Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. Mismunaborgar yfirvöld íbúum eftirgeðþótta? Er ibúum borgarinnar stórlega mis- munað eftir geðþótta borgaryfir- valda? Reynsla Júlíusar Guðlaugs- sonar. sem bvr ásamt fiölskyldu sinni aðRauðalæk7gæti vakið slikan grun. Július hefur um 3ja ára skeið reynt að fá byggingarleyfi á tvcim lóðutn, sem hús hans stendur á. En án árangurs. Hann gafst því upp og seldi húsið i nóvember. Örfáum dögum síðar mættu nýju eigendurnir tneð teikn- ingar og byrjuðu að byggja! Forsaga málsins er sú, að móðir Júlíusar keypti húsið að Rauðalæk 7 árið 1946. Júlíus keypti svo helming hússins 1953. í hinum helmingi þess býr sambýlismaður móður hans. Húsið er orðið afar lélegt fyrir aldurs sakir og hcfur verið úrskurðað óíbúð- arhæfi. Það stendur á tveiin gömlum erfðafestulóðum við Rauðalæk 5 og 7, sem báðar eru i eigu borgarinnar. Hafa Júlíus og fjölskylda hans greitt öll gjöld af lóðunum gegnum tiðina, að eigin sögn, svo sem gatnagerðar- gjöld, lóðaleigu o.fl. Það var fyrst árið 1955, sem Júlíus sótti um byggingarleyfi á lóðunum. Júlíus Guðlaugsson og öm Valberg fóstursonur hans fyrir utan húsið aO RauOalæk 7. í baksýn er gnmn urinn aO húsinu, sem nýju eigendurnir hafa fengiO leyfi til aO byggja á ióOunum sem styrrinn hefur staOiO um. D V-mynd Einar Óiason „Reykjavík viröist vera oröin borg braskaranna" húseigandi gafst upp ogseldi hús s'rtt eftirmargra iraþrefum byggingarieyfi. Nýju eigendumir byrjuðu hins vegarþegarað byggja. Fjölskyldan verður að fíytja En án árangurs. 1978 var húsið orðið óíbúðarhæft, svo Júlíus lagði inn aðra umsókn um byggingarleyfi. Þar með hófst pislarganga fjölskyldunnar í embættismannakerfi borgarinnar. Meðlimir hennar ræddu við alla, sem gátu haft eitthvað að segja í inálinu, og margoft við suma þeirra. Frá Heródesi ti/ Pílatusar — og til baka Þrátt f'yrir þetta var umsókn Júlíusar synjað. Þau hjónin vildu ekki gefast upp við svo búið, en ákváðu að sækja um aftur. Það gerðu.þau árið eftir. Og enn margtöl- uðu þau við embættismenn borgar- innar, borgarstjóra, borgarstjórn og aðra sem létu málið tii sín taka. En allt án árangurs. Stundum virtist þeim menn vera orðnir sammála um að hleypa málinu í gegn, „en svo strandaði þetta alltaf á borðinu hjá Sigurjóni Péturssyni,” eins og Július komst að orði. ,,En Albert og Adda Bára stóðu með okkur.” í þriðja sinn sótti fjölskyldan um byggingarleyfi, en alít sat við það sama. Kvaðst Júlíus í samtali við DV aldrei hafa fengið neinar skýringar á synjununum. Einhver hefði þó sagt honum, að aldrei kæmi til greina að hann fengi að byggja þarna einn. Hann hefði því tekið til þess ráðs, að fá byggingarmeistara til liðs við sig. Það hefði ekki þótt nógu gott, því borgarstjórnarmenn hefðu viljað ráða hver byggði með honum. Hins vegar hefði skrifstofustjóri borgarinnar mælt með því að Júlíusi yrði úthlutað lóð nr. 5 við Rauðalæk gegn því að hann sæi um að fjarlægja gamla húsið á eigin kostnað. ur borginni Þegar málið virtist vera komið i óleysanlegan