Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. 35 Halldór Sigurðsson lézt 30. nóvember. Hann var fæddur 27. ágúst 1893 að Pétursborg í Glæsibæjarhreppi i Eyja- firði. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urður Jónsson og Friðfinna Friðbjarn- ardóttir. Hann var kvæntur Kristólínu Þorleifsdóttur, þau eignuðust 5 börn. Halldór lauk námi í beykisiðn og starf- aði við það víðs vegar. Útför Halldórs fer fram í dag frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Cuðríður Dania Kristjánsdóttir lézt 29. nóvember 1981. Hún var fædd á Snæ- fellsnesi 20. nóvember 1904, dóttir Kristjáns Pálssonar og Danfríðar Bryn- jólfsdóttur. Þau eignuðust 17 börn og eru 8 þeirra á lífi. Guðríður giftist Ás- geiri Guðmundssyni, þeim v.arð þriggja barna auðið. Guðríður verður jarð- sungin í dag frá Fossvogskirkju kl. 15. Edward Jónsson, Framnesvegi 28, lézt þann 29. 11. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðfinna Gísladóttir, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. desember kl. 13.30. Guðlaugur Jónsson, fyrrverandi lögregluþjónn, Hátúni 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. desember kl. 15.00. Gústav Þórðarson, Túngötu 43, Siglu- firði, sem andaðist 5. desember sl., verðu jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Jakob Jónsson, Miðstræti 3, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni föstudaginn 11. desember kl. 13.30. Jarðarförin verður gerð frá Melgraseyrarkirkju við ísafjarðardjúp. Kristín Sigríður Jónasdótlir, frá Skála- brekku, Húsavík, verður jarðsungin frá innri-Njarðvíkurkirkju fimmtu- daginn 10. desember kl. 14.00. Matthildur Hannesdóttir, fyrrverandi ljósmóðir, lézt 5. desember sl. á Elli- heimilinu Grund. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. desember kl. 13.30. Ragnheiður Pálsdóttir, Nóatúni 30, verður jarðsungin frá Háteigskirkju, fimmtudaginn 10. desember kl. 13.30. Samuel White,27 Arthur Terrace Hacketstown, New Jersey, andaðist 7. desember. Vilborg Sigurðardóttir, Bólstaðarhlið 13, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 10. desember kl. 10.30. Fundir Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins í Reykjavík heldur jólafund fimmtudaginn 10. desember kl. 20.00 i húsi SVFÍ í Grandagarði. Flutt verður jólahugleiðing o.fl. Kaffiveitingar, jólahapp- drætti, glæsilegur vinningur. Félagskonur. mætið stundvíslega. Kvenfólag Hallgrímskirkju heldur jólafund sinn í félagsheimili kirkjunnar fimmtudaginn 10. desember kl. 20.30. Dagskrá verður fjölbreytt, veizlukaffi, jólahugvekja sem sr. Karl Sigurbjörnsson flytur. Félagskonur fjölmenni og taki með sér gesti. AðaKundur pöntunarfélags IMáttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 14. desember kl. 21 að Laugavegi 25. KR-ingar Aðalfundur knattspyrnudeildar KR verður haldinn í félagsheimili KR viö Frostaskjól fimmtudaginn 10. desember nk. og hefst hann kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Digranesprestakall Jólafundur kirkjufélagsins verður í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 10. desember kl. 20.30, fjölbreytt dagskrá. Að lokum verður borið fram jólakaffi. AA-samtökin REYKJAVÍK Kl. Tjarnargata 5 (91-12010) Græna húsið 14.00 Tjarnargata 5 Græna húsið Enska 19.00 Tjarnargata5 (91-12010) Grænahúsið opinn fjölskyldurfundur 21.00 Tjamargata 5 (91-12010) lokaður uppi 21.00 Tjarnargata 3 Rauða húsiö, Hádegisfundur 12.00 Tjarnargata 3 (91-16373) Rauðahúsið • 21.00- Hallgrímskirkja, Byrjendafundir 18.00 Neskirkja, 2. deild 18.00 Neskirkja 21.00 LANDIÐ: Akureyri, Sporafundur 21.00 Akureyri, (96-22373) Geislagata 39 12.00 Hellissandur, Hellisbraut 18 21.00 Húsavík, Höfðabrekka 11 20.30 Neskaupstaður, Egilsbúð 20.00 Selfoss, (99-1787) Sigt. 1, Sporafundur 20.00 Miövikudagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsiö. Hádegisfundur opinn kl. 12.