Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 18
18.
£*WWWWVWW\/WUWW\^WAWWWWWUWWWW
DAGBLADIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981.
Í_
Vorum nú loksins að fá hinar
FRÁBÆRU
VARMASETUR
frá fyrirtækinu Hafri-impex í Svíþjóð.
Gerðar úr mjúkum svampi, utan
um saumaðar með sterku nœlon-
efni og fást í blóu, grænu, rauðu
og brúnu.
Þær eru festar utan um sætið
með sterkum teygjum, sem hafa
mikið teygjuþol og stungið í sam-
band við sígarettukveikjarann.
12V, 60W.
Tíminn sem setan er að hitna er
ca 1—3 mín.
Sérstaklega hentugt í bílinn á
veturna.
Verð aðeins kr. 228.-
Sendum í póstkröfu
um land allt.
S/G Póstverzlun. Sími 24089.
P.S. Viö keyrum pantanir heim
á Stór-Reykjavíkursvæðinu fram að jólum.
,.\w.%va,.wa,.v;w/wvwwvw.w/w//w,.,.,a
Menning
Menning
Menning
heymartæki
ísamagæða
flokkiog
Rolls Royce
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT' 8 SÍMI85884
BUKOLLA
Út er komin bókin um Búkollu sem
Hringur Jóhannesson hefur mynd-
skreytt. Það sem er athygli vert við
þessa útgáfu er að hún er alþjóðlegt
framtak, sem vill kynna þjóðsögur
frá ýmsum löndum og sér í lagi frá
Suð-austur Asíu, Mið-austur Afríku i
og Suður Ameríku. Útgefandinn
nefnist „Holp Shuppan Publish-
ers/Holp Book Co Ltd”. Þessi bók
er þegar komin út á japönsku, en Mál
og menning sér um að dreifa Búkollu
á íslenzku.
Bókin er myndskreytt 22 litkrítar-
myndum.
Ekki teiknimyndasaga
Á síðastliðnum árum hefur orðið
mikil aukning á útgáfu teiknimynda-
bóka. Margar nýjar teiknimyndahetj-
ur hafa komið fram, þar sem spilað
er saman mynd og texta. Það sem
einkennir teiknimyndir yfirleitt er af-
gerandi frásögn (narration) innan
hvers myndramma, þar sem persónur
lifa ávallt í 100% krafti og getu.
Þannig er aldrei dauður timi hjá
teiknimyndahetjum, og rýmið næst-
um aldrei tómt.
En bókin um Búkollu er ekki
teiknimyndasaga í eiginlegum skiln-
ingi. Heldur virðist sem myndverki
og ritverki sé stillt upp hlið við hlið.
Hringur Jóhannesson kemur þannig
fyrst og fremst fram sem listmálari,
sem dregur upp myndir með sterkri
skírskotun til sögunnar. Það er ólík-
legt að myndirnar gætu einar túlkað
söguna um Búkollu.
BÚKOLLA
Hríngur Jóhannesson hefur mynd-
skreytt söguna um Búkollu.
Sjónarhorn og
sjálfur mynd-
skurðurinn
minna oft á mál
teikni- og kvik-
mynda.
Sjónarhorn
En þó eru viss atriði sem minna á
teiknimyndir eða öllu heldur kvik-
myndir, en þessi atriði eiga sér eðli-
lega skýringu þegar maður þekkir
myndverk listamannsins. Undirritað-
ur á hér við sjónarhorn í myndunum
og sjálfanmyndskurðinn.Listamaður-
inn bregður upp nærmynd af skessu-
fæti, hönd með hár, haus af belju og
strák. Þessi myndskurður kemur
óneitanlega úr máli kvikmyndanna.
Þannig gengur myndferlið (lesturinn)
í gegnum myndir sem við gætum auð-
veldlega flokkað í „plön”, á ná-
kvæmlega sama hátt og í kvikmynd-
um. Við lesum úr „yfirlitsplani,”
sem gefur að sjá umfangsmikla nátt-
urusýn, og allt ofan í „stórt plan” af
hönd með hár.
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
Listamaðurinn nýtir vel óllk plön og spilar með mismunandi mikla yfirsýn.
: s.5 h iii- mum undif
Teikning —
Riss
Það leynir sér ekki að hér er á ferð
vanur teiknari. Listamaðurinn velur
þann kost að leggja aðaláherslu á
línuumgjörð formsins, án þes að
teikna upp innri formeindir nautsins
eða stráksins. Horft er yfir allar ana-
tómískar vangaveltur. Inní hverju
formi er það liturinn sem ræður ríkj-
um. Listamaðurinn litar formið með
því að rissa með litkrít og minnir
pensilskriftin nokkuð á vinnuaðferð-
ir barna, þar sem höndin gengur
nærri sjálfvirkt fram og til baka yfir
myndflötinn. Þessi pensilskrift gerir
það að verkum að allur innri kraftur
formsins hverfur, og eftir stendur lit-
að form. Þá virðist pensilskriftin
stundum verða afgerandi í sjálfri
formgerðinni, (sjá t.d. skessurnar i
eldinum) og það er sem formin
(skessurnar og eldurinn) leysist upp í
eina sameiginlega sögu. Skessurnar
verða hluti af eldinum.
Persónusköpun
Hvað við kemur persónusköpun,
getum við vart talað um frumlega
sýn. Þetta eru hefðbundnar „nor-
mal” skessur með ferleg nef og mikl-
ar hendur. Strákur gengur um á sauð-
skinnsskóm með prjónahúfu og allt
umhverfið er táknað með vel þekkt-
um íslenzkum fyrirbærum eins og
t.d. bóndabænum.Hér koma aðeins
fram þjóðlegar steriotypur, enda
kannski skiljanlegt þegar haft er I
huga að bókin er fyrst og fremst
hugsuð fyrir erlendan markað.
Einföld atburðarás
Atburðarásin í sögunni um Bú-
kollu getur vart talist stórbrotin. Og
vist er að ekki hefur verið auðvelt fyr-
ir listamanninn að myndskreyta sög-
una, með því að halda sér við hið
þjóðlega, og með erlenda markaðinn
íhuga.
Fyrri hluti bókarinnar lýsir um
fram allt göngu og leit stráksins, er
virðist í fyrstu litt gefa tilefni til
myndrænnar frásagnar. En Hringur
nær vel að draga upp þennan tíma
með því að stilla stráknum upp í
ólíku umhverfi, — þar sem listamað-
urinn nýtir vel ólík „plön”, og spilar
með mismunandi mikla yfirsýn.
Góð stærð
Stærð bókarinnar er ágæt og gefur
myndunum gott rými án þess að þær
verði fyrir truflun frá textanum. Víst
er að margir eiga eftir að kynnast Bú-
kollu í annað sinn á jólanótt í gegn-
um myndverk listamannsins.
GBK
Hlutar í Stálfélaginu er tilvalinjólagjöf.
Sími 16565.