hnút, greip Júlíus til þess ráðs að selja gamla húsið. Var gengið frá sölunni fyrir um það bil einum og hálfum mánuði. En viti menn. Örfáum dögum síðar birtust menn frá borginni á lóðunum. Verk- efnið var að mæla út fyrir nýju húsi. Nýju eigendurnir, sem eru iðnaðar- menn, voru þegar komnir með stimplaðar teikningar upp á vasann, búnir að fá byggingarleyfi á báðum lóðunum og ailt sem til þurfti. Fram- kvæmdir eru nú komnar af stað á fullum krafti. ,,Ég verð að flytja í Garð í Gerð- um, því þar hef ég keypt hús,” sagði Júlíus, sem er harla sár yfir úrslitum mála. „Reykjavík virðist vera orðin borg braskaranna og réttur okkar hinna sem höfum búið hér í áraraðir er fótum troðinn. Nýju eigendurnir höfðu boðið mér að fá 3ja herbergja ibúð á jarðhæð í nýja húsinu, gegn því að ég tæki 110.000 kr. húsnæðismálastjórnarlán og legði til vinnu eftir samkomulagi. Það var óaðgengilegt á allan hátt, ég er í fullri vinnu, með fjögurra manna fjölskyldu. En þetta þýðir að maður verður að hrökklast úr bænum og vinnunni. Við eruin að flytja dótið okkar núna. Að vísu eigum við ekki gott með að fara strax, þar sem tvö barna okkar sem búa heima eru í framhaldsnámi hér í bænum. En borgaryfirvöld spyrja ekki um aðstæður almúga- inannsins, sem hefur engan nema sjálfan sig til að beita í málum sem þessu,” sagði Júiíus. -JSS Sandkorn Sandkorn Sandkorn Eldfim synjun í Degi er frá þvi greint að ungur maflur hafi gengið á fund KEA-manna og sótl um vinnu. Var honum synjað. Gekk hann þá út af kontórn- um og lagði eld í teppabúta i Vöruhúsi KF.A. Urðu tölu- verðar skemmdir af völdum reyks. Ekki er þess getið að þetta tiltæki hafi breytt afstöðu kaupfélagsmanna til starfs- umsóknarinnar. Hvar er Stalín nú? í vönduðu jóiablaði Suður- lands er að fínna marga ágæta brandara, þar á meðal þenn- an: Eftir síðari heimsstyrjöld- ina byggðu Rússar minnis- merki um Stalín i Varsjá. Bóndakona sem var í heim- sókn í borginni spurði hver þessi Staiín hefði verið. — Jú, það var hann sem frelsaði Pólland undan nasist- um. —■ Guð blessi hann, hróp- aði sú gamla, hugsið ykkur ef hann gæti nú lika frelsað okk- ur undan Rússum. Bókalistí DV Nokkuð hefur borið á þeim misskilningi, að listi sá sem DV hefur birt af söluhæstu bækurnar nál yfir heildarsölu bóka. Svo er ekki. Tvo und- anfarna laugardaga hefur blaðið birt niðurstöðu könn- unar á söluhæstu bókum þá vikuna cn þar kemur ekki fram hvaða bækur hafa selzt bezt allt frá útgáfudegi. Til dæmis má geta þess að Möskvar morgundagsins, eft- Sumir hlupu strax á Háið Ljóst er að ekki verður neitt skemmtanahald í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri á næstunni eftir brunann um siðustu helgi. Mikil samkeppni hefur ríkt milli Sjallans og skemmti- slaðarins H 100. Sögur herma að þar sem Akureyringar stóðu og horfðu á Sjálfstæðishúsið brenna hafi gosið upp sá kvittur að á H 100 væri nú öll- um veilt ókeypis hressing í til- efni nýjustu frétta. Munu sumir hafa tekið þetta trúan- legt og hraðaö för sinni sem mest þeir máttu á