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 18.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Grænahúsið kl. 21.00 Hallgrímskirkja kl. 21.00 LANDIÐ Akranes, (93-2540) Suöurgata 102 kl. 21.00 Borgarnes, Skúlagata 13 kl. 21.00 Fásakrúðsfjörður, Félagsheimiliö Skrúður kl. 20.30 Höfn Hornafirði, Miðtún 21 kl. 20.00 Keflavik, (92-1800) Klapparstig 7. Enska kl. 21.00 Pétur Jónasson. Gftartónleikar á Akureyri Pétur Jónasson heldur gitartónleika á Akureyri i boði Tónlistarfélags Menntaskólans annað kvöld, fimmtudagskvöld. Pétur hóf gitarnáni við tónlistarskólann i Garða- bæ níu ára gamall og var kennari hans Eyþór Þor- láksson. Vorið 1976 lauk hann einleikaraprófi og burtfararprófi ári síðar frá sama skóla. Haustið 1978 hóf Pétur framhaldsnám við hinn þekkta gítarskóla Estudio de Arte Guitarristico í Mexíkóborg og var argentínski gitarleikarinn Manuel López Ramos einkakennari hans. Pétur hefur haldið einleikstónleika i Mexíkóborg og viðsvegar á íslandi og hlotið lofsamleg ummæli gagnrýnenda. Á efnisskránni annað kvöld verða verk eftir Haug, Coste, Walton, Villa-Lobos, Tarrega, Mor- eno-Torroba og Albéniz. Tónleikarnir verða í sal gamla Menntaskólans og hefjast klukkan 20.30. -ATA. Tónleikar í Bústaðakirkju í kvöld 9. descinber heldur Tónskólinn tónleika i Bústaðakirkju. Þar koma fram kór og hljómsveit Tónskólans. Kórinn syngur jólalög en hljómsveitin flytur ásamt einsöngvurum verk eftir Handel, nokkrar aríur úr óratóriunni Messiasi og tvö Kon- serto grosso. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Stjórnandi á þessum tónleikum er Sigursveinn Magnússon. Tilkynningar Happdrætti ungra framsóknarmanna Degið hefur verið í jólahappdrætti Félags ungra framsóknarmanna 7. desember var vinr.ings- númeerið 4964, desember 2122. Bústaðasókn Kvenfélag Bústaðasóknar efnir til tveggja nám- skeiða, jólaföndur og snyrting. Upplýsingar veittar hjá Sigríði s. 32756, Hönnu s. 32227 og Björgu s. 33439, til sunnudagsins 15. nóv. í gærkvöldi í gærkvöldi Hvenær kemst Skyggnir í gagnið? Veðrið í gær hefur örugglega orðið til þess að fleiri hafa setzt fyrir fram- an skjáinn, í stað þess að arka út um borg og bý. Dagskráin var líka með betra móti. Boðið var upp á víkinga- þátt Magnúsar, sem er með betri fræðsluþáttum sem á skjáinn hafa komið. Þar á eftir æ dularfyllri brezkan sakamálaþátt og loks frétta- spegil. Magnús Magnússon, fjallaði í gær- kvöldi um efni sem hefur verið okkur íslendingum hugleikið, eða ferðir ís- lenzkra víkinga til Vesturheims. Að vísu naut ég ekki þessa þáttar né ann- ars sjónvarpsefnis sem skyldi í gær- kvöldi því endurvarpsstöðin fyrir Mosfellssveitina virtist ekki hafa þol- að norðanbálið í gær og var útsend- ing þaðan með óskýrara móti. Hver er Trimble, og á hann útsend- ara innan TSTS? Brezki þátturinn verður æ dularfyllri og ef ekkert annað kemur upp á þá lætur maður næstu þætti ekki framhjá sér fara. í fréttaspegli var okkur sýnt inn í ógnarveröld E1 Salvador. Fréttir hafa oft borizt úr þessum heimshluta af svipuðu ástandi en sjaldan á jafn greinargóðan hátt og í fréttaspegli í gær. Einnig voru kynnt lítillega úrslit dönsku þingkosninganna og nú vant-^ aði illilega móttöku frá Skyggni, því * Magnús Guðmundsson talaði úr sölum danska sjónvarpsins, en út- koman varð hálfvandræðaleg vegna þess að myndefnið vantaði. í fréttun- um fyrr um kvöldið hafði verið rætt við fulltrúa allra stjórnmáiaflokk- anna og var á þeim að heyra að ekki væri það vanzalaust að ekki væri hægt að flytja erlendar fréttir beint. heim i stofu en lausnin virtist ekki í sjónntáli. Að vísu tæpti menntamála- ráðherra á því að verið væri að vinna að einhverri lausn, en þó var á honum að skilja að ekki væri það alveg á næstu grösum. Ég hafði einsett mér fyrirfram að hlusta á þátt vinar rníns Friðriks Guðna Þórleifssonar i útvarpinu seint i gærkvöldi, en vegna þess hve lengi fréttaspegill stóð hreinlega gleymdist það. Jóhannes Reykdal. o 8Cs®(?