1 Itötsk llrn 0,00677 0,00679 0,00746 1 Austurr. Sch. 0,5160 0,5176 0,5693 1 Portug. Escudo 0,1262 0,1265 0,1391 1 Spánskur posati 0,0845 0,0847 0,0931 1 Japanskt yen 0,03728 0,03739 0,04112 1 irsktound 12,870 12,908 14,198 , 8DR (sérstök 9,5316 9,5596 ] dráttarrétttndi) 01/09 Sknivari vtgni gwtglukránlngar 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.