Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 16
16
Fólk
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981.
Fólk
Fólk
Fólk
QNS OGISÍLDINNIIGAMLA DAGA
Sigríður Ella Magnúsdóttir, sem er
Íslendingum að góðu kunn fyrir
óperusöng sinn, sendi nýlega frá sér
18 laga hljómplötu. Platan nefnist Á
vængjum söngsins. Hún geymir
þekkt og óþekkt sönglög frá ýmsum
þjóðlöndum heims. Undirleikari á
plötunni er þekktur enskur píanóleik-
ari. Graham Johnsson að nafni.
í stuttu spjalli, sem blaðamaður
átti við Sigríöi í fyrri viku kom m.a.
fram að platan væri mjög fjölbreytt
að efnisvali. Lögin væru t.d. sungin á
8 mismunandi tungumálum.
Á fyrri hlið plötunnar væru lög
eftir gömlu meistarana, Schubert,
Mendelsohn og Strauss. Á seinni hlið
plötunnar væru hins vegar fræg nor-
ræn ástarlög eftir Grieg og Sibelius,
auk laga eftir Brahms og Tchai-
kovsky. Þar væri einnig að finna
vísur Vatnsenda-Rósum, sem Jón
Ásgeirsson hefði fært í nýstárlegan
búning og lag Páls ísólfssonar við
kvæði Davíðs Stefánssonar, Litla
kvæðið um litlu hjónin.
Sigríður sagði að efnisval plötunn-
ar væri mjög sniðið fyrir smekk al-
mennings. Raunar væri áætlað að
platan yrði send á erlendan markaö
og því hefði þótt eðlilegt að platan
sýndi sem gleggasta mynd af sönglífí 1
Evrópu fyrr og nú. T.d. væri síðasta
'lagið á plötunni austurrískur „jóðl-
ari”, sem hún hefði oft sungið sér og
öðrum til gamans.
Hvað framtíðina snertir, sagði Sig-
ríður, að hún myndi halda nokkra
tónleika hér heima yfir hátíöirnar,
þar sem hún að sjálfsögðu myndi
syngja lög af nýju plötunni sinni.
Auk þess væri áætlað að hún syngi
eitthvað erlendis á komandi mán-
uðum. Tónleikar væru hennar lifi-
brauð og þeir væru raunar orðnir
hversdagslegur hlutur af hennar lífi.
Þetta væri ekkert ósvipað og í síld-
inni i gamla daga. Það væri sama
„rútínan” sem gengi sinn gang viku
eftir viku og ár eftir ár, sagði Sigríður
aðlokum. -SER.
rætt við Sigríði Ellu um
nýja plötu, sem hún hefur
sent frá sér, ogfieira
RUSLAFÖTURNAR A HLEMMI
— spjallað við umsjónarmann staðarins
Biðstöðin á Hlemmi hefur nokkuð
verið milli tanna fólks á undan-
förnum vikum vegna illrar umgengni
um staðinn. Blaðamaður lagði á dög-
unum leið sína niður á Hlemm og
spurði Gunnar Jakobsson, umsjónar-
mann skálans, hverju þessi illa
•umgengni sætti.
„Þaðer áfengið maður, áfengið,”
segir hann þungbúinn. „Það kemur
hingað oft á tíðum haugdrukkinn
lýður um og fyrir helgar sem spillir
fyrir hinum almenna borgara.
Ég greip til þeirra ráðstafana fyrir
tveimur vikum að loka aðalsalnum á
fimmtudagskvðldum og um helgar.
Þá eru einungis forstofurnar opnar.
Þeir verðir sem vinna hér sjá síðan til
þess að hingað komi einungis þeir
sem eiga fullt erindi. Ég vonast til að
þetta leysi úr vandræðunum.
Þessi ráðstöfun hefur mælzt
nokkuð vel fyrir hjá fólki. A.m.k.
þorir það að koma hingað inn,
sem það gerði ekki áður. Þá voru hér
alls lags rónar og vandræðamenn sem
litu á staðinn sem heimili sitt. Þeir
voru sífellt að betla af fólki og abbast
upp á það. Almenningur var farinn
að bíða úti viö, fremur en að verða
fyrir ágangi þessara manna. En slíkt
er að mestu horfið nú.”
Hafði þetta slæma ástand verið frá
opnun staðarins?
„Já, það má segja það. En ástand-
ið hefur ekki alltaf verið jafn slæmt.
Það var orðið óþolandi strax í haust.
Þess vegna greip ég til þessa örþrifa-
ráðs að loka salnum um helgar.”
En hvernig er síðan umgengni hins
almenna borgara um biðstöðina?
,,Hún er náttúrlega ekki góð. Fólk
virðist beinlínis ekki taka eftir því að
hér standa ruslafötur á víð og dreif
um salinn. Það er öllu drasli umhugs-
unarlaust hent á gólfið. Og svo eru
flöskur og önnur glerílát iðulega
brotin hér á gólfinu. En þetta er von-
andi að batna,” sagði Gunnar.
-SER.
Þaðgetur tæpast talizt skemmtilogt hlutskipti að þurfa að dyaffa i sfúkrahúaI yflr Jólahátíðina, sérstaklega ef
um böm er að ræða. Samt sem áður undu þessir krakkar sér ágætiege vlð þá skemmtun, semþeim varveitt á
dögunum — og athyglin leyndi sér ekki.
DV-myndS.
Gunnar Jak-
obsson, um-
sjónarmaður
biðstöð varinnar
i Hlemmi
styður fætii
eina af rushb
fötum staðar-
ins, sem elns
og hinar
hefur litt ver-
ið notuð til
þessa.
DV-mynd
Bjarnleifur
b'til jól á
Bamadeild
Hringsins
„Og það bar til um þessar mundir
aö boð kom . . .” o.s.frv., segir í
gagnmerkri bók sem gefin hefur verið
út á fjölmörgu tungumálum. Þessi
fleygu orð er jafnan að heyra á þeirri
ágætu hátíð sem nú fer í hönd. Þau
var einnig að heyra í helgileik nokkr-
um sem 10 og 11 ára nemendur Álfta-
mýrarskóla fluttu á dögunum fyrir
börn þau er nú liggja á barnadeild
Hringsins á Landspítalanum.
Það var sem sagt verið að halda
NamanrkMÚrÁlftamvrarskólaffytiahérhelgileiksinn. Engtwn ættiað dyljastumhvað leikþátturinn snýst lítil jól fyrir börnin, sem sum hver
DV-myndS. þurfa því miður að dveljast á sjúkra-
húsi yfir jólahátíðina. Ymislegt var á
dagskrá þessara litlu jóla, s.s.
söngur, upplestur, leikþættir og
önnur tilvalin dagdvelja. Undu
krakkarnir vel við þetta forskot jóla-
hátíðarinnar og höfðu að sjálfsögðu
gaman af.
Nemendur Álftamýrarskóla eiga
þakkir skildar fyrir sína hlutdeild í
skemmtun krakkanna. Þau ákváöu
að gleðja börnin með þessu móti upp
á sitt eindæmi. Slíkt er til eftir-
breytni.
-SER.