ö , % • ®k£}Q3&c?QaGfocxoð IKU«6(I8n Aðventusamkoma Árnesingafélagsins Árnesingafélagið i Reykjavík heldur aðventusam- komu í Hreyfilshúsinu Fellsmúla 26 sunnudaginn 13. des., sem öldruðum Árnesingum er sérstaklega boðið á. Samkoman hefst kl. 14.30 og er dagskrá hennar sem hér segir: Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Ár- nesingafélagsins, setur samkomuna, en síðan verður boðið upp á kaffiveitingar, sem eru ókeypis fyrir þá sem eru 65 ára og eldri. Séra Árelíus Nielsson flytur hugvekju, Árnesingakórinn syngur jólalög og önnur lög og Hjálmar Gislason les upp. Bilaþjónusta verður fyrir þá sem þess óska og skulu þeir sem hyggjast nota hana hringja í sima 72876 i siðasta lagi 12. des. Frá Ferðafélagi íslands Myndakvöld verður haldið að Hótel Heklu, mið- vikudaginn 9.des. kl. 20.30 stundvíslega. Efni: Trýggvi Halldórsson og Bergþóra Sigurðar- dóttir sýna myndir úr ferðum F.Í., ennfremur nokkrar myndir frá Búlgariu, Sviss og viðar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar i hléi. „í góðu skapi í jólaumf erðinni" er heiti á getraun fyrir 6 til 12 ára börn í öllum grunnskólum landsins. Getraunin felst í þvi að fyrir bömin eru lagðar 10 spurningar um hin ýmsu atriði umferðarinnar. Með tilliti til þeirra breytinga sem urðu á umferðarlögum l. okt. sl. eru spurningar um bílbelti og hjólreiðar á gangstéttum meðal þess sem börnin spreyta sig á. Tilgangur keppninnar er sem fyrr að vekja athygli barnanna og fjölskyldna þeirra á umferðarreglum Dg mikilvægi þess að hafa þær í heiðri i hvívetna. Ætlazt er til að börnin glími sem mest sjálf við spurningarnar, en að foreldrar fari yfir þær með börnum sínum. Með þvi móti má ætla að málin verði rædd fram og aftur, og allir verði hæfari þátt- takendur í umferðinni á eftir. Félög, stofnanir og fyrirtæki gefa yfirleitt þau verðlaun sem í boði eru, en venjan er að draga úr réttum lausnum. Þeir heppnu mega svo eiga von á að einkennisklæddur lögreglumaður heimsæki þá rétt fyrir jólin. í Reykjavík fá 175 börn bókaverðlaun, og mun lögreglan heimsækja þau á aðfangadag. Umferðarráð hvetur skólastjóra um allt land ein- dregið til þess að nálgast nú getraunaseðlana á póst- húsi sínu, þannig að ekkert barn, verði afskipt í þessum efnum. Á sama hátt eru kennarar og foreldrar vinsamelg- ast beðnir um að sjá af nokkrum mínútum í þessu skyni, þrátt fyrir margháttaðar annir jólamánað- arins. LÁTUM ÁNÆGÐ BÖRN OG ENDUR- SKINSMERKI LÝSA OKKUR VEGINN AÐ SANNRI JÓLAGLEÐI í ÁR. Jólamarkaður Goðatúni 2 við Hafnarfjarðarveg í sömu byggingu og Blóma- búðin Fjóla. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13.00. „Sittlítiðaf hverju" á Mokka Björg ísaksdóttir, myndlistarmaður, hefur opnað sýningu á Mokka-kaffi. Sýninguna kallar Björg ,,Sitt Iítið af hverju”. Björg er búsett i Svíþjóð og hefur tekið þar þátt í samsýningum, auk þess sem hún var með einkasýn- ingu í Smálöndum í haust. Björg hafði ekki tök á að koma til landsins með sýninguna, en sendi smá- myndir, sitt úr hverri áttinni ásýninguna. Björg hefur stundað myndlistarnám i Sviþjóð og á Ítalíu. Kiwanisklúbburinn Hekla Jólahappdrætti: Vinningsnúmer: 1. des. nr. 574, 2. des. nr. 651, 3. des. nr. 183, 4. des. nr. 1199, 5. des. nr. 67, 6. des. nr. 943, 7. des. nr. 