Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. 17 Menning Menning Menning KVÖLDLOKKUR ÁJÓLAFÖSTU Kvöldlokkur á Jólaföstu, ( Nosklrkju 17. desember. Flytjendur: Bernard Wilkinson, Daði Kolbeins- son, Janet Wareing, Einar Jóhannesson, óskar IngóHsson, Hafstsinn Guðmundsson, Brjánn Ingason, Joseph Ognibene og Jean Hamilton. Efnisskrá: Wotfgang Amadeus Mozart; Þœttir úr Töfraflautunni; Charles Francob Gounod: Petite Synphonle; Ludwig van Beethoven: Rondiono f Es-dúr G 146 og Oktett f Es-dúr op. 103. Margir eru þeir jólasiðir, sem við íslendingar höfðum tekið upp eftir öðrum. Flest flökkusiðir kunnir með nær öllum þjóðum sem á jóla- sveininn og glamrið í búðarkassanum trúa. Svo eru aðrir siðir, sem hafa orðið útundan í upptöku okkar á dægursiðum tengdum jólahaldi. Þar á meðal eru hin svonefndu ,,Carol- singing” eða „Adventsingen”, eftir því hvort mönnum er tamari enskan eða þýskan, þegar sletta á út- lenskunni. Jafnvel tækifæri til almenns aðventusöngs, eins og sá næstum alíslenski aðventusiður að kveikja á vinabæjarjólatré við há- tíðlega athöfn, eru látin fara for- görðum. Manni finnst því eins og verið sé að kítta upp í stórt gat í músíklífinu á aðventu þegar boðið er upp á ljúfa tónleikadagskrá með blásaraserenöðum, þótt annarseðlis séu enjólalög. Hálf hrá byrjun Þættirnir sem Jose Heidenreich útsetti úr Töfraflautunni hafa löngum verið vinsælt efni hjá blásaraoktettum, en hafa aldrei verið leiknir fyrr hérlendis. Það verður að segja það eins og það er, að spila- mennskan hjá óktettinum í þessum þáttum var hálfhrá. Hin rikulegu Tónlist Eyjólfur Melsted blæbrigði í styrkleika urðu allsendis útundan og snerpu vantaði i leikinn. Mo2art hlaut því ekki nema rétt þokkalega meðferð og satt að segja leist mér ekki nema í meðallagi á framhaldið. Blásararnir léku þetta svo sem prýðilega, tæknilega séð, en það vantaði broddinn í leikinn. Blaðinu snúið Kvíði minn reyndist samt með öllu ástæðulaus, því að í Litlu sinfóníunni hans Gounod sneru þau blaðinu við. Nú var öllu blæbrigðum komið ríkulega til skila og hópurinn allur sem eitt hljóðfæri. Það er engin ellimörk að sjá á Gounod í þessu geysifallega verki.sem hann samdi á sínum síðustu æviárum. Ekki tók síðra við eftir hlé þegar tekið var til við Beethoven. Flokkurinn spilaði sig upp og náði feikna vel saman. Þessi verk sem Beethoven samdi um tvítugt fengu að liggja í salti meðal annars vegna þess að sumt í þeim þótti hreinlega óspilandi. Það má lika vel ímynda sér að hornleikurúm þeirra tíma hafi ekki litist á ' nótur Beethovens, hafandi bara stopphorn í höndum, því að enn þykja hornaraddirnar fullboðleg akróbatik handa meira en meðalskussum í hornleik. Og víst hafa raddir tréblásaranna verið litlu árennilegri á meðan hljóðfærasmiðir voru sparir á klappana og pípurnar litlu fullkomnari en blokkflautur. Blásarasveitin er skipuð einvalaliði og þar er hvergi veikur hlekkur. Leikur hennar er vel mótaður og blæbrigðaríkur. (Mozart hlýtur bara að hafa verið of litið æfður). „Ensemble-tilfinningin” er góð og enginn sker sig úr. Því verður engum hrósað sérstaklega því allir áttu góðan hlut. Hér er á ferðinni athyglisverð blásarakammersveit sem tókst á sinum fyrstu tónleikum að lífga upp á skammdegið, en allt of margir létu fram hjá sér fara. -EM. Vers/unin Smáfó/k er meö lœgst verö á leikföngum Samkvœmt verökönnun Verölagsstofnunar er verslunin SmáfóTk meö lægsta meöal- verö á leikföngum. Veröiö á sœngurverasettunum er ekki síöra. Úrval fallegra sœngurverasetta. VersL Smáfó/k, Austurstrætí 17 (gengið inn hjá Víði) CllWAl' GÓ$>eA Póstsendum Rakarastofan Laugavegi 51 Símar: 15434 -12704 BaBylíss hitahárburstinn ómissandi ER KOMINN Verð kr. 445,- Einnig í fyrsta sinn á íslandi BaByliss litli-stóri hitahárburstinn, sem þú getur haft í veskinu eða bara í vasanum. Verð kr. 370,- Pantanir óskast sóttar. SMAAUGLYSINGA DEILD DAGBLAÐSINS & VÍSIS ÞVERHOLT111, SÍMI27022 verður opin um hátíðarnar sem hér segir: Miðvikudaginn 23. des. Opiðtil kl. 18.00 Lokað aðf angadag jóladag og 2. jóladag Opið: sunnudaginn 27. des. frákl. 14.00-22.00 mánudag28. des. og þríðjudag 29. des. tiiki. 22.00 miðvikudag 30. des. opið tiiki. 18.00 Lokað gamlársdag ognýársdag Opið 3. janúar frákl. 14.00-22.00 Gleðileg jól iBIAÐIÐi ö hjálM1, óháð ringhlai AUGLYSINGADEILD SÍMI27022 l'.W.V Næst þegar þú kaupir filmu - athugaðu verðið FUJI filmuverðið er mun lægra en á öðrum filmutegundum. Ástæðap er magninnkaup beint frá Japan. FUJI filmugæðin eru frábær, - enda kjósa atvinnumenn FUJI filmur fram yfirallt annað. Þegar allt kemur til alls, - þá er ástæðulaust fyrir þig að kaupa dýrari filmur, - sem eru bara næstum þvíeins góðar og FUJI filmur. FUJI filmur fást í öllum helstu Ijós- myndaverzlunum. ^FUJICOLOR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.