Háið. Ekki munu þeír hafa haft erindi sem erfiði. Eftirfarandi klausa er stolin úr nýju heftl af Eiðfaxa: „Þegar fulltrúar á ársþingi LH (Landssamb. hestamanna — innsk. DV) i Stykkishólmi voru á lelð til Reykjavíkur hitlu þeir Halldór E. Sigurðs- son fyrrv. landbúnaöarráö- herra fyrir utan hótel Borgar- nes. Þegar honum var sagt að ir Sigurö A. Magnússon, kom út í október og hafa veriö prentuð um átta þúsund ein- tök af bókinni og salan mun komin yfir sex þúsund eintök. Opin leið til lána Stefán Pálsson forstjóri stofnlánadeildar landbúnað- arins hefði verið kosinn for- maður LH varð honum að orði: Nú, þið fáið þá liklega lán út á hesthúsbyggingar. Hraðamet á KEF í Starfsmannablaði Flug- leiða kemur fram að fyrir nokkru var sett met við af- greiðslu á Flugleiðaþota á Keflavíkurflugvelli. Allt bentl til að þotan, sem kom frá Lúxemborg á leið til New York, væri að missa af sinum „slot” tima til New York, sem hefði þýtt margra tima seinkun á brottför. Jón Óskarsson, stöðvar- stjóri i Keflavík, og hans fólk bretti þá heldur betur upp ermarnar og afgreiddi vélina á 20 minútum „sem er met á af- greiðslutima hér og þó viðar væri leitað" eins og segir í blaðinu. Með þessu sameigin- lega átaki tókst að koma flug- vélinni áfram á tilsetlum tima. Sæmundur Guðvinsson Niöursoönir ávextir #3 MMM ÁnQnac Ananas: ISI-bitar 1/1 ds................49,80 ISI-bitar 1/2 ds................33,75 ISI-sneiöar 1/2 dl..............42,00 Heaven Temple-sneiðar 1/1 ds ... 36,45 Heaven Temple-sneiðar 1/2 ds ... 27,30 Diadem-sneiðar 3/4 ds:..........44,55 Red & White-sneiðar.............55,35 Red & White-mauk................55,35 Dole-bitar 3/4 ds...............40,50 Dole-sneiðar....................46,35 #3 MMM Perur Del Monte 1/1 ds..............58,95 Coop 1/1 dl...................55,35 Coop 1/2 ds...................34,05 Ligo 1/1 ds...................67,05 Wheatsheaf 1/2 ds.............29,85 Tom Piper 1/2 ds............ 34,50 Ky 1/1 ds.....................59,85 Ky 1/2 ds.....................40,80 Monarch 1/1 ds................80,55 Monarch 1/2 ds................51,30 Red and White 1/1 ds..........76,65 Red and White 1/2 ds..........37,20 Barttett 1/4 ds...............14,10 Hearts delight 1/1 ds.........58,80 Flying Wheel 1/1 ds...........53,10 #3 MMM Blandaðir ávextir Monarch 1/1 ds................80,55 Monarch 1/2 ds................52,80 Red and White 1/1 ds..........77,40 Red and White 1/4 ds..........32,85 Shopwell 1/4 ds...............18,15 Tom Piper 1/2 ds........... 40,20 Tim Piper 1/1 ds..............70,05 Red and White 1/2 ds..........52,05 Cockothe walk 1/2 ds..........43,20 Ky 1/2 ds.....................47,40 Hearts delight 1/2 ds.........43,20 Ann Page 1/1 ds...............85,35 #3 MMM Jarðarber Bulgar 1/1 ds . Veluco 1/1 ds.. Samodan 1/2 ds Royal Norfolk 1/2 ds .. 55,95 .. 80,85 .. 54,00 .. 40,65 Lockwoods 1/2 ds . Lockwoods 3/4 ds . Lockwoods 1/4 ds . 31,05 Opið allan daginn. Sparímarkaðurmn Austurveri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.