951 8. des. nr. 535. Á almennum fundi Félags verkf ræðinema var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Félagsfundur í Félagi verkfræðinema, haldinn 4. desember 1981; lýsir yfir óánægju sinni með það ófremdarástand sem nú ríkir í fjárveitingum til Há- skóla íslands. Fundurinn vekur athygli á þeim niðurskurði sem gerður hefur verið á fjárveitingum til Háskóla ís- lands. Fyrir árið 1982 nemur hann rúmum 23®7o af upphaflegum beiðnum deildanna. Það er því ljóst að ef ekkert er að gert hættir Há- skólinn að gegna því hlutverki sem honum var upphaflega ætlað að gegna i íslenzku þjóðlífi. Fund- urinn væntir þess að ráðamenn þjóðarinnar bæti úr þessu hið snarasta og hvetur nemendur Háskólans og aðra til að fylgjast með þróun þessara máia. Fyrirlestur á vegum Félags þjóðfélagsfræðinga Nk. laugardag, þ.e. 12. desember mun Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnsýslufræðingur halda fyrir- lestur á vegum Félags þjóðfélagsfræðinga i stofu 102 í Lögbergi lagadeildarhúsinu við Háskóla íslands. Fyrirlesturinn ber nafnið „Helztu kenningar og að- ferðir við ákvörðunartöku og stefnumótun innan stjórnsýslunnar”. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.30 oger öllum opinn. Nýtt vistmannahús á Sólheimum í Grímsnesi Vistmenn flyt|a úr óibúðarhœfum hermanna- skóla. Samtak h/f á Setfossi byggöi 280 m* hús á 41/2 mánufli. Nýlega afhenti Samtak h/f á Selfossi Sólheimum í( Grímsnesi nýtt glæsilegt ibúðarhús. Húsið er ein- ingarhús, það er mjög vandað, bjart og skemmtilegt Byggingarframkvæmdir hófust 6. júlí. Um miðjan ágúst var húsið reist og var fokhelt í lok ágúst. Síðan hefur verið unnið að innréttingum hússins og er nú fullfrágengið og tilbúið til að flytjast inn í. Vistmenn hafa frá upphafi tekið þátt í byggingu hússins undir góðri leiðsögn og stjórn þeirra Samtaksmanna. Ár- virkinn s/f á Selfossi sá um rafiagnir og Funaofnar í Hveragerði uin pípulagnir. Sólheimaheimilið 1 Grímsnesi var stofnað árið 1930. Þetta er þvi elzta vistheimilið fyrir þroskahefta á Islandi. Sesselía Sigmundsdóttir stofnaði heimilið og rak það fram til dauðadags árið 1974. Á Sólheimum býr 41 vistmaður og 26 starfsmenn auk tveggja kennara í uppbyggingu Sólheima hefur alltaf verið lögð áherzla á að starfsmen og vistmenn búi og vinni saman. Þar eru mörg litil íbúðarhús hvert um sig með 6—7 vistmönnum og 2—3 starfs- mönnum. Á heimilinu er unnið að ýmiskonar handiðnaði þ.á m. handunnin bývaxkerti, prjónaðar dúkkur, bangsar og jólasveinar, ofin teppi, trémunir og tré- leikföng. Kostnaður við byggingu hússins verður greiddur af Framkvæmdastjóri öryrkja og þroska- heftra. Ennþá hefur ekki fengizt fjármagn til þess að kaupa húsgögn, en vonandi mun ekki dragast á lang- inn að fiytjast inn í húsið aTþeim sökum. Afmæli 95 ára afmæli á í dag,9. desember frú Hansína Guðmundsdótlir frá Tungu- nesi í Húnavatnssýslu, Skagfirðinga- braut 49, Sauðárkróki, þar sem hún býr með syni sínum. 80 ára afmæli á í dag, 9. desember frú Sigurlina Guðmundsdóttir frá Efri- Miðvik í Aðalvík, Suðurgötu 12 i Keflavik. Eiginmaður hennar var Sölvi Þorbergsson bóndi. Hann lézt árið 1960. Þeim varð 6 barna auðið. Hún tekur á móti gestum á laugardaginn kemur, 12. des., á heimili dóttur sinnar og tengdasonur að Skildinganesi 50 í Skerjafirði, eftir kl. 15þann dag. 60 ára afmæli á i dag, 9. desember, frú Guðrún S. Kristinsdóltir, húsfreyja að Hvammi i Landsveit í Rangárvalla- sýslu. Eiginmaður hennar er Eyjólfur Ágústsson bóndi þar. Börn þeirra eru sex talsins. Hún er að heiman í dag. Ég verð að vera I hæstu skónum mfnum, svo kjóilinn sýnist ekki allt of fleginn að aftan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.